May 18, 2007

Velkominn Kári

Kortfamilían eignaðist nýjan vin á dögunum eða 10 maí sl. Nýji vinurinn Kári gæi er sonur Evu Kortvins til margra ára. Eva er m.a ein af þeim útvöldu sem var þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa með Korthjónum þegar Kortævintýrið byrjaði á Sólvallagötu 9 um árið (að verða 7 ár). Við samgleðjumst Evu og Edda innilega með litla gaurinn. Gæinn er víst rauðhærður en samkvæmt læknisfrúnni er það toppurinn. Við hlökkum til að hitta gaurinn og kynna hann fyrir gellunni okkar. Kortarar setja þó nokkur skilyrði Eva! engin unglingaheimili, ekkert pönk, engin strok, ekkert klink, ekkert götulíf eða spilatorgsfílingur hjá okkar börnum...
Látum hérna eina góða mynd af nýja prinsinum fylgja með.

2 comments:

Anonymous said...

það er nú ákveðin rómatík yfir því að betla á Lækjartorgi.

Til hamingju með gaurinn Eva - hann er flottur.

Unknown said...

Núna verður það bara rokk og meira rokk, götulífs-bissnessinn hefur runnið sitt skeið og hamingja og lífsgleiði tekið við.
Kári þakkar hlýjar kveðjur og er voða spenntur yfir nýju Kort gellunni, vill fá að halda partý þegar Kortfamilyan kemur um jólin og bjóða henni upp í dans :-)

P.S ekki nóg með að hann er rauðhærður eins og mamma sín heldur er hann líka með smá krullur eins og mamma sín..laaang flottastur