Jul 22, 2007

40 vika og 6 dagar

Já, Kortfamilían hefur aflýst öllum barneignum þangað til á morgun 23 júlí. En þá eiga Kortarar pantaðan tíma kl 8 am í gangsetningu. Því lítur út fyrir að Kortstúlkan fæðist í ljónsmerkinu 23 júlí. Við erum spennt, já mjög spennt að sjá stúlkuna. Þangað til ætlar þriggjamannafamilían að klára það sem hægt er í nýja húsinu. Dagsplanið er einhvernveginn á þessa leið, mála pallinn, fara í Ikea versla stuff, setja upp bókahillur í stofu og ganga frá stofu, setja saman kommóðu fyrir gesti, slaka á, taka til, þvo þvott og chilla....um að gera njóta dagsins.
Þar sem við munum fæða á hátæknisjúkrahúsinu Fairview þá er að sjálfsögðu netsamband þar og munum við því reyna eftir bestu getu að setja inn nýjar fréttir og myndir af fæðingarstuffinu á morgun.

5 comments:

Anonymous said...

VÁ!!
Gangi ykkur rooooosalega vel! Hvar verður B á meðan??

Guð veri með ykkur alla leið.

Anonymous said...

Eins gott að húsið verði litlu dömunni boðlegt:) Fylgjumst grant með vefsíðunni og símanum. Bíddu... fyrramálið hjá ykkur er seinni parturinn hjá okkur. Gott að hafa þetta á hreinu;)

Anonymous said...

Kæru Kortarar!

Gangi ykkur ofboðslega vel á morgun!
Ég verð með ykkur í huganum og mun sitja límd við tölvuna á morgun til að sjá nýjustu fréttir!!!

1000 kossar & knús!

Anonymous said...

Wow, þetta er orðið ansi tæknó allt saman. Guð veri með ykkur á morgun og ég treysti því að sjálfsögðu að hún verði skýrð Badda :)

Ally said...

Gangi ykkur vel!
Anda inn og út.......