Jul 25, 2007

What's in a name?

Ekkert stress, engar áhyggjur, svona viljum við hafa það!





Amma á Hóli a.k.a
Ágústa Kristófersdóttir

Nýjasti Kortarinn mun heita Ágústa Kort Gísladóttir.

Ágústa þýðir hin mikla og kemur fra nafninu Augustus sem þýðir hin mikli, sbr. faðir Pax Romana, Augustus aka Octavianus, þann sem mánuðurinn er nefndur eftir, ef minnið svíkur ekki. Tvær konur sem hjartkærar eru Kort fjölskyldunni hafa borið þetta nafn. Fyrsta skal nefna Ömmu á Hóli, en hún hét einmitt Ágústa. Amma ól upp 7 börn eftir að afi féll frá undir lok sjötta áratugs síðustu aldar. Hún var herra Kort góð. Hún var kjaftfor, kaþólsk og ákveðinn alþýðukona og eins laus við snobb og undirlægjuhátt eins og hægt er að hugsa sér. Hún átti sterkan og góðan Guð og gekk bæði til Rómar og Lourdes til að kynnast honum betur. Hún las CS Lewis og Kipling og kenndi herra Kort gildi sögunnar um miskunsama samverjann, með misgóðum heimtum, en einhverjum þó. Hún var sterk og fylginn sér og hafði mikla réttlætiskennd, hún lá ekki á skoðunum sinum. Hún þekkti páfann. Hún lést í byrjun Júlí 1998.

Hin Ágústan er Ágústa systir herra Korts. Hún hefur verið öllum Korturunum góð. Hún er sterk en kannski á eilítið fágaðri hátt en nafna hennar og Amma. Ágústa systir er líklega ein geðheilbrigðasta manneskja sem Kort fjölskyldan þekkir, sem er svosem vafasamur heiður, þvi að í ríki hinna blindu, er hinn eineygði vissulega konungur. Ágústa systir er klár og fylginn sér og segir sannleikann. Máske ekki alveg eins kaþólsk og nafna hennar en hún þarf ekkert að vera rífa sig niður fyrir það.

Við vonum að sú litla standi undir pressunni. Ef hegðun í móðurkviði og fyrstu 48 klst. hefur eitthvurt forspárgildi mun hún sannlega gera það.

22 comments:

Anonymous said...

Hjatranlega til hamingju með nafið. Ekki gátuð þið valið betur. Ég er sammála ykkur þetta eru þær tvær flottustu Ágústur sem hægt er að heita í höfuðið á.
amman

Anonymous said...

Kæra Kort - fjölskylda!

Innilega til hamingju með nafnið á prinsessunni!
Þetta eru flottar Ágústur sem hún Ágústa litla heitir í höfuðið á!
Bestu kveðjur!

Anonymous said...

Þú ert flottust Ágústa Kort og með flott nafn. Til hamingju öll sömul.

Ally said...

Innilega til hamingju með nafnið:)
Mjög fallegt nafn og mjög falleg stúlka. Get ekki beðið eftir að senda henni bleikan kjól!

p.s
Þið voruð samt eiginlega búin að uppljóstra nafninu, því þegar mar klikkaði á myndina á Birni með systur sína í fanginu kom Björn og Ágústa á stikuna;)
k.v Besservisserinn

Unknown said...

Fallegt nafn á fallega stúlku, á vel við. Efast ekki um annað en að hún standi undir nafninu mikla.

Langar líka að óska hr. kort-systurinni til lukku með nöfnuna, ekki leiðinlegt að eiga litla flotta nöfnu.

Kv Eva og Kári

Anonymous said...

Vá, kemur á óvart!!!
Innilega til hamingju með nafnið fröken Ágústa Kort, við vorum löngu farinn að kalla þig þessu nafni, enda mjög fallegt.
Daman lítur ansi vel út á mynd, myndarleg þessi börn sem þig eigið. Gangi ykkur allt í haginn.
Kveðjur úr Garðabænum

B said...

Til lukku með fallegt nafn. Ég man eftir Gústu gömlu frá því ég var barn og var nágranni Óla og Köllu,

kveðja Bergþóra

Anonymous said...

Ágústa er fallegt, myndugt og almennilegt íslenskt nafn, enda bjóst ég ekki við neinni trefilsins
væmni af ykkar hálfu :)
xxx María

Anonymous said...

Innilega til hamingju með þetta líka fallega nafn.
Svo er nú heiður að heita í höfuðið á þessum heiðurskonum.
Guðmundur er í mat hjá okkur í kvöld hann sendir bestu hamingjuóskir.
Gangi ykkur sem best.

Bestu kveðjur
Maggý

Anonymous said...

Fallegt nafn á fallegri prinsessu. Innilega til hamingju þið öll og guð veri með ykkur.

kv. Hulda og Viðar
(innskot Viðar: Látið vera að troða í hana Treo)

Anonymous said...

Ég óska nöfnu minni til hamingju með nafnið - gott nafn - fullorðinslegt og alvarlegt. Ég gekk þó í gegnum tímabil þar sem ég vildi heita Anna María en það gekk yfir og nú er ég sátt.
Ég mun reyna að vera henni góð fyrirmynd í hvívetna.
ég þakka líka hlý orð í minn garð - sit bara klökk hér við tölvuna.

Kveðja Ágústa sem tók upp nafnið Gússí frænka eftir að hún fór að grána

Anonymous said...

Minni á að ég var lengi kölluð Ágústa litla til aðgreiningar frá hinni - það var síðan stytt af ágætum Daníel í Ágúleilla - bara til að velta upp hugmynd að gælunafni

Anonymous said...

Myndin af Ágústu Kort er komin á skjáinn hjá okkur, og við dáumst að henni allan daginn:) Er að pakka niður bleikum kjólum og bleiku dóti, og auðvitað öðrum litum.

Anonymous said...

Mikið ósköp er þetta vel lukkað barn. Til hamingju. Þið ættuð ekki að gera neitt annað en að búa til börn, svo vel er að verki staðið. Það er nú eitthvað annað en barnið þeirra %#!$&&#!"&$#$!# það er nú meira skrípið.

Anonymous said...

Til hamingju með þetta fallega nafn. Það er gott að hún á ekki að heita Væmin Sól eða Mist Eik.

Amman kom í dag að ná í silkið og fór hlaðin- ég er mjög fegin og get ekki beðið eftir að Ágústa verði klædd silki!!

Anonymous said...

Til hamingju korthjón og kortBjörn með stúlkukindina og eins til hamingju stúlkukind, með skemmtilega nafngiftina, úff...

Annars bið ég sérstaklega að heilsa næst yngsta kortaranum. Ég treysti honum fyrir að stýra skipinu á farsæl miðin.

Anonymous said...

Kæra Kort fjölskylda,

innilega til hamingju.

Kveðja,
Margrét

Anonymous said...

Til hamingju með nafnið kæra frænka. Ekki er leiðum að líkjast þeim fyrirmyndar Ágústum sem fyrir eru í ættinni.

Bestu kveðjur, Daði og co

Anonymous said...

Sæl Kortfjölskylda

Hjartanlega til hamingju með stelpuna og nafnið, allt of sjaldan sem ég kíki á bloggið ykkar þannig að ég hef greinilega hitt á réttan tíma :) Við biðjum kærlega að helsa !
Einar, Guðrún og börnin 4

ps.ég sé að Viddi ennþá undir áhrifum frá lyfjunum sem héldu honum gangandi á Ströndum !

Anonymous said...

Flott og tilkomumikið nafn. Til hamingju.

Anonymous said...

Þetta er flott stelpa og flott nafn,
Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra,

kv: Bjarnþór og fjölsk.

Anonymous said...

Innilega til hamingju með Prinsessuna, og til hamingju með nafnið!! Hún mun standa undir nafni. Ekki ?. Guð er góður:-)

Kær Kveðja Ágúst!