Jul 3, 2007

Flutningar og fjör

Kortfamilían er flutt. Flutt í suðvestur Minneapolis, við vötnin þar sem fína fólkið leikur sér. Ójá við erum sæl og happý eins og B Kort kallar það. Við þökkum hlýjar flutningskveðjur frá the old country, við erum svo næm fundum vel fyrir straumunum. Flutningarnir gengu vel, góðir félagar úr heimadeild Geð-Kortsins hjálpuðu til við að bera stuffið. Höfðu víst orð á því að þau myndu ekki hleypa öðrum graduate eða vel læsum einstakling í deildina, fannst fjöldi bókakassa einum of. Fyrir hjúkkunni er bókalaus maður eins og brókarlaus maður.
Gömlu leigendurnir þrifu ekki eftir sig þannig að Kortfrúin þurfti heldur betur að sýna húsmæðrahæfileikana á því sviði. Þetta gekk þó allt og meira segja þrifu Korthjónin gömlu íbúðina alla í gærdag. Þrátt fyrir alla flutninga og þrif þá hefur það ekki sveiflað litlu Kortstúlkunni, við þökkum fyrir það.
Annars erum við ennþá að koma okkur fyrir í nýja húsinu. Hingað til hefur Kortfamilína aðeins búið á einni hæð í um 60 til 90 fm. Viðbrigðin eru því ansi mikil að vera komin á þrjár hæðir og fullt af fm. Seinustu dagar hafa farið í það að hlaupa á milli hæða, við finnum lærvöðvana styrkjast í hverju skrefi. Ekki nóg með það svo erum við auðvitað með verönd þannig að Kortarar ættu að verða vel massaðir og tannaðir í nýja húsinu. Myndir af slottinu koma á næstu dögum þegar allt verður reddy.

Kortfamilían óskar Stínu og Hrólfi innilega til lukku með dömuna á dögunum. Spurning hvort Stínan sinni heimaklippingarþjónustu í fæðingarorlofinu, hún væri allavegna mjög velkomin til hárprúðra en fyrst og fremst prúðra Kortarar.

12 comments:

Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir með nýja húsið!!!
Hlökkum til að sjá myndir og það væri nú alveg dásamlegt ef Kortfrúin myndi "óvart" slæðast með á einni myndinni eða öllu heldur bumban!

Anonymous said...

Sama hér... til hamingju með nýja húsið. Kveðja frá Ísafirði. Við verðum í símasambandi eftir 12. júlí. (Hittum herra Þóri Trausta í gær, á skrifstofu RUV). Hafið það gott.

Anonymous said...

til lukku með nýja húsið - gott að þið gátuð þrifið án mín!
Ég skora á Geðkortið að taka eins og eina mynd af konunni - það yrði kannskifyrsta mynd hans af henni. Af albúminu þeirra að dæma er hann einn með BKG.

Anonymous said...

Til lukku með fluttniginn, þetta hefur þá gengið hjá ykkur, með hjálp sterkra strauma frá okkur. Þessi fermetra tala ykkar hoppar þó um eina stútíó íbúð eða svo ..... skrítið ;)

Gaman væri að fá nokkara myndir, og gangi ykkur vel með næstu lotu ...

Fláráður said...

Til hamingju með nýja slotið!

Anonymous said...

Hej! Til lukku aftur mín kæru. Hvenær á stúlkubarnið að mæta? Er í Köben og stóri bróðir fylgist með því nú er Mozilla Firefox á dönsku og m.a.s. fyrir ofan boxið sem ég er að skrifa í núna stendur: Eftirlad din kommentar! Ákaflega góð tilfinning ;)

Anonymous said...

til hamingju með nýja húsið:) hum ég gæti sko allveg hugsað mér að fara mollið með nýja fína graco stólin og kerruna og hver veit hvort ein og ein klipping mundi ekki slæðast með:)

Ally said...

Jæja kúrsinn búinn. Ertu komin með hríðar?

Kort said...

Þökkum húskveðjur, erum rosa happy. Eina sem vantar eru kröftugar hríðar, kommon meiri kraft í hríðarstrauma fólk!!!!!

Anonymous said...

"Hríííðarstraumar! !!!

Anonymous said...

Go girl!

Fláráður said...

yep, það er búið að kveikja á hríðarstraumum hérna megin