Aug 22, 2007

Maður er manns gaman

Góðir gestir eru farnir. Seinustu þrjár vikur hafa verið ansi gestkvæmar hjá Korturum, sú fyrsta sem kom og fór var engin önnur en frú Íris Björg. Það var svo sem vel við hæfi að hún væri sú fyrsta til að hitta Ágústu Kort þar sem Kortarar með hjálp æðri máttar hafa valið Írisi sem guðmóður Kortstúlkunar. Við höfum fulla trú á að Íris eigi ekki eftir að klúðra því hlutverki sem guðforeldrar hafa, að bera ábyrgð á andlegu og trúarlegu uppeldi barnsins.
Kortarar þakka Írisi fyrir heimsóknina, það var einstaklega gaman. Þó svo heyrst hafi að Þórir sökum gríðarlegar söknuðar hefði verið hálfur maður á meðan.

Guðmóðirin og Ágústa Kort í góðum andlegum fíling


Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.


Kortarar þakka Hafnarfjarðargenginu a.k.a the Costanza crewið mínus Kortfamilía fyrir vel heppnað tveggja vikna frí þar sem við gátum öll tíu búið saman án þess að einhver yrði lamin. Góður árangur þar á ferð.

The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða

Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.

5 comments:

Anonymous said...

Mikið er gaman að sjá þessa mynd. Og takk innilega fyrir mig:) Ég er mjög montin í augnablikinu, eða bara stolt guðmóðir.

Anonymous said...

Þetta var yndislegt!
Takk fyrir frábæran tíma með ykkur Korturum!
Sjáumst aftur í október - frú C er byrjuð á "the shopping list!"

Anonymous said...

Það er skotið föstum skotum og ég sem má ekki við miklu - heimilislaus og allslaus
Ég geri bara ráð fyrir að amma standi sína pligt

Anonymous said...

Mér sýnist Gísli vera farinn að fitna.

Ally said...

Hey fleiri fréttir, fleiri myndir!!!
Leit vel út á stundaskránni með ferð til MOA í nóv, en svo erum við að brjóta og bramla íbúðina okkar fyrir nokkrar milljónir þannig að ég veit ekki hvort frúin verður sett í ferða- og verslunarstraff;)
Kannski verður hún send á allar mögulegar aukavaktir sem í boði verða.....
Uptodate á það fljótlega.