Aug 1, 2007

Andlega gestkvæmt

Við erum með góða gesti hér at the Kort mansion. Íris Björg a.k.a guðmóðir Ágústu Korts og Ásthildur a.k.a guðmóðir Björns Korts og Birgir mávur + börn hafa dvalið hér síðan á laugardag í góðum fíling. Guðmæðurnar hafa að sjálfsögðu verið uppteknar við að kenna Kortbörnunum góða kaþólskasiði, enda eru þær kellur ábyrgar fyrir andlegu uppeldi barnanna. Á milli bæna og bíblíulesturs hafa guðmæðurnar og þeirra fylgifólk einnig dýrkað mammon. Við fyrirgefum þeim það, ekki við öðru að búast þegar fólk er statt í mekka materialismans hérna í Bushlandi og það í sjálfri verslunarborginni sem Minneapolis er.
Íris hefur verið tilnefnd af Kortmeðlimum sem efnilegasti shopper ársins, ekki slæmur titil þar.
Fyrir utan bænir og shopperí þá eru allir hressir, Ágústa Kort er hress og stendur sig vel í nýjum heimi, farin að þyngjast vel, enda gerir barnið ekkert annað en að sofa og drekka. Gott líf þar.
Kortarar þakka vel fyrir allar flottu sængurgjafirnar, þær munu vafalaust koma að góðum notum.
Nýjar myndir eru svo væntanlegar. Over and out.

3 comments:

Anonymous said...

Hey, Íris elsku Íris.
Ertu til í að koma heim með GPS tæki fyrir mig sem mig alveg bráðvantar frá USA?

Anonymous said...

Þið eruð snillingar. Til hamingju með fallegu dótturina og hennar fallega nafn og öll önnur afrek fjölskyldunnar .... hef sem sagt ekki kíkt við lengi.

Ást og kossar úr Nóatúni

Anonymous said...

Sælt veri fólkið - hvað er nú aftur e-mailið þitt Gísli minn?