Sep 7, 2007

Lærdómur og sprengjur

Skólinn og verknám byrjað hjá Korthjónum, svaka stemmning þar. Það er ekki hægt að segja annað en að skólinn byrji með látum hérna í USA. Í dag kom tilkynning um að rýma ætti Weaver-Densford Hall bygginguna sem hýsir hjúkrunar og lyfjafræðideildirnar vegna sprengjuhótana. Já það segir engin að það sé ekki spennandi og í raun lífshættulegt hjúkrunarfræðinámið hér. Annars var Geði ekki í hættu staddur þar sem hann var í verknámi á VA að sinna geðheilsu þeirra sem þar eru. Annars er þetta í annað sinn sem svona sprengjuhótun berst háskólanum á því ári sem Kortarar eru búnir að vera hér. Þokkalegt ástand hérna í US and A.
B Kort er byrjaður á nýja leikskólanum og gengur þar undir nafninu Jack Sparrow. Gæinn er sáttur þar. Ágústa Kort gerir ekkert annað en að drekka, sofa og stækka, þægilegt líf þar. Annars eiga Kortarar von á góðum gest næsta miðvikudag þegar amma pönk kemur til að meta aðstæður og hæfni Korthjóna í nýja tveggja barna foreldrahlutverkinu, vonandi verður ekki um falleinkunn að ræða þar.
Annars er pælingin að setja inn nýjar myndir von bráðar.

6 comments:

Anonymous said...

Það er ekkert mál að blöffa ömmur, maður talar bara kjarngóða íslensku, hefur ávalt heitt á könnunni, og segir bara já aha mmmm, við öllu sem sagt er.......

Anonymous said...

Amman hlakkr óskaplega til að koma og hitta Kort-fjölskylduna þó mest að hitta Björn og fá að kynnast Ágústu litlu. Ömmur láta alltaf blekkjast af góðu kaffi en þar fyrir utan veit hún að hjónin eru barngóð. En henni finnst óþarfi að vera í landi sprengjuhótana og finnst að fjölskyldan ætti að vera nær gamlalandinu. En svona er þetta nú......Kveðja amman

Anders said...

Gisli hvis du ikke gider i skole kan du jo bare bliver hjemme og spille syg. Så dramatisk behøver du ikke
gøre det.....

Anonymous said...

Oh my goddnes! Þetta eru nú meiri lætin í kringum ykkur - sprengjuhótanir, heimilisleysingjar hangandi á hurðum og brýr hrynja! Hvað er í gangi?
Varðandi B-Kort - ég skil vel að hann sé sáttur - það vantaði reyndar bara eitt - hann kallast "Captain"! Jack Sparrow!
Varðandi Ágústu dúllu-Kortarann þá er greinilegt að þar er á ferðinni eðal-Kortari!
Ég styð innsetningu mynda sem allra allra fyrst!

Anonymous said...

Ég tek undir með Ásthildi varðandi myndirnar- viljum fá að sjá meira af þeim systkynum!!!

Kveðja Unnur og co

Anonymous said...

já hvernig væri að fara að sjá einkverjar myndir af prinsessu kort... eða jafnvel bara barnalandssíðu.. ??