Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Amerískan fótboltaleik, þó fyrr hefði verið. Kortskólinn var að keppa við Illinois á svokölluðum homecoming leik sem á sér stað einu sinni á tímabilinu. Homecoming þýðir að gamlir nemendur koma í heimsókn í skólann og því er svaka fjör á campus, skrúðgöngur og læti. Pælingin er að heimaliðið eigi að vinna homecoming leikinn en sú varð ekki raunin nú. Lið skólans er víst ekki það sterkasta þetta tímabilið. Kortarar voru þó rosa ánægðir og vel undirbúnir fyrir leikinn. Kvöldið áður kenndi Jennifer mamma hans Miles okkur reglurnar og allt það sem fylgir fótboltanum. Þó svo okkar menn hefðu skíttapað þá náðu við samt að fagna tveimur touchdownum. Einstaklega gaman að fagna þessum mörkum þegar við vitum hvað þau þýða. Annars var erfitt að gera uppá milli hvort var skemmtilegra að fylgjast með leiknum eða dönsum og jafnvægi klappstýruliðanna. Hápunkturinn var þó að helmingur Kortaranna fékk field passa og mátti því fara niður á völlinn og hanga með klappstýrunum og hinu svala liðinu þar.
Björn Kort og Miles hittu Gopherinn, lukkudýr skólans.
Strákarnir í góðum fíling með klappstýrunum
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
VÁ! Þetta kalla ég góðan félagsskap. B kann þetta :-D
Gisli !! send mig billederne af DIG og piger, men ikke hende til højre !! De andre, tak !! Når jeg nu tænker over det, så Væk med dig, bare pigerne
Og
”Pælingin er að heimaliðið eigi að vinna homecoming leikinn en sú varð ekki raunin nú.”.... virkelig !!
Þetta hefur verið frábær upplifun - þið eruð svo cool!
ég sé að húfan er að koma sterk inn - mr B er flottastur ekki að undra að stlepurnar vilji láta mynda sig með honum
Björn Kort mikið eru þið Miles flottir, eins og sannkallaðar fótboltahetjur.
Post a Comment