Nov 24, 2007

Thanksgiving

Kortbörn á thanksgiving.
Kortarar áttu góðan þakkargjörðardag. Okkur var boðið í mat hjá Deb klíniskum leiðbeinanda Geð-Kortsins. Thanksgiving dinnerinn var fjölmennur eða um 20 manns. Kalkúninn og stuffið í kring var flott og gott, áhugaverðast var þó að smakka djúpsteiktan kalkúnn en þannig elda þeir það víst í suðrinu. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Það voru sáttir Kortarar sem lögðust til rekkju á fimmtudagskveldið, Geðið átti þó erfitt með svefn þar sem áhrif auglýsinga og annars áróðurs hafði ná tökum á kappanum. Málið er að föstudagurinn eftir thanksgiving er kallaður black friday, þá vaknar liðið upp um 3-4 am og skellir sér í búðir eða biðraðir og verslar eins og það eigi lífið að leysa. Þar sem Kortarar hafa mikinn áhuga á mannlegri hegðun, jákvæðri og neikvæðri þá gátum við ekki látið þennan samfélagsviðburð líða hjá án þess að taka þátt. Við vorum því mætt á vettvang um 10 leytið til að fylgjast með herlegheitunum í búðunum. Það sem stóð uppúr þeirri ferð var auðvitað Sveinki gamli sem Kortbörn hittu.
B-Kort var búin að æfa sig í að tala við þann gamla og sagði honum stoltur að kastali væri á óskalistanum í ár.

8 comments:

Ally said...

Krúttin!

Ally said...

Og áhugi á mannlegu eðli minn rass. Það var efnishyggjan sem rak ykkur á fætur og ekkert annað!

p.s kunni ekki við að hrauna yfir ykkur og hrósa börnunum í sömu færslunni.

Anonymous said...

Sæt börn :D

Er ekki Ágústa rosalega lík geðinu? Ég hef löngum haft þá skoðun að B sé alveg eins og Auðbjörg...

Anonymous said...

Þið eruð svo sannarlega að lifa drauminn! Ég vildi að ég væri þið.

Anonymous said...

fengust þessi börn í krúttabúðinni?

Anonymous said...

Við sitjum hér skötuhjúin og dáumst að þessum með eindæmum gullfallegu börnum. Við erum sammála um að þau séu lík hvort öðru, og ykkur báðum, og þið lík hvort öðru og þeim. Fallegt.

kv. Hulda og smiðurinn
---------------------
Til ferskeytluhöfðingjans=

Lítillátur, ljúfur og kátur,
leik þér ei úr máta;
varast spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn sig státa.

kv. Síungi smiðurinn

Anonymous said...

Þetta eru örugglega flottustu börnin í Bússlandi endaer amma mjög stolt að eiga svona falleg barnabörn

Anonymous said...

Þið eruð söm við ykkur Kortarar! Við erum svo innilega stolt af hvernig þið drekkið í ykkur the American way!
Varðandi thanksgiving-turkey - ég sá alveg fyrir mér the annual Christmas-dinner hjá the Griswold í the National Lampoons Christmas Vacation!
Mikið eru Mr.B og Miss A ofboðslega mikil krútt - og svei mér þá ef Sveinki sé það bara ekki líka!!!!!!!!!!!!