Dec 20, 2007

countdown í the dream

Það styttist óðfluga í Drauminn. Já Kortfamilían er að drepast úr spennu, brátt verðum við öll reunited again. Draumurinn sem seinustu 6 ár hefur alltaf eytt jólunum með Korthjónum er á leiðinni til okkar í jólafíling. Að mati sumra Kortarar þá eru ekki jól nema Le dream sé á svæðinu. Kappinn er væntanlegur kl 18:30 á Minnesota tíma. Það verður gaman að fá tappann sem ætlar að dvelja hjá okkur í tvær vikur. Planið er að halda uppá jól, fara í jólaboð, halda jólaboð, keyra til Chicago, fagna áramótum, fara á söfn, fara í spa, slappa af og chilla. Meðal þess sem við þurfum að gera fyrir dúdda er að fara í fokking Armanibúðina í Chicago. Gaurinn er svo snobbaður því samkvæmt honum er ekki hægt að versla neitt flott í Minneapolis a.k.a mekka verslunarborg norður Ameríku þannig að við þurfum að dröslast með hann til Chicago, það sem við gerum ekki fyrir vini okkar. Já, það er nóg að gera. Við vonum bara að sagan endurtaki sig ekki frá seinasta ári þegar dúddi og frúin komu með ælupest frá gamla landinu og Kortarar lágu í ælu ein af öðrum um jólin, nei nei engan viðbjóð núna. Kortliðið er á fullu að koma sér í gírinn fyrir jólin, frúin er komin í jólafrí til 22 jan, formlega búin með önnina, allir kúrsar búnir og einkunnir komnar. A á linuna hjá Korthjónum, við erum sátt með það. Gilli geð er líka búin með önnina en kalli fær ekki frí frekar en fyrri daginn. Planið hjá hjúkka er að vinna eins og crazy í plan Binu (lokaverkefninu) þangað til lokaönnin hefst 22 jan. Já, ef allt gengur að óskum þá erum við að tala um útskrift 9 maí hjá Gilla Kort. Ekki amalegt það.
Allavegna planið á morgun er flott, soon to be geðhjúkkufrúin og Draumurinn eiga pantaðan tíma í Spa, þar sem facial bath og heilnudd bíður þeirra og ekki má gleyma brasilíska vaxinu sem Draumurinn pantaði sér.

7 comments:

Anonymous said...

Vá hvað ég væri til í að vera hjá ykkur - og þvílíkt megachill er á dagskránni hjá ykkur næstu daga vávávává.........
Heimta svo mynd af LeDream í spa-inu og þá sérstaklega þegar kemur að Brazinu hehehehe..

Anonymous said...

Þú mátt senda Ásthildi einni þessa mynd Jósanum - við hinum ætlum að halda jólin hátíðleg. Annars var Jósi greyið að sligast undan kröfum frúarinnar um hitt og þetta sem þurfti að redda fyrir flug - hann var búinn að gleyma að drottningar ráð öllu!
Njótið samverunnar

Anonymous said...

bíddu bíddu..útskrift..strax..voru þið ekki að flytja út..sjitt hvað tíminn líður hratt.. annars til lukku með árangurinn bæði tvö, alltaf gaman þegar gengur vel.

Anonymous said...

Gott að heyra að það er stemmning hjá ykkur - og að sjálfsögðu verður að hugsa vel um jólakúlurnar eins og annað. Ekki skreyti ég mitt tré með loðkúlum ...

Anonymous said...

Ég óska Korturum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Fóstradamus

Anonymous said...

Við samgleðjumst ykkur í velgengninni í USA og óskum ykkur gleðilegra jóla.

Sigurjón, Gulla. Þórunn Edda og Halldór Hrafnkell.

Anonymous said...

Kæru Kortarar. Gleiðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir allt gamalt og gott.