Á þessum seinustu og verstu dögum er gaman að vera B. Kort. Tappinn er auðvitað að verða 5 ára á næstu vikum og því margt skemmtilegt sem fylgir því. Um daginn lærði B. til dæmis um risaeðlur í leikskólanum og gæinn svona rosa áhugasamur með það. Útfrá því hefur dauðinn verið mikið til umræðu hérna á Kort mansioninu og B. Kort þá oftast upphafsmaður þar. Geði tjáði drengnum það um daginn að dauðinn kæmi þegar tíminn væri kominn hjá fólki og oftast væri það þegar það væri orðið ansi gamalt. Greinilegt að þetta náði svona ansi vel til Björns því nú er ekki óalgengt að heyra setningar eins og þinn tími er kominn, ég ætla að drepa þig þegar sjóræninga eða víkingaleikurinn stendur sem hæst. Gullkornið kom þó þar sem mæðginin sátu að snæðingi á restaurant um daginn þegar gamall maður með staf gekk inn, B-Kort horfði vandlega á öldunginn, snéri sér svo að Frúnni, andvarpaði og sagði: tíminn hjá þessum er alveg að koma.
Mikið erum við nú stundum þakklát fyrir að drengurinn skuli vera tvítyngdur.
6 comments:
Þakkaðu bara fyrir að vera ekki á Íslandi - svo setningar eins og "mamma fer hún amma í kjallaranum ekki bráðum að deyja?" koma ekki upp um misheppnaðar uppeldistilraunir.
Krúttið!
Dansk ordsprog: "Sandheden skal man høre fra børn og fulde mennesker."
Jeg ved ikke med de fulde mennesker, men den er sgu tit god nok med børn. At jeres søn er så skarp (klog) forstår man jo så ikke noget af med de gener...
hey, ekki rífa kjaft Anders... Við skrúfum hitann í botn í kjallaranum í vor ef þú ert með einhverja stæla!!
så kommer vi bare op og sover i jeres seng. Med eller uden jer....
Hello folks,
Gaman að heyra hvernig drengurinn er pólaður hjá ykkur og enn meira gaman að sjá hvað þið fílið vel lífið í BNA.
Gísli minn hún Ragnheiður Narfa var að biðja mig um E-mailið hjá þér og ég lofaði að komast að því hvernig hægt væri að ná í þig. Myndirði senda mér línu við tækifæri á gunnlaug@thorlacius.com eða gunnlth@landspitali.is -kannski er hún með mega offer handa þér a la LSH.......hver veit?
Kv. Gulla og co.
Post a Comment