Jan 27, 2008

So it begins (again)

Skolen har begynet igen. Vei vei. Seinasta önn Geð-Kortsins er formlega hafin. Hjúkki breytist brátt úr óbreyttum í specialist ala geðhjúkrun. Það munar ekki um það. Þessum vafasama heiðri og réttindum hérna í US and A fylgir ásamt góðum status og launum, leyfi til að ávísa lyfjum. Þá vitið þið það gestir góðir, ef það er eitthvað vesen þá kippir Geði málunum í lag. Eigum þó von á að góð mindfulness aðferð verði oftar fyrir valinu.

Ágústa byrjaði sína fyrstu skólagöngu þriðjudaginn var enda ekki seinna vænna þar sem stúlka varð 6 mánaða seinasta miðvikudag, já tíminn flýgur og allir verða eldri meðan sumir verða gamlir. Stúlka stóð sig mjög vel í leikskólanum og er alveg að fíla þetta, það er nú eins gott miða við peninginn sem Korthjónin eyða í þessa vist, viljum þar sérstaklega þakka lín fyrir stuðninginn.

Það verður nóg að gera á nýhafinni önn Kortara, hjónin eru bæði í fullu námi, ásamt verknámi og TA stöðu. Það er um að gera að hafa eitthvað að gera hérna svo að við frjósum ekki í hel.

Annars er von á Korturum til the old country 16 maí nk. Björn Kort kemur þó fyrr eða 26 apríl. Gæinn ætlar að chilla heima með ömmu pönk og fara í massíva trúarfræðslu hjá Guðmóðurinni góðu, sem ætti að fara bera á næstu dögum. Bara gaman

5 comments:

Anonymous said...

Hæhæ kæru landar - ættingjar o.s.frv.
Gvöð hvað tíminn líður alveg hrikalega hratt - Geðið að verða búið með námið - Ágústa litla/stóra að chilla í leikskólanum - mr.B kominn í ruðning - Frúin orðin frú með messuhaldi og alles - oh my god sem þýðir að það er orðið alltof langt síðan ég sá ykkur öll síðast - já vá hvað það verður úbercool að fá að knúsa ykkur þegar þið komið aftur til heita landsins hehehe.... akkúrat því að hér er hot! Allavegana miðað við Minne!
Chao!

Anonymous said...

HA HA við fundum þig :) Elsku Gísli, til hamingju með litlu stúlkuna. Sitjum hérna 3 og tölum um gæðadrenginn Gísla, söknum þín og það verður biðlað til þín í ýmis verkefni. Í fyrsta lagi viljum við fá þig aftur í vettvangsteymið, eins vill Solla að þú verðir arftaki hennar hjá TR, er meira að segja með stofu fyrir þig.
Solla vill endilega heyra frá þér (solveigg@lsh.is)
Bestu kveðjur frá þínum elskulegum fyrrverandi og framtíðar :) vinnufélugum Sollu, Hallveigu og Unni VT gellum með meiru.

PS. nú þegar við erum búnar að finna þig verður örugglega engin friður fyrir okkur ;)

Anonymous said...

Sé að það er notalega kalt hjá ykkur núna - og þessi heimasíða heldur áfram að virka eins og einkamál.is.
Auja þú verður að stöðva þetta!!!

Anders said...

"skolen har begynet igen" Jeg tror det er godt jeg kommer til april/maj, så vi kan friske lidt op det danske. Den er jo hel gal......

Gisli said...

Frabaert ad heyra i vettvangsteymisgellum Eg sakna ykkar sannlega.

Eg sendi Sollu meil um helgina.