Mar 23, 2008

Páskar 2008

Páskarnir hafa verið ansi viðburðarríkir þetta árið hjá Korturum. Byrjað var á léttu, en umfram allt háandlegu, fótabaði á skírdag í Kaþólsku kirkjunni. Nauðsynlegt að vera með hreinar tær fyrir það sem koma skyldi. Föstudagurinn langi var nýttur í lærdóm og að sinna litlu Ágústu sem var heima með eyrnabólgu. Páskafílingurinn er ekki mikil hérna í US and A því ekkert frí er gefið og undir venjulegum kringumstæðum hefði verið skóli ef ekki hefði verið fyrir spring break sem kom upp á sama tíma þetta árið. Á laugardagsmorgun skelltu mæðgin sér í egg hunt hérna í hverfinu en sökum snjós þá var leitað af eggjunum inni þetta árið, góð stemmning þar.

Um kveldið var frúin svo fermd inní hina Sönnu Kirkju. Já, síðan í september hefur Kortfrúin sótt tíma í kaþólskri fræðslu, nú var svo komið að því að kella tók the leap of faith, gekk formlega í Kaþólsku kirkjuna. Kortfamilían "settled all its affairs" með þessu, engir lausir endar hér á bæ frekar en hjá Mikjáli vini okkar forðum daga. Ágústa Kort er þó enn óskírð en það sleppur enda ekki nema sirka tveir mánuðir í þá athöfn.

Páskadagur var góður, B Kort sýndi enn og aftur að óþolinmæði er eitthvað sem erfist ekki bara í kvenlegg hjá Korturum. Það reddaðist þó allt og við þökkum Vallarsettinu kærlega fyrir öll Nóa páskaeggin. Það væru ekki almennilegir páskar ef ekki væru íslensk egg á boðstólnum. Skelltum okkur svo í skemmtilegt páskaboð seinna um daginn og töluðum illa um Bush.

Nú byrjar nýtt era í sögu Kortara--- botnlaus andlenska og massíft trúarlíf, með sponsorshipi frá Róm...þetta getur ekki klikkað

8 comments:

Anonymous said...

velkomin í hina einu sönnu kirkju - við páfinn tökum vel á móti þér

Anonymous said...

Nokkrar forvitnisspurningar sem brennur á sumum varðandi ferminguna!
1) Varstu með uppsett hárið í fermingunni?
2) Varstu í hvítum kirtli?
3) Varstu með hvíta blúnduhanska?

kv. Ásthildur & Co.

Anonymous said...

Sjitt Auja...
það er eins gott að lauga sig og vera svolítið huggulegur til fara næst þegar kona hittir þig svona háandlega og nýfermda :-O

Hvað viltu annars fá í fermingargjöf?
Það veður allt í fermingartilboðum núna svo það er eins gott að nýta þau!!!

Ally said...

Dísess Alma, þurftiru að koma inn hjá henni hugmyndum um fermingargjöf!

Ég óska þér innilega til hamingju með ferminguna Auja en jafnframt ætla ég að láta þig vita að tvíburasystkini mín eru að fermast í vor svo ég hef ekki efni á fleiri fermingargjöfum.
Þú verður að láta þér nægja mjög hlýjar hugsanir frá mér.

En tölum þá um gjafir handa mér. Útivistafatnaður er hryllega dýr hér svo ef þú ert að fara yfir um með það hvað þú eigir að gefa mér í útskriftargjöf þá er allt í gönguna góðu vel þegið.

Ally said...

p.s ég er í stærð XXS

Anonymous said...

Einfalt mál.
Þú gefur tvíbbunum saman gjöf og þau geta skipst á.
Og þá getur þú gefið Auju fermingargjöf.

Ég held að hún óski sér skartgripaskríns!!

Kort said...

Mikið líst mér vel á þessar gjafahugleiðingar, og það kemur ekki á óvart að Alma standi sig í stykkinu þegar kemur að því.. annað en hægt er að segja um suma..... nefni engin nöfn.
Og já Ásthildur í þessari fermingu var aðaláherslan ekki á föt og útlit heldur andlensku og trú. Ég sleppti því að setja upp hárið, troða mér í hanskan og kirtilinn í þetta sinn, mér til mikilar gleði.

Anonymous said...

Fáum við ekki að sjá myndir???