Mar 7, 2008

Road rage

Ótrúlegt en satt þá voru Korthjón að keyra í umferðinni í dag sem er svo sem ekkert nýtt, þar sem við búum í miðvesturríkjunum þar sem bílar eru málið. Að þessu sinni vorum við í bílaleigubílnum sem við fengum þar sem fjölskylduvaninn góði var í viðgerð útaf aftanákeyrslunni í seinustu viku, græddum nýjan stuðara á öllu veseninu.

Ákveðið hafði verið að flippa smá með því að hætta lærdómi þann daginn fyrr en vanalega, living on the edge hérna. Kortsettið var því í góðum fíling, engin road rage hér á bæ, um 17 leytið að fara sækja Kortbörnin á leikskólann. Á þessum tíma er rush hour því er umferðin hæg en gengur samt. Það var svo þarna í miðjum rush hour þar sem keyrt var (aftur) aftan á Kortin ........HVAÐ ER FOKKING MÁLIÐ???

Í þetta sinn var þó smá viðbót á, nú voru þrír bílar og við í miðju. Gellan sem keyrði á, var þvílíkt miður sín þannig að Korti þurfti að bregða sér í geðfílinginn og veita andlegan stuðning. Þessi árekstur var harðari en sá fyrri og átti sér stað á hraðbrautinni, sem er ekkert fjör. Löggan var kölluð til og skipaði hún Geða að halda kyrru fyrir í bílnum til að varna því að hann yrði að íkornastöppu. Allt gekk þó upp að lokum og vonandi þurfum við ekkert að borga, þar sem við vorum í rétti. Við óskum þess þó að umferðaróhöppum Kortfamilíunar linni. Því bíðum við spennt eftir vorinu þannig að allir Kortarar geti farið að hjóla í skólann.
með kveðju frá
Kortfamilíunni (vinir einkavansins)

6 comments:

Anonymous said...

Oh my god - hvað er í gangi!
Er allt í lagi með ykkur öll? Vá það er ekkert grín að vera stopp on the highway - shit!
Nákvæmlega vonandi fer nú að vera hjólafært - það er greinilegt að sumir eru betur settir á reiðfákum!
Snjókveðjur from the land of ice:)
Ásthildur í sjokki

Anonymous said...

Var Geði að keyra í bæði skiptin? Ég meina ekkert illt með þessu en við vitum öll hvort ykkar er betri bílstjóri.

Nafnlaus - af ótta við hefnd Geða!!!

Kort said...

Merkilegt af nafnlausa að koma auga á þessa staðreynd. Spurning hvað til sé í því?

Gisli said...

Minni "anonymous" a nylegt domsmal um personuarasir i bloggheimum.

Tad tydir ekkert ad vaela i mer tegar Bauerinn bankar upp a hja ter med rafgeymasyru og hnetusmjor.

Anders said...

Så fik du den Gisli !!!! Men det er jo ikke mærkeligt. Du er jo en tøs/kælling. Se bare på dit job !!!

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.