Í gær átti sér stað sá merki áfangi að B-Kort útskrifaðist úr pre-K sem þýðir að gæinn er að fara byrja í skóla eða Kindergarden. Haldin var útskrift hjá leikskólanum sem var bara flott og skemmtileg.
Björn byrjar svo í skólanum næsta fimmtudag. Hann er búin að fara og heilsa uppá kennarann og leist okkur vel á. Bíðum þó eftir formlegu psyc-mati frá Gilla geða eða Geðsveiflunni eins og sumir kalla hann. Skólinn hans B er public skóli hérna í Minneapolis en hann þykir góður er svokallaður fimm stjörnu skóli (5 af 5). Við vonum að það sé cool.
Annars vill Björn ekki byrja í skóla því honum finnst svo gaman að leika sér að hann sér ekki tilganginn með því að byrja í skóla strax. Vil helst bara fara þegar hann er orðinn fullorðinn og lífið þá orðið þokkalega boring, eða svona eins og hann sér það. Gaurinn er líklega eitthvað skemmdur af ævilangri skólagöngu foreldra sinna.
Seinasti dagurinn í leikskóla er því dag hjá B-Kort, svo tekur við chill og leikur í nokkra daga áður en alvaran byrjar í Kindergarden á fimmtudaginn. Það er vont en það venst. Útskriftin var videotapeuð eins og áður...