Aug 20, 2008

Heimkoma

Kortmæðgur lentu í Minneapolis í gær eftir 3 mánaða útlegð at the old country, ótrúlegt hvað tíminn líður. Það voru einstakir fagnaðarfundir hjá Korturum við endurkomuna. Björn Kort var spenntur að sjá litlu sys labba en kvartaði jafnframt yfir því að hún væri ekki farin að tala. Nú þurfa Kortmæðgur að venjast hitanum og rakanum hérna til þess að geta fúnkerða á ný.

Íslandsferðin var einstaklega góð að okkar mati og náðum við að hitta og gera hér um bil allt sem var á dagskrá, ekki skemmdi fyrir gott veður, góður félagskapur og að Gilli Kort gat komið aftur í frí til okkar.

Kortmæðgur og fjölskylda þakkar öllum sem nenntu að púkka uppá okkur þessa 3 mánuði, fyrir að hýsa okkur, bjóða okkur í mat, lána okkur stuff og yfirhöfuð að tala við okkur, sérstakar þakkir til Vallarsettsins fyrir einstaklega gestrisni og til Vallar-Björns fyrir að svæfa Ágústu Kort í allt sumar.

Við stefnum aftur á heimkomu næsta sumar og þá munum við bögga ykkur öll aftur, þangað til adios og munið að þið eruð öll velbekomet hérna til okkar í landi tækifæranna hjá hinum frjálsu og hugrökku.

með kveðju
Kortnefndin

5 comments:

Anonymous said...

Kæru Kortarar
Takk kærlega fyrir samveruna & hlaupin í sumar!
Kortarar rokka feitt!!!
Miss ya already!
Kveðjur over to Bushland
Ásthildur & co

Anonymous said...

Gott að þið eruð saman á ný - en við söknum þess að hafa ykkur ekki nálæg því þið eruð skemmtileg og svo eru sum ykkar mjög sæt!!!

Ally said...

Það er ekki loku fyrir það skotið að flugslysið á Spáni hafi áhrif á fyrirætlanir mínar.
Keep you updated......

Anonymous said...

Gaman að þið séuð sameinuð á ný - takk fyrir þær samveru stundir hér at the old country.
Við sjáumst flótlega aftur ....

Kveðja frá Hamingjusömu hjónunum úr Garðabænum

Anonymous said...

29 dagar, 2 ritgerðir og próflestur....hlakka til....