Aug 9, 2008

5 ár

Í dag eiga Korthjón 5 ára brúðkaupsafmæli, hvorki meira né minna. Margt gott hefur átt sér stað síðan Kortarar tóku ákvörðunina um að vera ALLTAF saman í Kaþólsku kirkjunni (hinni einu sönnu kirkju). Kortbörnin standa þar uppúr. Einnig er gott að vita af því að ákvörðunin stendur enn, ekki það að við höfum eitthvað val þar sem Kaþólskakirkjan leyfir auðvitað ekki skilnaði . Úthald er því málið. En bara svona til þess að hafa það á hreinu þá erum við Korthjón GEÐVEIKT hamingjusöm.

Nú styttist í lok Íslandsferðar hjá öllum, Kortkallar fóru út fyrir viku og eru í góðum fíling í Ameríku. B-Kort einstaklega sáttur með að vera kominn aftur í leikskólann að hitta alla vini sína. Kortmæðgur fara svo út 19 ágúst og tekur þá rútínan við. Fram að því er allt crazy

6 comments:

Anonymous said...

Kæru Kort-hjón

Til lukku með TRÉBRÚÐKAUPIÐ!

Kv. Ásthildur & co!

Anders said...

Før i to katolske toser kommer for godt igang, så er jeres ældste fødte ældre end jeres ægteskab !!!
Hvordan er det lige den gudsfrygtende katolske kirke ser på det ???

B said...

Til hamingju kæru hjón.

Anonymous said...

til hamingju - þetta fer ykkur vel að vera gömul. glöð og grö...

Anonymous said...

Til hamingju með 5 ára brúðkaupsafmælið vá mér finnst svo stutt síðan ég stóð með tárin í augunum í Kaþólsku kirkjunni af því þetta var svo falleg athöfn =O))
mig langar líka að þakka kortmæðgum fyrir að hafa komið i heimsókn til okkar í dag, það var æðislega gaman að fá ykkur í heimsókn =O) Ágústa er rosalega falleg =O))))
kv Guðrún litla rauðhærða =O)

Anonymous said...

Til hAAmingju með úthaldið! Rosagaman að hitta ykkur mæðgur í dag og til lukku með litlu sætu Kort.
Valdís