Dec 31, 2013

2013 Áramótaannáll Kort fjölskyldunnar et al.

Nýtt ár enn og aftur, Við bjóðum árið 2014 velkomið.

Árið 2013 var hið ágætasta ár fyrir the Kort family, og það verður áhugavert að sjá hvað 2014 færir okkur.

Eftirfarandi er það sem helst stendur uppúr á árinu hjá okkur greint eftir þemum en ekki tímaröð þó: 

Nám og störf:
Kortahjónin kláruðu doktorana sína 2012 en Gilli ákvað að bæta við sig réttindum í barnageði og þurfti því að setjast aftur á skólabekk, að vísu ekki í fullt nám en bættist samt ofan á 100% vinnu, já akkúrat þannig er það í ameríku, vinnan göfgar manninn og allt það shit. Hann kláraði kvekendið um jólin og mun því ekki læra neitt meira, aldrei aftur; þartil næst...‘‘no more school for you‘‘
Björn Kort kláraði 4 bekk og byrjaði í 5 bekk. The Dude sem hefur mikinn áhuga á samfélagsfræði heldur því fram að the public school kenni börnum ekki neitt, og að öll hans vitneskja sé tilkominn frá sjónvarpi eða internetinu en drengurinn hefur m.a. óbilandi áhuga á documentaries um kalda stríðið og samsæris-kenninga Youtube myndböndum ýmiskonar. Gússí kláraði kindergarten og er því komin í 1 bekk, gellan er loksins farin að sjá gróðan í því að kunn að lesa. Hún ætlar sér að vera horserider, singer eða lögga þegar hún verður fullorðin. Hellarinn hélt áfram í leikskólanum og fílar það bara vel, eitthvað var kvartað yfir því að drengurinn væri ekki að fylgja fyrirmælum nógu vel. Meðan hann sefur og er glaður þá erum við ánægð með hann J. Uppáhaldsorðin hans eru ‚‘‘mine‘‘og ‚‘‘cars‘‘ and any combinations thereof.
         Korthjónin héldu áfram að kenna við University of Minnesota þetta árið. Teymið hans Gilla fékk svaka stóran styrk þannig að nóg var/er að gera hjá honum. Eftir mikla umhugsun þá réð Auja sig í vinnu hjá háskólanum á Akureyri sem kennsluráðgjafi í fjarkennslu, það eru því von á miklum breytingum hjá Kortfamilíunni árið 2014.

Fjölskyldan og ferðalög:
Í janúar var farið í hina árlegu New York kvennaferð og svo skellti Gilli geð sér  í fimm daga ferð to the Boundary Waters. Þar skellti kappinn sér m.a. í finnska saunu með vinum sínum í 20 stiga frosti og bar eldivið um skóga Minnesota af svo milum móð að hann öðlaðist viðurnefnið ´´The psychotic horse‘‘ frá innfæddum. Kortarar voru mest heima við þangað til í júlí þegar BK skellti sér til Íslands og svo þaðan á first class með afa Bjössa til Rotterdam til að hitta Brit og Co. Rotterdamborg tók vel á móti the dude, watertaxi, og Euromastið stóðu þar uppúr. Eftir að Bjölli kom aftur til the US and A, byrjaði hið semi-annual road trip Kortfamilíunar. Í þetta sinn var ákveðið að keyra East cost, fyrst var keyrt til DC með stoppi í Pittsburgh og Akron, Ohio til að skoða hús Dr. Bob. Nokkuð öflug reynsla að sitja í eldhúsinu hennar Anne (such were the times) og ímynda sér samræðurnar sem hafa átt sér stað þar og eru endurteknar á hverjum degi í eldhúsum útum öll Bandaríkin. Á leiðinni til DC ´´kíktum´´ við í skemmtilegt kaffi til West Virginia til Álfgeirs og Önnu. Við dvöldum nokkra daga í DC þar sem þrammaðir voru helstu túristastaðirnir. Kortarar skoðuðu Capitolið og dáðust að hugsjónunum sem Ameríka var byggð á, ‚‘‘E pluribus Unum‘‘ og allt það, Björn Kort benti nú á að eitthvað hefði klikkað á að framkvæma sumar þeirra og áttu foreldrarnir erfitt með að þræta fyrir það. Einnig hittum við Okan og Jihoon gamla samnemendur Auju úr doktorsnáminu. Eftir DC var brunað til New Jersey til vina okkar Jimmy og Amy þar sem við dvöldum í nokkra daga í sérlega góðu yfirlæti. Næst var planið að líta yfir til NY með aðsetur hjá Jimmy og Amy í NJ, en vegna einstakrar gestrisni Möggu, Egils, Péturs (og Marðar) gistum við á Manhattan líka. Það gengi er einstaklega skemmtilegt og ákváðu Kortarar að eltihrella þau næstu ár þar til öll gleði er kreist úr þeim. Í NY hittum við enn fleiri vini, Beggu Gísla og Sigga, Snorra og Lydiu, og Torfa Frans og Bryndísi. NY var klárlega hápunktur ferðarinnar. Kortarar eru endanlega sannfærðir eftir ferð sína að persónuleg sambönd og tengingar eru einu auðæfin sem vert er að safna í þessum falska heimi: Kortarar eru vellauðug fjölskylda. Á leiðinni heim stoppuðum við og átum donuts í Stepping Stones, heimili Bill W til margra ára. Fyrir okkur í leynifjelaginu var þetta eins og að koma heim.
Gilli skellti sér á hjúkkuráðstefnu á Íslandi í september í viku með Kristínu, í þetta sinn var hann ekki jetlagaður í rugli, á meðan Stína stuð samkjaftaði ekki í 5 daga, Gilla til sérstakrar ánægju og yndisauka. Auja fór svo heim til Íslands útaf nýju vinnunni í október, and´´kicked ass and took names.´´

Í byrjun desember,ágerðust veikindi ömmu Möggu hratt og fór svo að hún kvaddi þennan heim 7 des sl. Gilli var þá á leiðinni heim og kvaddi mömmu sína í fallegri kaþólskri messu í gamalli kirkju í Boston. Nokkrum dögum seinna fór restin af Kortfamilíunni (–Helgi Kort) til Íslands til að kveðja ömmu Pönk. Hún lifir í minningunni sem einstök amma, sem alltaf var til í tuskið, og var góð fyrirmynd Korturum í að rækta samskipti og tengsl og þjónusta guð og menn. Í kringum 400 manns kvöddu Ömmu Möggu í fallegri athöfn í Árbæjarkirkju sem bar lífi hennar falleg vitni:

Lífsins kynngi kallar
Kolbítarnir rísa
upp úr öskustó
Opnast gáttir allar,
óskastjörnur lýsa
 leið um lönd og sjó.
Suma skortir verjur og vopn að hæfi,
þótt veganestið móðurhjartað gæfi.
Hverf ég frá þér, móðir mín,
en mildin þín
fylgir mér alla ævi.

(Ö. Arnarson)
                      

Tónleikar og aðrir viðburði:
Sáum Book of Mormon. Fórum á Sigur Rós og Mumford and son tónleika, sem voru báðir geðveikir. Skelltum okkur á NBA, NFL og college football leiki. Kortfrúin fór á sinn fyrsta NFL leik og unnu Víkingarnir þann leik, surprise, surprise. Fögnuðum St. Patricks day með sambýlinu og góðu prestshjónunum úr Kópavogi (sem by the way er sárt saknað) og vorum með í Murder mystery leik á vegum íslendingafélagsins, good times.

Gestir á árinu:
Það var ekki eins mikið um gestagang þetta árið hjá Kortfamilíunni því Brit og co fluttu til Rotterdam þannig að stelpurnar komu ekki þetta sumarið. Fyrsti  gestur þetta árið kom ekki fyrr en í maí þegar Páll mætti í stutta en afkastamikla vinnuferð, takk fyrir það Páll (kaffivélin er samt ennþá biluð Palli). Svo í júlí fengum við góða gesti frá New Yorkborg þau Möggu Vaff, Mörð, Maríu og Egill. Næstu gestir þar á eftir voru svo Vallarhjónin, Daði Gilla brósi og Hilmar frændi Gilla litu við í nóvember til að keyra nýja/gamla bílinn hans Daða til Maine. Lovísa og Jósi eyddu svo jólunum með okkur í góðum fíling fyrir utan heiftarlega magapest sem herjaði á Ewing mansionið. Maður er manns gaman og eins og alltaf þá var rosa gaman að hafa gesti. Kortarar munu í nýjum heimkynnum sínum halda í þá hefð að hafa opið og örlátt heimili og láta gestum sínum líða eins vel og andlegt ástand þeirra býður uppá hverju sinni :)



Annað merkilegt sem átti sér stað á árinu
  • Lifðum af einstaklega snjómikinn vetur
  • Tókum þátt í kosningum og héldum kosningavöku
  • Unnum og unnum at the U
  • Auja, Begga og Kris tóku þátt í íslenskum göngu/hlaupahóp frá janúar til júní.
  • Auja kenndi einn kúrs við community college, go Greendale
  • Tókum þátt í því að halda fyrsta kvennahlaup ÍSÍ í Minneapolis.
  • Börnin æfðu ballet, soccer, og sund
  • Skoðuðum Amish byggð í South Minnesota
  • Auja byrjaði í Crossfit eftir að Gilli byrjaði í Crossfit. Hvernig veistu hvort einhver er í Crossfit…
  • Héldum fourth of July partí
  • Hjónin fengu sér Phd tattoo
  • Einhver (ir) horfðu áfram á NFL, og töluðu og lásu um the NFL, go Vikes!
  • Fengum flott atvinnutilboð
  • Hjóluðum geðveikt mikið þetta árið
  • Gússí og Helgi héldu þvílíka afmælisveislu þar sem töframaðurinn Bo Franz hélt uppi stuði
  • Auja kenndi seinustu önnina sína og sagði upp hjá the U of M
  • Gilli fékk iphone 5C
  • Keyptum okkur næstum því þýskan fjárhund, takk Begga
  • Héldum Halloweenpartí
  • Vorum í flottustu Halloweenbúninum ever
  • Auja og Kris kláruðu hálft maraþon
  • Tókum þátt í black friday shopping í fimmta sinn
  • Einhver var “rekin” úr ballet
  • Vorum með aðventulestur
  • Skelltum okkur á skíð og bretti, börnin í fyrsta sinn en fullorðnu eftir sirka 13 ára hlé
  • Fengum allskonar umgangspestir og annan eins viðbjóð en lifðum það af
  • Keyptum fullt af drasli
  • Bökuðum geðveikt margar smákökur, konfekt, marengs og tvisvar sinnum lagköku ala Addi
  • Lifðum af fyrstu vinnandi árið okkar, húrra húrra
  • Margt annað skemmtilegt átti sér stað sem við annaðhvort gleymdum að taka myndir af eða pósta á facebook, það átti sér samt stað þrátt fyrir að það gangi gegn öllum eðlisfræðilögmálum
Árið 2014 kemur hvort sem við viljum það eða ekki. Í byrjun jan er planið að korthjón skelli sér í skíðaferð up north til Duluth, sjáum hvort það gangi upp.

Víst er að það verður ár breytinga fyrir Kortara. Fyrirhugaðir eru flutningar á miðju ári til Akureyrar City, þar sem planið er að setjast að í einhvern tíma. 2014 verður því seinasti Minnesotaveturinn hjá okkur, um að gera að nýta hann vel. Auja fer til Íslands í sex vikur um miðjan janúar til að vinna á meðan verða Gilli og Kortbörn í góðum fíling með sambýlinu.  Áætlað er að frúin taki tvær vinnutarnir á vorönn fyrir norðan áður en við flytjum í sumar. Áður en við kveðjum Minnesota, er von á góðum gestum til okkar: Tommarinn er væntanlegur í Maí. Páll, Unnur og co koma í júní til að hjálpa okkur að pakka og raða í gáminn, (já, Palli treystir okkur ekki til þess). Baddi, María og co munu líka kíkja við á svipuðum tíma. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í kvennahlaupi ÍSÍ, börnin munu klára skólaárið, og við munum chilla niðrá vatni og hafa gaman með góðum vinum okkar hérna í fylki 10.000 vatna

Kort familian et al. óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu með von um að hitta eða heyra í ykkur flestum á nýju ári


Sayanora bitches!

Kort familían að heilsa uppá Obama
                                       
Flotti kagginn hennar Gússí
                             
Amma Pönk með Bjölla og Gússí
                             
"And thats how I roll" The dude
                         
Halloween 2013
                             
New York ferð
         

Hversdagsleg mynd af hjónunum, enn og aftur stendur Gilli uppí hárinu á feðraveldinu 


Jan 1, 2013

2012 Áramótaannáll Kort fjölskyldunnar et al.


Jæja það er búið. 2013 bara komið. Greinilegt að tíminn líður hraðar með árunum.

Árið 2012 var gott ár fyrir the Kort family, og það verður áhugavert að sjá hvað 2013 færir okkur.

Eftirfarandi er það sem helst stendur uppúr á árinu hjá okkur greint eftir þemum en ekki tímaröð þó: 

Nám og störf:
Já loksins loksins loksins kláruðum við námið, Kort hjónin urðu bæði doktorara á árinu. Auja byrjaði með því að verja doktorsritgerðina og útskrifast í maí og Gilli varði sína ritgerð í ágúst. Nám hefur verið stór hluti af lífi Kortara enda hafa átta háskólagráður verið kláraðar í þeirra sambúð (takk Lín).  Haustönn 2012 var í fyrsta sinn í sögu Korthjóna þar sem hvorugt var skráð í nám.  Björn Kort kláraði 3 bekk og vann best “third grader in chess” í skólanum. Gússí kláraði pre-K og byrjaði í Kindergarten í haust. Þegar Kortari númer tvö byrjaði í skóla var keypt ný taska og skólaföt enda var gellan jákvæð og spennt að byrja.  Hellarinn byrjaði svo á leikskóla í ágúst og það tók staffið þar innan við tvær vikur að venja drenginn á snuð (Já við vorum bara búin að reyna allar tegundir og trix í fokking ár) og koma honum í einn góðan og LANGAN lúr á dag. Þvílíkur munur og guð blessi snuð.
         University of Minnesota var ekki tilbúin að sleppa af okkur hendinni því bæði fengum við vinnu þar, dr Gísli sem AÐSTOÐAR prófessor við hjúkrunarfræðideildina og dr Auja sem fyrirlesari hjá tölfræðideildinni. The daily commute breytist því lítið og ekki skemmdi fyrir að Kris dreifari fékk líka vinnu hjá The U. Við þrjú vinnum nú á innan við eins kílómetra radíus á campussvæðinu öll með fínar skrifstofur, sumir eru með sérpantaða stóla meðan aðrir eru með glugga. Það lítur svo út fyrir að háskólinn sé alveg til í að hafa okkur áfram í vinnu þannig að hér gætum við verið í einhvern tíma í viðbót. 


Fjölskyldan og ferðalög:
Björn Kort fór í fyrstu altarisgönguna sína við Kaþólskukirkjuna í mars eftir að hafa farið í undirbúningsfræðslu sem því fylgir. Drengurinn hefur þó tekið þá ákvörðun að vera ekki kaþóliki heldur sér hann sig sem einhverskonar “lutheran” sem er ekki á móti “gay people”og styður jafnrétti fyrir ALLA. Fannst honum kaþólikkarnir ansi old school þegar kemur að kynjahugmyndum um heimilishald og hjónabandið. Við styðjum hann í því og höfum ákveðið að taka ekki meiri þátt í störfum kaþólskukirkjunar hérna í USA. Gússí on the other hand er spennt fyrir sinni fyrstu altarisgöngu því þá fær hún að vera í hvítum “wedding dress”.
Í tilefni útskriftar í maí var ákveðið að halda veislur, fyrst var haldin útskriftarveisla í Minneapolis í maí og svo skellti Kort familían sér heim back to the old country, Gilli dvaldi í þrjár vikur á Íslandi (einhver þurfti að vinna og skrifa þessa fjandans doktorsritgerð) restin af familíunni var í sex vikur á gamla skerinu. Þar var haldin sameiginleg skírnar- og útskriftarveisla fyrir Helga Kort, Auju og Kris. Svo var slappað af í sumarbústöðum, keyrt um landið, hitt og leikið við vini og fjölskyldu, gengið um landið, borðaður íslenskur matur, beðið eftir nóttinni og haft rosa gaman.


Tónleikar og aðrir viðburði:
Fórum á Of Monster and Men í Apríl, geðveikt góðir tónleikar, skelltum okkur á Tallest Man on Earth líka og höfðum gaman að. Fórum á Red hot Chili Peppers og fundum góðu lyktina, fórum svo aftur á Of Monster and Men. Gilli, Björn Sr og Jr skelltu sér líka á NFL leik. Gilli koma Bo Franz skemmtilega á óvart með því að bjóða honum á Louis C. K. stand up. 

Gestir á árinu:
Fyrstu gestir komu í janúar þegar Gunnar, Katarína og Elísa eyddu fyrstu dögum ársins með okkur. Næstu gestir komu svo í maí til að vera viðstödd útskrift, fyrst kom Vallarsettið ásamt Britney systu og svo mættu Palli og Markús, einnig komu Húnfjarðarhjónin til að fagna útskriftinni hennar Kris. Það var því margt um manninn hérna at the Ewing Mansion í maí. Stelpurnar komu svo með okkur út aftur í júlí, Tommi frændi mætti líka og í ágúst kom Ágústa til að vera viðstödd vörnina hans Gilla. Í september lok komu svo Vallarhjón aftur. Eins og alltaf var gaman að hafa gesti.



Annað merkilegt sem átti sér stað á árinu
  • Lifðum af einstaklega mildan vetur
  • Deildum Agnesi Au pair á vorönn með vores nágrönnum Beggu og Bo, sem varð til þess að Auja gat klárað ritgerðina
  • Lifðum af tvær PhD gráður og erum enn öll saman J
  • Auja, Begga og Kris voru með í því að stofna Eyjafjallajökul- íslenskan saumaklúbb í Minneapolis
  • Keyptum okkur imac, og þar með var safnið fullkomnað
  • Börnin æfðu dans, soccer, blak og körfubolta
  • Auja byrjaði í bootcamp
  • Einhver (ir) horfðu á NFL, og töluðu og lásu um the NFL, go Vikes (nýkomnir í playoffs as we speak)!
  • Vorum í geðveikt flottum Halloweenbúningum
  • Héldum 18 manna Thanksgiving matarboð
  • Tókum þátt í black friday shopping í fjórða sinn
  • Gamall draumur Gilla að halda aðventulestur úr Aðventu Gunnars Gunnarssonar rættist með hjálp Mr. Fix it next door, “römm er sú taug” og allt það
  • Bökuðum geðveikt margar smákökur, konfekt og tvivar sinnum lagköku ala Addi
  • Einhver fjölskylduvinur (nefni engin nöfn byrjar á K.) keypti sér rándýrt sléttujárn í MOA.
  • Hittum rektor HÍ, sumir í “eigin persónu” meira að segja...
  • Fengum allskonar umgangspestir og annað eins viðbjóð en lifðum það af
  • Keyptum trampólín
  • Gilli spilaði handbolta af kappi og fór í keppnisferðalög um ameríku
  • Gússí lærði og mundi nöfnin á öllum íslensku jólasveinunum
  • Lifðum af fyrstu vinnandi önnina okkar, húrra húrra
  • Einhverjir "frægir" hittu og töluðu við Phillip Phillips
  • Sumir dreymdu um Phillip Phillips
  • Margt annað skemmtilegt átti sér stað sem við annaðhvort gleymdum að taka myndir af eða pósta á facebook, það átti sér samt stað þrátt fyrir að það gangi gegn öllum eðlisfræðilögmálum

Árið 2013 leggst vel í the Kortfamily Björn mun verða 10 ára eða “a decade old” sem er ansi töff. Gússí verður 6 ára sem er líka geðveikt töff og Helgi Belgi mun entera “the terrible twos” sem hann er sosem byrjaður að taka prufur af. Jey jey thank god for preschool. Í janúar verður farið í hina árlegu New York kvennaferð og svo ætlar Gilli geð að eyða fimm dögum at the Boundary Waters m.a. í finnskri saunu með vinum sínum. Planið okkar er að vera áfram hérna í Minnesota, við höfum ákveðið að flytja til Íslands þegar það kallar nógu mikið á okkur, en sem komið er hefur það ekki gerst (eða þá að við heyrum svona illa).  Eins og alltaf þá er von á góðum gestum, þeir fyrstu sem eru búnir að bóka komu sína eru Íris og Þórir Bergs ásamt börnum sem koma í lok maí, svo er von á Vallarhjónum, eins er rumor að Magga Vaff og Mörður frá New York kíki í sveitasæluna í Minnesota í júlí. Hver veit nema einhverjir fleiri ákveði  að skella sér hingað. Íslandsferð 2013 er ekki á döfinni hjá Kortfamilíunni, gæti þó verið að Björn Kort skelli sér einn í sumar annars stefna Kortarar að WestCoast roadtrip í ágúst, þar sem m.a. Washington DC og New York borgir verða skoðaðar. Gilli gæti líka kíkt á ráðstefnu í háskólabío haust 2013, hver veit.

Kort familian et al. óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu með von um að hitta eða heyra í ykkur flestum á nýju ári

Sayanora bitches!

Kortfamilían að ná í jólatréð

Best 3 grader in chess

Hressu börnin

Hluti af sambýlinu

Útskriftargengi 
Gáttaþefur mætti á svæðið

Við skárum grasker í góðra vina hóp
Hluti af thanksgiving dinner liðinu

Gilli med das Kinder at the art fair





Jan 1, 2012

2011 Áramótaannáll Kort fjölskyldunnar et al.

Já, það er nefnilega þannig; eitt annað árið að líða. Með nýrri tækni er Kortbloggið orðið að áramótabloggi.

2011 leið hratt, skemmtilegt var það og náði the Kort family að klára eitt og annað. Þó að vonandi þetta ár verði svona meira "settling all family business" ár.

Það helsta sem gerðist á árinu hjá okkur, skipt eftir þemum og öðru (ekki í tímaröð):

Nám:
Markmiðið hjá Korthjónum var að ná oralprófunum (sounds a bit rude) og verða doktors kandídatar og geta byrjað að safna gögnum, sem gekk eftir hjá þeim báðum. Bjölli kláraði 2 bekk og vann aftur best second grader in chess í skólanum. Gússí skrifaði nafni sitt í April og lét þar við sitja, enda algjör óþarfi að vera skrifa það eitthvað meir, enda skriffærni overrated hjá ipad stúlkunni.

Fjölskyldan:
Þann 8 ágúst fæddist svo nýjasti Kortmeðlimurinn hann Helgi Kort öllum til mikilar gleði. Litli drengurinn var ekki lengi að að fá vegabréf og skellti sér því til Íslands til að kíkja á liðið. Stóru systkinin eru einstaklega ánægð með lilla bro. Gússí sem vildi stelpu var þó fljót að jafna sig eða eins og hún sagði sjálf “my baby sister is a boy”. Korthjónin fagna nýjasta Kortaranum en eru líka einstaklega ánægð að vera búin með the barneignar era-að, nú er bara að koma þeim til vits.
Helgi var rétt þriggja daga gamal þegar Bo Franz, Begga og stelpur fluttu hliðiná okkur. Íslendinganýlendan hérna stækkar og dafnar vel, lítill hætta á því að við gleymum uppruna okkar í þessum hóp.
Nýjasti Kortarinn dafnar einstaklega vel, þrátt fyrir annir foreldra, er kominn með tvær tennur og komin yfir 8 kílóin. Drengurinn er í góðum málum enda með fullt af góðu fólki í kringum sig. Guðforeldrarnir Björgvin Franz og Kris dreifari hafa til að mynda staðið sig einstaklega vel gagnvart honum. “Engin pressa”

Ferðalög:
Mikið var um ráðstefnur og ferðalög, sérstaklega fyrri part árs. Auja fór 2x til New Orleans og Florida og svo einu sinni til North Carolina. Korthjónin skelltu sér í belated hjónaferð/scouting expedition til Portland í spring break, enda spennt fyrir The Pacific Northwest . Þar eru fjöll og sjór og hipsterar (krútt) á hverju strái. Þau voru mjög hrifinn af pleisinu en Minnesota "kind of grows on you" þannig að engar ákvarðanir um framtíðar búsetu voru teknar í bili. Kellurnar skruppu svo í hina árlegu New York ferð þar sem einhverjum vantaði athygli og úðaði því í sig birkifræjum í háloftunum; “ofnæmi, smofnæmi”. Gilli skellti sér svo til New Orleans í september. Kort hjónin hafa farið víða í Bandaríkjunum síðustu ár, en eru bæði á því að fæðan í New Orleans sé “exceptional”. Gilli skellti sér einnig í smá movie tour, stalkaði aðeins Walter Sobchak og skellti vígðu vatni á útidyrahurðina hjá Anne Rice (Interview with a Vampire) eins og sönnum Kaþólikka sæmir. Auja og litlu börnin skelltu sér til Íslands í Október. Hellarinn var kynntur fyrir the old country, vinum og stórfjölskyldunni við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

Tónleikar og aðrir viðburðir:
Fórum á Pixies, fock góðir tónleikar og fundum góða lykt. Hlustuðum á The Dalai Lama. Eddie Vedder (bara Gilli), Fleet Foxes, U2 og Bon Iver,

Gestir á árinu:
Fyrstu gestir komu í Maí, þegar amma pönk, Gunnar og Sólveig kíktu. Í júní komu svo stelpurnar úr Hafnarfirði og fjölskyldan úr Aðallandi kíkti einnig í nokkra (einstaklega vel nýtta) daga. Vallarhjónin komu 2x fyrst í Júní og svo í September. Eins og alltaf þegar við fáum gesti þá var einstaklega skemmtilegt að hanga með þeim, skoða borgina, chilla, spjalla og hafa gaman.
BK skellti sér svo einn heim til Íslands í 5 vikur með stelpunum. Drengurinn tók chillið to the next level back at the old country.


Annað merkilegt sem gerðist á árinu
• Lifðum af skelfilega snjóþungan vetur
• Lifðum af ótrúlega rakt sumar
• Auja survived the ógleðistímabilið í Florida
• Kris kom aftur til USA í jan eftir 4 vikna Þyrnirósartímabil á Íslandi
• Gilli byrjaði í bootcamp (eftir 5 ár fann hann loks gott Bootcamp)
• Bo hélt áfram að ferðaðist um the USA (eða svo segir hann)
• Börnin stunduðu skóla, sund, skák og soccer
• Gilli masteraði brisket matreiðslu
• Auja fékk kennaraverðlaun frá the University of Minnesota
• Sambúðinni lauk í april, einhver gekk yfir strikið “but what happens at the Kort Mansion stays at the Mansion”
• Kris og Co, fluttu 10 blokkir suður
• Gússí æfði dans
• Upgrades tímabilið byrjaði
• Einhver fékk sér iphone 4
• Einhverjir keyptu sér bíl
• Einhverjir fengu kindle
• Gilli chillaði í fæðingarorlofinu (sem varði í einn dag)
• Kris the goodmother fann tönn í Helga
• Einhver varð Norður-Ameríku meistari í brú
• Halloweenbúningarnir 2011 voru awesome, en við treystum því að þeir verði toppaðir 2012
• Héldum 17 manna Thanksgiving dinner
• Einhver varð vitni að live robbery
• Slógum met í fjölda jólaboða (4 stk)
• Margt meira skemmtilegt og áhugavert átti sér stað 2011, en það hvarf í brjóstaþokunni

Árið 2012, leggst vel í Kortfamilíuna, markmiðið er að hjónin útskrifist (shit), og fari bæði bara að vinna. Planið er að vera áfram hérna í Minnesota. Gússí fer í Kindergarden í haust og BK í 4 bekk, Og Hellarinn mun skella sér í leikskóla.
Eins og áður þá er von á góðum gestum, þeir fyrstu í Janúar þegar Gunnar, Katarína og Elísa koma og svo eru þeir feðgar Palli og Markús og Vallarhjónin búin að bóka far í útskriftina í Maí, vonandi koma stelpurnar og Tómas frændi og fleiri líka í sumar. Einnig er planið að Kortfamilían skelli sér til Íslands í heimsókn í sumar,

Kort familian et al. óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrr hin gömlu með von um að hitta ykkur flest á nýju ári


Kort familian og stelpurnar með Sesame street liðinu í Florida

New York Gellur
Gússí og Sara Hlín afmælispíur
Ágústa stóra sys með Helga Kort nýfæddan

Halloween lið


hin árlega Lagkökugerð
Ameríski sveinki og Kortbörn

Kertasníkir, Kort börn og et al.

Dec 31, 2010

2010 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Það styttist í nýtt ár, árið 2011 þessi áramót eru þau fimmtu hjá the Kort family in the US and A. Eins og árin á undan þá var árið 2010 bæði viðburðarríkt og skemmtilegt.


Vetrarmánuðirnir liðu hratt og voru kaldir eins og venjan er hér í Minnesota. Janúar tók vel á móti okkur eins og alltaf. Eftir langþráð jólafrí var gott að byrja aftur í rútínu með skóla og vinnu. Bo the traveler byrjaði árið á því að fljúga back to the old country, sagðist vera fara á bridge mót, right! Kuldinn í Minnesota hefur bolað mörgum góðum drengnum frá.

Fyrsti gesturinn á árinu var hún Gunna flugfreyja sem kíkti við í lok Janúar, sú gella lét ekki lágt hitastig hafa áhrif á verslunargleði sína.


Í lok febrúar byrjun mars skelltu Geðfrúin og Kris sér í heimsókn til Beggu Gísla í New York. Þar voru helstu túristastaðir skoðaðir, fjárfest var í forlátum bollum og chillað. Mjög góð ferð sem orðin er að árlegum viðburði.


Geðfrúin varði svo loksins Mastersritgerðina sína, húrra húrra þar með var fjórða háskólagráðan í höfn. Eftir það skellti hún sér svo í sirka þrjár vikur með B. Kort til Islands með stuttu stoppi í New York. Íslandsferðin var vel heppnuð, fermingarveisla þar sem Björn Kort klæddist síðabuxum í fyrsta sinn á árinu, jeppaferð upp að fimmvörðuháls til að skoða gosið, matarboð, chill og íslenskur matur, það getur ekki klikkað.


Whole foods byrjaði á vormánuðum að selja íslenskt skyr.is, smjör og súkkulaði.


Skólinn gekk vel hjá öllum námsmönnunum, vor-sumar og haustannir voru kláraðar með stæl. Kris byrjaði í klíniska náminu á haustönn og hélt áfram að vinna á geðdeildinni á Hennepin County og Gilli tók áfram kúrsa ásamt því að vinna á klinikinu sínu tvisvar í viku. Auja hélt áfram að kenna 50%.


Þetta árið var tími ráðstefna hjá Auju, í lok april var kellan þátttakandi í round table á AERA í Denver, svo í júlí þá var frúin með tvo fyrirlestra á ICOTS ráðstefnunni í Sloveníu. Gaman og góð reynsla þar.


Þetta var gott styrkjaár hjá Geðhjúkkunum, fyrst var það fellowshipinn frá Minnesotaháskóla sem Gillinn fékk, Kris fékk Byrstyrkinn og svo fékk Gilli styrk frá Íslenska hjúkrunarfræðifélaginu.


Fylgst var með World cup og haldið party.


Bo ferðaðist um árið til Reno, Detroit >4x, Ísland 3x, og Florida til að spila bridge og sinna gömlum konum.


Gestatímabilið at the Kort mansion stóð frá maí til oktober, fyrst komu, amma pönk og svo Sörurnar tvær+ Loftur. Þór fór svo heim til Íslands í tvo mánuði með Sörunum. Frú Constanza mætti ásamt stelpunum úr hafnarfirði í byrjun júní. Kolla kíkti svo á okkur með diet kokkteilsósu og svo komu Begga og Björgvin Franz. Soffíu kom með Þór og ekta kokkteilsósu og loks kom familían frá Suðurnesjum ásamt Tomma frænda. Seinustu gestir voru svo amma pönk, Ágústa guðmóðir og Ásta ljósa sem komu með mini-kokkteilsósu í október. Það var því nóg að gera í gestabransanum. Eins og alltaf var rosa gaman að fá gesti, mikið var um chill, ís+kjötát, shopping hjá sumum, skemmtigarðaferðir og sólabaðstíma.


Kort familían skellti sér í ferðalög, fyrst í heimsókn til Bens vinar okkar í Iowa og svo var keyrt til Yellowstone með fellihýsi í afturdragi. Sú ferð var ævintýraleg og ótrúlega skemmtileg.


Sambúðin fagnaði 1 árs afmæli, við erum að nálgast toddler tímabilið eða “the terrible two”.


Hlaupa afrek á árinu voru nokkur, í vor byrjaði Kris að hlaupa og lauk því með 10 mílum í the Monster Dash í lok oktober. Frúin kláraði einnig sitt þriðja maraþon með því að taka þátt í the Twin cities hlaupinu.


Haustönnin leið hratt minna um ferðalög, nema hjá Bo auðvitað. Gilli skrapp þó til Íslands í viku til að fagna 60 ára afmælinu hennar ömmu pönk. Drengirnir spiluðu fótbolta, þennan evrópska og fíluðu vel. Kort-börnin fóru líka á sundnámskeið með ansi góðum árangri. Strákarnir byrjuðu í öðrum bekk og eru nú elstu drengirnir í skólanum. Ágústa fluttist um deild í leikskólanum þar sem hún unir sér vel og talar bara ensku. Barnapíurnar okkar þau Keyla og James giftu sig í september þar sem Gússí var blómastúlka, fallegri flowergirl hefur ekki sést.


Haldið var uppá old school íslenskt “Halloween” afmæli í tilefni þess að Þór varð 8 ára, með góðum árangri.


Hin árlega Thanksgiving máltíð stóð fyrir sínu, með ellefu matargestum börn meðtalin. Menningarlegur fjölbreytileiki var mikill meðal matargesta sem voru, íslendingar, dreifara, kanar, índjáni, tyrki og suður kóreubúi.


Í desember var rosa snjóstormur í Minneapolis sem varð til þess að Gilli þurfti að brúka gönguskíði til að ná í vörur í kaupstaðinn, einnig var hinu árlega íslendinga jólaballi aflýst. Hin árlegi smákökubakstur var þó á sínum stað, bakaðar voru 4-5 sortir og lagkaka.


Kort familían stakk svo af í sólina til Florida um miðjan des meðan fólkið í kjallaranum fór til Íslands.


Þetta er svona það helsta sem gerðist árið 2010 hjá okkur.

Næsta ár, 2011 leggst bara ansi vel í okkur eins og alltaf verður nóg að gera.

Skólinn verður stundaður að kappi, allavegna fram að vori. Korthjónin vonast bæði til þess að ná þeim áfanga á árinu að verða doktorskandídatar svo þau geti safnað gögnum, analysað og vonandi útskrifast árið eftir (2012 er töff ár til að útskrifast, ekki satt?). Eitthvað verður um ferðalög, hugleiðslur og almennt life-coaching. Kvennaferð til NY í feb-mars, Geðfrúin er einnig búin að bóka þrjár ráðstefnur á árinu, tvær í New Orleans og svo í North Carolina.


Drengirnir munu útskrifast úr Lake Harriet lower campus og flytjast yfir í upper campus sem er stórt skref. Gússí fer í pre-kindergarden í haust. Í haust hefst seinasta árið í náminu hennar Kris og Bo verður 42 ára. Einnig eru gestir væntanlegir, Frú Constanza og Britney the personal trainer hafa meðal annars boðað komu sína í sumar og haust. Einnig er planið að ná að heimsækja Ísland á árinu.


Með þessu óskar Kortfamilían fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu, vonandi eigum við eftir að hitta sem flesta á nýju ári ……

NY píur með könnurnar góðu

Male bonding
Graskerskurningur í fullum gangi

Hluti Crews ins eftir the Monster Dash

Bo mit das kinder
Litla blómastúlkan