Dec 31, 2009

2009 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Fjórðu áramótin in the US and A að renna upp hérna hjá Kort familíunni. Þetta árið hefur verið viðburðarríkt eins og flest ár þar að undan.

Kortarar mættu ferskir til leiks í vinnu og skóla seinasta Janúar eftir einstaklega vel heppnað jólafrí í sunny Florida með góðu fólki. Vetrarmánuðirnir liðu hratt og voru kaldir eins og venjan er hér í Minnesota. Í febrúar kom Mary Poppins a.k.a Sigurrós til okkar og var hjá okkur fram til maí. Hún og Gússí áttu góðan tíma saman í chilli og reyndist Poppinsið okkur hjónum kærkominn hjálp.Við bögguðumst í henni sem mest við máttum og reyndum að kenna henni APA kerfið. Fyrsti gesturinn á árinu eftir miss Poppins var Kolla mamma Mary sjálfrar. Sú kom frá danmörk klifjuð Kókoskaffi, remúlaði og Remi súkkulaði. Gott gengi dönsku krónunar skemmdi ekki fyrir þeirri góðu ferð.

Stuttu eftir að Mary Poppins fór kom amma Pönk og átti hér góða og afslappaða viku með okkur. Geð-Kortið var þá komin í sumarfrí frá vinnunni og því var þetta einstakleg gott frí. Í maílok fram í júní skellti familían sér heim á klakann. Það var ótrúlega gaman að hitta alla eins og alltaf. Borðað var skyr, lömb og einhver fjöll gengin.

Um miðjan júní byrjaði svo sumarönnin Gilli hóf þar formlega PhD námið í hjúkrun og Geð-frúin kenndi sitt fyrsta in-class tölfræðinámskeið fyrir undergraduate nema hérna at the U. Sumarönnin gekk ótrúlega vel hjá hjónum, svolítið mikið stress til að byrja með en það hafðist.

Vallarsettið ásamt fallegu frænkunum úr Hafnarfirði kom hingað 17 júní í frí og til að passa fyrir Korthjónin sem skráð voru í Grandmas Maraþonið 20 júní . Hjónin skelltu sér í hlaupið sem varð það heitasta í sögu hlaupsins. Liðið steiktist nett á þessari hlaupaleið en náði þó að cross the finishline eins og þeir segja, þvílíkur léttir það. Það má segja að Kortfrúin hafi haft mun meira gaman að þessu en Geði sem fílar hjólreiðar og körfu meir. En í ágúst skellti hann sér ásamt félögum í margra mílna hjólatúr frá Duluth niður til Minneapolis. Þar prófaði Geði að sofa ber útí skógi í svefnpoka við góðar undirtektir the nativies sem hótuðu ítrekað að smyrja pokann með “bacon juice” eftir að hann sofnaði til að tryggja viðburðaríka nótt í skóginum.

Sumarið fór mest í skólann og gesti, frænkurnar voru hjá okkur í 6 vikur og var haldið af stað í Road trip down south. Kortfamilían skellti sér til Memphis í heimsókn til herra Jensens og familíu, ferðalagið tók viku og var mjög vel heppnað ef frá er dregið innbrotið í bílinn okkar. Í Memphis var Graceland skoðað, borðað var á frægum southern stað þar sem Dr King var fastagestur, mótelið þar sem Dr King var skotinn var skoðað, farið í Memphis zoo og svo chillað og spjallað. Á leiðinni heim var komið við á matsölustað þar sem brauði er hent í viðskiptavini, mjög töff, einnig skoðuðum við the Arch í St. Louis. Það var æði að hafa frænkurnar en nóg var um Kósýkvöld og önnur huggulegheit meðan á dvöl þeirra stóð.

Ágúst mánuður fór mest í sjálfskoðun og almenna tiltekt en 21 þann mánaðar breyttist allt er Kortfamilían breyttist úr fjögurra manna familíu yfir í sjö manna fyrirtæki. Þegar Kris-geð, Bo og Thor fluttu til okkar. Sú sambúð hefur gengið vonum framar og kemur sér ansi vel fyrir alla hlutaðeigandi. Stuttu eftir að Kortviðbótin bættist við fengum við Öldu Lóu og dætur þær Sóley og Auði hjúkkunema í heimsókn til okkar, Geð-hjúkkurnar peppuðu Auði áfram í framtíðarstarfið á meðan Gússí kenndi Sóley smá óþekktartrix enda töff að vera rebel þegar mar er rétt um tveggja. Þessi heimsókn var chilluð, hlaupið í kringum vötnin, pælt í lífinu, farið á söfn og chillað á pallinum.

Svo byrjaði skólinn heimilislífið var fljótt að færast í fastar skorður, Gilli og Bo sjá um matinn, Kris um gólfin, Geðfrúin um uppþvottavélina og svo sjá allir um að halda uppi góðri stemningu. Það má segja að við höfum masterað cooperative theoríuna hérna at the Kort-Mansion. Gússí á nú fjóra foreldra og líkar vel.

Á haustmánuðum komu svo fleiri gestir eins og vaninn hefur verið. Amma Pönk kom aftur og slappaði af hérna með Bo eða Bo the savior eins og hún kýs að kalla hann. En kallinn bjargaði ömmunni frá “bráðu” falli at the Walker Art Museum. Eftir það kom Vallarfrúin a.k.a Ms. Macys ásamt dóttur Crazy Brit svona rétt til að halda lífi í Macys-kortinu og kasta kveðju á heimilisfólkið. Einnig skelltu systurnar sér í Minneapolis maraþonið sem var auðvitað bara hreinasta snilld fyrir utan eitt bilað hné hjá aðkomugellunni, en veðrið var brilljant og félagskapurinn góður, “You’re my boy BLUE!!!”

Halloween var tekin með trompi hjá stór-familíunni sem skellti sér öll minus Kris (því hún fer ekki framúr fyrir hádegi) í MonsterDash 5 km hlaupið sem var bara gaman. Svo var haldið pönnukökupartý og seinna um kveldið farið út að trick og treat-a. Drengirnir voru einstaklega ánægðir með þann dag og eiga enn nammi síðan þá.

Heimilsfólkið fagnaði Thanksgiving hérna at the cities í góðum fíling með þremur tyrkjum. Okkur fannst cool að vera borða Turkey with some Turkish dudes present.
Rétt eftir þakkargjörðarhátíðina kíktu svo Addi og Soffía foreldrar Kris hingað til að tjekka á liðinu. Bakarinn var tekinn á þetta og hent í eina góða lagköku; snúðarnir verða bakaðir í febrúar.

Á Þorláksmessu kláraði seinasti námsmaðurinn önnina og síðan þá hefur heimilisfólkið aðeins náð að chilla. Við héldum hér hátíðleg og góð jól, skelltum okkur á jólaball og fengum fólk í mat.

Hin nýja sambúð hefur sannarlega breytt ýmsum venjum hér at the Kort-mansion, Ber þar helst að nefna fernt sem stendur uppúr, (1) hér er alltaf eldaður dinner, (2) Heimilisfólkið er Vikings aðdáendur og horft er á amerískan fótbolta+ körfubolta plus soccer (3) Við erum flugeldafólk og hikum ekki við að keyra yfir í næsta fylki til að redda þeim (4) Zero tolerance policy er til staðar fyrir viðkvæmni og öðrum geðsveiflum, allir staðnir að slíkri hegðan er umsvifalaust settir í bananabúning þar til kastið er yfirstaðið. Undantekningin er “Tökum þessu persónulega” dagurinn sem haldinn er hátíðlegur fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.

Árið 2010 stefnir í að vera skemmtilegt ár. Stefnan hjá Gilla er að halda áfram að chilla í dokorsnáminu og vinna smá með, enn er óvíst með sumarið hjá þeim tappa en hugmyndin er að vinna 14 tíma á viku og sinna Bo, börnum, heimili og gestum. Geð-frúin stefnir á hörkuönn með 50% kennslu, markmiðið er að ná að skrifa slatta af doktorsverkefninu. Planið í dag er að frúin komi við á Íslandi í lok mars ásamt the Dude og verði þar yfir páska. Drengirnir ætla að vera svalir og byrja að æfa körfubolta, einnig ætlar B.K að prufa að keppa á skákmóti. Gússí ætlar að hætta á bleyju og vera góð. Bo ætlar að verða þyngri og mýkri og Kris ætlar að klára önn númer tvö og vinna sem hjúkka svo ætlar einhver(jir) að hlaupa maraþon. Margt annað er svo á dagskrá fyrir árið en það er allt háð því að nýja sambýlisfólkið okkar lifi veturinn af.

Með þessu óskar Kortfamilían fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu, vonandi eigum við eftir að hitta sem flesta á nýju ári ……
Jólamáltíðin mínus ein
Kort-hjón og Gússí
Vikings fans með meiru
Sáttar systur eftir gott Maraþon í Okt
Hele familian mínus ein

Dec 18, 2009

post- Jol

Greinilega kominn tími á eina færslu hérna, svona í ljósi þess að okkur er farið að berast hótanir á dönsku sökum bloggleti. Ótrúlegt hvað tíminn líður hérna í USA, síðan seinast hefur margt gerst.

Við lifðum af Thanksgiving fengum þrjá tyrki í mat þar sem við vorum nú að borða turkey. Það var svaka stemning svaka fjör. Kristín sýndi á sér áður ókunna dreifarahlið eða meira svona togarahlið en gellan slóg met í blótsyrðum það kveld. Nú gengur hún undir nicknameinu fucking Krist, ekki amalegt það. Eftir thanksgiving komu svo foreldrar Kris og áttu góða daga hérna hjá okkur. Þau komu klyfjuð íslenskum varningi fyrir jólin og svo til að toppa það var bökuð lagkaka að hætti bakara. Þannig að það eina sem vantar hérna um jólin eru fjöllin.

Frá byrjun Des hafa námsmennirnir verið að klára skólann, það er því búið að vera mikið álag á heimilisfólkinu. Gilli geð er núna kominn í jólafrí, börnin klára skólann/leikskólann á morgun, Kris kemst í frí á sunnudag en greyið Geðfrúin fer í próf á Þorláksmessu. Jólaundirbúningurinn hérna er því rétt að hefjast en sem betur fer er jólafríið langt þannig að við getum hvílt okkur ;)

Sambúðin ógurlega hefur nú staðið yfir í að verða 4 mánuði og hefur þetta allt farið langt fram úr okkar blautustu draumum. Við erum svo ánægð með þetta fyrirkomulag, kemur sér ansi vel fyrir alla, Seinustu helgi skellti hele familían sér -1 í jólatréleiðangur. Þar var rífandi stemning, börnin fengu að hitta santa claus sem var bara töff meðan Gilli og Bo unu sér vel í náttúrunni. Daginn eftir skelltu konurnar sér ásamt börnum á Íslendinga Jólaballið hérna í minneapolis á meðan mennirnir fóru á Viking football leik. Já íþróttaáhugi hefur á seinustu mánuði hérna at the Kort mansion aukist til muna hjá þeim sem bera Y litning.

Planið í jólafríinu er að ljúka fyrsta drafti að heimildarmyndinni Bo i Usa. Einnig ætlar heimilisfólkið að leggjast í hattargerð. En framtíðin ku vera þar


Thanksgiving dinnerinn


Karlpeningurinn hönd í hönd að velja jólatré


Börnin og Jóli

Kortbörnin í nýju kojunni