May 15, 2009

Chilling time

Loksins loksins eru Kortarar komnir i smá frí eða allavegna hluti settsins. Gilli Kort vann seinasta vinnudaginn (í bili eða þangað til í sept) seinasta miðvikudag og er kalli því í frí þangað til sumarönnin byrjar 16 juni nk. Frúin er búin með önnina og því bara rannsóknarvinna eftir þar, bara cool. Í aften er svo von á ömmu pönk sem mun chilla með okkur næstu vikuna. En þá fer allt liðið hjem til Íslands i tveggja vikna frí, góð stemning þar. The dude byrjaði að æfa T-ball fyrir stuttu og fílar sig vel, þykir drengurinn meðal annars skotfastur og það er víst ekki slæmt.

Annars voru Flight of the Conchords tónleikarnir hrein snilld, þessir drengir eru mjög töff.

Sumaráætlun er spennandi eins og svo oft áður, hjónin verða líklegast bæði að taka nokkra kúrsa, frúin verður líka að vinna smá rannsóknarvinnu fyrir prófessorinn sinn og svo bauðst kellu að kenna tölfræðikúrs fyrir undergraduate nema í sumar, það er ansi gott tækifæri að fá að æfast í því og einnig skemma launin ekki fyrr. Á þessari önn kenndi gellan svona kúrs en hann var online og því gaman að fá að prófa bæði. Alltaf gaman að bæta í reynslubankann.

Frænkurnar tvær úr hafnarfirði koma svo hingað með vallarsettinu 17 júní nk. og verða hjá okkur í 5 vikur, þær ætla meðal annars að passa Gússý, kenna the Dude að vera kurteis og að taka til í herberginu sínu. Um miðjan júlí ætlar allt liðið að keyra down south til Memphis og tékka á kóngnum þar. Það getur ekki klikkað.


Þessi gella ætlar að hafa það gaman