Sep 29, 2006

Social life

Félagslíf Kortaranna hefur verið ansi gott í þessari viku. Á sunnudagskvöldið sátu hjónin með vinkonu sinni úr leynifélaginu og spjölluðu langt fram á kvöld. Í kvöld var svo Potlock í leikskólanum hans B. Allir foreldra kom með eitthvað að borða eða drekka og svo er étið. Kortfrúin ákvað að fara auðveldari og þægilegri leið og skráði sig á drykkjalistann. Til þess að klúðra því ekki þá spurði hún kennarann í dag betur í sambandi við drykkina, var ekki alveg viss hvort það mætti koma með gos. Kennarinn tók vel í fyrirspurnina en undirstrikaði þó að Bjór og aðrir drykkir væru ekki málið. Frúin reyndi sitt besta að leiðrétta þann misskilning að Bjór hefði verið í myndinni, á endanum varð hún að sleppa (datt þó í huga að bjóða fram blóðprufu). Sú hugsun að leikskólakennarinn hans B haldi að Kortin séu einhvert drykkjulið, hefur þó poppað upp í dag. .....
Potlockið var skemmtilegt, við fílum að tala við ókunnugt fólk- kannski er það bara að við fílum að tala við fólk og þar sem við þekkjum engan eða mjög fáa hérna, þá grípum við tækifærið þegar það gefst....
Eftir Potlockið fengum við gest- gaurinn sem við hittum í Ikea og spjölluðum ennþá meira -- við hjónin erum búin að tala svo mikið í þessari viku að við höfum ekkert þurft að tala saman, pælið í því. Frúin heldur samt áfram að standa símavakt frá Íslandi ( já, við eigum ennþá vini sem hringja í okkur). já-Þið hinir vinir okkar sem ekki hafið ennþá 2 mánuðum seinna hringt í okkur........Hum

Sep 28, 2006

The U- fróðlegt stuff

Smá fróðleikur um nýja vinnustaðinn. University of Minnesota var stofnaður 1851. 60.000 nemendur í 370 fögum. Um 600.000.000.$ í utanaðkomandi rannsóknarstyrki á ári. Tæplega 20.000 sarfsmenn í fjórum sýslum. Fyrsti gangráðurinn fundinn upp hér, einn besti AIDS kokkteillinn plús ýmislegt annað. Einn Nóbelsverðlaunahafi og einn núverandi hæstarréttardómari lærðu hér sín fög. Tæplega 4000 alþjóðlegir nemar. 750 Doktors gráður og tæplega 2000 masters gráður á ári. Næst stærsti háskóli í Bandaríkjunum. Það eru tveir campusar hér í Twin Cities, í St. Paul og Minneapolis, síðan eru campusar dreifðir um fylkið á 3 stöðum. Kallaður The U manna á milli, enda það eina merkilega í Minnesota sem byrjar á U……..
Það er gott að vera nemandi í The U. Aðstaðan frábær. Góð stemming, góð þjónusta og mikið að gerast. Enda er Minneapolis campusinn álíka stór og Akureyri (og miklu veðursælli líka+ að fólk talar ekki eins og hálvitar).
Í gegnum Minneapolis campusinn rennur svo hin stolta Mississippi. Á fallegum haustdögum má sjá róðraliðið æfa sig fyrir neðan brúnna sem skilur east og west bank hluta Minneapolis campusins að. Efri hæð brúarinnar er eingöngu ætlaður gangandi og hjólandi vegfarendum. Yfir þessa brú hjólar herra Geð-Kort á hverjum, morgni fullur af vorbjörtum fögnuði daganna. Hér eru afmarkaðir hjólastígar um allan campus og hægt að leigja sér hjólaskápa fyrir lítið verð.
Haustið er ótrúlega fallegt og ekki amalegt að rórilla sér um campusinn í aftureldíngunni. Ótakmarkaðir möguleikar alheimsins metta lofið hér og erfitt, jafnvel fyrir kaldhæðinn Íslending, að verða ekki snortinn.
Erum glöð að hafa farið út fyrir comfort zonið, allaveganna í dag, Minnesota líklega þægileg byrjun, þyrftum líklega að íhuga alla flutninga til Súdan vandlega, enn sem komið er.

Sep 26, 2006

Þrýstingur og dagskrá

Þetta er skrifað vegna þrýstings frá Gússí kreisí. Við þorum ekki öðru. Nú er annað hvort að ljúga einhverju rosalegu eða segja frá einhverju hversdagslegu í lífi okkar...........
Nú erum við the Kort family búin að vera í usa í 2 mánuði, það er hreint ótrúlegt hvað tíminn líður. Við erum að venjast tilhugsunni að þetta sé heimilið okkar, mar er svo sem orðinn vanur nánasta umhverfinu og það er þæginlegt. Aðrir hlutir kom líklegast með tímanum, eitt eru við þó sammála um að vantar hérna í Minneapolis og það eru fjöll. Það þarf einhvern veginn að redda því. Við auglýsum eftir töff stað í Usa sem hefur fjöll, þangað væri gaman að fara.
Haustdagskráin hjá The Kort family er þéttskipuð af heimsóknum og ferðalögum. Í byrjun Okt nánar tiltekið þann sjöunda kemur týndi sauðurinn heim eftir sukk og svínari í SanJose í CA. Við erum heavy spennt fyrir komu hans. 20 til 25 okt verður alþjóðleg ráðstefna SA eða shopaholic hérna í Mpls en þá koma mæðgurnar... sú ferð á bara eftir að vera áhugaverð... og dýr. Um miðjan nóv eða 16 til 20 nóv koma fínu læknahjónin úr hlíðunum til að halda upp á þrítugs afmæli læknafrúnar... Þá verður hangið inná ER og anatominusafnið skoðað. Sú ferð verður fræðandi. Rétt þar á eftir fer Kort familian á road trip til Memphis yfir thanksgiving... við erum mjög spennt fyrir þeirri ferð en það verður svona ekta amerískt og vonandi hittum við Elvis. Í byrjun Des kemur svo amma pönk a.k.a amma aupair. Þá ætlum við hjónin að skella okkur á djamm í Vegas ( það má allt þar!!). Tveim vikum eftir það er 21 des kemur svo fjórði meðlimur Kort fjölskyldunar til þess að eyða jólunum hjá okkur, aftur.... hvað við gerum þá er óráðið! en við erum til í allt nema karókí, hjónaband og fyllerí........
Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Við fögnum öllum uppástungum og ábendingum á dagskránni.
Það verður nóg að gera hjá okkur á þessari haustönn. En það er um að gera því Icelandair fljúga ekki til minneapolis frá jan til mars.

Sep 24, 2006

Chill

Stemningin er alltaf góð-- Frúin uppgötvaði á föstudaginn innanhúsar -hlaupabraut sem er í gyminu, vá hvað það er cool. Í framtíðinni ætti að vera hægt að planta litla kortinu+ ferða -dvd-inu þar á meðan settið tæki góða æfingu..
Við erum búin að vera í chill ástandi í dag og gær. Geð-kortið er með flensu og er því eins og fólk með flensu. Hjúkrunar-hæfileikar eða öllu heldur skortur frúnnar koma vel í ljós þegar geðið verður veikt. Mæginin skelltu sér á Mr Mc sem B-Kort fílar í botn. Það er eins gott að Bootcamp-arnir sendi okkur planið því að okkar mati þá eru aðeins tveir möguleikar í boði. Nr 1 að bíða þangað til fituprósentan nær 40% (eftir nokkur ár) og koma aftur heim í cargo. Nr 2 að taka upp hin andlegu vopn sem okkur voru gefin og massa það í ræktinni, mæta í extreme-ið og líta á skutlurnar sem kenna okkur þar sem harðstjóra sem ekki gefa afslátt..... naumast eru það nú fyrirmælin!
Kort liðið sem ekki er þekkt fyrir að gefast upp, nema þegar við græðum á því, hefur ákveðið að velja síðari valkostinn. Með einum fyrirvara þó--- Geð-kortið mun aldrei meðan hann er í hjónabandi, sem í hans tilviki er kaþólskt og því til eilífðar, klæðast hvítum þröngum selfossbol. Hulda, þú getur því gefið einhverjum öðrum bolinn!

Sep 20, 2006

Kuldi-simanúmer

Áfram heldur það!
Veðrið hérna er frekar fáránlegt, miklar sveiflur og eitthvað rugl. Í gær fór B-kortið í úlpu og frúin var í anoraknum góða ásamt hönskum á leiðinni í leikskólann. Í dag er svo sól og blíða. Það þýðir víst ekkert að vera skipuleggja sig eftir veðrinu hérna. Við erum þó ansi spennt að sjá hversu kalt raunverulega verður hérna þegar verst lætur. Samkvæmt innfæddum þá er aðal kulda tíminn í janúar febrúar, það verður spennandi.
Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur og Frúin fór á fund í gær sem var skemmtilegur og það voru fullt af góðum konum sem tóku vel á móti henni. Sem að okkar mati segir eitthvað. Annað merkilegt er að í ágúst þegar við vorum að versla like MF í IKEA. Þá hittum við ungt amerískt par sem var nýkomið frá eins árs dvöl á Íslandi. Það var ansi gaman að tala við þau og á endanum skiptumst við á símanúmerum. En þar sem Kort hjónin eru ekki þekkt fyrir það að vera cable-istar þá voru við ekkert að angra liðið meira. Nema þá að fyrir nokkrum dögum þá hringdu þau í okkur.... sem að okkar mati var ansi cool og á eftir að vera gaman að sjá hvernig fer.
Já, svo eru headsettið með mic á leiðinni í pósti og þá ætti að vera hægt að plugga skypið. Þetta er alveg merkileg það er hægt að kaupa allt í gegnum netið. Mar gæti alveg sleppt því að fara útúr húsi og bara versla og átt öll sín samskipti á netinu. En NEi það ætlum við ekki að gera!
já og fyrir þá sem ekki getað lesið eldri færslur þá er heimasíminn hjá okkur 612-332-1347 og við fögnum öllum símtölum og þá sérstaklega frá flottu liði eins og læknum og læknafrúm. Nauðsynlegt er þó að frúin sé með púlsmælinn á sér þegar hún hringir, viljum ekki vera eyða tímanum að óþörfu.

Sep 19, 2006

Bla bla

Mánudagar eru góðir dagar hjá Kort family. Prins - kortið fer þá á leikskólann, geðið lærir meira og frúin fer á bókasafni og vinnur. Hjónin enda vinnudaginn á indoor extreme tíma í ræktinni sem að þeirra mati er brill. Erum eiginlega að komast að þeirri skoðun að þessi tími skori hátt á Bootcamp skala eða eins og einn Kort meðlimurinn sagði " Þetta er skynsamlegt Bootcamp". Eini stressvaldurinn á þessum annars ágætis degi er hélv. lásinn í ræktinni. Vandamálið er ekki hvort hægt sé að opna lásinn heldur tíminn sem fer í það. Æfingin skapar meistarann á vel við þarna.
Eitt skéri menningarmunssjokk rann á fjörur okkar um daginn. Þannig er að á highway-unum hérna eru svona stór skilti sem eru með uppl. t.d. ef það verður árekstur og seinkunn á umferð og þannig. Þessi skilti eru líka til þess að koma fram uppl. Í tengslum við það þegar börn eru brottnumin hérna í borginni. Við lásum um þetta áður en við fórum í skriflega bílprófið og vorum svolítið hissa, okkur þótti mjög spes að það væri til sérstök úrræði eða neyðaráætlanir til að bregðast við svona dæmum. Í dag eru að verða 2 mánuðir síðan við komum og því miður þá höfum við séð svona tilkynningar nokkru sinnum. Þetta er heavy óhugnalegt að okkar mati og segir svolítið um samfélagið sem við búum í. Við erum þó ágætilega varin þar sem hlaupafélaginn kom í lúgunni í dag.
Annað fyrir þá VINI okkar sem hafið reynt að hringja í okkur. Við erum vanalega heima til rétt fyrir 12 og svo eftir 18:30 á okkar tíma. Mismunurinn er 5 tímar. Hlökkum til að heyra í ykkur.

Sep 16, 2006

Sprautulið

Ekki nóg með það að yngra kortið hafi meitt sig í vörinni þá þurfti litli gæjinn að þola sprautuferðir hjá doksa í vikunni. Málið er að ekki þýðir að vera með einhverja sprautu- eða mótefna skoðanir í þessu landi. Til þess að komast að í leikskólanum þá þurftu við að fylla út fullt af pappírum og skila inn heilsufarsupplýsingum um Bear. Gæjinn þurfti því að fara í læknisskoðun og fá sprautur. Amma pönk var búin að sprauta okkur öll í sumar sem hluta af undirbúningi fyrir Safari, nei, fyrirgefið USA ferðina. En B-Kort þurfti samt að fá 4 auka sprautur í lærið. Ég meina þeir sprautuðu gæjann fyrir hlaupabólu, pælið í því!! Allavegna B- er núna eins og kassavanur og vel sprautaður kettlingur.

Day time tv

Það er gott að hafa cable-tv. Sérstaklega þegar frúin er veik, sem er fáranlegt. Vissi ekki að umgangspestir og annan viðbjóð væri að finna hérna í US and A. Það er þó gott að geta horft á Law&Order marathon þegar mar er syg.
B-kortið fór í leikskólann kl 12:30 og var sóttur rétt fyrir 22. Pæliði í því! Parents night out var s.s. í kvöld og því tók Geð-hjúkkan sig til og hjúkraði sjúklingnum með því að veita stuðning og nærveru. Ásamt áhugaverðum dæmisögum úr geðlyfjafræði. Kortin skelltu sér á Grandmas restaurant og svo í bío á myndina um gaurinn sem meikaði það í amerískum fótbolta.
Kvöldið var cool og allir voru cool. B- Kort var eins og önd þegar við sóttum hann. Gæjinn lenti í árekstri á rennibrautinni og sprengdi vör sem varð 5 föld við það.
Fyrir utan kvef, viðbjóð, bólgna vör og flugnabit þá erum við hress. Við getum þó alltaf þakkað fyrir að ekki sé verið að nota okkur í lyfjapróf. Eins og eitt dæmið úr geðlyfjafræðinni þar sem fötluð börn á einhver stofnun/spítala voru sýkt með lifrabólgu b eða c sem hluti af einhveri tilraun. Siðferðislegu rökin fyrir því voru að á endanum hefðu þau hvort sem er smitast sjálf af öðrum sjúklingum af spítalanum. Sumir eru einfaldlega bara fífl.

Sep 15, 2006

“Í útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi “

Loksins komið að því að húsbóndinn á heimilinu tjái sig eða karlkynið réttar sagt.
Tók þátt í merkilegu fyrirbæri um daginn sem kallast loaves and fishes, eins og frúin minntist á. Hafði lýst yfir áhuga á því í kirkju sl. sunnudag að taka þátt í svona starfi og var snarlega pluggaður í allskyns hluti. Kirkjan er stöppuð af liberal kaþólikkum (yes, there is such a thing) með traustar rætur í The cilvil rights movement hér vestra, svona lið sem er með stór skilti á lóðinni hjá sér sem stendur á “Support our troops, bring them home”!. Fór svo á barinn eftir að hafa púlað í þröngu eldhúsi í 2 klst. Var þar góð stemming. Fjölsk. boðið á tree farm í north MN og alles.
Annars er gaman í skólanum, hörkupúl en sanngjarnt og áhugavert. Einn mest spennandi kúrsinn er án efa Peacemaking and spirituality: A journey toward healing and strength, Þar get ég fengið eina auka einingu fyrir að fara í sólarhrings silent retreat (Pacem in Terris retreat center sem er staðsett í St. Josephs í MN) og skrifa svo 2 bls. um reynslu mína. Eins og ég sagði er snilld að vera í gradskóla.
Annað atriði er að námsmatið hér liggur ekkert í hefðbundnum prófum. Heldur verkefnum, ritgerðum, hópvinnu, heimaprófum og þátttöku í tímum. Meikar meira sens en námsmatið sem ég á að venjast enda sanngjarnara í alla staði og skilar án efa betur upplýstum nemendum.

Ég heiti hér með að gefa Bauninni virðingu ef hann hefur upp á höfundi fyrirsagnarinnar að ofan hjálparlaust.

Sep 13, 2006

Hlaupafélaginn

Þegar mar er í Róm þá á mar víst að hegða sér eins og rómverji segir einhverstaðar. Í ljósi þess keypti Kort frúin sér hlaupafélaga á ebay til til þess að notast við í US and A. Það kemur þó ekkert í staðinn fyrir gamla hlaupavininn.......Samkvæmt leiðbeiningum þá er þetta algjört möst ef mar vill vera að hlaupa eitthvað hérna. (Systa þú mátt nota hann þegar þú kemur í heimsókn-- en láttu þér ekki detta í huga að ég kaupi svona græju fyrir þig!). Þó svo umræddur maze brúsi hafi bæst við innbú Kort fjölskyldunar er ekki planið að koma sér upp vopnabúri hérna í Bushlandi. Þó svo lásaboginn á ebay hafi verið mjög freistandi. Hver myndi ráðast á unga móður með barnakerru og lásaboga?
Sem hluta af varnarferlinu fór Frúin í boxtíma í flotta gyminu sem var ansi áhugavert og á endanum gaman. Þetta er þó án contakts box, engir hanskar eða púðar sem hefði verið cool. En flottar æfingar engu að síður sem munu án efa skila sér í betri samhæfingu hjá Kortinu.
Geð-Kortið skellti sér í sjálfboðavinnu, með kaþólikunum, við að gefa heimilislausum og fátækum mat. Sjálfboðavinna er rosa sterk hérna og algengt að fólk stundið það af krafti þegar það hættir að vinna. Sniðugt fyrirbæri að okkar mati og eitthvað sem við komum til með að gera oftar.

Sep 12, 2006

Mánudagur

Til að byrja með: Páll, frúin kann víst að keyra, eða svo segja yfirvöld hérna í minnesotafylki því kella náði verklega bílprófinu í morgun og ekki nóg með að ná heldur sýndi gellan einstaka hæfileika í að leggja milli tveggja fána (hefði verið gaman að sjá systu gera það sama). Gott að vera búin með þetta stuff sem fylgir bílprófinu því þá fáum við loks almennileg ID sem tekið er mark á.
Annars skelltu hjónin sér í ræktina í dag. Fórum í tíma sem kallast extreme out/indoor eða eins og geð-kortið kallar þá bootcamp með samúð- Það var algjör snilld að fá að taka vel á því eftir smá hlé. Það má segja margt um amerikana og allt það en Vá- hvað þeir kunna að gera vel við háskólanema. Íþróttahúsið er fáránlega stórt og þvílíkt mikið í boði. Við fáum til að mynda eigin skáp út semesterið sem er algjör snilld. Það er þó einn galli á þessu öllu. Á skápunum er lás sem er svona ekta lás eins og mar sér í high school high myndunum. Með svona talnaröð, ekki eitthvað sem mar er vanur að nota. Málið með þessa lása er að það þarf þolinmæði og nákvæmni. Geð-Kortið á svo sem ekki í neinum vandræðum enda andlegur og rólegur með einsdæmum. Sömu sögu er þó ekki að segja um frú Kort en þolinmæði er ekki að finna í genamengi hennar og það sem verra er hún minnkar með árunum. Gellan eyddi um 30 mínútum seinasta föstudag að eiga við hélv. lásinn. Í dag voru það aðeins 10 mín sem fóru í lásafokk. Eina í stöðunni er að taka Pollyönnu á andsk. lásinn og þakka fyrir þetta verkefni sem mun leiða af sér aukna þolinmæði eða andlegt niðurbrot inní búningsklefa flotta íþróttahúsins.
Í dag er 9-11 og því margt sem fylgir því bæði í fréttum og útvarpi. Samkvæmt Bush þá eru múslimar lamdir ef þeir missa úr messu. Shit hvað við eru ánægð með að vera í kaþólskum söfnuði sem eftir okkar bestu vitund leggur ekki vana sinn í að lemja meðlimi sína. Það er svo gaman að búa í vel upplýstu samfélagi--

Sep 10, 2006

Frelsi

Netið komið í lag sem er alveg brilljant, þá þurfum við ekki að tala saman og getum bara gleymt okkur í óþarfa sörfi og bókalestri.
Það er stundum gott að missa eitthvað tímabundið eða eins og hátturinn sá veit ekki hvað átt hefur fyrir en misst hefur. Í dag eru við heavy þakklát fyrir að vera með góða tenginu við umheiminn. Hin tímabundna afnettenging gerði það þó að verkum að andlega tenging varð meira því -- í neyð þá fer sá efaði að trúa en sá trúaði að efast.... hehehehhe ekki það að við séum eitthvað efuð hérna megin-- við erum þó allavegna ekki efnuð..ahhahahahh
Á meðan netfokkið átti sér stað varð mikið úr verki hjá Kort liðinu. Geð-kortið sótti tíma -skilaði verkefni og las eins og mo fo. Yngra kortið hélt áfram að mæta í leikskólann eins og hetja. Gæjinn fékk forláta ferða-DVD spilara frá Aratúnssettinu, með faglegum ráðleggingum frá Dvd dilernum honum Palla, sem virkar svona andskoti vel. Mar vill bara leggja af stað í langferðalag á Mini-vaninum nú þegar við erum bæði með mini-kæli og ferða-DVD. Ég meina þarf eitthvað meira!
Frúin tók skriflegt bílpróf hérna í Minneasota og náði því með stæl. Ég hef lært það af reynslunni að það borgar sig að lesa undir próf. Það var ekki hægt að svindla á þessu eins og fyrir 12 árum þegar frúin tók seinast bóklegt bílpróf. Nú þarf kella bara að ná verklega bílprófinu á mánudaginn. Í öllu bílprófsdæminu rifjast upp að ein góðvinur minn féll á verklega prófinu fyrir mörgum árum síðan. Gaurinn keyrði víst yfir á rauðu í prófinu. Á endanum náði hann prófinu en aksturhæfileikar hans hafa alltaf verið í miklu lágmarki og þá sérstaklega eftir að af honum rann.
B-kort hefur verið að kvartar sárt undan því að eiga ekki bróður. Það væri svo sem mögulega hægt að redda því en málið er ekki svo einfalt því gæjinn vill eldri bróður. Gaurinn kaupir það ekki alveg að Jósi a.k.a Draumurinn sé eldri bróðir hans. Reykjavík we have a problem??
p.s. Ágústa Baunin tók áskoruninni og er byrjaður að blogga. Við linkum á hann þangað til Heimalands öryggið hefur samband.

Sep 7, 2006

Vandræði

Internetið er í fokki heima hjá okkur-- Við erum þar afleiðandi öll í messi og hræðilegum fráhvörfum-- þetta á víst að lagast allt á mánudag eða 9-11 shit.... Það er gaman að þið skuluð nenna að fylgjast með okkur-- we will be back-- eða ef ekki þá hefur eitthvað svakalegt gerst!!!!

Sep 5, 2006

Helgin

Áttum öll viðburðarríka helgi, Kort fjölskyldan, leigjandinn, Michael Scofield (verkfræðingurinn sem á flótta sínum heiðraði okkur með nærveru sinni) og samfangi hans Ole. Framkvæmt var eftirfarandi af öllum eða hluta hópsins: Curren´s diner, MOA (Mall of amerika), chill, skokk, kveðjustund, andasæringar, andleg reynsla 2X2, When Harry met Sally, Kaþólskmessa (rauðvíns sull+ 1 sakrament), chill, state fair, chill- kveðjustund.

Fair state hátíðin var flott og áhugaverð matarhátíð- hættuför leigjandans og geð-kortsins stóð þar uppúr -- skoðið og hlustið vel á geðöskrin.....gæjinn með legið er ekkert að grínast með hjúkkuópin.


Allt tekur enda-- endir á góðri helgi var þegar gestirnir góðu voru kvaddir með tárum á leið sinni til Íslands. Kort familyan þakkar premier gestunum vel fyrir seinustu 2 vikur. Þið voruð flott, takk fyrir félagsskapinn, andlegar reynslur, stuffið sem þið gleymduð og við höfum eignað okkur og dýrindis máltíðirnar sem þið stóðuð að, sjáumst svo í desember þegar allt er orðið gott.
Með þessum gestum er búið að setja ákveðinn standard eða reglur sem við ætlumst til að verðandi gestir standi undir:
nr.1 Góðir við Kortin
nr.2 Þrifalegir
nr.3 Góðir og virkir kokkar
nr.4 Góðar og rúmar þvagblöðrur
nr.5 Andlega heilbrigðir
nr.6 Ótrúlega skemmtilegir
nr.7 Ratvísir
nr.8 Nytsamleg tölvukunnátta
Við áskiljum okkur rétt til að bæta við reglum þegar við viljum.
Næsti gestur sem staðfest hefur komu sína er Draumurinn a.k.a húsdýrið eða trúlausi minnihlutahópsgaurinn. Gaurinn er væntanlegur 7 október……. Við bíðum spennt----

p.s. myndaalbúmin eru komin. Skoðið hægra megin á síðunni undir Myndir

Sep 1, 2006

Parents night out

Hrein snilld, verð ég að segja!!
Í dag var kynningarfundur á leikskólanum hans B-kort eða svona 0rientations eins og kaninn kallar það. Geð-kort er orðin ansi orientataður eftir að vera búin að fara á fjögur slík dæmi í tengslum við námið. Þetta var heavy sniðugt og gott að vita af því að B er í góðum höndum. Mesta snilldin er að á sirka 3 mánaðafresti er haldið parents night out kvöld í leikskólanum frá kl 18 til 22. Þetta er hugsað sem pössun fyrir foreldra, til þess að liðið geti farið í bíó, út að borða, að versla eða sofið. Þetta er auðvitað hrein snilld að okkar mati. Við borgum 20 dollara fyrir þjónustuna og B- kort fær pizzu, popp, vídeó gláp og náttfatapartý á leikskólanum. Föstudagurinn 15 sept er því kvöldið sem við Kort hjónin getum ákveðið að fara út að borða, versla, bíó eða bara hvað sem er á milli 18-22.
Í dag var farið í mall of amerika með leigjandann og hin sjúklinginn sem kom í gær. MOA er fáranlega stórt en ansi flott þó við skelltum okkur til að mynda í eina rússíbanaferð þar sem Geð-kortið sannaði það enn og aftur með öskrum (skrækjum) sínum að hann væri hjúkkudrussla a.k.a gaurinn með legið.
Annað merkilegt er að í þessu molli er hægt að fara í vatnsnudd sem er mjög þægilegt- gott að vita af því, mar kemur til með að leggja leið sína aftur þangað með næstu leigjendur.
Myndasíðan er á leiðinni-- ætti að koma um helgina. Ef þið ætlið að hringja, hringið þá hærra því við heyrum ekki alltaf í símanum---------- Palli er búin með mínúturnar þannig að þið ættuð auðveldlega að ná í gegn. Nema þá að Ingibjörg B. sé að hringja, hún er alltaf að hringja og væla í okkur!!! nenni þið að segja henni að hætta og kannski bara treysta XXXX.