Oct 29, 2006

Reynsla og Páll

Kort fjölskyldan fór í ferðalag í dag. Fórum í sirka 2-3 tíma frá borginni. Gaman að keyra um fylkið. Erum alltaf að vonast til að sjá einhver fjöll hérna. Engin fjöll í þessari ferð en þvílíkt ferðalag. Fórum á Area assembly, já Páll alveg eins og í þjónustuhandbókinni. Við sátum þarna agndofa og þakklát fyrir að fá að sjá hvernig hlutirnir fúnkerað. Litla Kortið sat allann daginn frá 9 til 17 og var eins og hetja. GSR in the making.... á vetrardagskránni eru nokkrir svona viðburðir. Rosa gaman að fá að upplifa þennan félagskap og sjá action-ið. ´
Eitt voru hjónin sammála um: Páll þú verður að koma með okkur á svona dæmi!
p.s. Þið ykkar sem skiljið ekkert í þessari færslu, sem eru líklegast flest nema Páll + eitt eða tvö önnur nörd. Treystið okkur við áttum góðan dag og við erum cool........

Oct 26, 2006

Family reunion the end

Verslunarferð mæðgana er lokið. Um 1600 í dag var lagt af stað með góssið upp á flugvöll. Sökum töluverðar yfirþyngdar og Constanza-pulls tók flugvallarferðin dágóðan tíma. Allt fór þó vel að lokum og kellur komust í loftið, lof sé drottni!!! eða öllu heldur Visa.
Heimsóknin sem stóð frá föstudagskveldi var einstaklega skemmtileg og allir glaðir og ánægðir með gestina. Rapport á því sem gert var: Verslað í fimmtaveldi- Macys-Rosedale(x2) -MOA-Albertville-Target-Hooters-Bodywork- TheUcampus og kaþólskmessa.
Kort fjölskyldan þakkar Ásthildi a.k.a fries lover og Mútter a.k.a Frank Constanza fyrir okkur. Takk fyrir allt stuffið og fjörið. Sérstaklega erum við ánægð með nýju vallar-handklæðin.
Reynslan hefur sýnt okkur að með hverjum gesti bætast við nýjar reglur. Nýju reglurnar er eftirfarandi:
Gestir make there own fxxxxx cafe en fá þó afnot af Saceo vélinni góðu.
Verslunarglaðir gestir taki með sér too buy lista og shopping shoes. Praktík fram yfir fashion gildir þar.

Oct 22, 2006

FXXXXXX 10 ár

Frúin fyrir 10 árum um morguninn fyrir utan stofnun á Flókagötunni í bíl með Páli æskuvini a.k.a. the díler. Stressuð en þó vel freðin á leiðinni út úr bílnum Hafðu ekki áhyggjur af mér Páll, þau ná ekki að heilaþvo mig! Vá, hvað hún hafði rangt fyrir sér. Viturlegast ákvörðun eða vandræði leiddu til þess að frúin þurfti að leita á náðir íslenska heilbrigðiskerfisins, snilld, þvílík snilld. Það sem fyrir 10 árum leit út fyrir að vera mesta ógæfuspor sem kella hafði stigið. Er í dag það viturlegasta. 23 október 1996 byrjaði ævintýrið. Það sem áunnist hefur: lífsgleði, vinir, samfélag, vinnureynsla, endurnýjun bílprófs, hreint sakavottorð, Saeco espressovél, 1/2 maraþon (x2), stúdentspróf, háskólagráður (x3), heimili, guðmóðir (x2), samband, hjónaband, besti vinur, 3 1/2 ára Kortari, fjölskylda, tengdafjölskylda, minivan, portable uppþvottavél, F2 visa, tattoo, sorg, reynsla, æðri máttur, ÚTHALD og margt margt fleira.
Tíminn er fljótur að líða þegar er gaman. Starfið er skemmtilegt nú er bara að halda áfram. Reynslan hefur sýnt að kella veit hvað á að gera, þó stundum þurfi að minna hana á, til að halda ævinýrinu áfram, í fjöri. Takk takk takk þau ykkar sem hjálpuðu henni að ná tugnum og þeir sem eftir koma. 10 fokking ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. Til lukku Georg og Þóri T. með tugina. Þórir, ég er þó alltaf í betri BATA!!

Oct 19, 2006

Breytt plan

Vegna ákvörðunar Fox sjónvarpsstöðvarinnar um að broadcasta prison break seríu 2 maraþoni næstkomandi laugardag frá kl 12 pm hérna í Minneapolis. Er öllum ferðalögum, heimsóknum, símtölum og öðrum truflunum frestað um óákveðinn tíma. Kaupsjúkumæðgur sem kenndar eru við Garðabæinn eru vinsamlegast beðnar að kæla vísakortin og snúa sér að næsta Icelandair fulltrúa til að breyta flugmiðunum.
Með kveðju The Kort family.

Ef ég tilskyldum námsþroska næ....

hum hum hum ... samvinnunám er þema í kennslufræði. Hámarksþroski á víst að nást ef nemarnir vinna í hóp. Með þessa speki og vitneskju í huga kemur hér bloggfræðsla sem unnin er í anda samvinnu og kærleika Korthjónanna. Kassinn er góður staður ef maður vill frið og rólegheit. Spurning hvort þroskann sé að finna þar. Við fórum aðeins útúr kassanum okkar. Vitum þó hvar hann er að finna, förum kannski þangað aftur. Þegar við verðum þreytt. Ef við verðum þreytt. Ætli við verðum einhvern tímann þreytt? Höfum lært mikið. Gaman að læra. Vitum þó að við getum fengið úr þessu það sem við viljum. Suma dag viljum við ekkert fá og þá fáum við ekkert.
Líf okkar er harla gott, eina sem okkur vantar er barnapía sem getur passað B-Kort á mánudögum, endilega bendið á okkur ef þið þekkið einhverja góða. Þarf helst að búa í USA, best ef hún býr einhversstaðar nálægt Minnesota.
P.S. gott væri ef barnapían sé ekki í geðrofsástandi né sé dæmdur fellon.

Oct 17, 2006

Partyljón

Laugardaginn var skelltu Kortin sér í Heyride útí sveit. Okkur og um hundrað öðrum var boðið en þetta er einhver bændasiður hérna í Ameríku. Pælingin er að sitja aftan á kerru fulla af heyi. Svona eins og nafnið gefur til kynna. Bóndafólk úr félagskapnum stóð að þessari heyride sem var ansi skemmtileg. Við stefnum á að koma aftur að ári liðnu. Tíminn líður heavy hratt hérna og alveg hreint ótrúlegt að við séum að verða búin með nýliðatímann sem miðast við 90 daga. Næst á dagskrá er shopping æði mæðgnana úr Garðabænum. Spurning hvort við reynum að koma þeim á shopping anonymous fund hérna. Oh, þó nei fólk verður að hafa vilja til hætta og það er mjög hæpið að viljinn sé til staðar.
B-Kort fékk umsögn úr leikskólanum sem er víst eitthvað sem tíðkast hér. Drengurinn er í góðum málum - og þá erum við í góðum málum. Hann meðal annars skorar hátt í því að verða easily frustrated....... kemur ekki á óvart þar sem um arfgengan kvilla er að ræða, sem versnar með aldrinum. Við héldum þó eða vonuðum lengi vel að kvenleggurinn bæri bara þennan kvilla en svo er víst ekki. ----------------over and out

Oct 13, 2006

Menning og læti

Kort familian er félagslynd með afbrigðum og eftir að við fluttum hérna til USA þá höfum við fundið sterka þörf til að svala þessari þörf. Við förum í umburðarlynda og frjálsa Kaþólskamessu á hverjum sunnudegi þar sem klæðskiptingar og annað flott lið syngur og biður fyrir friði og grænni jörð. Geð-Kortið fer einu sinni í mánuði með hóp af fólki, útfrá þessari sömu kirkju, og vinnur eins og maur í mötuneyti sem gefur fátækum og heimilislausum mat hérna í Minneapolis. B-Kort fer daglega í leikskólann og kennir kana drengjunum að taka við almennilegum höggum, að eigin sögn hjálpar hann líka litlum babies að fara í úlpurnar sínar þar. Frúin er skráð á vegum sjálfboðasamtaka við the U til að fara í heimsóknir í barnaskóla viðsvegar um borgina til að kynna Ísland. Nú þegar eru tveir skólar sem vilja íslenskakynningu. Hjónin fara svo á sínar reglulegu samkundur, drekka kaffi, hlægja af fortíðinni. Þar ríkir að sjálfsögðu algjör nafnleynd og trúnaður. Útfrá þessum samkundum verður oft til skemmtilegur félagskapur. Seinustu helgi, áður en hélvítis draumurinn hafði samband, á sunnudeginum var Kort familíunni boðið í Potlock í úthverfi borgarinnar. Partýljónin þrjú ásamt nýrri indjána vinkonu okkar, væri létt að gera bestseller krimma um þann nýja fjölskylduvin, skelltu sér í potlockið. Þetta varð hin besta skemmtun og allir voru í góðum fíling. Alltaf lærum við eitthvað nýtt, leikinn var skemmtilegur partýleikur sem fólst í því að hver gestur átti að skrifa á nafnlausan miða þrjú atriði um sjálfan sig til að deila með öðrum partýmeðlimum. Atriðin áttu að vera partýmeðlimum ókunn. Þegar liðið var á veisluna las gestgjafinn og gestir upp miðana og giskað var á hver tilheyrði hverjum. Leikurinn var skemmtilegur og fræðandi. Sérstaklega áhugavert var fyrir Kort frúnna að komast að því að ektamaðurinn ætti son sem væri 3 og 1/2 ára, væri hjúkka and liked gardening! Til að toppa það skálaði hann með diet pepsi. Geð-Kortið aka the metrokort eins og við köllum hann í dag er hress og stefnir ótrauður á að rækta garðyrkjuáhugamálið að loknu framhaldsnámi sínu. Ef þið hafið eitthvað verið að pæla í útskriftargjöfum þá væri rosa gaman að fá litlar þægilega klóru og góða klippur fyrir rósirnar..
p.s. já annað fxxxxx vesen- þar sem frúin stefnir á að byrja í náminu 16 jan þá þarf að breyta vegabréfsáritun og öðru pappírsrugli... Til að gera alla bjúrakratíu einfalda þar kellan að fljúga heim til Íslands. Komudagur er 12 des, brottför 19 des. Unnur það væri gaman ef þú myndir kannski fæða þarna á milli ef það er ekki vesen?

Oct 12, 2006

Aðskilnaður

Allt gott tekur víst enda!! Drengurinn er farinn. Kort familian kveður drauminn í bili en örvæntir ekki því væntanlegur er hann aftur eftir 2 mánuði. Júllarinn eins og við köllum hann er kærkominn gestur. Í þessari lotu var farið í rándýrar tískubúðir, MC, MOA og science safnið þar sem body works sýningin var skoðuð. Sú sýning er spes þar sem um ekta lík eða líkamsparta er að ræða!! Ansi áhugavert dæmi. Toppurinn var þó þegar draumurinn sem hefur alltaf verið álitin hraustur og þolmikil varð hvítur og þreklaus í extreme outdoor tímanum. Segjum ekki meira um það-- Mottó Kort familíunar það sem gerist í Minneapolis stays in Minneapolis er haldið í heiðri hér.
Bættum þó við nýjum reglum fyrir gesti: Ekki vera með stæla reglan og láta vita af sér þegar mar er að djamma í framandi borg reglan.

Næsta lota af guest byrjar 20 okt....... so it begins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. þið verðið að afsaka ensku sletturnar en við erum bara alveg að losing the mothers tung hér.

Oct 10, 2006

update

Smá update-- mannfýlann mætti loks til okkar á sunnudagskveldið. Draumurinn fór og djammaði á laugardagskveldið með vinkonu sinni hérna í minneapolis og það var ástæðan fyrir því að drengurinn hringdi ekki hjem. Okkar sjúkdómsgreining er sú að tappinn er haldinn the lonersyndrominu sem kemur út í eigingirni og öðru einsmannsrugli. Allavegna við erum rosa happy að dýrið hafi loksins skilað sér heim. Frúin var farin að hafa miklar áhyggjur, á tímabili var hún viss um að búið væri að stela líffærunum úr tappanum og að hann lægi bara einhverstaðar í Californíu. Við fögnum því að hann hafi komið heill úr þessu og að öll líffærin séu á sínum stað. B-Kort er ánægður með þetta og fílar að vera búin að fá Jósa sinn. Í gær fórum við öll út að borða og til að heyra Californíusöguna. B-Kort sem er orðin stór eða stærri og hefur miklar skoðanir á því hvað hann vill panta. Í gær ákvað hann að franskar-kjúlli og bjór væri málið. Eftir smá umræður við settið komast hann að því að aðeins venjulegt fólk drekkur bjór-- og af einhverjum ástæðum er Kort fjölskyldan og allir sem henni tengjast ekki venjulegir í hans augum. Mjög spes að okkar mati. Orðaforðan hefur gæinn úr sögum Ástríks og félaga. Við verðum upptekin næstu daga við að sinna gestinum, sem felst meðal annars í því að reyna ala hélvítið upp. Við hættum því aldrei, aldrei!

Oct 8, 2006

Have u seen this dude?

Týndi sauðurinn a.k.a Draumurinn
Við eigum von á góðum gesti, öllu heldur hluta af fjölskyldunni. Síðasti hlekkurinn af Kort familiunni, brátt verður fjölskyldan heil. Það er þó eitt problem-- gæinn er týndur við höfum ekkert heyrt af honum síðan hann fór til Californíu á miðvikudag. Við eigum þó von á honum á morgun en ef einhver rekst á hann. Endilega láta hann hringja heim til okkar NÚNA.

Oct 6, 2006

Afmæli

BK með kveðju til framsóknardragsins!!
Palli símavinur okkar með meiru átti afmæli 5 okt. Við notfærum okkur tímamismuninn og sendum honum baráttukveðjur-- húrrey.
Kort familian fagnar ennþá velgengni sinni en við erum miklir fylgendur umbunarkerfa, eitthvað sem Geð-Kortið pikkaði upp frá starfi sínu í geðinu. ( Segið svo að hjúkkur geti ekki gert meira en að veita nærveru). Kerfið virkar þannig að þegar einhverjum áfanga er náð þá fáum við verðlaun... Þessi aðferð virkar ansi vel á JR-Kort, a.k.a. Dýri kort eins og við köllum hann þessa daganna, og ekki síður á settið. Kostir kerfisins er að þrælarnir sem eru þá við, fílum kerfið og reynum að þóknast kerfinu..... við viljum verðlaun!!!! Stundum viljum við þó Vilkó. En oftast verðlaun-- við erum sem sagt verðlaunaorientuð-- samt ekki eins og hundar, því þeir ólíkt okkur hafa ekki hæfileikann til að álykta þeir aðeins tengja. Við aftur á móti ályktum. Hæfnin til að álykta er misjöfn, fer mikið eftir andlegu heilbrigði okkar. Stundum getur ávarp eins og góðan daginn, þýtt akkúrat það en stundum er það neikvætt, persónulegt og án allar virðingar. Reynsla sýnir að ef við erum andlega vel tjúnuð þá verða verðlaunin og allt í kringum það miklu meira.....
Dýri-Kort fékk verðlaun og hann er sáttur (sjá mynd) og þá eru við sátt-------------------------
Margrét frænka --- til lukku með daginn!! Við höfum trú á þér þó svo guðmóðirin sé trúlaus.

Oct 4, 2006

Svona viljum við hafa það!

Gleðin er þvílík hjá Kort familiunni í dag. Hægt að tala um góða þrennu þar. Í fyrsta lagi náði Geð-hjúkku-druslan Nclexprófinu sem hann tók á mánudaginn. Þetta próf sem er ansi snúið er skilyrði hérna í fylkinu til þess að geta starfað sem hjúkka. Geðið er gott og við fögnum því að ein atlaga hafi verið nóg. Vei Vei. Annar stór áfangi er að Kort-JR er hættur að vera baby og hefur því kvatt koppahélvítið-- nú gera menn nr 2 í klósettið.... Vá þvílíkur léttir hjá foreldrunum..... góður skítur þar. Góðu fréttir nr 3 byrjuðu á þessa leið :
Dear Auðbjörg,
I am very pleased to inform you that you have been selected out of a large and highly qualified group of applicants to pursue graduate education at the University of Minnesota. We congratulate you on your fine academic record and hope we will see you in our graduate school here at Minnesota.
Þetta þýðir að fæðingarorlofið svokallaða hjá Kortfrúnni stendur til 16 jan 2007 en þá byrjar skólinn. Námið sem kella er að fara í bíður uppá mikla möguleika en hægt er að skoða það hér. Gleðin er mikil hér á bæ eins og þið getið ímyndað ykkur.
Svona viljum við hafa það hérna í Bushlandi

Oct 3, 2006

Countdown

Við teljum niður hérna í USA. Brátt verður Kort familian fullkomin eða öllu heldur sameinuð eftir tveggja mánaða aðskilnað. Við fögnum komu draumsins a.k.a Júllarinn, stóri brósi og margt fleira. Já, við Kort fjölskyldan eru vinir litla mannsins eða minnihlutahópa. Því ekki nóg með það að J-Kort eigi ættir sínar að rekja til Hornstranda, þá er gæinn líka örvhentur og fyrrum Votta Jehóva. Við erum að tala um mjög spes eintak þarna. Vonandi sleppur hann í gegnum Heimalands security-ið á leið sinni til Ameríku. já, vonandi. Eitt er víst að stúlkurnar í Ameríku eiga eftir að rífa tappann í sig... eins gott að við getum falið hann í mini-vaninum. Í dag eru 5 dagar í dúdda og við eru andvaka af spennu.......
p.s. smá lagfæringar á tenglastuffinu, reyndum að henda bauninni út, gátum það ekki, bættum svo við einni efnilegri sem gæti vel slegið í gegn+ plús að breytt var um titil hjá leigjandanum, köllum hana í dag upplýsingafulltrúann.

Oct 2, 2006

Helgin- maraþon

Góð helgi hjá Kort familiunni. Chill helgi. Geð-Kortið heiðraði bókasafnið með nærveru sinni á meðan hin Kortin skelltu sér m.a. í bíó fyrir 4 fxxx dollara total. Þegar það er svona ódýrt í bíó þá munar ekki um það að labba út þegar yngra kortið nennir ekki meiru. Á sunnudagsmorguninn byrjaði litla Kortið í sunnudagskóla á vegum kirkjunnar. Þessi sunnudagskóli byggir á Montessori stefnunni með dash af kaþólskustöffi. B-Kort var mjög ánægður með skólann, sérstaklega leist honum vel á kastalann eða modelið af Jerúsalem. Annars er gæjinn greinilega farinn að skilja það sem sagt er við hann. Stundum svarar hann á ensku.. litli karlinn. Í dag var svo maraþon hérna í minneapolis sem hefði verið mjög gaman að taka þátt í og hver veit, kannski einhvern daginn. Frúin tók þó þátt í einu góðu maraþoni í dag en þannig er að ein af uppáhalds TV-stöðvunum okkar var með SVU- Law & Order maraþon í dag-- pæliði í því, mar gæti sem sagt horft á strait í 2 sólarhringa... sem betur fer eru góð auglýsingahlé þannig að mar nær að sinna léttum heimilisverkum, taka á móti póstsendingum og svara símtölum frá Íslandi-- geðveikt erfitt líf hérna.