Feb 24, 2008

Þorrablót

Korthjón skelltu sér á árlegt Þorrablót íslendingafélagsins í Minnesota í kvöld. Svaka stemning og fjör. Hápunktur kvöldsins var þó þegar frúin stóð uppi ásamt samlöndum sínum og söng fyrir viðstadda, já segið svo ekki að allt sé hægt. Kellan var ekki grýtt niður. Annað hvort eru kanar bara einstaklega nice, Minnesota nice, eða þá að frúnni hefur farið svona fram.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna í fylki margar vatna, skóli, skóli og aðeins meiri skóli og svo leikskóli. Börnin eru svaka ánægð á leikskólanum, B- Kort nýtur þess í botn að fá að koma með dót í leikskólann til að sýna í show and tell einu sinni í viku og Ágústa fílar það að henni sé vel sinnt. Á meðan læra Korthjónin. Hitastigið fer hækkandi, í dag var til að mynda heitt og gott eða um rétt um frostmark. Fyrir utan lærdóm þá eru Korthjónin að leggja drög að dagskrá fyrir komandi spring breaki sem er 14 -23 mars. Spurninga hvort the Korts go wild eða hvað. Annars kemur fríið upp á páskum þannig að í raun fáum við páskafrí sem verður gaman, merkilegir hlutir sem munu eiga sér stað þá....

Af professional ferli Kortara er helst að frétta að APNA Amerísku geðhjúkrunarfræðinga samtökin höfðu samband við Geða og báðu kappann um að gerast bloggari fyrir þeirra hönd, yes we shit you not. Hægt er að nálgast faglegt og einstaklega geðlegt hjúkkublog hér. Við erum ánægð með kappann, bara flottur að okkar mati.

Feb 18, 2008

5 ára gaur

Afmælisbarnið með kökuna flottu
Litli/stóri Kortarinn okkar var 5 ára í dag, hvorki meira né minna. Að hans mati stór kall sem er alveg að verða fullorðinn. Og það að vera fullorðinn samkvæmt B. er flottast því þá getur maður farið til sjóræningalands og drukkið rom og öl í hvert mál. Já, lofar góðu drengurinn.
Annars var dagurinn ansi vel heppnaður, planið var að fara með Miles í bíó og einhver skemtilegheit en svo neituðu drengirnir að fara og vildu frekar vera heima og leika við allar flottu gjafirnar sem B fékk í tilefni dagsins. Einnig skellti húsfrúin í eina flotta köku fyrir gaurinn sem slóg ansi vel í gegn. Kortfamilían þakkar fyrir prinsinn sem var ansi sáttur eða eins og hann sagði sjálfur, I love this, I love my birthday and my presents.
Drengirnir með pakkana í góðum fíling

Feb 15, 2008

Valentínusarstemning

Enn einn Valentínusardagurinn liðinn hjá Korturum, já þetta er uppáhaldsdagurinn okkar, vei vei. Gott að vera minnt á það einu sinni á ári að segja sínum nánustu að við elskum þá ennþá.. já það er ekkert öruggt í þessum fagra en falska heimi.

Það er með Valentínusardaginn hér í Ameríku eins og með flesta aðra merkilega daga, að fólk fer í búðir og verslar. Í þetta sinn voru það kort, nammi og eitthvað dót sem B-Kort fór með í leikskólann. Móðirin gat klúðrað Valentínusarkortunum hennar Ágústu Kort þannig að hún var eina barnið á unbarnadeildinni sem kom ekki með kort í tilefni dagsins, berum fyrir okkur 'cultural differences' þar eins og svo oft áður þegar það hentar. Við vonum þó að stúlka jafni sig á þessari fyrstu outcast upplifun sinni. Shit, það er heavý vinna að fylgja straumnum í dag. Annars er spenningur í Korturum fyrir komandi helgi, 5 ára helgi Björns Kort. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Svo er seinasta kuldakastið að ganga yfir þannig að það er ekki langt í smá hlýju hérna í USand A. We will keep you posted, over and out...

Litla Kort

Feb 2, 2008

Dead man walking

Á þessum seinustu og verstu dögum er gaman að vera B. Kort. Tappinn er auðvitað að verða 5 ára á næstu vikum og því margt skemmtilegt sem fylgir því. Um daginn lærði B. til dæmis um risaeðlur í leikskólanum og gæinn svona rosa áhugasamur með það. Útfrá því hefur dauðinn verið mikið til umræðu hérna á Kort mansioninu og B. Kort þá oftast upphafsmaður þar. Geði tjáði drengnum það um daginn að dauðinn kæmi þegar tíminn væri kominn hjá fólki og oftast væri það þegar það væri orðið ansi gamalt. Greinilegt að þetta náði svona ansi vel til Björns því nú er ekki óalgengt að heyra setningar eins og þinn tími er kominn, ég ætla að drepa þig þegar sjóræninga eða víkingaleikurinn stendur sem hæst. Gullkornið kom þó þar sem mæðginin sátu að snæðingi á restaurant um daginn þegar gamall maður með staf gekk inn, B-Kort horfði vandlega á öldunginn, snéri sér svo að Frúnni, andvarpaði og sagði: tíminn hjá þessum er alveg að koma.
Mikið erum við nú stundum þakklát fyrir að drengurinn skuli vera tvítyngdur.