Dec 31, 2008

2008 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Nú þegar við setjumst niður að skrifa þetta ágrip hér í sólskininu í Flórída er víst að þetta var athyglisvert ár fyrir Kort fjölskylduna sem og aðra Íslendinga.

Síðasta vorönn ætlaði ekki að enda. Frosthörkurnar hér voru fáranlegar, þannig að geði ávann sér mikla virðingu hermannana sem hann var að gera klaufalegar tilraunir til að hjálpa við það að leggja í eins klukkutíma hjólreiða túr í veðrinu. Viðurkenningar „nod“ frá mönnum sem sem tóku tvo túra í Nam segir allt sem segja þarf. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að sanna karlmennskuna þegar maður er kall hjúkka.

Aujarinn var formlega tekinn inní doktorsnámið á vormisserinu og tók í kjölfarið á því einhliða ákvörðun um að sinna ekki heimiliverkum eftir það „enda sæmir slíkt ekki doktors kandídat“ með orðum námsmannsins.

Vallarsettið kom með hækkandi sól og góðu gengi í lok apríl. Gáfu fátæku námsmönnunum mat og flíkur, þakkir fyrir það. Guðmóðirinn a.k.a Britney kíkti svo í stutt stopp og skellti sér í einn góðan 10 km Lake Calhoun hring.
Því næst var komið af útskriftinni hans Gilla, þar fengum við einstaklega góða gesti þegar Baunin, frú og JR komu og samfögnuðu auk ömmu pönk. Kallinn varð því formlega orðinn sérfræðingur. Sem kom fáum á óvart enda maðurinn alltaf talað sem slíkur, óháð málefninu. „Nú er akademían loksins búinn að viðurkenna það sem ég vissi alltaf" var haft eftir honum, enda hógvær með eindæmum. Þess má til gamansgeta að gilli var EKKI nakinn undir útskriftarkirtlinum þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Ekki minna tilstand var í kringum útskrift Bjöllarans úr pre-kindergarten, og hanga nú prófskírteini beggja uppá gesta baðherbergi Kortaranna. Geði hefur unnið síðan 1sta júní á CUHCC ,og orðið sér útum tilskillin prof og réttindi til að skrifa út lyf, greina geðsjúkdóma og veita einstaklings og hóp þerapíu í Minnesotafylki.

Um vorið var kíkt á klakann. Auja og krakkarnir urðu svo eftir, meðan Geði geðaðist í Ameríku. Sumarið var því býsna undarlegt fyrir þessa samheldnu fjölskyldu. Nóg var að gera á Íslandi að sjá aðra og sýna sig. Reyndar gerðist eðaldrengurinn BK heldur drýldinn um stund og Auja fór á Flexeril vegna þrálátra krampa í kjálka eftir tvær vikur heima. Á meðan tók geði móti Arnóri a.k.a Samskiptakónginum og svo Þóri a.ka. the old guy or "Óðalseigandinn" útí í Minnesota við góðan orðstír. Sérlega reyndist óðals eigandinn vinsæll og heyrist enn hvar sem hann fór „where is Thor“? Enda ekki á hverjum degi sem Séð og Heyrt stjarna kemur til fylkis hinna 10 000 vatna.

Kortfamilían naut þess vel að vera back at the old country, nóg var um glæsileg matarboð, þar sem íslenskur matur var í fyrirrúmi. Má reikna með að Kortarar hafi 2-3 rollur á samviskunni eftir það sumar. Kortarar sameinuðust again í lok júlí þegar hluti crewsins skellti sér í hið víðfræga Vesturgötuhlaup fyrir vestan. Þar var gaman, eyddum við tveimur góðum vikum fyrir vestan annarsvegar í Bolungarvík með stórlandeigandanum úr Garðabæ, pungnum honum Pálli og Co og svo hinsvegar hinum óðalsbónandum úr Mosó Þóri og co á einum af landareignum þeirra, á Hornströndum. What happens in Hornstrandir stays in Hornstrandir.

Í ágústlok sameinuðuðust svo Kortarar aftur í Minneapolis, vinna og skóli tók aftur við. Í septemberlok “Pre-krepp“ fengum við gesti eins og Kristínu Geð-hjúkku og Axis II Allý í heimsókn. Geðhjúkkurnar og frúin skelltu sér á Sigur rósar tónleika. Skemmtilegt.

Svo fór allt í fokk... Frúin skellti sér í 10 mílur í Minneapolis meditronehlaupinu, gaman. Svo fór allt í meira fokk, Gilli sveiflaðist smá og vildi fara niður í Landsbanka, banka fólksins og „hálsbrjóta einhvern“. Um svipað leyti kíkti Unnur námsráðgjafi, ektakonan hans Palla úr Garðabænum á okkur, ekki veitti okkur af hennar ráðum og peppi. Eins skemmdi hálfa lambið ekki fyrir.

Haustönnin einkenndist þó mest af mismiklum veikindum hjá Kortmeðlimum, misharkalegar ælupestir komu þar mest við sögu. 6 nóvember fyllti Geði uppí þrjá tugina, Korthjón fögnuðu þeim áfanga með þvi að bíða í 5 tíma á ER, í boði Geðfrúarinnar, já gæinn er ekkert að djóka með það að vera heilbrigðisstarfsmaður. Allt fór þó vel að lokum og frúin óðum að jafna sig.

Í lok nóvember eða thanksgiving var San Franscisco borg sótt heim, það var gaman, Alcatraz jailið stóð þar helst uppúr ásamt því að hitta Miles og familíu.
Haustönn 2008 er lokið hjá Korturum, BK þarf ekki að eltast við kúrvuna og telst þvi vera í góðum málum í skólanum sínum, hefur gæinn meðal annars vakið eftirtekt í skóladagheimilinu fyrir góðan húmor, hvaðan sem hann kemur. Seinustu dagar 2008 hafa verið heitir og þægilegir hérna í Florida, stendur þó mest uppúr að Kortarar eru með fjölskyldu sinni, eða hluta hennar.

Árið 2009, á eftir að vera spennandi. Hvað verður er óljóst. Næstu tveir, þrír mánuðir fara í það að lifa af kuldan í freezy Minnesota. Um miðjan febrúar er svo von á Mary Poppins frá Akureyri til að hugsa um Gússý lillu. Geði verður í vinnu til 1 júní, hvað verður eftir það er óráðið. Allt er opið, Kortarar eru eins og áður til í allt nema karókí og fyllerí.
Hvað sem öllu líður þá senda Kortarar, vinum og fjölskyldu þakkir fyrir árið 2008 og ósk um gleðilegt nýtt 2009 ár. Þið eruð öll OK og vi elsker jeres aller....

Kortarar í góðum fíling í San Francisco, með Miles

Dec 22, 2008

Florida chilling

Kortfamilían chillar nú hérna í Florida ásamt Vallarsettinu og hafnfirðingunum hressu. Erum búin að vera hérna síðan á föstudag og þetta lofar góðu. Erum í svaka flottu húsi með sér sundlaug og fjórum baðherbergjum. Þjáumst af valkvíða þegar kemur að salernisnotkun, já lífið er ekki einfalt.

Í gær skelltu Geð-frúin og endalausa kærustuparið sér til Jacksonville til að taka þátt í hinu árlega Jacksonville Bank 1/2 marathoni, það var ansi mikið fjör. Eitthvað misreiknuðum við vegalengdirnar en Jacksonville er í þriggja tíma fjarlægð. Því var vaknað kl 3 um nóttina og hleðsla a la Ásthildur a.k.a EAS girl, sett í gang. Á meðan þessari 284 km keyrslu stóð (one way), sem var styrkt af EAS, var gúffað í sig, allskonar orkudrasli og öðru til að gíra sig upp fyrir átökin og eins til að vinna á móti svefnleysinu og jet laginu góða. Anyhow, allir hlupu og kláruðu sem var bara gaman. Þó svo hleðslan hafi farið misvel í suma (sjá mynd neðar).

Sunnudagurinn fór því í 3 tíma(hleðslu)keyrslu+21 km hlaup (character)+3 tíma heim(recovering)keyrslu+15 min bunker = sirka 9 tímar með öllu. Eftir á að hyggja þá reiknuðum við aldrei með keyrslunni hjem. Erum alltaf í núinu. Hlaupið var þó keyrslunnar virði.... character

Planið næstu daga er að chilla meira, spila tennis, halda jól, fara í bíó, fara í Disneygarða, chilla í sundlaug, sumir í sólbað, lesa (ekki skólabækur) og chilla og sofa og sofa og hlaupa... já lúxuslíf hérna hjá okkur í Florida. B-Kort sprangar um komando og ber að ofan því eins og hann segir sjálfur þá er svo heitt hérna að auka föt eru algjör óþarfi. Flottu frænkurnar dekra við litlu Ágústu Kort og fílar daman það vel. Allir eru góðir við Geða lilla sem hefur ekki tekið frí í milljón ár og er því nýliðinn í hópnum. Að öðru leyti er þetta snilld, söknum þó Draumsins góða sem hefur alltaf verið með Korturum um jól... sendum jólakveðjur til jólastráksins okkar.


Að loknu hlaupi, síþreyta frúin og Birgir Mávur í spandexinu, sem myndi slá í gegn í San Francisco
Frúin að loknu hlaupi með hleðsluna góðu, keppnispokarnir voru þokkalega vatns (ælu)heldir (character).

Dec 17, 2008

semesters-lok

Loksins er hélvítisönnin búin! Frúin er svo þreytt að hún íhugar sterklega að breyta um starfsvetttvang og sækja um í póstinum, þvílík hvað það starf er sniðugt, hreyfing, útivera og ábyrgð allt milli 9 til 5. Já, mar veit aldrei. Anyhow planið var að vinna áfram að pre- dissertation verkefninu þessa vikuna en nei, kraftarnir eru búnir. Það verður því ekki meir lærdómur fyrir en á næsta ári.

Helgin var samt góð, Kortarar skelltu sér í jólabakstur á laugardag og svo var það jólaball á sunnudeginum hjá íslendingafélaginu hérna í Minnesota. Góð stemning þar. Gilli geð komst því miður ekki á ballið því kalli tók uppá því að byrja að æla nóttina áður.
Þessi haustönn fer niður í sögubækurnar sem æluönnin mikla. Því samkvæmt okkar útreikningum hafa seinustu 6 helgar farið í ælupestir eða annan eins skít hérna hjá Korturum. Í staðinn fyrir að taka þetta öll út á sama tíma þá dreifum við þessu yfir helgarnar, ótrúlegt alveg hreint. Heilbrigði heilbrigðisstarfsmaðurinn vill meina að Ágústa Kort sé sökudólgurinn að öllum þessum umgangspestum sem hingað rata, þar sem hún nær sér í þetta á leikskólanum. Litla Gússý.

Annars bíðum við bara geðveikislega spennt eftir því að yfirgefa Minnesota og chilla í Florida næstu tvær vikurnar, með Vallarsettinu og hinum hafnfirðingunum... en minnsta familía á Íslandi ætlar enn og aftur að endurtaka leikinn frá ágúst 2007 og skella sér í frí sammen. Sorgartíðindin eru þó þau að la Dream verður fjarri góðu gammi því einhver verður að vera back at the old country að berjast við erlendu lánin. Honum verður sárt saknað.

Vonandi náum við að hlaða batteríin vel í hitanum í Florida, annars er ekki von á góðu fyrir okkur hérna í frezzy Minnesota, þar sem mælirinn sýndi -22 C í gærmorgun.

Dec 11, 2008

Foreldrahæfni

Korthjónin hafa ákveðið að segja sig úr hinni árlegu parents of the year keppninni sem er alltaf í gangi hérna í USA, ástæðan er ekki sú að við óttumst tap, hroðalegt tap eða eitthvað þannig, nei nei. Við notum cultural differences spjaldið hér.

Málið er að við höfum tekið eftir því hjá öðrum foreldrum hérna í kanalandi að það er eins og það sé ákveðin offjárfesting í blessuðum börnunum hér. Þessi barna offjárfesting hefur mikil áhrif á allt sem snertir börnin, skóla og leikskóla sérstakleg. Þannig er til að mynda mikið lagt í það að barnið sé einstaklega gáfað, sé því byrjað að lesa um 3 ára, og allt það. Sem dæmi þá hefur Ágústa litla verið að fylga eigin lesson plani á leikskólanum síðan hún var 6 mánaða og núna er verið að reyna kenna gellunni stafi, nota bene stúlkan er 17 mánaða.

Foreldrakeppnin snýst þó ekki bara um getu barnanna. Heldur hversu mikið foreldrarnir geta tekið þátt í allskonar sjálfboðastarfi og öðru á vegum skólana og svo er auðvitað mikilvægt í þessu öllu saman að lúkka vel. Dæmi um það er að eftir hvert afmæli þá er sent út þakkarkort (sem er bara fallegt), þar sem afmælisgestinum er þakkað fyrir komuna og gjöfina og svo fylgir mynd af afmælisbarninu með fokking gjöfina.... við erum að tala um kannski 20-30 afmælisgesti, gjafirnar eru opnaðar eftir á hér.

Það sem fékk þó Kortfamilíuna til þess að hætta keppni þetta árið er að skólinn biður reglulega um fjölskyldumyndir sem notaðar eru í föndur og annað. Þar sem við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í fjölskyldumyndum seinustu árin, er ekki mikið í boði. Því sendum við hina árlegu fjölskyldumynd sem tekin var af okkur í Chicago seinustu jól. Eitthvað hefur myndin ekki þótt falla innan þess sem kallast family photo í skólanum hans B. því myndin fékk ekki birtingu. Nú hanga því verkefni allra nemenda, nema B. Korts, með fjölskyldumyndum á veggjum Lake Harriet skólans.

Við teljum myndina góða og lýsandi fyrir Kortfamilíuna en líklegast hafa faðmlög Geða og Draumsins ekki fallið í góðan farveg... og svo gæti vel verið að B-Kort hafi toppað það með því að segja að gæinn í miðjunni gangi undir nafninu the Dream.


Kortfamilían

Dec 4, 2008

post thanksgiving

Kortfamilían kom aftur til Minneapolis aðfaranótt mánudags, smá munur að koma frá sunny kaliforníu og hingað til minnesota. Veturinn er kominn og mælirinn sýnir - í celsíus, já já við erum vön þessu erum nú að hefja þriðja veturinn okkar hérna í frezzy minnesota, ótrúlegt hvað tíminn líður. Ef þetta drepur okkur ekki þá styrkir það bara.

Það eru rétt 15 dagar í jólafríið, here we come Florida. Allir rosa spenntir, B-Kort þá sérstaklega því gæinn ætlar að vera í stuttermafötum (eins og hann kallar það) allan tímann þar syðra. Korthjón ætla að njóta þess að vera í fríi, engin verkefni, engin skóli, engin vinna.. bara frí. Ljúfar stundir.

Annars gengur vel hjá öllum, Gússý útskrifaðist um daginn (kaninn er rosa mikið fyrir útskriftir, liðið er alltaf að útskrifast úr einhverju). Gellan er sem sagt ekki lengur á ungbarnadeildinni, er núna komin í toddler room sem er með börnum frá 16 mán til 24 mán. Að okkar mati eru bestu fréttirnar að leikskólagjöldin lækka um 50 dollara á viku við þennan flutning, já við borgum dýrustu leikskólagjöld í heimi... og í dag þegar krónan er fokked þá hljómar þetta ansi illa, t.d. í nóv fóru um 1700 dollarar í leikskóla og skóladagvistunargjöld. Leikskólagjöldin hennar Gússý eru hærri en full skólagjöld við háskólann, sem er auðvitað bara fáránlegt. Anyhow, þjónusta á leikskólanum er til fyrirmyndar og það erum við ánægð með ;)

Aðrar góðar fréttir eru þær að kella fékk nafnið sitt birt í virtu statistics education tímariti um daginn ásamt leiðbeinanda sínum, að vísu ekki grein en birting engu að síður, einhverstaðar verður maður víst að byrja.

B-Kort í stuttermafötum og Miles á thanksgiving í San Francisco.


Nov 30, 2008

Kalifornía

Það er góð stemmning hérna í Kaliforníu hjá Korturum. Eitthvað hefur heilsan þó verið að stríða okkur aftur. Á thanksgiving dag fórum við á fancy veitingastað þar sem B-Kort gerði sér lítið fyrir og ældi eins og hestur. Á black friday skellti fullorðna fólkið sér í movie tour-ið sem var ansi flott, sáum marga flotta og í einhverjum tilvikum kunnulega staði hérna í San Francisco. Fílum sérstaklega vel brekkurnar hér í borg.

Staðan í dag er að allir í hópnum sem bera Y-litning hafa orðið veikinni að bráð. Spurning hvort um sé að ræða karllæg pest eða hvað? Þeir eru þó allir að jafna sig, í raun er þetta frekar væg ælupest svona miða við ælupestir...
Nú er bara að vona að allir verðir hressir á morgun til að komast í Alcatraz fangelsi.

Skelltum okkur þó út í dag og fórum meðal annars upp í twin peaks en þar er ansi gott útsýni yfir borgina, bara flott. Gússý var í góðum fíling þar.

Nov 26, 2008

Thanksgiving 2008

Loksins, loksins er komið að thanksgivingfríinu hérna í US and A. Kortarar eru rosa spenntir því í dag fljúgum við til San Francisco til að hitta vini okkar Jennifer og Miles. Planið er að chilla og skoða þessa skemmtilegu borg og borða turkey ala thanksgiving.

Á föstudaginn skella Korthjón og Jen sér í 3 tíma movie tour , þar sem farið verður á helstu staði í borginni þar sem frægar bíómyndasenur hafa verið teknar upp. Á sunnudaginn verður Alcatraz fangelsi og eyjan heimsótt. Á meðan fullorðna fólkið er í túristaferðunum, chilla börnin og leika sér. Því nanny-ið hans Miles hefur boðist til að passa börnin á meðan ferðunum stendur. Sem er auðvitað hrein snilld því þá er bæði hægt að slaka á og hlusta á lýsingarnar í ferðunum.

Einnig er stefnan að labba yfir hina frægu Golden gate brigde sem hefur þann vafasama heiður að vera vinsælasti sjálfsvígsstaður i heimi. Áætlað er að á hverjum 15 dögum hoppi einn einstaklingur fram af brúnni.

Anyhow, við erum spennt, alltaf gaman að skoða eitthvað nýtt.

kv,
Ferðanefnd
Kortfamilíunar



San Francisco borg

Nov 19, 2008

Bati

Seinustu viku eða 10 daga hafa hin ýmsu veikindi herjað á Kortmeðlimi, mismikil og allt það. Við erum með sterk bein og lifum þetta af. Það sem ekki drepur okkur gerir okkur bara sterkari, right?

Leiðinlegast var þó að Kortfrúin hafi þurft að aflýsa glæparáðstefnunni í St. Louis sökum veikinda, við gerum þó ráð fyrir því að glæpir og annað eins hætti ekki, förum því bara á næstu ráðstefnu.

Fyrir utan heilsu og heilsubrest eru Kortarar hressir og uppteknir við vinnu eða skóla. Nú eru ekki nema sirka 4 vikur eftir af þessari önn og þar inní er thanksgiving, þetta er því að verða búið. Frúin er að skrifa predissertation rigerðina sína þessa dagana og því mikið að gera þar. En þetta er að verða búið...

Annars er kominn mikil spenningur í liðið fyrir San Francisco ferðinni sem hefst næsta miðvikudag, þegar thanksgivingfríið byrjar. Það á vafalaust eftir að vera gaman að koma til Kaliforníu. B-Kort er spenntastur fyrir því að geta sprangað um á stuttbuxum og að leika við Miles. Korthjón ætla meðal annars að skoða Alcatraz fangelsið í góðum fíling með Jen mömmu hans Miles. Svo verður Golden gate brúin góða skoðuð lika og eitthvað annað skemmtilegt. Það verður gaman.
Þangað til er stefnan að læra og aftur læra.. Bara fjör hér.

B-Kúreki og Gússý ladybug
Flottu Kort börn á leiðinni í halloween partý

Nov 6, 2008

Gamli maðurinn

Geðið í góðum fíling á útskriftinni sl vor.
Kortfaðirinn a.k.a hjúkkudrusslan, gaurinn með legið, Gilli geð fyllir uppí þriðja tuginn í dag, já hvorki meira né minna en 30 heil ár. Já, gæinn virkar alltaf aðeins eldri en þrjátíu, enda er gaurinn hnokinn af lífsreynslu. Einnig er hann rosalega gömul og andleg sál og það villir fyrir.

Kortfrú og börn eru einstaklega ánægð með kappann og óska honum innileg til hamingju með daginn.

Í tilefni dagsins fékk geðið meðal annars nintendo wii, sem vonandi hjálpar honum við að taka sig ekki of hátíðlega og að reyna varðveita aðeins litla drenginn í sér. Enda vitum við hin að það er ekkert eins leiðinlegt og heilbrigðisstarfsmaður sem tekur sig of alvarlega :)

Nov 4, 2008

Nýtt upphaf?

Það er stór dagur hérna í US and A. Kosningadagurinn mikli loks runninn upp. Þegar Kortarar skutluðust með B-Kort í skólann í morgun voru langar raðir af kjósendum sýnilegar við skóla og aðrar stofnarnir. Vonandi fer þetta vel.

Kortarar eru að sjálfsögðu Barack Obama (bara flottast þegar B-Kort segir nafnið með Minnesotahreimnum) fólk. Það hefur þó ekki alltaf verið þannig, forsetakosningarnar hafa mikið verið til umræðu hérna og B-Kort hefur fylgst vel með, sjálfviljugur eða ekki. Ófáir útvarpsþættir á NPR hafa fjallað um málið. Þannig ákvað drengurinn að halda með Hillary en ekki Obama. Svo þegar ljóst var að Obama færi áfram, þá var kappinn ekki ánægður og fór þá að styða John Mccain, náði það hámarki þegar drengurinn vildi fá Mccain-Palin skilti í garðinn.

Þessi mikli áhugi BK á gamla manninum var ansi áhugaverður þar sem engin, svo við vitum, í kringum okkur er Mccain-ari. Samkvæmt B-Kort studdi hann Mccain því eins og hann orðaði það sjálfur, "hann er með sama húðlit og ég svona "pink" ". Já, há mikið erum við alltaf þakklát fyrir að hafa farið til Minnesota en ekki Texas. Eftir að hafa margoft skýrt út fyrir drengnum að húðlitur hefði ekkert að segja, heldur væri það karakterinn sem skipti öllu máli. Tóks loks að snúa þessum harða Mccainstuðningmanni yfir í Obamamann, aldur Mccain hafði þar mesta vægi, enda á flest gamalt fólk ekki mikinn tíma eftir samkvæmt B. Nú eru því allir at the Kort mansion Obamarar... Vei vei.

B.K hefur líka tekið þá ákvörðun að hann vilji aldrei fara í hvíta húsið því þar þarf mar að vera í fínum fötum og það er fátt eins leiðinlegt að hans mati.

Kortarar vona því að á morgun þegar við vöknum verðið nýr og bjartur dagur hérna í landi hina frjálsu þar sem tækifærin eru við hvert horn. Til þess að draga úr mestu spennunni í kveld ætla hjónin að skella sér á tónleika með Minnesota gaurnum Bob Dylan. En þessi skólabróðir okkar hjóna (gæinn var í the U, fyrir mange ar siden) verður með tónleika niðrá campus í aften. Já það borgaði sig að standa 5 tíma í miðaröð í september (þakkað þér enn og aftur fyrir samveruna þar Kristín)....

Oct 28, 2008

Taktur

Ágústa Kort a.k.a. litla kort, gússý kort, er eins og aðrir í Kortfamilíunni, alveg ótrúlega listræn. Óljóst er þó hvaðan gellan fékk danshæfileikana, en sú litla er mikil tónlistarunandi og finnst gaman að dansa með. Þið verðið að fyrirgefa myndbandið en frúin er ekki en búin að ná þessu með 90 gráðurnar. Það kemur þó.

Oct 20, 2008

Pumpkin stemning

Ágústa Kort að passa pumpkinin
B. Kort með sitt listaverk, sem gæinn skar sjálfur

Oct 9, 2008

Geð-sveiflur

Já, já við erum í góðum fíling. Gæti verið verra! Gætum til að mynda verið veik og fátæk, eða ósátt og fátæk. Já, nei, nei við erum bara hraust og fátæk, spurning samt hver skilgreiningin á því að vera fátækur sé í dag? Líklegast eru við þá ekki fátæk.

Annars hefur ástandi back at the old (maybe soon new) country haft áhrif á okkur hérna í Ameríku. Eftir að hafa hlustað á umfjöllun NPR (national public radio) um ástandi á Íslandi, verður mar nett blúsaður.

B-Kort kom með góða hugmynd þegar við vorum að reyna skýra út fyrir honum að bankarnir á Íslandi ættu enga peninga. Drengurinn var fljótur að draga þá ályktun að einhverjir þjófar hefðu stolið öllum peningnum og væru að reyna að flýja land. Hann hefur engar áhyggjur af þessu því hann hefur ofurtrú á víkingunum en samkvæmt honum þá eru þeir að leita af þessum þjófum sem þeir ætla svo að höggva í spað og með því ná aftur peningum bankanna. Í raun ekki svo vitlaus hugmynd!!!


Annars lýsir þessi frábæra setning Geða stemningunni hérna best. Mér er skapi næst að fara niðrí Landsbanka útibú og hálsbrjóta einhvern..... Stemning!!

Oct 1, 2008

Góðir gestir

Mikið er búið að vera í gangi hérna á Kortmansioninu seinustu daga, sérstaklega eftir að doktorsfrúin kíkti við. Að okkar mati er óendalega gaman að fá hana í heimsókn enda er hún óendalega skemmtileg og góð mannvera, hlýja, nærgætni eru orð sem koma uppí hugann þegar hugsað er til frú Allýar. Annars hafa þessir gestir verið til friðs ef undanskilið er smá væl útaf góðu gengi dollarsins undanfarna daga, en það er nú varla þeim að kenna eða hvað??? Í aften er stefnan að fara með kellur í indjána casino, smá viðleitni til að laga fjárhaginn hjá sumum. Það verður spennandi að sjá hvernig fer.
Geð-hjúkkur í góðum fíling á leiðinni á Sigurrós tónleika,
sem náttulega voru bara geðveikt góðir.


Heiðursgesturinn óendalegi Doktorinn hressi

Sep 26, 2008

Meðalaldur

Á seinsustu dögum hefur meðalaldurinn á Kortmansioninu hækkað úr 16.5 í 19.3 ár, já talsverð hækkun þar í gangi. Andlegheitastigin hækkuðu líka um 4 stig fóru úr 94 í 98 (miðað við Kortskalann sem er 100stig). Kortarar eru í skýjunum yfir meðalaldurshækkuninni, enda góðar ástæður sem liggja þar að baki, Kristín Íslands-hjúkka, soon to be Geðhjúka hefur heiðrað Kortara með hlýrri og hjúkrandi nærveru sinni. Þrátt fyrir heimþrá þá hefur hún verið góð við okkur, sérstaklega við B-Kort sem trúir því að gellan hafi komið til þess að leika við hann með nýja Kobba kló skipinu sem hún gaf honum.

Það er ekki mikið vesen á þessum gest, þrátt fyrir smá óhóf í facebook-hangsi og sápuóperuáhorfi þá hefur gellan verið til friðs, enda vel upp alinn þrátt fyrir að vera utan að landi. Já, Kortarar sýna það enn og aftur að við erum vinir litla mannsins, það eru ekki allir sem myndu leyfa dreifurum að gista í kjallaranum góða....

Annars, eru allir spenntir hérna at 3834 Ewing Ave south í dag.... því enn og aftur mun verða töluverð hækkun á meðalaldri, vitum ekki með andlegheita stigahækkun, þegar fína Læknafrúinn úr Hlíðunum mætir á svæðið í aften, drekhlaðinn íslenskugóðgæti.... við vonum svo innilega að homeland security láti hana vera í þetta sinn.........

Sep 20, 2008

Fílaferðir

Kortarar skelltu sér á renaissance festival seinustu helgi í rigningu og góðum fíling. B-Kort var mjög sáttur með liðið þar, allir í flottum riddara- eða sjóræningabúningum. Einnig fékk drengurinn turkey drumstick eins og ekta vikingar borða, ekki amalegt það.
Frúin og Björnin skelltu sér á fílsbak í tilefni dagsins.
Björn með drumstickið góða
Og svo sætasta Kortið í bænum, litla Gússý eins og við köllum hana víst, gellan er hörð á sínu og lætur ekki vaða yfir sig. Enda er hún komin í sérstakt sharing prógram í leikskólanum, ekki seinna vænna gellan um 14 mánaða og þá á mar víst að kunna að skiptast á, já, þeir eru ekkert að djóka með það að ala upp börnin hérna...

Sep 10, 2008

Haust-önn

Kortfamilían er öll að komast í rútínu, í skólanum og vinnunni. Það lítur út fyrir að þessi önn verði annasöm eins og fyrri annir. Já, já við hvílum okkur þegar við drepumst.

Haustdagskráin er annars ansi spennandi.

Fyrir utan það að vera annaðhvort í vinnu eða námi, með TA stöðu og RA (research assistant) nýjasta viðbótin hjá frúnni, þá verður fullt annað í gangi.

23 september næstkomandi fáum við góðan gest. Kristín ofurhjúkka soon to be geðhjúkka hefur ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni (heila 10 daga) í tilefni þess að kellan verður 30 ára. Þessi ferð er auðvitað vinnuferð á vegum LSH, þar sem K mun þreyta hin ýmsu próf til þess að geta hafið námi hérna at the U næsta haust. Já, Gilli er góður að recruta í geðið, enda veitir ekki af. Þessi ferð á eftir að vera skemmtileg, enda ekki annað hægt þegar skemmtilegt fólk er á ferð. Toppurinn á ferðinni verða þó Sigurrós tónleikarnir sem við eigum miða á hérna í Minneapolis 25 september. Vei, vei. Gæti þó verið að læknafrúin kíki með en óútskýranlegur ótti við geðhjúkkur er eitthvað að spilla fyrir.

Eftir það verður lagst aftur í lærdóm, eða þangað til fína verkfræðifrúin úr Garðabænum mætir á svæðið, til að stappa í okkur stálið bæði náms og starfslega séð. Enda frúin náms-og starfsráðgjafi af líf og sál. Ekki veitir okkur af hvatningunni.

Eftir það verður skólinn aftur massaður þangað til 12 nóv þegar frúin flýgur til St.Louis, Missouri á árlega ráðstefnu/fund ameríska afbrotafræðifélagsins, kella verður þar í góðum félagskap félgsfræðingsins gamla.

Næst er thanksgiving en þá leggur Kortfamilían land undir fót og flýgur til Miles og co í San Francisco CA. Það verður fjör að sjá þá skemmtilegu borg, fjöllin og sjóinn. Góð stemning þar.

Svo tekur við lokasprettur haustannar í 2-3 vikur og loks skella Kortarar sér til Florida, þar sem stór-familían, vallarsettið, kærustuparið ásamt börnum og jósi munu eyða tveimur afslappandi vikum yfir jól og áramót í góðum fíling við að worka tannið.

Já, þetta allt saman er styrkt af LÍN (not), en við þökkum þeim þó fyrir leikskólagjöldin hennar Gússý...

Ferðanefnd Kortfamilíunar....

Sep 5, 2008

Kindergarten

Stór dagur í dag fyrir B-Kort. Kappinn byrjaði skólagöngu sína formlega í dag. Gæinn var svo sem ekkert rosalega spenntur en þetta hafðist þó, enda vissi hann að skóladagheimilið væri vel útbúið af flottu dóti. Hugmyndin að læra eitthvað nýtt er að Björns mati ekki spennandi. Enda hefur drengurinn líst því yfir að þegar hann verði 18 þá ætli hann að sleppa öllu veseni eins og vinnu, skóla og reglum yfir höfuð til þess eins að geta leikið sér. Já, það er ungt og leikur sér.

Annars gekk fyrsti dagurinn vel hjá kappanum, frúin var impressed yfir verkferlinu hjá skólanum, enda ekki vinsælt að klúðra málunum hér og týna börnum. Skólastarfsmenn eru vopnaðir talstöðvum og hvert barn vel merkt, minnir svolítið á réttir.
B-Kort fyrir utan heima að leggja af stað í skólann
Bjöllarinn í chilli fyrir utan skólann sinn flotta

Aug 29, 2008

Útskrift

Útskriftar Björn
Í gær átti sér stað sá merki áfangi að B-Kort útskrifaðist úr pre-K sem þýðir að gæinn er að fara byrja í skóla eða Kindergarden. Haldin var útskrift hjá leikskólanum sem var bara flott og skemmtileg.

Björn byrjar svo í skólanum næsta fimmtudag. Hann er búin að fara og heilsa uppá kennarann og leist okkur vel á. Bíðum þó eftir formlegu psyc-mati frá Gilla geða eða Geðsveiflunni eins og sumir kalla hann. Skólinn hans B er public skóli hérna í Minneapolis en hann þykir góður er svokallaður fimm stjörnu skóli (5 af 5). Við vonum að það sé cool.

Annars vill Björn ekki byrja í skóla því honum finnst svo gaman að leika sér að hann sér ekki tilganginn með því að byrja í skóla strax. Vil helst bara fara þegar hann er orðinn fullorðinn og lífið þá orðið þokkalega boring, eða svona eins og hann sér það. Gaurinn er líklega eitthvað skemmdur af ævilangri skólagöngu foreldra sinna.

Seinasti dagurinn í leikskóla er því dag hjá B-Kort, svo tekur við chill og leikur í nokkra daga áður en alvaran byrjar í Kindergarden á fimmtudaginn. Það er vont en það venst. Útskriftin var videotapeuð eins og áður...

Aug 20, 2008

Heimkoma

Kortmæðgur lentu í Minneapolis í gær eftir 3 mánaða útlegð at the old country, ótrúlegt hvað tíminn líður. Það voru einstakir fagnaðarfundir hjá Korturum við endurkomuna. Björn Kort var spenntur að sjá litlu sys labba en kvartaði jafnframt yfir því að hún væri ekki farin að tala. Nú þurfa Kortmæðgur að venjast hitanum og rakanum hérna til þess að geta fúnkerða á ný.

Íslandsferðin var einstaklega góð að okkar mati og náðum við að hitta og gera hér um bil allt sem var á dagskrá, ekki skemmdi fyrir gott veður, góður félagskapur og að Gilli Kort gat komið aftur í frí til okkar.

Kortmæðgur og fjölskylda þakkar öllum sem nenntu að púkka uppá okkur þessa 3 mánuði, fyrir að hýsa okkur, bjóða okkur í mat, lána okkur stuff og yfirhöfuð að tala við okkur, sérstakar þakkir til Vallarsettsins fyrir einstaklega gestrisni og til Vallar-Björns fyrir að svæfa Ágústu Kort í allt sumar.

Við stefnum aftur á heimkomu næsta sumar og þá munum við bögga ykkur öll aftur, þangað til adios og munið að þið eruð öll velbekomet hérna til okkar í landi tækifæranna hjá hinum frjálsu og hugrökku.

með kveðju
Kortnefndin

Aug 16, 2008

Sérfræðingurinn-- das specialist

Gilli Kort a.k.a Geði, gaurinn með legið, hjúkki, hjúkkidrussli náði þeim stóráfanga sl. miðvikudag að standast sérfræðiprófin í Ameríku. Kanar eru einstaklega prófaglaðir og þá sérstaklega þegar kemur að því að veita fólki einhver starfsréttindi, sem er í sjálfu sér ekki svo galið, gott að vita til þess að liðið sem er annaðhvort að kenna, hjúkra eða lækna mann hafi staðist einhver stöðluð próf. Allavegna, þetta var próf sem kalli þurfti að taka til þess að geta starfað sem klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun í landi hina frjálsu. Gaurinn rúllaði prófinu upp sem þýðir að leyfið er í höfn og því getur hann ótrauður haldið áfram að hlúa að þeim andlega veiku í Minneapolisborg. Kortfamilían er ánægð með að þessum skólakafla Gísla Korts sé hér með formlega lokið.

Annars styttist óðfluga í það að Kortfamilían sameinist að nýju. Þá verður gaman. Annars ákvað Ágústa Kort að byrja að ganga here at the old country. Gellan er því orðin ansi töff á því.

Aug 9, 2008

5 ár

Í dag eiga Korthjón 5 ára brúðkaupsafmæli, hvorki meira né minna. Margt gott hefur átt sér stað síðan Kortarar tóku ákvörðunina um að vera ALLTAF saman í Kaþólsku kirkjunni (hinni einu sönnu kirkju). Kortbörnin standa þar uppúr. Einnig er gott að vita af því að ákvörðunin stendur enn, ekki það að við höfum eitthvað val þar sem Kaþólskakirkjan leyfir auðvitað ekki skilnaði . Úthald er því málið. En bara svona til þess að hafa það á hreinu þá erum við Korthjón GEÐVEIKT hamingjusöm.

Nú styttist í lok Íslandsferðar hjá öllum, Kortkallar fóru út fyrir viku og eru í góðum fíling í Ameríku. B-Kort einstaklega sáttur með að vera kominn aftur í leikskólann að hitta alla vini sína. Kortmæðgur fara svo út 19 ágúst og tekur þá rútínan við. Fram að því er allt crazy

Jul 23, 2008

1 ár

Afmælisbarnið í góðum fíling

Í dag er Ágústa Kort 1 árs, litla Kortið fagnaði stóráfanganum í góðra vina hóp vestur á Bolungarvík í skjóli fallegra fjalla. Rífandi stemning hér.

Á morgun leggur Kortfamilían svo af stað til Aðalvíkur með Mosóliðinu, þar verður þemað net-og símaleysi.is. Kortfamilían snýr svo aftur til mannabyggða næstkomandi þriðjudag

Jul 20, 2008

Vesturgata 2008

Kortarar dvelja nú í góðu yfirlæti fyrir vestan, hér fer vel um okkur í faðmi vestfirskra fjalla. Í gær vann svo hluti Kortfamilíunar það þrekvirki að taka þátt í fyrsta off-road hlaupi sínu ásamt Ásthildi guðmóður, Palla Reddara og öðru mis-góðu fólki. Hlaupið var BARA gaman en andskoti erfitt á köflum.
Systur í góðum fíling, eftir hlaupið.

Jul 18, 2008

countdown

Á morgun, þá gerist það... alltaf á morgun. Erfitt fyrir svona einn dag í einu lið. Allavegna, í fyrramálið lendir Kortkappinn eftir ljúft piparsveinalíf í Ameríku. Kortfamilían er ansi spennt að hitta kallann.

Geði fer svo aftur 3 ágúst og tekur B-Kort með sér. Alltaf sama jafnræðið hér, eða eins og Björn sér það, strákarnir tveir saman og stelpurnar saman. Ferð Gilla til the old country í þetta sinn verður óhefðbundin að þessu sinni þar sem matarboð og annar hittingur verður stillt í lágmark. Planið er að keyra afstað vestur í býtið og dvelja þar fram til 29 júlí, í góðra vina hóp. Eftir sukkið fyrir vestan verður tekið á því í höfuðstaðnum... þetta getur ekki klikkað..

Bolungarvík

Fyrsti áfangastaðurinn í vesturferðinni miklu verður Bolungarvík þar sem Kortarar verða fram á fimmtudag í góðum fíling, með smá stoppi á Þingeyri og Ísó.

Seinni hlutinn verður óvissuförin mikla til Aðalvíkur... .þar sem hlutirnir virkilega gerast.....

Jun 26, 2008

Andríki-annríki

Tíminn líður ansi hratt hérna at the old country. Erum að sigla inní 1 1/2 mánaðarveru hérna og enn er allt OK, ótrúlegt dæmi. Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum Kortmeðlimum. Geði kann vel við síg í nýja djobbinu í Bushlandi, nóg af andlega veiku fólki þar sem þarf hjálp, við erum ánægð með kappann.

Góðu fréttirnar eru þó þær að G-Kort kemur til Íslands 18 júlí nk. og verður hér til 3 ágúst.
Restin af Kortfamilíunni hefur haft í nógu að snúast síðan Gilli fór, fyrir utan vinnu og annað hefðbundið stuff, þá er búið að fara í tvær sumarbústaðaferðir með góðu fólki, útskriftarveislur hjá kláru liði, víkingahátíð x2 sem var bara cool sérstaklega fyrir B-Kort, Heiðimerkurgrill, og góð matarboð.

Stefnan er svo að fara vestur 18 júlí og dvelja þar í góða viku og fara svo ennþá vestar eða til Aðalvíkur með Mosfellsbæjarliðinu. Spennandi verður að sjá hvernig við lifum af bæði síma og netleysi í einhverja daga. Í versta falli verða málin rædd.

Annars fjárfestu Kortarar í Smart síma frá Tal um daginn, sem virkar þannig að hægt er að hringja í okkur til USA á sama price og ef hringt er í annan heimasíma á Íslandi.. Þokkalega góður díll þar. Númerið er 4960978


Sætasta Kortið í sveitinni
B-Kort að slást við alvöru víking á víkingahátíðinni

Jun 7, 2008

Kvennapower

Fyrsta vika í aðskilnaði er að klárast og Kortarar halda áfram ótrauðir, við hljótum að lifa þetta af enda hamingjusöm með eindæmum. Búin að vera annasöm vika fyrir alla. Geði að aðlagast nýja jobinu og frúin að öðlast innsýn í líf einstæðra foreldra, tökum hattinn af fyrir þeim.

Annars var Geði ekki lengi einn í Ameríku, þessa helgina er Arnór í heimsókn og í næstu viku er von á Þóri crazy a.k.a vinnumanninum úr Mosó Írisar guðmóðurs manni. Það er svona brokeback mountain fílingur þarna hjá öllum köppunum in the states.

Í dag var hinsvegar ansi góð stemning á Íslandi í kvennahlaupinu góða þar sem Geðfrúin, ásamt familíu og vinum skemmti sér vel. Mikilvægt að vera í góðum félagskap þar, sérstaklega stóð uppúr að doktorsfrúin, bráðum the doktor sá sér fært að mæta, því miður náðust bara myndir af börnunum þar en við munum þetta. Við þökkum kærlega fyrir gott og blautt hlaup.

Hin fjögur fræknu í góðum fíling eftir hlaupið

May 27, 2008

Update

Tíminn er ansi fljótur að líða á Íslandi, Kortfamilían er búin að gera fullt og ekkert. Höfum verið ansi bissy að hitta fjölskyldu og vini. Ásamt því að Kortfrúin sé byrjuð að vinna, B-Kort á leikskóla og Á-Kort að aðlagast dagmömmunni. Allt gengur svona glimrandi vel.

Seinustu helgi átti sér stað merkur atburður þegar the Kortfamily "cleaned house and settled all its affairs" með því að skíra Ágústu Kort í hinni Sönnu kirkju. Takk fyrir það allir sem voru viðstaddir.
SkírnarKortið í góðum fíling
Kortarar skelltu sér í sumarbústað með Badda Brjál og co. Bara flott ferð, enda ekki á hverjum degi sem sumir sjá fjöll.

Góðvinur Kortarar Bauni a.k.a Anders lenti á hörku séns með the ladies in purple and red í Kort heimsókn baunanna til the USA. Sú ferð var einstaklega vel heppnuð, ferðasagan bíður betri tíma.

Næst á dagskrá er að halda áfram að hitta familíu og vini með ótalmörgum skemmtilegum heimboðum. Um að gera að nýta tímann því brátt heldur Geð-Kort aftur til USA með þá von í hjarta að bæta andlega heilsu þeirra sem þess þurfa. Kappinn yfirgefur landið næsta sunnudag. Það verður ansi áhugavert að sjá hvernig aðskilnaðurinn fer í Kortfamilíuna, en frúin og börn verða á Íslandi fram til miðjan ágúst. Við vonum þó að Geði geti mögulega heimsótt the old country í júlí.

May 17, 2008

The old country

Kortfamilían er komin til Íslands og því sameinuð að nýju. Það var einstaklega gaman að hitta B-Kort eftir þriggja vikna aðskilnað. Nú er bara verið að dást af fjöllunum og góða skyrinu og öllu hinu stuffinu..
Erum með gömlu símanúmeri okkar, þokkum ogvodafone fyrir það..
með kveðju
Ferðanefnd Kortaranna

May 10, 2008

Útskrift-geðskrift

Gísli Kort a.k.a Geði-Kort útskrifaðist formlega í gær úr the University of Minnesota, þetta var auðvitað bara flott og allir sérstaklega ánægðir með áfangann. Um kveldið bauð Korti svo vinum og fjölskyldum á Ítalskan dinner hérna í borginni. Kortfamilían er einstaklega ánægð með að þessum kafla í lífi okkar sé lokið, vei vei, 1 júni nk. tekur við massa geðvinna með heimilislausum hérna í Minneapolis, þangað til verður chillað, batteríin hlöðuð meðal annars hérna úti og á Íslandi.

Kortfamilían óskar Geða-Kort innilega til lukku með áfangann. Fyrir ykkur hin sem ekki gátuð verið með okkur þá var stóra stundin að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir. versga

May 7, 2008

Dönsk stemning

Seinustu 10 dagar hafa verið heldur skrýtnir á Kortmansioninu. Sjóræningjans er sárt saknað en drengurinn er i góðum höndum back in the old country. Eftir að drengurinn fór lögðust Korthjón í þunglyndi, nei nei enda það ekki í boði þar sem hjúkki er á staðnum. Hjónin hafa heldur verið dugleg, seinustu daga. Geði kláraði hélvítis plan Bið og því er kalli búinn já ferdig met det hele stuff. Frúin er enn á seinustu metrunum með þessa önn verður hér um bil búin á föstudag en þar sem gellan er auðvitað með ólæknandi --- get ekki fengið nóg af því að læra veiki þá verður hún aldrei búin. Það er annað en hægt er að segja um Mr Kort sem gæti í raun aldrei farið í skóla aftur, við sjáum nú til með það.

Allavegna blekið var varla þornað á plan Binu þegar Geðhjúkkufrúarsystirin var mætt á svæðið, gellan var á leiðinni á slæðuhjúkku ráðstefnu í Chicago og kíkti yfir helgi á Kortin. Það var einstaklega gaman að hitta systu, toppurinn á þeirri heimsókn voru auðvitað 10 km á laugardagsmorgninum. Go girl go.

Á sunnudags eftirmiðdag mættu baunirnar svo eftir road trip fra New York, nú er því góð skandinavísk stemning í Kort kofanum. Kim Larsen, remúlaði og allir ligeglad..... Á föstudag breytist svo allt þegar Geði útskrifast formlega sem sérfræðingur eða þegar hann verður das specialist eins og við kjósum að kalla það......

Apr 26, 2008

Beware here comes captain Jack

Já, drengurinn hefur yfirgefið Kort mansionið til þess að heimsækja the old country.

Seinasta vika hefur verið ansi skemmtileg hjá Korturum. Vallarsettið a.k.a the Constanzas mætti á svæðið seinasta föstudag. Síðan þá er meðal annars búið að versla, fara í Macys, fara a baseball leik, fara fínt út ad borða, hjóla, chilla, fara aftur í Macys, kikja í MOA, REI, Southdale, og aftur í Macys. Það er ekki hægt að segja annað en að Vallarsettið sé ansi verslunarvant eftir enn eina vel heppnaða ferðina hingað út til okkar. Við þökkum vel fyrir allt stuffið. Hjónin flugu svo heim í dag og með í för var B-Kort, en restin af Kort familiunni er svo væntanleg eftir rétt um þrjár vikur. Drengurinn fær inn á gamla leikskólanum sínum sem verður bara gaman og einnig gott upp á að styrkja móðurmálið hjá gaurnum. Við viljum ekki að hann verði málhaltur kani.

Næstu þrjár vikur verða ansi spennandi hjá Korturum, næsta föstudag er Kortfrúar systan væntanleg yfir helgi í bissnesferð og eftir þá helgi koma baunirnar og Leó nýja baun og svo kemur amma pönk, og svo klárast önnin og Geði útskrifast og verður sérfræðingur og þá verða allir GEÐVEIKT happý og svo fara Kortin hejm til Íslands... og það verður auðvitað bara gaman.
Nú er bara að hjónin bretti upp ermarnar og klári þau verkefni og ritgerðir sem liggja fyrir í þessari viku, þannig að við getum notið þess að chilla með gestunum...

Jack Sparrow í góðum fíling
B-Kort á leiðinni í flug, sýnir hversu stilltur hann ætlar að vera á Íslandi

Kortnefndin sendir kveðju home til the old country og ef þið rekist á drenginn okkar--- verið þá góð við hann : )

Apr 23, 2008

Constanza is in da house

Þetta myndband náðist af tengdamóður minni, Helgu Jakobsdóttur, a.k.a Ms Constanza, í bílageymslu elstu verslunarmiðstöðvar Bandaríkjanna.



Og ef einhver er að velta því fyrir sér, þá má ég ekki ávísa lyfjum fyrr enn eftir útskrift...

Apr 9, 2008

Litlu Kortin

Flott systkyni á páskum.

Captain Jack Sparrow jakkinn góði, eins gott að kenna litlu sys hvernig alvöru pirates hegða sér

Apr 3, 2008

Heroes

Já, seinustu nætur hafa verið ansi fjörugar á Kortmansioninu. Miklar andvökunætur og spenna. Um daginn uppgötvaði Geði að vinir okkar hjá netflix væru farnir að bjóða uppá ótakmarkað niðurhal til að horfa á. Því varð úr að tilraun tvö til að horfa á Heroes var sett í framkvæmd af Korthjónum. Þessi áætlun hefur gengið vonum framar, ekki skemmir fyrir að aðalsöguhetjan er ofurhjúkka eins og þeir gerast bestir, loksins er nægilega öflug fyrirmynd fyrir metnaðarfullan heimilisfaðirinn kominn a sjónarsviðið. Staðan í dag er sú að fyrstu tvær seríur eru komnar í höfn, nú sitja Korthjónin í örvæntingu yfir þeirri staðreynd að þriðja sería byrjar ekki fyrr enn í september. Hvernig lifum við þetta af?? Seinustu vikur hafa svo sem ekki verið ideal tíminn fyrir námsmennina til þess að detta í enn eitt seríuglápið. Því var ákveðið að ganga hratt í málið, seríurnar voru afgreiddar á vikutíma, með góðum skammt af svefnleysi. Þannig að ef Geði útskrifast ekki í vor þá vitum við hverjum það er að kenna.


Mar 31, 2008

NBA

Kortfamilían skellti sér á NBA leik í dag, horfðum á Minnesota Timberwolfs vinna Utah Jazz. Við erum ánægð með okkar menn. Nú er bara að kíkja á vikings, hockey og baseball leik og þá erum við góð.
B. Kort sáttur með pulsu á leiknum
Flottu Kortfeðgin í góðum fíling
Töff Kortmæðgur

Mar 23, 2008

Páskar 2008

Páskarnir hafa verið ansi viðburðarríkir þetta árið hjá Korturum. Byrjað var á léttu, en umfram allt háandlegu, fótabaði á skírdag í Kaþólsku kirkjunni. Nauðsynlegt að vera með hreinar tær fyrir það sem koma skyldi. Föstudagurinn langi var nýttur í lærdóm og að sinna litlu Ágústu sem var heima með eyrnabólgu. Páskafílingurinn er ekki mikil hérna í US and A því ekkert frí er gefið og undir venjulegum kringumstæðum hefði verið skóli ef ekki hefði verið fyrir spring break sem kom upp á sama tíma þetta árið. Á laugardagsmorgun skelltu mæðgin sér í egg hunt hérna í hverfinu en sökum snjós þá var leitað af eggjunum inni þetta árið, góð stemmning þar.

Um kveldið var frúin svo fermd inní hina Sönnu Kirkju. Já, síðan í september hefur Kortfrúin sótt tíma í kaþólskri fræðslu, nú var svo komið að því að kella tók the leap of faith, gekk formlega í Kaþólsku kirkjuna. Kortfamilían "settled all its affairs" með þessu, engir lausir endar hér á bæ frekar en hjá Mikjáli vini okkar forðum daga. Ágústa Kort er þó enn óskírð en það sleppur enda ekki nema sirka tveir mánuðir í þá athöfn.

Páskadagur var góður, B Kort sýndi enn og aftur að óþolinmæði er eitthvað sem erfist ekki bara í kvenlegg hjá Korturum. Það reddaðist þó allt og við þökkum Vallarsettinu kærlega fyrir öll Nóa páskaeggin. Það væru ekki almennilegir páskar ef ekki væru íslensk egg á boðstólnum. Skelltum okkur svo í skemmtilegt páskaboð seinna um daginn og töluðum illa um Bush.

Nú byrjar nýtt era í sögu Kortara--- botnlaus andlenska og massíft trúarlíf, með sponsorshipi frá Róm...þetta getur ekki klikkað

Mar 20, 2008

Spring break 2008

Langþráð vorfrí hófst seinasta föstudag, planið þetta árið hjá Korturum var að taka því rólega, læra og vinna upp það sem hægt væri. Ákváðum þó að skella okkur í smá trip up north hérna í Minnesotafylki. Upprunalega hugmyndin var að skella sér í bed & breakfast dæmi, komumst svo að því að hjón með tvö börn eru ekki markhópur b&b hérna. Er meira hugsað sem romantic getaway, og því börn ekki vel séð. Kortin neituðu þó að gefast upp fyrir þessu rómantíska rugli og að lokum fundum við okkar bed & breakfast sem var bara cool. Við fórum hingað til að hitta the crazy viking Steinarr. Já, Viking Inn er málið. Kortarar eyddu aðfaranótt mánudags í innbyggðu víkingaskipi sem staðsett var í gamalli kirkju. B. Kort fílaði þetta bara í botn, enda tjáði drengurinn okkur það að hann hefði í hyggju að dvelja þarna í 100 vikur. Kortarar voru ánægðir með að fá að finna fyrir víkingarótum sínum, sérstaklega kom maturinn á óvart en á Viking Inn er allt í víkingaanda og því ekkert verið að borða með hnífapörum þar.

Vikingur, til í slaginn
Björn Kort og Steinarr the crazy viking

Mar 13, 2008

Sætasta Kortið

Flottasta Kortið í bænum
Ágústa Kort í góðum fíling á leikskólanum

Mar 7, 2008

Road rage

Ótrúlegt en satt þá voru Korthjón að keyra í umferðinni í dag sem er svo sem ekkert nýtt, þar sem við búum í miðvesturríkjunum þar sem bílar eru málið. Að þessu sinni vorum við í bílaleigubílnum sem við fengum þar sem fjölskylduvaninn góði var í viðgerð útaf aftanákeyrslunni í seinustu viku, græddum nýjan stuðara á öllu veseninu.

Ákveðið hafði verið að flippa smá með því að hætta lærdómi þann daginn fyrr en vanalega, living on the edge hérna. Kortsettið var því í góðum fíling, engin road rage hér á bæ, um 17 leytið að fara sækja Kortbörnin á leikskólann. Á þessum tíma er rush hour því er umferðin hæg en gengur samt. Það var svo þarna í miðjum rush hour þar sem keyrt var (aftur) aftan á Kortin ........HVAÐ ER FOKKING MÁLIÐ???

Í þetta sinn var þó smá viðbót á, nú voru þrír bílar og við í miðju. Gellan sem keyrði á, var þvílíkt miður sín þannig að Korti þurfti að bregða sér í geðfílinginn og veita andlegan stuðning. Þessi árekstur var harðari en sá fyrri og átti sér stað á hraðbrautinni, sem er ekkert fjör. Löggan var kölluð til og skipaði hún Geða að halda kyrru fyrir í bílnum til að varna því að hann yrði að íkornastöppu. Allt gekk þó upp að lokum og vonandi þurfum við ekkert að borga, þar sem við vorum í rétti. Við óskum þess þó að umferðaróhöppum Kortfamilíunar linni. Því bíðum við spennt eftir vorinu þannig að allir Kortarar geti farið að hjóla í skólann.
með kveðju frá
Kortfamilíunni (vinir einkavansins)

Mar 4, 2008

Kortbörn

Björn kom með flotta sjóræningjaköku í leikskólann á dögunum í tilefni stór afmælisins. Ekki skemmdi fyrir að litla systa fékk að kíkja í heimsókn af sinni deild.

Mar 1, 2008

Tornado

Seinustu helgi skellti Kortfamilían sér á Minnesota History Center þó fyrr hefði verið til að kynna sér sögu fylkisins. Safnið var flott og barnvænt og allir skemmtu sér vel. Kynning og smá show á Tornados heillaði B. Kort þó mest. Gæinn er spenntur og á sama tíma hræddur við þessi fyrirbæri. Síðan þá hafa Korthjón setið undir hinum ótrúlegustu spurningum er viðkoma Tornados. Svör hjóna hafa leitt til þess að B- er að komast að einhverskonar niðurstöðu með hvernig Tornados virka, hann veit til að mynda að himininn verður græn, þeir eiga sér stað í hita og þeir eru ekki á Íslandi. Drengurinn á það samt til að verða smeykur þegar hann fer að sofa í ótta við að Tornadosinn komi og taki dótið hans. Litli karlinn. Hann er þó rosa spenntur fyrir að fara til Íslands í vor því þar hristist allt útaf jarðskjálftum.

Annars gerðist sá merki atburður um daginn að keyrt var aftan á Kortvaninn. Það snjóaði hérna á fimmtudaginn og þá verður umferðinn stundum ansi skrautleg og þung. Ungur kani varð fyrir því óláni að keyra aftan á fjölskyldubílinn. Allir sluppu ómeiddir sem betur fer.

Hjúkki sem kallar ekki allt ömmu sína, og er alltaf til í að lifa lífinu á ystu nöf. Ákvað í morgun að prófa að taka strætó með almúganum hérna í Minneapolis, já segið svo að lífið sé ekki spennandi. Við vonum að dúddi skili sér heim.

Ágústa Kort sem fílar leikskólann í botn, brosir bara og leikur sér átti víst að hafa sagt Dada í gær samkvæmt leikskólaheimildum. Við bíðum eftir endurtekningu þar til að marktækni náist.

Svo eru tvær vikur í spring break og þá verður fríkað út.

Feb 24, 2008

Þorrablót

Korthjón skelltu sér á árlegt Þorrablót íslendingafélagsins í Minnesota í kvöld. Svaka stemning og fjör. Hápunktur kvöldsins var þó þegar frúin stóð uppi ásamt samlöndum sínum og söng fyrir viðstadda, já segið svo ekki að allt sé hægt. Kellan var ekki grýtt niður. Annað hvort eru kanar bara einstaklega nice, Minnesota nice, eða þá að frúnni hefur farið svona fram.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna í fylki margar vatna, skóli, skóli og aðeins meiri skóli og svo leikskóli. Börnin eru svaka ánægð á leikskólanum, B- Kort nýtur þess í botn að fá að koma með dót í leikskólann til að sýna í show and tell einu sinni í viku og Ágústa fílar það að henni sé vel sinnt. Á meðan læra Korthjónin. Hitastigið fer hækkandi, í dag var til að mynda heitt og gott eða um rétt um frostmark. Fyrir utan lærdóm þá eru Korthjónin að leggja drög að dagskrá fyrir komandi spring breaki sem er 14 -23 mars. Spurninga hvort the Korts go wild eða hvað. Annars kemur fríið upp á páskum þannig að í raun fáum við páskafrí sem verður gaman, merkilegir hlutir sem munu eiga sér stað þá....

Af professional ferli Kortara er helst að frétta að APNA Amerísku geðhjúkrunarfræðinga samtökin höfðu samband við Geða og báðu kappann um að gerast bloggari fyrir þeirra hönd, yes we shit you not. Hægt er að nálgast faglegt og einstaklega geðlegt hjúkkublog hér. Við erum ánægð með kappann, bara flottur að okkar mati.

Feb 18, 2008

5 ára gaur

Afmælisbarnið með kökuna flottu
Litli/stóri Kortarinn okkar var 5 ára í dag, hvorki meira né minna. Að hans mati stór kall sem er alveg að verða fullorðinn. Og það að vera fullorðinn samkvæmt B. er flottast því þá getur maður farið til sjóræningalands og drukkið rom og öl í hvert mál. Já, lofar góðu drengurinn.
Annars var dagurinn ansi vel heppnaður, planið var að fara með Miles í bíó og einhver skemtilegheit en svo neituðu drengirnir að fara og vildu frekar vera heima og leika við allar flottu gjafirnar sem B fékk í tilefni dagsins. Einnig skellti húsfrúin í eina flotta köku fyrir gaurinn sem slóg ansi vel í gegn. Kortfamilían þakkar fyrir prinsinn sem var ansi sáttur eða eins og hann sagði sjálfur, I love this, I love my birthday and my presents.
Drengirnir með pakkana í góðum fíling

Feb 15, 2008

Valentínusarstemning

Enn einn Valentínusardagurinn liðinn hjá Korturum, já þetta er uppáhaldsdagurinn okkar, vei vei. Gott að vera minnt á það einu sinni á ári að segja sínum nánustu að við elskum þá ennþá.. já það er ekkert öruggt í þessum fagra en falska heimi.

Það er með Valentínusardaginn hér í Ameríku eins og með flesta aðra merkilega daga, að fólk fer í búðir og verslar. Í þetta sinn voru það kort, nammi og eitthvað dót sem B-Kort fór með í leikskólann. Móðirin gat klúðrað Valentínusarkortunum hennar Ágústu Kort þannig að hún var eina barnið á unbarnadeildinni sem kom ekki með kort í tilefni dagsins, berum fyrir okkur 'cultural differences' þar eins og svo oft áður þegar það hentar. Við vonum þó að stúlka jafni sig á þessari fyrstu outcast upplifun sinni. Shit, það er heavý vinna að fylgja straumnum í dag. Annars er spenningur í Korturum fyrir komandi helgi, 5 ára helgi Björns Kort. Tíminn er ekkert smá fljótur að líða. Svo er seinasta kuldakastið að ganga yfir þannig að það er ekki langt í smá hlýju hérna í USand A. We will keep you posted, over and out...

Litla Kort

Feb 2, 2008

Dead man walking

Á þessum seinustu og verstu dögum er gaman að vera B. Kort. Tappinn er auðvitað að verða 5 ára á næstu vikum og því margt skemmtilegt sem fylgir því. Um daginn lærði B. til dæmis um risaeðlur í leikskólanum og gæinn svona rosa áhugasamur með það. Útfrá því hefur dauðinn verið mikið til umræðu hérna á Kort mansioninu og B. Kort þá oftast upphafsmaður þar. Geði tjáði drengnum það um daginn að dauðinn kæmi þegar tíminn væri kominn hjá fólki og oftast væri það þegar það væri orðið ansi gamalt. Greinilegt að þetta náði svona ansi vel til Björns því nú er ekki óalgengt að heyra setningar eins og þinn tími er kominn, ég ætla að drepa þig þegar sjóræninga eða víkingaleikurinn stendur sem hæst. Gullkornið kom þó þar sem mæðginin sátu að snæðingi á restaurant um daginn þegar gamall maður með staf gekk inn, B-Kort horfði vandlega á öldunginn, snéri sér svo að Frúnni, andvarpaði og sagði: tíminn hjá þessum er alveg að koma.
Mikið erum við nú stundum þakklát fyrir að drengurinn skuli vera tvítyngdur.

Jan 27, 2008

So it begins (again)

Skolen har begynet igen. Vei vei. Seinasta önn Geð-Kortsins er formlega hafin. Hjúkki breytist brátt úr óbreyttum í specialist ala geðhjúkrun. Það munar ekki um það. Þessum vafasama heiðri og réttindum hérna í US and A fylgir ásamt góðum status og launum, leyfi til að ávísa lyfjum. Þá vitið þið það gestir góðir, ef það er eitthvað vesen þá kippir Geði málunum í lag. Eigum þó von á að góð mindfulness aðferð verði oftar fyrir valinu.

Ágústa byrjaði sína fyrstu skólagöngu þriðjudaginn var enda ekki seinna vænna þar sem stúlka varð 6 mánaða seinasta miðvikudag, já tíminn flýgur og allir verða eldri meðan sumir verða gamlir. Stúlka stóð sig mjög vel í leikskólanum og er alveg að fíla þetta, það er nú eins gott miða við peninginn sem Korthjónin eyða í þessa vist, viljum þar sérstaklega þakka lín fyrir stuðninginn.

Það verður nóg að gera á nýhafinni önn Kortara, hjónin eru bæði í fullu námi, ásamt verknámi og TA stöðu. Það er um að gera að hafa eitthvað að gera hérna svo að við frjósum ekki í hel.

Annars er von á Korturum til the old country 16 maí nk. Björn Kort kemur þó fyrr eða 26 apríl. Gæinn ætlar að chilla heima með ömmu pönk og fara í massíva trúarfræðslu hjá Guðmóðurinni góðu, sem ætti að fara bera á næstu dögum. Bara gaman

Jan 19, 2008

Lockdown

The cold season er formlega hafið hérna í fylki þúsund og eitthvað vatna. Já, það er ekkert verið að flippa hérna með kuldann. Rétt áðan var -25 á celsíus. Helgin á víst að vera ansi köld og fólki ráðlagt að halda sér heima við, allavegna ekki fara út með blautt hár. Geði tók því yfir stjórn Kort mansionsins í gær og setti fram kuldaplan Kortfamilíunar the lockdown part I prógramið. Til að varðveita sem mestan hita í skrokkum hér og spara rafmagnseyðslu þá verður ekki farið út alla helgina. Kortarar muni því liggja heima í ullinni í vídeo-cable-internets glápi alla helgina. Við erum einstaklega þakklát fyrir að eiga lífrænu ullarnærfötin að þessa dagana.
Með köldum kveðjum frá fokking frezzy Minnesota,
Kort nefndin

Jan 14, 2008

Undirbúningur

Lífið er ansi rólegt á Kort mansioninu þessa dagana. Seinasti gesturinn hún amma pönk farin og ekki von á öðrum gestum fyrir en hlýnar í veðri hér. Samkvæmt öllu þá fer að hlýna í mars. Skólinn byrjar formlega 22 jan og þá byrjar Ágústa Kort í vistun enda verður kella þá 6 mánaða. Algjör óþarfi að vera að hanga eitthvað heima á þeim aldri. Annars eru Korthjón farin að huga að skólavali fyrir B. Kort en kappinn fer í Kindergarten komandi haust. Velja verður skóla fyrir febrúarlok til þess að komast að. Í dag eru Kort Kaþólikkarnir að velta fyrir sér þessum tveimur skólum, Lake Harriet sem þykir góður public skóli og svo kaþólska einkaskólanum Carondelet. Sjáum til hvað verður. Planið fyrir 22 jan er að Kortmæðgur chilla og njóta lok fæðingarorlofsins. Geði vinnur hörðum höndum að plan B inu sínu og B. Kort einbeitir sér að því að læra stafina í leikskólanum. Alltaf eitthvað í gangi.
Já og Ágústa Kort fékk fyrstu tönnina um helgina, það var búið að sjást í 2 tönnslur síðan á þriðja mánuði en nú loks braust ein fram, til lukku með það.

Jan 6, 2008

Heimahjúkrun

Amma pönk kom á fimmtudaginn sl. Kortarar eru svaka glaðir með það. Jósi lilli fór svo sólahringi seinna eða á föstudag. Kortarar voru svaka leiðir með það, sérstaklega B-Kort sem fannst svo gaman að horfa á alla stríðsþættina og allt hitt sem sýnt er á discovery og science station með Jósa sínum. Ekki skemmdi heldur til að Draumurinn var til í að slást við drenginn heilu og hálfu dagana. Við þökkum draumnum fyrir heimsóknina sem var einstaklega ánægjuleg að þessu sinni.
Amman var ekki lengi að skella sér í búðir og versla frá sér allt vit..... (not). En Korthjón eru þó búin að sjá til þess að kella fari ekki með tómar töskur heim, eitthvað spes við það að fara til Minneapolis og kaupa ekki neitt. Annars var amman ekki lengi að tékka statusinn á börnunum, B-Kort stóðst að þessu sinni skoðunina og telst því heilbrigður en litla Ágústan var greind með frostbit á kinn. Já, við erum ekkert að grínast með kuldann hérna í frezzy Minnesota. Málið var að fyrir nokkrum dögum ákváðu Korthjónin að skella sér í göngutúr í kringum Lake Calhoun. Hitastigið hérna getur sveiflast fáránlega milli daga og þennan dag var ansi kalt eða um -14 til -17 celsíus. Í þetta reddast fíling skelltu hjónin sér í göngutúrinn sem átti ekki að verða langur, eitthvað misreiknuðu við þó vegalengdina og frostið. Það varð bara kaldara og kaldara. Það endaði með því 1 og hállfum tíma seinna var Jósi ræstur út ásamt B til að sækja liðið. Ágústan sem nota bene var kappklædd var ekki alveg að fíla kuldann í þetta sinn. Sem betur fer fór ekki verr í það skiptið. Þó svo frostbit sé auðvitað ekki cool. Við erum þó í góðum höndum þar sem hjúkkurnar tvær á Kortmansioninu eru fagmenn og veita okkur hágæða nærveru og umhyggju ala hjúkrunarstyle.