Feb 24, 2007

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár....

Og sömuleiðis Kort familían. Erum komin til the old country. Gömlu gmsar virkir en við ennþá óvirk (þökk sé guði fyrir það). Ferðasagan sem er mjög krassandi og spes um ferð Kort familíunar á heimaslóðir part I kemur seinna. Svefninn kallar..... Mikið er þó gaman að sjá fjöllin fögru....

Feb 18, 2007

Afmælisgaurinn

Afmælis-pirate-inn
B-Kort fagnaði 4 ára afmæli sínu í dag. Vei vei, ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Gæinn var mjög sáttur með daginn. Byrjað var á því að opna pakka og svo var hámuð í sig ljúfeng Ben & Jerry's ískaka, eða eins og BK kallaði hana pirate kaka. Þar sem drengurinn er með piratesyndrom á háu stigi þá var afmælisþemað að sjálfsögðu Pirates. Eftir gott chill og leik við flottu afmælisgjafirnar sem komu sumar alla leið frá Íslandi. Skellti Kortfamilían sér í það sem Geð-Kortið kýs að kalla musteri meðalmennskunar, MOA. Þar uppgötvuðum við Aquarium sem staðsett er undir mallinu. Mar getur nú ekki annað en dáðst af ameríkönum þegar kemur að hugmynda og framkvæmdargleði. Við erum sem sagt að tala um heilann sjávardýragarð undir sjálfri verslunarmiðstöðinni, sem er heavy stór fyrir. Aquarium-ið var bara gaman. Allir Kortmeðlimir voru sáttir með sitt þar. Að því loknu var skellt sér á fornar slóðir Forrests Gumps eða á Bubba Gump rækjumatsölustaðinn. Þar fékk afmælisbarnið ís og afmælissöng frá starfsmönnum. Eftir það voru farnar nokkrar ferðir í rússíbana og annað eins í skemmtigarðinum sem einnig er staðsettur í mallinu. Björn Kort er mjög sáttur með 4 árin og minntist oft á það yfir daginn að nú væri hann orðinn stór strákur. Kort familían þakkar fyrir alla pakkana sem ferðuðust alla leið yfir hafið. Takk takakka

p.s. Bættum við nýju myndaalbúmi með afmælismyndum af prinsinum og öðrum góðum myndum.

Feb 15, 2007

In Memoriam

Lífið gerist hjá öllum, þannig er það víst. Amma Ásthildur sannaði hagfræðilögmálið það er ekkert til sem heitir frír hádegismatur seinasta sunnudag þegar hún kvaddi þennan heim eftir stutta en hetjulega baráttu við lungnakrabbann. Eftir 50 ára stífar og miklar reykingar þá er lungnakrabbi það sem koma skal. Hún vissi það svo sem og var ekkert að agnúast útí það. Íhugaði að hætta að reykja á lokasprettinum en hafði svo á orði að það væri til lítils gagns núna. Amman var ansi spes kona, ekki alveg þessi hefðbundna ímynd sem maður hefur af ömmum. Hún kunni til að mynda ekki að elda eða baka (nema Vilkosúpur), prjónaði ekki og var ekki í kvennfélagi. Hún var Ísfirðingur og því sérstök og þrjósk. Hún elskaði box, Bubba Morteins, spil, ofbeldisfullar bíómyndir (því meira blóð því betra) og kunni að meta góða krimma. Hún var haldin krónískri óþolinmæði sem ágerðist bara með árunum. Hafði sérstaka sýn á heiminn, meðal annars sterkar skoðanir á minnihlutahópum (kynni hennar af Jósa, löguðu það þó mikið). Hún hataði grænmeti, elskaði að versla föt og glingur. Hún hafði gaman af ferðalögum, var mikill dýravinur og talaði sérstakt dýratungumál. Hún var flott og við fíluðum hana. Nú er hún farin úr þessu jarðríki er líklegast annarsstaðar í geggjuðu stuði með rettu í annarri og fussandi og sveiandi yfir okkur sem eftir erum og syrgum hana.
Á innan við einu ári höfum við Kort familían kvatt tvær ömmur. Tvær flottar hefðarfrúr sem voru svo ólíkar en samt svo líkar. Þær elskuðu okkur og gáfum okkur svo margt. Við erum guði þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þessar kjarnakonur hjá okkur eins lengi þær voru. Vonandi náum við að verða eins flottar ömmur og þær. Blessuð sé minning þeirra.

Kortfjölskyldan ætlar að fljúga til The old country til að fylgja þeirri gömlu heim. Við komum laugardaginn 24 feb og förum aftur 28 feb. Stutt stopp. Hlökkum til að hitta ykkur.

Feb 9, 2007

bissy-menska

Það er búið að vera nóg að gera seinustu daga hjá The Kort family. Það erum við þakklát fyrir og lítum á það björtum augum. Það er ekki mikið í boði að standa aðgerðarlaus hérna úti í fxxxx kuldanum í Minneapolis. Fyrir utan frostbit, þá finnum við vel fyrir því að líkamar okkar séu farnir að aðlagast kuldanum. Málið er, að þar í heiminum sem kalt er eins á Grænlandi, eru innfæddir lágvaxnir og kubbóttir. Þessi líkamsbygging er aðferð náttúrunnar til að aðlagast umhverfinu. Lágvaxnir og kubbóttir líkamar varðveita því hita betur og langir og mjóir henta því betur þar sem heitt er (Segi svo að BA-prófið komi ekki að gangi). Þannig eru til dæmis þeir indjánar sem eru af þeim tribe sem var hérna í Minnesota, eða þeir fáu sem sluppu við fjöldamorð ameríkana, allir litlir og kubbóttir. Þessi aðlögun líkamans á sér stað á löngu ferli, mjög löngu ferli. Kortararnir sem hingað til hafa þótt ansi hávaxnir gætu þannig verið á niðurleið. Við erum ekki frá því að við séum farinn að finna fyrir þessari aðlögun, við erum allavegna ekki að hækka. Helsta vandamálið er þó hvernig fer fyrir nýja Kortaranum, erum við að tala um að krakkinn verði lítil og kubbóttur eða hvað? Að okkar mati felst lausnin í því að flytja til Afríku til að breyta aðlögunni. Hvað gerist kemur þó í ljós. Kortfrúin veit af reynslu að meðan hún gengur með barn þá er best að geyma allar ákvarðanir og stórframkvæmdir þangað til eftir fæðingu. Svona er þetta víst með suma hluti, það er í raun hægt að læra af reynslunni!!! Merkilegt fyrirbæri.

Feb 4, 2007

Nýtt líf

Ný tölva, nýr DVD spilari, nýtt lyklaborð, nýtt líf. Við erum tengd again thank good. Við erum ótrúlega þakklát vinum okkar hjá Dell sem hafa stutt okkur í gegnum seinustu daga. Fyrst með því að selja okkur nýja tölvu sem kom í dag og svo með því að senda okkur nýjan harðan disk og lyklaborð, fríkeypis í gömlu tölvuna. Við höfum því miður ekki náð að koma þeirri gömlu í gang en okkar menn hjá Dell vinna í því. Það ætti að gerast á næstu dögum. Kortin eru annars hress og búin að hafa það gott í vikunni. Björn Kort reyndi að kyrkja samnemanda í vikunni en hefur lofað að láta af þeirri hegðun í framtíðinni. Gæinn hefur tekið upp kitl í staðinn. Geðið vinnur eins og hann eigi lífið að leysa, bæði í skólanum og í verknáminu. Í vikunni áttu þau stórtíðindi sér stað að Geð-Kort fékk Social securite number. En það fæst ekki frítt í landi tækifæranna. Með social númerinu hefur geðið því færst einu skrefi nær því að vera fullgildur meðlimur í samfélaginu, vei vei við fögnum þessu og óskum Geða til lukku. Næst á dagskrá er að verða sér út um kredit history og þá eru allar dyr opnar. Það er víst ekki það auðveldasta í bænum. Annars er þessi helgi sérstök fyrir tvennar sakir. Í fyrsta lagi þá hefur ekki orðið svona kalt í 3 ár (sumir segja 10) hérna í Minnesota. Við erum að tala um nálægt -30 gráður, nice. Hinn merki atburðurinn er séramerískur en það eru úrslitin í ameríska fótboltanum sem verða á morgun. Spurning hvort við horfum? Víst er að á morgun verður ekki farið út að leika sökum kulda...