Apr 30, 2007

Lokasprettur

Lítið nýtt að gerast hérna í kanaríki. Kortfamilían nýtur þessa dagana góða veðursins og hefur það gott. Önnin er að klárast og því verkefnaskil og annað stuff sem fylgir. Frúin klárar eftir viku og fer þá í eins mánaðarfrí. Vinnusama Geðið á sirka tvær vikur eftir af þessari önn. Planið fyrir Kortara í sumar er sumarkúrsar hjá hjónunum og hjúkkudjob fyrir Geðið, það er þó ekki alveg komið á hreint hvar kappinn verður að vinna eða hversu mikið. B-Kort verður áfram
í leikskólanum en við bætist fótboltanámskeið fyrir tappann. Í júlí eru svo flutningar í nýju höllina þar sem allir verða æðinslega hamingjusamir. Í lok júlí bætist svo nýja Kort daman við og B verður stóri bróðir. Í júlílok og ágúst verður chilltími og gestatími, eigum von á slatta af gestum á þessum tíma m.a til að skoða nýjasta Kortmeðliminn. Við erum svo hamingjusöm að við erum að deyja.......:)

Apr 25, 2007

Kveðjustund

Flottir frændur við tröllaskeiðina

Kortfamilían kvaddi góða gesti í dag. Tommarinn og fylgdarlið áttu hér nokkra góða, lærdómsríka og mjög svo fræðandi daga. Trúaða gúðmóðirinn blessaði okkur með listagreind sinni og dróg Kortmeðlimi á hvert listasafnið á fætur öðru. Kortarar ættu því að vera minni smáborgarar og meiri heimsborgarar fyrir vikið. Við þökkum henni kærlega fyrir að opna augu okkar fyrir þeim fjöldamörgu söfnum sem Minneapolisborg býr yfir. Fyrir utan safnaskoðanir þá var labbað um campus, chillað á leikvelli, borðaðar beyglur,MOA skemmtigarðurinn heimsóttur, kíkt í dýragarð og eytt penge í Albertville. Kortarar eru rosa ánægðir með heimsóknina og þá sérstaklega með Tommarann, sem hafði meðal annars orð á því að sumir menn í Ameríku væru með rosa stóra bumbur og hvað það væru margir brúnir kallar hér.
Við þökkum gestunum fyrir að vera ekki með neitt vesen eða rugl, umfram allt fyrir að vera góð við Kortarana. Þið eruð hjartanlega velkomin til okkar aftur í nýja húsið þar sem allt verður æðinslegt. Við gerum ráð fyrir ykkur á haustdögum....

Bættum við tveimur nýjum albúmum, (nei, það eru ekki bumbumyndir) páskar og Tommaferð 2007

Apr 19, 2007

Skerí ástand

Fengum tilkynningu í dag á háskólapóstinum þar sem sagt var frá því að sjö byggingar á campus hefðu verið rýmdar vegna sprengjuhótanna. Kortfrúin þurfti að fara í tíma um þetta leyti í byggingu sem ekki var rýmd en stemningin á háskólasvæðinu var spes, lögreglubílar og fréttamenn útum allt. Mörgum aðalgönguleiðunum var meðal annars lokað með lögregluborðum og vopnuðum vörðum. Það var frekar skerí stemmning að sjá og upplifa þetta allt saman, ekki alveg það sem mar er vanur frá HÍ. En þetta er víst það sem fylgir því að búa í US and A.
Annars eru Kortararnir sáttir og glaðir í dag komu góðir gestir, amma pönk, trúaða guðmóðirin og framsóknardragið eru mætt á svæðið. Næstu dagar fara því í chill og peningaeyðslu. Kortfamilían bíður enn eftir kreditkortinu sem væntanlegt er í pósti og því höfum við ekki tekið ákvörðun um hvað á að kaupa. Innbyggður ísskápur er meðal þess sem Kortararvinir hafa stungið uppá. Við virðum þessa hugmynd en erum samt ekki alveg að kaupa þetta--- Tilhvers þurfum við innbyggðann ísskáp í mekka take-out matar???

Apr 15, 2007

Gleðifréttir

Vei vei, húsið er okkar. Fengum að vita það formlega í dag að við hefðum verið samþykkt. Kortfamilían stefnir því á flutninga 1 júlí. Ef núverandi leigusalinn nær að leiga okkar íbúð út 1 júní þá flytjum við þá en annars er 1 júlí dagsetning. Kortarar eru mjög sáttir. Það á eftir að fara vel um okkur þarna og sérstaklega gestina þar sem þeir fá nú sérherbergi, þrjú klósett til að deila með Korturum og göngufæri við mall og Target. Já, gæti ekki verið betra og nú þurfum við ekki að spá meira í húsnæðismálum í bili. Leigusamningurinn gildir í 1 ár og svo sjáum við til.
Önnur gleðitíðindi eru að Korthjónin eru loksins eftir vesen og meira vesen búin að fá kreditkort hérna í the states. Málið er að hérna miða allir allt útfrá credit history og mar þarf kreditkort til að sýna fram á reglulegar greiðslur og góða sögu þar. Því neyðast Kortarar með nýja kortið í vasanum til þess að kaupa eitthvað á raðgreiðslum til þess að geta sýnt fram á að okkur sé treystandi og að séum ekki í vanskilum. Frekar skondið þar sem Kortfamilían hefur aldrei tekið neitt á raðgreiðslum áður. En nú er það s.s. eitthvað sem við neyðumst til að gera. Það ætti svo sem að vera hægt að finna eitthvað gangslaust stöff hérna í mekka kapítalismanns. Ef þið eruð með einhverjar góðar hugmyndir endilega láta það flakka. Kortarar eru þó komnir með nokkrar tillögur, til að mynda vill frúin rainbow ryksugu, B-Kort vill lítinn bróður og Geðið vil frið á jörðu... Hvað skal það þá vera????

Apr 10, 2007

Vegna áskorunar

Birtum hér mynd af GeðKortinu með nýju fínu klippinguna.
Þarna má sjá Geðhjúkkuna ásamt samnemendum sínum í góðum fíling í klíniskanáminu...já geðbransinn er ekkert flipp!!

You make them strong-we make them army strong

Fyrstu páskarnir í US and A afstaðnir og allir Kort meðlimir flottir á því. Á páskadag voru Nóa páskaegg borðuð með bestu lyst, takk fyrir okkur þar. Svo skelltu Kort mæðginin sér í páskalunch, eggjagerð og eggjaleit að amerískum sið hjá Miles vini hans Björns og mömmu hans. Björn sýndi þar í málningavinnunni að listrænir hæfileikar og geta eru vandfundnir í Kortískumgenum. Þegar koma að eggjaleitinni sannað drengurinn það að hann er sonur móður sinnar og sýndi þar einstaklega þolinmæði sem þekkist aðeins úr kvennlegg Kortfrúnar. Kort mæðgin voru rosa ánægð með daginn og þá sérstaklega B þar sem drengurinn var leystur út með fullt af gjöfum frá vini sínum. Sérstakalega var tappinn ánægður með páskakörfu sem hafði pirates of the caribean stuff að geyma.
Geðkortið gat ekki verið með okkur þar sem dúddinn sat heima og íhugaði andlegt líf sitt og tilgang lífsins. Málið er að Geðið lenti í sérstakri og um leið vafasamri lífsreynslu á good friday eða föstudaginn langa. Eftir góðan vinnudag ákvað tappinn að skella sér í klippingu svona í tilefni dagsins. Í sakleysi sínu fór gaurinn á rakarastofu sem staðsett er inná campus. Þegar í stólinn var komið uppgötvaði Geðið góða að rakarinn væri ekki hin hefðbundni minnesota nice íbúi. Ó nei, rakarinn var veteran úr Víetnam, öfgahægrisinnaður og réttkristinn. Við tók um klukkustunda rakstur þar sem tilgangurinn var meira í þá átt að frelsa Kaþólska Kortið en að huga að tískuklippingu. Hjúkkan lifði þolraunina af. Afraksturinn er þó army klipping.

Apr 6, 2007

Good friday

Föstudagurinn langi kominn og ekkert frí á þessum bæ. Að vísu er frí í dag hjá B en háskólinn er í fullum gangi. Svolítið skrýtið að fá ekkert páskafrí, að vísu er það svo sem skiljanlegt að ekki sé gefið frí útaf trúarástæðum. Það væri þá líklegast mikið um frí . Samfélagið hér er auðvitað ansi fjölmenningarlegt og mörg ólík trúarbrögð í gangi. Geðið mætti því til vinnu í dag þó svo hann hefði geta beðið um frí útaf trúarlegum ástæðum. Frúnni leist vel á það en kaþólska Geðið var ekki á sömu skoðun..... skrýtin þessi vinnusiðferði hjá tappanum sérstaklega í ljósi þess að hann er kaþólskur.
Frúin og B chilla því í dag og um helgina. B-Kort er ansi spenntur fyrir komandi páskum sérstaklega eftir að Nóa eggin komu í hús. Eins er planið að prufa að mála egg og fela þau að amerískum sið með vini hans B. Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.