May 27, 2008

Update

Tíminn er ansi fljótur að líða á Íslandi, Kortfamilían er búin að gera fullt og ekkert. Höfum verið ansi bissy að hitta fjölskyldu og vini. Ásamt því að Kortfrúin sé byrjuð að vinna, B-Kort á leikskóla og Á-Kort að aðlagast dagmömmunni. Allt gengur svona glimrandi vel.

Seinustu helgi átti sér stað merkur atburður þegar the Kortfamily "cleaned house and settled all its affairs" með því að skíra Ágústu Kort í hinni Sönnu kirkju. Takk fyrir það allir sem voru viðstaddir.
SkírnarKortið í góðum fíling
Kortarar skelltu sér í sumarbústað með Badda Brjál og co. Bara flott ferð, enda ekki á hverjum degi sem sumir sjá fjöll.

Góðvinur Kortarar Bauni a.k.a Anders lenti á hörku séns með the ladies in purple and red í Kort heimsókn baunanna til the USA. Sú ferð var einstaklega vel heppnuð, ferðasagan bíður betri tíma.

Næst á dagskrá er að halda áfram að hitta familíu og vini með ótalmörgum skemmtilegum heimboðum. Um að gera að nýta tímann því brátt heldur Geð-Kort aftur til USA með þá von í hjarta að bæta andlega heilsu þeirra sem þess þurfa. Kappinn yfirgefur landið næsta sunnudag. Það verður ansi áhugavert að sjá hvernig aðskilnaðurinn fer í Kortfamilíuna, en frúin og börn verða á Íslandi fram til miðjan ágúst. Við vonum þó að Geði geti mögulega heimsótt the old country í júlí.

May 17, 2008

The old country

Kortfamilían er komin til Íslands og því sameinuð að nýju. Það var einstaklega gaman að hitta B-Kort eftir þriggja vikna aðskilnað. Nú er bara verið að dást af fjöllunum og góða skyrinu og öllu hinu stuffinu..
Erum með gömlu símanúmeri okkar, þokkum ogvodafone fyrir það..
með kveðju
Ferðanefnd Kortaranna

May 10, 2008

Útskrift-geðskrift

Gísli Kort a.k.a Geði-Kort útskrifaðist formlega í gær úr the University of Minnesota, þetta var auðvitað bara flott og allir sérstaklega ánægðir með áfangann. Um kveldið bauð Korti svo vinum og fjölskyldum á Ítalskan dinner hérna í borginni. Kortfamilían er einstaklega ánægð með að þessum kafla í lífi okkar sé lokið, vei vei, 1 júni nk. tekur við massa geðvinna með heimilislausum hérna í Minneapolis, þangað til verður chillað, batteríin hlöðuð meðal annars hérna úti og á Íslandi.

Kortfamilían óskar Geða-Kort innilega til lukku með áfangann. Fyrir ykkur hin sem ekki gátuð verið með okkur þá var stóra stundin að sjálfsögðu mynduð í bak og fyrir. versga

May 7, 2008

Dönsk stemning

Seinustu 10 dagar hafa verið heldur skrýtnir á Kortmansioninu. Sjóræningjans er sárt saknað en drengurinn er i góðum höndum back in the old country. Eftir að drengurinn fór lögðust Korthjón í þunglyndi, nei nei enda það ekki í boði þar sem hjúkki er á staðnum. Hjónin hafa heldur verið dugleg, seinustu daga. Geði kláraði hélvítis plan Bið og því er kalli búinn já ferdig met det hele stuff. Frúin er enn á seinustu metrunum með þessa önn verður hér um bil búin á föstudag en þar sem gellan er auðvitað með ólæknandi --- get ekki fengið nóg af því að læra veiki þá verður hún aldrei búin. Það er annað en hægt er að segja um Mr Kort sem gæti í raun aldrei farið í skóla aftur, við sjáum nú til með það.

Allavegna blekið var varla þornað á plan Binu þegar Geðhjúkkufrúarsystirin var mætt á svæðið, gellan var á leiðinni á slæðuhjúkku ráðstefnu í Chicago og kíkti yfir helgi á Kortin. Það var einstaklega gaman að hitta systu, toppurinn á þeirri heimsókn voru auðvitað 10 km á laugardagsmorgninum. Go girl go.

Á sunnudags eftirmiðdag mættu baunirnar svo eftir road trip fra New York, nú er því góð skandinavísk stemning í Kort kofanum. Kim Larsen, remúlaði og allir ligeglad..... Á föstudag breytist svo allt þegar Geði útskrifast formlega sem sérfræðingur eða þegar hann verður das specialist eins og við kjósum að kalla það......