Dec 31, 2006

2006 annáll the Kort family

Árið er á enda og þá er gott að líta yfir farinn veg og skoða afraksturinn. Eins er sniðugt að útbúa annál, fyrir þær fjölskyldur sem komust ekki í jólakortagerð. Einhvern daginn þó mun Kort familían senda Kort eða jólakort. Þangað til dugir bloggið. 2006 hefur verið ár breytinga og nýbreytni hjá Korturunum. Við seldum ættaróðalið að Seljaveg 29, gáfum eða seldum það sem hægt var af búslóðinni (minnum ennþá á óseldan Opel í þessu samhengi). Kvöddum fjölskyldu og vini og yfirgáfum the old country í júlí. Hér í Bandaríkjunum höfum við gert klaufalegar tilraunir til að koma okkur fyrir og kynnast nýju fólki. Sú reynsla að flytja búferlum með fjölskyldu tekur á, að okkar mati en eitthvað sem vel er virði að gera. Geðið er búið með fyrstu önnina í The U og kallinn sáttur með glæstan árangur sem þar vannst. JR-Kort er búinn með fyrstu önnina í preschool hérna inn the states og farinn að tala og skilja ensku. Flottur dúddi þar. Frúin búin með fyrstu (seinustu) önnina sem homemaker í udlandet. Ekki alveg viss um að húsmæðraskólinn myndi skrifa uppá diplómu því til staðfestingar. En kellan veit þó hvar bestu búðirnar eru, hvaða Tv stöðvar rúla, og hvaða mjólk á að kaupa. Við útskrifum hana. Við fengum marga góða, skemmtilega, kaupglaða, málglaða og æðislega gesti hérna til US and A. Gestir: þið voruð góðir, takk fyrir okkur.
Nýja árið 2007 á áfram eftir að verða ár nýjunga hjá Kortum. Hjónin fara þar bæði í nám og Geðið að auki í TA (teaching assistant) stöðu. B-Kort verður allann daginn í preschool þar sem hann mun læra meiri frönsku, tónlist og svo verður splæst í Yoga fyrir gaurinn. Planið er að flytja í stærra og betra húsnæði í júní/júlí. Það ætti því að fara betur um gestina okkar á nýja staðnum. Við fögnum og eigum von á góðum gestum á næsta ári. Þeir sem hafa meðal annars staðfest komu sína eru: Michael Scofield sem ríður á vaðið og væntanlegur er 4. jan. Draumurinn er að sjálfsögðu ennþá hér og mun koma nokkrum sinnum á þessu ári. Gússí guðmóðir og Tommi framsóknarperri koma svo í apríl og þá verður allt crazy. Páll a.k.a the dealer kemur svo færandi hendi með nýjustu þætti Prison break og 24 ásamt frú og nýju barni og vonandi Markúsi (gömlu barni) á vormánuðum. Hin guðmóðirinn og Birgir Brennsla kærastinn hennar og 2 píur eru vonandi væntanleg á sumarmánuðum. Amma Pönk kíkir á allaveganna eitt eða tvö djömm hérna til tvíburaborganna. Spurning hvort hún taki Dóra Komma með. Eins er Frú Constanza og karl væntanleg, það þarf altént einhver að koma með vagninn og gamla rúmið þannig að nýjasti Kortmeðlimurinn (sem væntanlegur er 19 júlí eða þar um kring) þurfi ekki að sofa á gólfinu.

Við elskum ykkur öll- þið eruð cool, takk fyrir samveruna 2006 og gleðilegt nýtt ár 2007.
The Kort family in the states

Með kveðju frá nýjasta Kortaranum

Dec 29, 2006

Jólaleti

Kortliðið heldur áfram að liggja í leti. Við neitum þó að taka ábyrgð á þessari leti og viljum kenna Homeland security um. Málið er að þegar mar er námsmaður í The States þá má maður ekki vinna utan háskólans fyrstu 9-10 mánuðina. Þar sem jólafríið háskólans er um einn mánuður þá er lítið að gera. Við erum nú farin að átta okkur á þessu öllu saman hjá svartklædda liðinu. Málið er að einhverjar rannsóknir hafa sýnt fram á það að fólk á það til að verða heimsk í fríi. Við erum því viss um að þetta sé allt stórt samsæri með þann tilgang að gera okkur öll heimsk, með að banna alþjóðlegum nemum að vinna og skikka þá í langt jólafrí-- Þetta meikar svo sem sens, því ef við verðum öll slefandi heimsk þá erum við ekki líklegt til að fremja hryðjuverk, eða hvað??? Ætli hryðjuverkamenn séu heimskir?? Eða kannski liggja efnahagslegar ástæður þarna að baki- ef liðið er í fríi þá eyðir það meiri penge.. hum hum. Eða what ever. Við erum allavegna í fríi og í gær skelltum við okkur, (það var hægara sagt en gert því mátt TVsins skal ekki vanmeta) til Stillwaters. Sem er lítill fallegur bær í um 40 mín fjarlægð frá Minneapolis, hann liggur alveg upp við fylkismörkin að Wisconsin. Þar var góð stemning og allir Kortarar sáttir. Endirinn á kvöldinu var svo dinner á þýskum veitingastað þar sem afgreiðslustúlkurnar klæddust allar Heiðu kjólum og hétu Helga. Þar var snætt gómsætt vínarsnittsel a la germany. Sehr gut að okkar mati. Dagskrá dagsins í dag: chill, safnarferð, chill og eitthvað ógeðslega cool....jú og auðvitað rakstur. Draumurinn hefur nefnilega komist að því að töluverður munur er á hárvexti hans hér í US and A og home at the old country. Gæinn þarf því að hafa sig allann við í rakstrinum hérna. Skrýtið, ætli það sé auknum hormónum að kenna?

Dec 25, 2006

Annar í USA jólum

Það tókst, jólin gengu áfallalaust fyrir sig hjá Kort familíunni. Enginn fór í jólaköttinn og allir Kortarar sáttir með sitt. Við þökkum vel fyrir okkur, þá sérstaklega B-Kort. Jólapakka-opnanir tóku um 3-4 tíma og reyndi þar sérstaklega á verkfræðikunnáttu Kortaranna, við að setja sama hin ýmsu sjóræningaskip. Það hafðist þó að lokum og allir voru geðveikt, GEÐVEIKT ánægðir.
Bestu jól sem við höfum átt, já bestu jól, hreint út sagt einstök, geðveik tenging þar í gangi.
Þegar Kortaranir lögðust í rekkju leit allt vel út, búið að plana jóladaginn og allir í gúddí fílling. En og aftur var Adam ekki lengi í paradís. Um 600 am var komið að Geð-hjúkkunni. Gaurinn ældi öllu sem hægt var. Þar með er seinasta vígið fallið, hjúkkan af öllum sigruð af ælunni. Sex tímum seinna er gæinn en að, the æla continues part III. Veðbanki heimilisins segir að þetta ætti að taka um 24 tíma. En við spyrjum að leikslokum. Ljósi punkturinn er þó að aðfangadagur slapp. Hefði geta verið verra. Við hin the æla survivors reynum þó að halda okkar striki. Ætlunin er að chilla og fara í bíó. Biðjum að heilsa heim á klakann- to the old country- gleðileg jól og ekki fokka þessu upp.

Páll a.k.a the dealer og co. fá hrós fyrir snilldar pakka, ótrúleg hugmynd þar. Harðfiskur og gömul áramótaskaup hittu vel í mark.

Dec 24, 2006

Þorlákur í udlandet

Fyrsti Þorlákur í US and A. Vá Vá það er rétt með naumindum sem Kortararnir lifa þetta af. Frúin byrjaði þann 20. des að æla lungum og lifur, líklegast útaf jólaspennu. Tveimur sólarhringum seinna eða eins og Bauerinn myndi segja: 48 hours later. Reis hún upp, The comeback of the Kort Frauen, með þeim orðum að hér skyldu vera haldin jól. Karlleggur Kortfamilíunar tók undir og jólaundirbúningur byrjaði. Það var síðan á aðfaranótt Þorláks þar sem Geð-Kortið vaknaði við snökt. Þar sem Geðið er stríðsvanur (geðdeildarvanur) og vel Bootcampaður þá sefur hann með opin augun, tilbúin í allt. Í fyrstu átti hann von á því að þurfa hugga B-Kortið en sú var ekki raunin. Hinn Kortfjölskyldumeðlimurinn, LE Dream var þar á ferli með massíva heimþrá og myrkfælni. Vanur öllu tók Geðið Drauminn í fangið og söng hann í svefn með Sofðu unga ástin mín. En Adam var ekki lengi í paradís, því stuttu síðar vaknaði Nýbúin með ælum og tilheyrandi. Ekki fékk gæinn samúð eða nærveru frá geðhjúkkunni strax, þar sem hann hafði drauminn grunaðan um búlíumíu-pull (draumurinn hafði í heimþráar örvæntingu sinni étið heila poka af Reese súkkulaði). Seinna kom í ljós að das lilli man eða le Dream var í raun veikur. Kortfjölskyldan hefur því unnið að jólaundirbúningi á helmings afköstum. Þar sem draumurinn er úr leik og Frúin ennþá í recovery-gír. Án hjúkkunar hefði þetta ekki gengið upp. Þar sem búið er að hjúkra veika liðinu og veita því mikla og góða nærveru eins og góðum Geð-hjúkkum sæmir (námið er að skila sér, Thanks LÍN-- Thanks a fxxxx lot).
Í ljósi undangenginna atburða verður jólahald Kortaranna örlítið frábrugðið því sem áður hefur verið. Kalkúnahelvítið náði til að mynda ekki í löginn eða eins og frúin kallar hann: legið, tímaskortur þar. Toblerone-ísinn sem hafðist á endanum eftir dauðaleit af Toblerone, verður líklegast ready á jóladag. Smákökur og annað sér-íslenskt verður því miður ekki á boðstólnum en við huggum okkur við sænskar IKEA piparkökur þar. Sem betur fer erum við þó með kærleikslagaðar Sörur að hætti læknisfrúarinnar, þakklæti þar. Svo ekki sé minnst á Marengsbitana góðu.

B-Kort í tréleiðangri
Sá meðlimur Kortfjölskyldunar sem hefur ekki sveiflast vegna breytinganna er B-Kort en hann er upptekin af því að skoða alla stóru og flotttu pakkana sem liggja undir Griswoldtrénu. Það verður spennandi að sjá hvort drengurinn höndli allt stuffið.. Gleðilegan Þorlák.....

Dec 21, 2006

Stríðshugleiðingar Geð-Kortsins

Erum á móti stríði. Finnst það asnalegt. An eye for an eye leaves the whole world blind. Flóknara samt hér. Erfiðara. Hér hittir maður mæður, feður og eiginkonur þeirra sem eru “að fórna lífi sínu fyrir frelsið”. Í hjartans einlægni. Berjast við Vonda fólkið til að vernda “hina saklausu”. Hugtök einsog íllska, hatur og frelsi fljúga um vígvöll orðræðunnar, á meðan sprengjur fljúga í Írak. Sprengjurnar bara brúkaðar af meiri íhugun. Flókið að segja “sonur þinn er að fórna lífi sínu fyrir blekkingu”. Sonur sem er sannlega að gera sitt, af þjónustulund við sannleikann og frelsið. Sonur sem deyr og heilagleiki sorgarinnar gerir málstað hans heilagan, þar sem ásetningurinn var góður.
Sama vandamál með 11 sept. Ekki hægt að segja: “ Bill frændi þinn átti skilið að deyja, þar sem þið hafið verið að bullyast útí heimi, og loksins kýldi einhver til baka, og bullyin skítur í buxurnar”. Gengur ekki. Enda varla satt. Auðvelt að dæma og sjá skýrar línur í fjarlægð. Fjarlægðin gerir fjöllinn blá.
Þegar maður heyrir sögur fær maður skilning og samúð. Vandinn er að við heyrum oftast bara þær sögur sem henta þeim sem ráða. Reyni því að heyra sögur hinna. Erfitt að hata einhvern ef þú hefur heyrt söguna hans. Raunverulega heyrt hana. Ómögulegt að dæma. Á við um þjóðir, kynþætti og einstaklinga.

Dec 20, 2006

Heimkoma

Frúin og Draumurinn komu í gær heim til land tækifæranna. Eftir misgóðar eða öllu heldur ókurteisa framkomu landvarða hérna í US and A. Löbbuð skötuhjú í gegnum tollinn með hér umbil heila rollu og mánaðar birðir af malti. Landverðinum skapgóða misbauð mikið hugmyndafræði okkar skandínavíubúa. Sérstaklega fannst henni það ekki sæma að ungar giftar konur ættu karlkyns vini. Sumt fólk á einhverveginn ekki séns.... Kort-feðgar voru himilifandi að sjá liðið og fagnaðrlætin standa enn yfir. Griswold jólatréð var sett upp í gærkveldi og það er geðveikt flott. Myndir af því á morgun. Annars þakkar frúin fyrir góða heimkomu til the old country þar sem fólk er svo liberal að það getur verið í sambandi í mörg ár án þess að íhuga hjónaband (Birgir!!!!!). Fríið var gott og kella náði að hitta hér um bil alla og gera fullt... þangað til seinna.

Dec 14, 2006

Heimkoma


Frúin mætt á svæðið og á fullu að hitta fólk. Svaka fjör þar. Gaman að sjá loksins einhver fokking fjöll. Er með gamla gsmnúmer. Feðgar fíla sig vel og njóta karlafrísins.



Dec 12, 2006

Íslandsferð

Jæja, þá styttist í heimkomu Kort frúnnar til the old country. Brottfaradagur á morgun og koma á miðvikudagsmorgun. Dagskráin er þétt en það mikilvægasta er viðtalstími í US and A sendiráði á fimmtudagsmorgun. Búið er að bóka matarboð eða annað rugl hér um bil öll kvöld. Lítur þó enn út fyrir að sunnudagskveldið sé laust. Spurning hvort frúin geti notað gamla gsmnúmerið - svo sérstaklega í ljósi þess að fxxxxx Ogvodafone er búin að vera rukka Kortfjölskylduna um afnotagjald fyrir hvern mánuð síðan við fórum út.
Á meðan frúin fríkar út á Íslandi verða Kortfeðgar í chilli og góðum fíling. Geðið er hér um bil búið með önnina og því rólegheit hjá þeim feðgum. Þær ætla þó að hitta Jólasvein á miðvikudaginn og keyra út í sveit og ná í jólatré. Þar sem seinasta helgi var svo bissý að tréið varð að bíða. Þann 19 des koma er Kortfrúin væntanlega aftur með lambalæri og Drauminn- fjölskylduvin eða jólastrákinn okkar. Vei vei við erum andvaka af spennu.
Frúin er þó spenntust fyrir því hvort ferðatöskurnar halda öllu góssinu sem vinir og vandamenn á Íslandinu eiga........
p.s. Páll eins gott að þú mætir með MALT

Dec 8, 2006

Jólastemmning

Greinilegt á öllu að jólin eru að koma hérna í Bushlandi sem og annarstaðar. Kort fjölskyldan skellti sér á barnaleikritið Trölli stal jólunum sem var svona þrælskemmtilegt. Frúin átti þó smá bágt þar sem flugveiki eða lofthræðsla spiluðu inní. Þannig var að við sátum á þriðju hæð alveg við svalirnar og því hátt fall. Var þó hugsað til Systu og ástandið skánaði mikið við það. Á morgun er svo parents night á leikskólanum þannig að Björninn er í pössun til 22. Parents nightið er núna hugsað sem tími þar sem foreldrar geta verslað jólagjafir eða farið út með elskunni sinni... að okkar mati- bara cool. Á laugardaginn er svo jólaball á vegum skandinavíu samtakanna hérna í Minneapolis. Við erum öll svaka spennt fyrir því og þá sérstaklega B-Kort þar sem jólasveininn eða jólasveinarnir mæta á svæðið. Svo er stefnan tekin að frumkvæði Geð- Kortsins að keyra út fyrir borgina og finna eitt stykki jólatré (já, alveg eins og í Griswold fjölskyldan í Christmas Vacation). Það á bara eftir að vera gaman. Geðið er hér um bil búin með þessa önn og þá tekur við rétt rúmlega mánaðarfrí hjá Korturunum... Frúin er svo væntanleg á klakann komandi miðvikudag. Það er allt í gangi hérna mar.....Later -gater-

Dec 6, 2006

Ferðatíðindi

Jæja þá er amma pönk farin í bili. Við þökkum henni fyrir komuna og við fyrirgefum henni allt ruglið (ekki nethæft). Þessi heimsókn eins og þær sem við höfum fengið á þessari önn var hin prýðilegasta. Ásamt því að skoða það helsta hérna í Minneapolis þá skelltu Kortin sér yfir í næsta fylki á gamalkunnar slóðir ömmunar en þar dvaldi hún í eitt ár fyrir nokkrum tugum síðan. Wisconsinfylki er í rétt hálftíma fjarlægð frá Minneapolis. Þar var gamli high school ömmunar skoðaður og á einhvern undraverðan hátt kikkaði langtímaminnið inn og amman fann húsið sem hún dvaldi í... ótrúlegt... svo segja sumir að gras og LSD fari illa með heilann.
Heimsóknin í heild var eins og fyrr segir góð í alla staði. Kort fjölskyldan þakkar fyrir sig. Björn Kort þá sérstaklega. Enda var hann hæst ánægður með einkaþjóninn sem amman reyndist seinustu daga.
Eins og alltaf þá bætast við nýjar og þarfar reglur. Nýja reglan er eftirfarandi: Allir frá the old country komi með lamb og flatkökur fyrir Kortfamilíuna.
Það er búið að bæta við nýju albúmi frá Elvislandi
Húsið góða
Amma Pönk fyrir utan High skólann gamla


Dec 2, 2006

Ömmu gestur

Amma pönk er mætt. Kom í gær um kl 18 að staðartíma. Kortin þurftu þó að bíða smá eftir kellu, héldum á tímabili að Amerískir tollverðir hefðu fundi the Icelandic sheep from the old country. Sem betur fer var raunin önnur. Pönkarinn komst áfallalaust í gegn, kann tökin á þessum amerísku laganna vörðum. Eitthvað sem hún lærði í NAM hérna áður fyrr eða kannski frekar síðan á Winsconsins árunum. Við fögnum komu ömmunnar og lambsins. ME me me. Lambið verður étið á morgun. Umh Umh. JR Kort er ánægður með þennan gest en vegna nýtilkomins ótta verður hann að sofa uppí hjá ömmunni. Hann kann á sitt heimafólk. Kortarinn er svalur og ógeðslega skemmtilegur. Kortfrúin er að missa röddina (thanks Ally) sem í sjálfu sér á eftir að vera mjög áhugavert fyrir nálæga. Það eru góða ferðaplön í gangi segjum seinna frá þeim......... verið góð ekki vera með stæla- þá farið þið bara að skæla...

Nov 29, 2006

Almenn kurteisi

Slæmt ástand hér á bæ. Korthjónin liggja í valnum fyrir einhverji ógeðispest. Læknadrusslan hún Aðalheiður ber ábyrgð á þessu að okkar mati. Hingað mætti hún galvösk til að fagna stórafmæli sínu með okkur. Við gáfum henni gjöf og hún gaf okkur einhverja bakteríu eða vírus.. ekki alveg viss hvort var. Allavegna við erum ekki til stórræða þessa dagana. Í þessu tilefni ný regla fyrir gesti... ekki koma með neinar hélvítis umgangspestir frá the old country.
Við getum þó huggað okkur með það að ektamaðurinn áðurnefndra Allýar a.k.a Þórólfur tók ábyrg og kom ekki með Noro niðurgangspestina allræmdu.. Við þökkum honum fyrir það.....

Nov 27, 2006

Road trip


Elvis has left the building!!!!!!!

Kortin eru komin í hús eftir 15 tíma ferðalag eða 956 mílur sem eru sirka 1600 km. Mini vaninn með cruise controlinu stóð fyrir sínu og ferða DVD græjan sá um Junior Kort. Road trip er málið þegar mar er rétt græjaður. Mikilvægt að vera rétt græjaður, ekki gott að fara á trip illa græjaður. Endar sem downtrip og það viljum við ekki.

Memphis er svöl borg, Kortin fóru að skoða Graceland sem var mjög gaman og áhugavert. Ótrúlega flott dæmi og sérstakt að sjá eldheita aðdáendur mætta uppdressaða til að skoða vistarverur kóngsins. Við borðuðum líka geðveikt góða pizzu sem er víst þekkt fyrir það að hafa verið í uppáhaldi hjá Kóngsa. Þar gerðum við okkur grein fyrir því að gæinn varð víst ekki feitur af því að þefa af mat. Þar næst var farið á Civil rights museum sem er ógeðslega flott safn. Þar er meðal annars módelið þar sem hinn kóngurinn var skotin. Því næst var kíkt á Sun Studio fæðingarstað Rokk n Rollsins. Frægu gaurarnir eins og Elvis, Johnny Cash, Jerry Lee Lewis og fleiri hafa tekið þarna upp lög. Einnig var slakað á í góðum félagskap og borðaður kalkún. Kortin þakka þeim hjónum M.E og Rúnari Jensen fyrir gott heimboð.

Á föstudeginum kíktu kortin í búðir. En sá dagur eftir thanksgiving er kallaður black friday vegna þess að þá byrja geðveikar útsölur sem standa oft aðeins frá 5 um nóttina til hádegis. Lið er því rétt að melta þegar það fer að versla--ótrúlegt. B-Kort var heavy ánægður þar sem hann hitti sveinka og sagði honum hvað hann vildi í jólagjöf.... Litli B var heavy flottur og talaði bara við Jóla.

Áhugaverður punktur í lokin: heildarferðalagið var s.s. um 2000 mílur eða sirka 3200 km. Dodginn er stór bíll sem eyðir eftir því en bensínverð hér er djók. Total cash í bensín var 180 dollarar eða um 12500 kr. Pælið í þessum mar--- það er bara verið að taka suma í ósmurt ..........

Nov 25, 2006

Kóngurinn

Kl 6 á fimmtudagsmorgun lagði the Kort family af stað í ferðalag. Sirka 965 mílum (um 15 klst) og sex fylkjum seinna vorum við komin á áfangastað- Memphis, Tennessee. Kortararnir ætla að kíkja á Kónginn og borða thanksgiving turkey.... Við erum í góðum fíling.. ferðasagan kemur seinna......

Nov 22, 2006

Gesta-Rapport

Við höldum að gestirnir séu farnir, reynslan hefur þó sýnt okkur að allt getur gerst. Þannig að við tökum öllu með varúð. Kort famílian er ánægð með komu læknahjónanna. Í okkar huga hafa þau allt það sem góðir gestir eiga að bera. Þau voru með rúmgóðar töskur og vel skipulagða verslunarlista. Þarna var á ferðinni fólk sem vissi vel hvað það vildi, þó svo læknisfrúin mætti taka doktorinn meira til fyrirmyndar þegar kemur að ákarðanna vali í verslunarferðum. Eins sýndu þessir gestir ótrúlega þrautseigju og sigurvilja á að fá sitt fram. Til að mynda þá reyndu þó 3 svar sinnum að komast á BodyWorks sýninguna hérna í St. Paul. Að lokum tókst það. Já við erum einstaklega ánægð með liðið. Í raun þá höfðum við áhyggjur af því hvernig færi. Þar sem þau eru svo húshjálparvön. Áttum við alveg eins von á því að við þyrftum gera allt fyrir þau. En það var nú ekki raunin því þarna er á ferðinni ótrúlega kassavant lið. Lið sem meðal annars gat hellt upp á sitt eigið kaffi og var ekki hrætt við að gefa þjórfé á veitingastöðum. Kortaranir eru sáttir með komuna og þetta lið er velkomið aftur. Komandi gestum er bent á að hafa samband við læknahjónin til að vita hvernig á að haga sér hérna hjá okkur í US and A.
P.s. Það bætist þó einn ný gesta regla við, eins og aðrar reglur er hún tilkomin útaf reynslu.
Gestir-- READ THE FOKKING MANUAL-- ( á þá sérstaklega við brottfaraDAG á flugmiða)

Nov 15, 2006

Jólaákvarðanir

Eftir að hafa skoðað eftirfarandi myndband þá erum við farin að aðhyllast hefðbundin jóla á aðfangadag. Sleppa þessu náttfatasukki. Erindið verður þó ekki afgreitt fyrir en á fjölskyldufundi 21 desember hérna í Minneapolis. Við bíðum spennt.

Pólitík

Mikið í gangi, mikið að gera-gaman að vera-- já, eigum þetta til. Kortsettið miklir rímarar og ljóðaunendur-- með fullar hendur, heheheh. Lífið hjá okkur hérna í Bush-landi sem fyrir viku síðan skánaði mjög mikið við úrslit þingkosninganna. Ekki það að við ætlum okkur að fara tala eitthvað um pólitík á þessari síðu. Gerum okkur full vel grein fyrir því að innan um annars ágætis fjölskyldu og vini leynast einhverjir sem styðja rebúblikana og þar á meðal Bush... já, við Kortliðið erum þekkt fyrir að vera aumingavæn, einstaklega umburðarlynd og alls ekki dómhörð þegar kemur að pólitískum skoðunum fólks. Þar erum við eins og ekta frjálshyggjumenn-við virðum frelsi einstaklingsins -- Áhugaverð þessi tík sem kennd er við pól, ætli það sé komið af enska orðinu poll... fróðir koma endilega með svör, áður en pælingin verður að þráhyggju og allt fer í fxxx. Já, það sem áhugavert er að í sirka sex og hálfsárs samlífi Korthjónana. Hefur pólitík aldrei verið þrætuefni-- það er sérstaklega áhugavert fyrir þær sakir að hjónin hafa hingað til ekki verið samstíga í pólitískum skoðunum... pælið í þessum bata mar. Hjónin eru þó sammála um það í daga að Vestmannaeyingar eru FÍFL. Það er bara þannig. Jæja, það verður ekki talað meira um pólitík á þessari síðu. Nema þá í kommentum frá frú Ágústu og hennar fylgdarliði. jú og ef pólitík tengist afbrotum en þá er það útfrá faglegum áhuga. og já að lokum þegar Hillary Clinton verður forseti.
Kortnefndin

Nov 9, 2006

Jól-ákvarðanir og blackout

Jólin eru að koma hérna í US and A. Það er allavegna verið að skreyta fullt og selja eitthvað stuff tengt því. Í tilefni hátíðar ljós og friðar sem jólin eru þá eru nokkur atriði sem liggja fyrir næsta fjölskyldu fund Kortfamilíunar. Nr. 1 á Kortfjölskyldan að standa í jólakortsgerð ( eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður) Nr. 2 er erindi frá Frúnni og minnihlutagaurnum um að þar sem við verðum í USA um jólin þá gerum við þetta eins og í USA. Aðfangadagskvöld verður þá eins og Þorláksmessa og pakkar verða rifnir upp í geðveiki á jóladagsmorgun. Nr 3. Hvað á Kort liðið að gera af sér frá 19 des til 16 jan eða í jólafríinu. Þar sem við erum öll none-innflytjendur þá megum við ekki vinna á þessum tíma. Kosningarétt hafa Geð-Kortið, Lilli-Kort,FrúKort og DraumsKortið. Viðfangsefni Kortfjölskyldunar eru lúxusvandamál-- vonandi haldast þau þannig. Við vitum þó aldrei! Við eigum ennþá eftir að lifa af innrásir tveggja gesta fram að jólum. Við vonum að góðu vættirnir séu með okkur þar eins og annarstaðar.
P.s. þó svo frúin hafi fagnað 10 ára afmæli um daginn fer hún stöku sinnum ennþá í blackout . Talandi um afmæli þá viljum við senda Birni sr og Bjarnþóri-- tillukku með daginn kveðjur

Nov 6, 2006

Ammæli

Geð-Kortið, a.k.a Hjúkkudrusslan, gaurinn með legið, írski folinn und vider eins og við köllum hann. Á afmæli í dag vei vei. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt á gervihnattaröld en samt er alltaf eins og Geð-kortið sé ekkert gamall. Við erum að tala um að gæinn sé rétt 28 ára. Sá tími er nú eitthvað fyrir suma, nefnum engin nöfn (þau byrja meðal annars á A og J). Að vera 28 ára á samt eitthvað fáránlega við Kort Senior. Þið sem þekkið hann og hafið átt í samræðum við kalla vitið hvað átt er við. Þau fleygu orð "þú veist að hann er andlegri en þú" sem hljómuðu fyrir sirka 6 árum. Makeuðu kannski séns á þann hátt að gaurinn er andlegur og þroskaður...... já líklegast er hann rosalega gömul indjánasál eða öllu heldur indjánahöfðingasál. Allavegna okkur finnst hann flottur og við óskum Dúdda til lukku með daginn. Vei vei Við elskum þig---gamli

P.s. Afmælisgjöfin þetta árið frá the Kort group er tveggja daga klaustursferð þar sem lúxus eins og rafmagn og rennandi vatn er af skornum skammti. Frúin og Kort Jr verða heima á fangi imbans og MC sukksins á meðan.

Myndir

Kort feðgar í góðum fílling í MOA
Lilli Kort Pirate

Nov 2, 2006

Góðar fréttir í Bushlandi

Ótrúlegt hvað gerist þegar mar er í góðum fíling. Um daginn var barnapía það eina sem okkur skorti. Um daginn var frúin í netleiðangri, sem aldrei fyrr. Rakst hún á síðu íslenskra snótar sem búsett er í Minneapolis. Spondant eins og frúin á til sendi hún mail- bað um hjálp. Í dag hittum við píuna- ánægðir Kortarar réðu barnapíu í kvöld. Vei vei vei. Reynslan hefur sýnt okkur en og aftur að við fáum nákvæmlega það sem við þurfum, ekki það sem við viljum þó. Nú geta Korthjónin sinnt andlegri heilsu og illness-inu sínu á hverju mánudagskveldi ásamt því að mæta á District fundi 1x í mán. SVONA VILJUM VIÐ HAFA ÞAÐ.
Bættum við linkum á góða félaga og fjölskyldumeðlimi- Reddarinn a.k.a stórvinur, æskuvinur og díler með meiru. Páll, framistaða þessa gæja er vitnisburður um að allt er hægt. Hitt liðið fjölskyldumeðlimir Geð-kortsins. Mannfræðingurinn geðfrændinn sem frúin stendur í ævilegri þakkarskuld fyrir hjálpina við MA ritgerðina hérna um árið. Frambjóðandinn eða Afa-geðkorts frúin. Sú stendur heldur betur í stórræðum þessa dagana. Versgá allesammen

Nov 1, 2006

HH- Halloween og hjálparstarf

Halloween var í dag. Litli Kort ansi spenntur fyrir deginum. Gæinn fór í piratebúning í leikskólann í morgun. Þaðan var farið í háskólahverfið Dinkytown og Trick og Treat-að verslanir sem þar eru. Drengurinn var svo glaður og spenntur fyrir deginum að Kort frúin varð tárvot þegar á leikskólann kom. Kort hjónin fóru seinna um daginn að vinna í áðurnefndu hjálparstarfi Loafs and fishes sem er um öll Bandaríkin. Hjálparstarfið dagsins var að Kortin löbbuðu um og helltu í glös hjá heimilislausum og fátækum á meðan þau borðuðu hollan mat. Þetta var mjög sérstakt og Kort frúin var með hjartað í buxunum fyrstu mínúturnar því sumt liðið þarna var ansi skrautlegt, vægast sagt eða Crimelibrarylegt eins og Systa myndi kalla það. Við lifum bara einu sinni. Að gefast upp var ekki málið! Heldur ákváðum við að þjónusta liðið eins vel og við gátum. Útfrá félags- og mannfræðilegum sjónarhornum hefði verið hægt að gera margar áhugaverðar studíur þarna. Þær bíða betri tíma. Þessi sjálfboðahópur vinnur 31 hvers mánuðar sem gerir 6x á ári. Næst er 31 des og Kortin verða þar. Ótrúlegt, hvað 1 og 1/2 tíma þjónusta við náungann gefur af sér.
Eftir góðu vinnuna var farið með prinsinn í piratebúning í MOA þar gáfu búðir krökkum nammi. Þvílík stemmning og fjöldi. Kortin skemmtu sér vel í dag.
p.s Myndir áttu að fylgja með en eitthvað fokk var á kerfinu. Lögum það á næstu dögum

Oct 29, 2006

Reynsla og Páll

Kort fjölskyldan fór í ferðalag í dag. Fórum í sirka 2-3 tíma frá borginni. Gaman að keyra um fylkið. Erum alltaf að vonast til að sjá einhver fjöll hérna. Engin fjöll í þessari ferð en þvílíkt ferðalag. Fórum á Area assembly, já Páll alveg eins og í þjónustuhandbókinni. Við sátum þarna agndofa og þakklát fyrir að fá að sjá hvernig hlutirnir fúnkerað. Litla Kortið sat allann daginn frá 9 til 17 og var eins og hetja. GSR in the making.... á vetrardagskránni eru nokkrir svona viðburðir. Rosa gaman að fá að upplifa þennan félagskap og sjá action-ið. ´
Eitt voru hjónin sammála um: Páll þú verður að koma með okkur á svona dæmi!
p.s. Þið ykkar sem skiljið ekkert í þessari færslu, sem eru líklegast flest nema Páll + eitt eða tvö önnur nörd. Treystið okkur við áttum góðan dag og við erum cool........

Oct 26, 2006

Family reunion the end

Verslunarferð mæðgana er lokið. Um 1600 í dag var lagt af stað með góssið upp á flugvöll. Sökum töluverðar yfirþyngdar og Constanza-pulls tók flugvallarferðin dágóðan tíma. Allt fór þó vel að lokum og kellur komust í loftið, lof sé drottni!!! eða öllu heldur Visa.
Heimsóknin sem stóð frá föstudagskveldi var einstaklega skemmtileg og allir glaðir og ánægðir með gestina. Rapport á því sem gert var: Verslað í fimmtaveldi- Macys-Rosedale(x2) -MOA-Albertville-Target-Hooters-Bodywork- TheUcampus og kaþólskmessa.
Kort fjölskyldan þakkar Ásthildi a.k.a fries lover og Mútter a.k.a Frank Constanza fyrir okkur. Takk fyrir allt stuffið og fjörið. Sérstaklega erum við ánægð með nýju vallar-handklæðin.
Reynslan hefur sýnt okkur að með hverjum gesti bætast við nýjar reglur. Nýju reglurnar er eftirfarandi:
Gestir make there own fxxxxx cafe en fá þó afnot af Saceo vélinni góðu.
Verslunarglaðir gestir taki með sér too buy lista og shopping shoes. Praktík fram yfir fashion gildir þar.

Oct 22, 2006

FXXXXXX 10 ár

Frúin fyrir 10 árum um morguninn fyrir utan stofnun á Flókagötunni í bíl með Páli æskuvini a.k.a. the díler. Stressuð en þó vel freðin á leiðinni út úr bílnum Hafðu ekki áhyggjur af mér Páll, þau ná ekki að heilaþvo mig! Vá, hvað hún hafði rangt fyrir sér. Viturlegast ákvörðun eða vandræði leiddu til þess að frúin þurfti að leita á náðir íslenska heilbrigðiskerfisins, snilld, þvílík snilld. Það sem fyrir 10 árum leit út fyrir að vera mesta ógæfuspor sem kella hafði stigið. Er í dag það viturlegasta. 23 október 1996 byrjaði ævintýrið. Það sem áunnist hefur: lífsgleði, vinir, samfélag, vinnureynsla, endurnýjun bílprófs, hreint sakavottorð, Saeco espressovél, 1/2 maraþon (x2), stúdentspróf, háskólagráður (x3), heimili, guðmóðir (x2), samband, hjónaband, besti vinur, 3 1/2 ára Kortari, fjölskylda, tengdafjölskylda, minivan, portable uppþvottavél, F2 visa, tattoo, sorg, reynsla, æðri máttur, ÚTHALD og margt margt fleira.
Tíminn er fljótur að líða þegar er gaman. Starfið er skemmtilegt nú er bara að halda áfram. Reynslan hefur sýnt að kella veit hvað á að gera, þó stundum þurfi að minna hana á, til að halda ævinýrinu áfram, í fjöri. Takk takk takk þau ykkar sem hjálpuðu henni að ná tugnum og þeir sem eftir koma. 10 fokking ár!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. Til lukku Georg og Þóri T. með tugina. Þórir, ég er þó alltaf í betri BATA!!

Oct 19, 2006

Breytt plan

Vegna ákvörðunar Fox sjónvarpsstöðvarinnar um að broadcasta prison break seríu 2 maraþoni næstkomandi laugardag frá kl 12 pm hérna í Minneapolis. Er öllum ferðalögum, heimsóknum, símtölum og öðrum truflunum frestað um óákveðinn tíma. Kaupsjúkumæðgur sem kenndar eru við Garðabæinn eru vinsamlegast beðnar að kæla vísakortin og snúa sér að næsta Icelandair fulltrúa til að breyta flugmiðunum.
Með kveðju The Kort family.

Ef ég tilskyldum námsþroska næ....

hum hum hum ... samvinnunám er þema í kennslufræði. Hámarksþroski á víst að nást ef nemarnir vinna í hóp. Með þessa speki og vitneskju í huga kemur hér bloggfræðsla sem unnin er í anda samvinnu og kærleika Korthjónanna. Kassinn er góður staður ef maður vill frið og rólegheit. Spurning hvort þroskann sé að finna þar. Við fórum aðeins útúr kassanum okkar. Vitum þó hvar hann er að finna, förum kannski þangað aftur. Þegar við verðum þreytt. Ef við verðum þreytt. Ætli við verðum einhvern tímann þreytt? Höfum lært mikið. Gaman að læra. Vitum þó að við getum fengið úr þessu það sem við viljum. Suma dag viljum við ekkert fá og þá fáum við ekkert.
Líf okkar er harla gott, eina sem okkur vantar er barnapía sem getur passað B-Kort á mánudögum, endilega bendið á okkur ef þið þekkið einhverja góða. Þarf helst að búa í USA, best ef hún býr einhversstaðar nálægt Minnesota.
P.S. gott væri ef barnapían sé ekki í geðrofsástandi né sé dæmdur fellon.

Oct 17, 2006

Partyljón

Laugardaginn var skelltu Kortin sér í Heyride útí sveit. Okkur og um hundrað öðrum var boðið en þetta er einhver bændasiður hérna í Ameríku. Pælingin er að sitja aftan á kerru fulla af heyi. Svona eins og nafnið gefur til kynna. Bóndafólk úr félagskapnum stóð að þessari heyride sem var ansi skemmtileg. Við stefnum á að koma aftur að ári liðnu. Tíminn líður heavy hratt hérna og alveg hreint ótrúlegt að við séum að verða búin með nýliðatímann sem miðast við 90 daga. Næst á dagskrá er shopping æði mæðgnana úr Garðabænum. Spurning hvort við reynum að koma þeim á shopping anonymous fund hérna. Oh, þó nei fólk verður að hafa vilja til hætta og það er mjög hæpið að viljinn sé til staðar.
B-Kort fékk umsögn úr leikskólanum sem er víst eitthvað sem tíðkast hér. Drengurinn er í góðum málum - og þá erum við í góðum málum. Hann meðal annars skorar hátt í því að verða easily frustrated....... kemur ekki á óvart þar sem um arfgengan kvilla er að ræða, sem versnar með aldrinum. Við héldum þó eða vonuðum lengi vel að kvenleggurinn bæri bara þennan kvilla en svo er víst ekki. ----------------over and out

Oct 13, 2006

Menning og læti

Kort familian er félagslynd með afbrigðum og eftir að við fluttum hérna til USA þá höfum við fundið sterka þörf til að svala þessari þörf. Við förum í umburðarlynda og frjálsa Kaþólskamessu á hverjum sunnudegi þar sem klæðskiptingar og annað flott lið syngur og biður fyrir friði og grænni jörð. Geð-Kortið fer einu sinni í mánuði með hóp af fólki, útfrá þessari sömu kirkju, og vinnur eins og maur í mötuneyti sem gefur fátækum og heimilislausum mat hérna í Minneapolis. B-Kort fer daglega í leikskólann og kennir kana drengjunum að taka við almennilegum höggum, að eigin sögn hjálpar hann líka litlum babies að fara í úlpurnar sínar þar. Frúin er skráð á vegum sjálfboðasamtaka við the U til að fara í heimsóknir í barnaskóla viðsvegar um borgina til að kynna Ísland. Nú þegar eru tveir skólar sem vilja íslenskakynningu. Hjónin fara svo á sínar reglulegu samkundur, drekka kaffi, hlægja af fortíðinni. Þar ríkir að sjálfsögðu algjör nafnleynd og trúnaður. Útfrá þessum samkundum verður oft til skemmtilegur félagskapur. Seinustu helgi, áður en hélvítis draumurinn hafði samband, á sunnudeginum var Kort familíunni boðið í Potlock í úthverfi borgarinnar. Partýljónin þrjú ásamt nýrri indjána vinkonu okkar, væri létt að gera bestseller krimma um þann nýja fjölskylduvin, skelltu sér í potlockið. Þetta varð hin besta skemmtun og allir voru í góðum fíling. Alltaf lærum við eitthvað nýtt, leikinn var skemmtilegur partýleikur sem fólst í því að hver gestur átti að skrifa á nafnlausan miða þrjú atriði um sjálfan sig til að deila með öðrum partýmeðlimum. Atriðin áttu að vera partýmeðlimum ókunn. Þegar liðið var á veisluna las gestgjafinn og gestir upp miðana og giskað var á hver tilheyrði hverjum. Leikurinn var skemmtilegur og fræðandi. Sérstaklega áhugavert var fyrir Kort frúnna að komast að því að ektamaðurinn ætti son sem væri 3 og 1/2 ára, væri hjúkka and liked gardening! Til að toppa það skálaði hann með diet pepsi. Geð-Kortið aka the metrokort eins og við köllum hann í dag er hress og stefnir ótrauður á að rækta garðyrkjuáhugamálið að loknu framhaldsnámi sínu. Ef þið hafið eitthvað verið að pæla í útskriftargjöfum þá væri rosa gaman að fá litlar þægilega klóru og góða klippur fyrir rósirnar..
p.s. já annað fxxxxx vesen- þar sem frúin stefnir á að byrja í náminu 16 jan þá þarf að breyta vegabréfsáritun og öðru pappírsrugli... Til að gera alla bjúrakratíu einfalda þar kellan að fljúga heim til Íslands. Komudagur er 12 des, brottför 19 des. Unnur það væri gaman ef þú myndir kannski fæða þarna á milli ef það er ekki vesen?

Oct 12, 2006

Aðskilnaður

Allt gott tekur víst enda!! Drengurinn er farinn. Kort familian kveður drauminn í bili en örvæntir ekki því væntanlegur er hann aftur eftir 2 mánuði. Júllarinn eins og við köllum hann er kærkominn gestur. Í þessari lotu var farið í rándýrar tískubúðir, MC, MOA og science safnið þar sem body works sýningin var skoðuð. Sú sýning er spes þar sem um ekta lík eða líkamsparta er að ræða!! Ansi áhugavert dæmi. Toppurinn var þó þegar draumurinn sem hefur alltaf verið álitin hraustur og þolmikil varð hvítur og þreklaus í extreme outdoor tímanum. Segjum ekki meira um það-- Mottó Kort familíunar það sem gerist í Minneapolis stays in Minneapolis er haldið í heiðri hér.
Bættum þó við nýjum reglum fyrir gesti: Ekki vera með stæla reglan og láta vita af sér þegar mar er að djamma í framandi borg reglan.

Næsta lota af guest byrjar 20 okt....... so it begins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
p.s. þið verðið að afsaka ensku sletturnar en við erum bara alveg að losing the mothers tung hér.

Oct 10, 2006

update

Smá update-- mannfýlann mætti loks til okkar á sunnudagskveldið. Draumurinn fór og djammaði á laugardagskveldið með vinkonu sinni hérna í minneapolis og það var ástæðan fyrir því að drengurinn hringdi ekki hjem. Okkar sjúkdómsgreining er sú að tappinn er haldinn the lonersyndrominu sem kemur út í eigingirni og öðru einsmannsrugli. Allavegna við erum rosa happy að dýrið hafi loksins skilað sér heim. Frúin var farin að hafa miklar áhyggjur, á tímabili var hún viss um að búið væri að stela líffærunum úr tappanum og að hann lægi bara einhverstaðar í Californíu. Við fögnum því að hann hafi komið heill úr þessu og að öll líffærin séu á sínum stað. B-Kort er ánægður með þetta og fílar að vera búin að fá Jósa sinn. Í gær fórum við öll út að borða og til að heyra Californíusöguna. B-Kort sem er orðin stór eða stærri og hefur miklar skoðanir á því hvað hann vill panta. Í gær ákvað hann að franskar-kjúlli og bjór væri málið. Eftir smá umræður við settið komast hann að því að aðeins venjulegt fólk drekkur bjór-- og af einhverjum ástæðum er Kort fjölskyldan og allir sem henni tengjast ekki venjulegir í hans augum. Mjög spes að okkar mati. Orðaforðan hefur gæinn úr sögum Ástríks og félaga. Við verðum upptekin næstu daga við að sinna gestinum, sem felst meðal annars í því að reyna ala hélvítið upp. Við hættum því aldrei, aldrei!

Oct 8, 2006

Have u seen this dude?

Týndi sauðurinn a.k.a Draumurinn
Við eigum von á góðum gesti, öllu heldur hluta af fjölskyldunni. Síðasti hlekkurinn af Kort familiunni, brátt verður fjölskyldan heil. Það er þó eitt problem-- gæinn er týndur við höfum ekkert heyrt af honum síðan hann fór til Californíu á miðvikudag. Við eigum þó von á honum á morgun en ef einhver rekst á hann. Endilega láta hann hringja heim til okkar NÚNA.

Oct 6, 2006

Afmæli

BK með kveðju til framsóknardragsins!!
Palli símavinur okkar með meiru átti afmæli 5 okt. Við notfærum okkur tímamismuninn og sendum honum baráttukveðjur-- húrrey.
Kort familian fagnar ennþá velgengni sinni en við erum miklir fylgendur umbunarkerfa, eitthvað sem Geð-Kortið pikkaði upp frá starfi sínu í geðinu. ( Segið svo að hjúkkur geti ekki gert meira en að veita nærveru). Kerfið virkar þannig að þegar einhverjum áfanga er náð þá fáum við verðlaun... Þessi aðferð virkar ansi vel á JR-Kort, a.k.a. Dýri kort eins og við köllum hann þessa daganna, og ekki síður á settið. Kostir kerfisins er að þrælarnir sem eru þá við, fílum kerfið og reynum að þóknast kerfinu..... við viljum verðlaun!!!! Stundum viljum við þó Vilkó. En oftast verðlaun-- við erum sem sagt verðlaunaorientuð-- samt ekki eins og hundar, því þeir ólíkt okkur hafa ekki hæfileikann til að álykta þeir aðeins tengja. Við aftur á móti ályktum. Hæfnin til að álykta er misjöfn, fer mikið eftir andlegu heilbrigði okkar. Stundum getur ávarp eins og góðan daginn, þýtt akkúrat það en stundum er það neikvætt, persónulegt og án allar virðingar. Reynsla sýnir að ef við erum andlega vel tjúnuð þá verða verðlaunin og allt í kringum það miklu meira.....
Dýri-Kort fékk verðlaun og hann er sáttur (sjá mynd) og þá eru við sátt-------------------------
Margrét frænka --- til lukku með daginn!! Við höfum trú á þér þó svo guðmóðirin sé trúlaus.

Oct 4, 2006

Svona viljum við hafa það!

Gleðin er þvílík hjá Kort familiunni í dag. Hægt að tala um góða þrennu þar. Í fyrsta lagi náði Geð-hjúkku-druslan Nclexprófinu sem hann tók á mánudaginn. Þetta próf sem er ansi snúið er skilyrði hérna í fylkinu til þess að geta starfað sem hjúkka. Geðið er gott og við fögnum því að ein atlaga hafi verið nóg. Vei Vei. Annar stór áfangi er að Kort-JR er hættur að vera baby og hefur því kvatt koppahélvítið-- nú gera menn nr 2 í klósettið.... Vá þvílíkur léttir hjá foreldrunum..... góður skítur þar. Góðu fréttir nr 3 byrjuðu á þessa leið :
Dear Auðbjörg,
I am very pleased to inform you that you have been selected out of a large and highly qualified group of applicants to pursue graduate education at the University of Minnesota. We congratulate you on your fine academic record and hope we will see you in our graduate school here at Minnesota.
Þetta þýðir að fæðingarorlofið svokallaða hjá Kortfrúnni stendur til 16 jan 2007 en þá byrjar skólinn. Námið sem kella er að fara í bíður uppá mikla möguleika en hægt er að skoða það hér. Gleðin er mikil hér á bæ eins og þið getið ímyndað ykkur.
Svona viljum við hafa það hérna í Bushlandi

Oct 3, 2006

Countdown

Við teljum niður hérna í USA. Brátt verður Kort familian fullkomin eða öllu heldur sameinuð eftir tveggja mánaða aðskilnað. Við fögnum komu draumsins a.k.a Júllarinn, stóri brósi og margt fleira. Já, við Kort fjölskyldan eru vinir litla mannsins eða minnihlutahópa. Því ekki nóg með það að J-Kort eigi ættir sínar að rekja til Hornstranda, þá er gæinn líka örvhentur og fyrrum Votta Jehóva. Við erum að tala um mjög spes eintak þarna. Vonandi sleppur hann í gegnum Heimalands security-ið á leið sinni til Ameríku. já, vonandi. Eitt er víst að stúlkurnar í Ameríku eiga eftir að rífa tappann í sig... eins gott að við getum falið hann í mini-vaninum. Í dag eru 5 dagar í dúdda og við eru andvaka af spennu.......
p.s. smá lagfæringar á tenglastuffinu, reyndum að henda bauninni út, gátum það ekki, bættum svo við einni efnilegri sem gæti vel slegið í gegn+ plús að breytt var um titil hjá leigjandanum, köllum hana í dag upplýsingafulltrúann.

Oct 2, 2006

Helgin- maraþon

Góð helgi hjá Kort familiunni. Chill helgi. Geð-Kortið heiðraði bókasafnið með nærveru sinni á meðan hin Kortin skelltu sér m.a. í bíó fyrir 4 fxxx dollara total. Þegar það er svona ódýrt í bíó þá munar ekki um það að labba út þegar yngra kortið nennir ekki meiru. Á sunnudagsmorguninn byrjaði litla Kortið í sunnudagskóla á vegum kirkjunnar. Þessi sunnudagskóli byggir á Montessori stefnunni með dash af kaþólskustöffi. B-Kort var mjög ánægður með skólann, sérstaklega leist honum vel á kastalann eða modelið af Jerúsalem. Annars er gæjinn greinilega farinn að skilja það sem sagt er við hann. Stundum svarar hann á ensku.. litli karlinn. Í dag var svo maraþon hérna í minneapolis sem hefði verið mjög gaman að taka þátt í og hver veit, kannski einhvern daginn. Frúin tók þó þátt í einu góðu maraþoni í dag en þannig er að ein af uppáhalds TV-stöðvunum okkar var með SVU- Law & Order maraþon í dag-- pæliði í því, mar gæti sem sagt horft á strait í 2 sólarhringa... sem betur fer eru góð auglýsingahlé þannig að mar nær að sinna léttum heimilisverkum, taka á móti póstsendingum og svara símtölum frá Íslandi-- geðveikt erfitt líf hérna.

Sep 29, 2006

Social life

Félagslíf Kortaranna hefur verið ansi gott í þessari viku. Á sunnudagskvöldið sátu hjónin með vinkonu sinni úr leynifélaginu og spjölluðu langt fram á kvöld. Í kvöld var svo Potlock í leikskólanum hans B. Allir foreldra kom með eitthvað að borða eða drekka og svo er étið. Kortfrúin ákvað að fara auðveldari og þægilegri leið og skráði sig á drykkjalistann. Til þess að klúðra því ekki þá spurði hún kennarann í dag betur í sambandi við drykkina, var ekki alveg viss hvort það mætti koma með gos. Kennarinn tók vel í fyrirspurnina en undirstrikaði þó að Bjór og aðrir drykkir væru ekki málið. Frúin reyndi sitt besta að leiðrétta þann misskilning að Bjór hefði verið í myndinni, á endanum varð hún að sleppa (datt þó í huga að bjóða fram blóðprufu). Sú hugsun að leikskólakennarinn hans B haldi að Kortin séu einhvert drykkjulið, hefur þó poppað upp í dag. .....
Potlockið var skemmtilegt, við fílum að tala við ókunnugt fólk- kannski er það bara að við fílum að tala við fólk og þar sem við þekkjum engan eða mjög fáa hérna, þá grípum við tækifærið þegar það gefst....
Eftir Potlockið fengum við gest- gaurinn sem við hittum í Ikea og spjölluðum ennþá meira -- við hjónin erum búin að tala svo mikið í þessari viku að við höfum ekkert þurft að tala saman, pælið í því. Frúin heldur samt áfram að standa símavakt frá Íslandi ( já, við eigum ennþá vini sem hringja í okkur). já-Þið hinir vinir okkar sem ekki hafið ennþá 2 mánuðum seinna hringt í okkur........Hum

Sep 28, 2006

The U- fróðlegt stuff

Smá fróðleikur um nýja vinnustaðinn. University of Minnesota var stofnaður 1851. 60.000 nemendur í 370 fögum. Um 600.000.000.$ í utanaðkomandi rannsóknarstyrki á ári. Tæplega 20.000 sarfsmenn í fjórum sýslum. Fyrsti gangráðurinn fundinn upp hér, einn besti AIDS kokkteillinn plús ýmislegt annað. Einn Nóbelsverðlaunahafi og einn núverandi hæstarréttardómari lærðu hér sín fög. Tæplega 4000 alþjóðlegir nemar. 750 Doktors gráður og tæplega 2000 masters gráður á ári. Næst stærsti háskóli í Bandaríkjunum. Það eru tveir campusar hér í Twin Cities, í St. Paul og Minneapolis, síðan eru campusar dreifðir um fylkið á 3 stöðum. Kallaður The U manna á milli, enda það eina merkilega í Minnesota sem byrjar á U……..
Það er gott að vera nemandi í The U. Aðstaðan frábær. Góð stemming, góð þjónusta og mikið að gerast. Enda er Minneapolis campusinn álíka stór og Akureyri (og miklu veðursælli líka+ að fólk talar ekki eins og hálvitar).
Í gegnum Minneapolis campusinn rennur svo hin stolta Mississippi. Á fallegum haustdögum má sjá róðraliðið æfa sig fyrir neðan brúnna sem skilur east og west bank hluta Minneapolis campusins að. Efri hæð brúarinnar er eingöngu ætlaður gangandi og hjólandi vegfarendum. Yfir þessa brú hjólar herra Geð-Kort á hverjum, morgni fullur af vorbjörtum fögnuði daganna. Hér eru afmarkaðir hjólastígar um allan campus og hægt að leigja sér hjólaskápa fyrir lítið verð.
Haustið er ótrúlega fallegt og ekki amalegt að rórilla sér um campusinn í aftureldíngunni. Ótakmarkaðir möguleikar alheimsins metta lofið hér og erfitt, jafnvel fyrir kaldhæðinn Íslending, að verða ekki snortinn.
Erum glöð að hafa farið út fyrir comfort zonið, allaveganna í dag, Minnesota líklega þægileg byrjun, þyrftum líklega að íhuga alla flutninga til Súdan vandlega, enn sem komið er.

Sep 26, 2006

Þrýstingur og dagskrá

Þetta er skrifað vegna þrýstings frá Gússí kreisí. Við þorum ekki öðru. Nú er annað hvort að ljúga einhverju rosalegu eða segja frá einhverju hversdagslegu í lífi okkar...........
Nú erum við the Kort family búin að vera í usa í 2 mánuði, það er hreint ótrúlegt hvað tíminn líður. Við erum að venjast tilhugsunni að þetta sé heimilið okkar, mar er svo sem orðinn vanur nánasta umhverfinu og það er þæginlegt. Aðrir hlutir kom líklegast með tímanum, eitt eru við þó sammála um að vantar hérna í Minneapolis og það eru fjöll. Það þarf einhvern veginn að redda því. Við auglýsum eftir töff stað í Usa sem hefur fjöll, þangað væri gaman að fara.
Haustdagskráin hjá The Kort family er þéttskipuð af heimsóknum og ferðalögum. Í byrjun Okt nánar tiltekið þann sjöunda kemur týndi sauðurinn heim eftir sukk og svínari í SanJose í CA. Við erum heavy spennt fyrir komu hans. 20 til 25 okt verður alþjóðleg ráðstefna SA eða shopaholic hérna í Mpls en þá koma mæðgurnar... sú ferð á bara eftir að vera áhugaverð... og dýr. Um miðjan nóv eða 16 til 20 nóv koma fínu læknahjónin úr hlíðunum til að halda upp á þrítugs afmæli læknafrúnar... Þá verður hangið inná ER og anatominusafnið skoðað. Sú ferð verður fræðandi. Rétt þar á eftir fer Kort familian á road trip til Memphis yfir thanksgiving... við erum mjög spennt fyrir þeirri ferð en það verður svona ekta amerískt og vonandi hittum við Elvis. Í byrjun Des kemur svo amma pönk a.k.a amma aupair. Þá ætlum við hjónin að skella okkur á djamm í Vegas ( það má allt þar!!). Tveim vikum eftir það er 21 des kemur svo fjórði meðlimur Kort fjölskyldunar til þess að eyða jólunum hjá okkur, aftur.... hvað við gerum þá er óráðið! en við erum til í allt nema karókí, hjónaband og fyllerí........
Þessi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar. Við fögnum öllum uppástungum og ábendingum á dagskránni.
Það verður nóg að gera hjá okkur á þessari haustönn. En það er um að gera því Icelandair fljúga ekki til minneapolis frá jan til mars.

Sep 24, 2006

Chill

Stemningin er alltaf góð-- Frúin uppgötvaði á föstudaginn innanhúsar -hlaupabraut sem er í gyminu, vá hvað það er cool. Í framtíðinni ætti að vera hægt að planta litla kortinu+ ferða -dvd-inu þar á meðan settið tæki góða æfingu..
Við erum búin að vera í chill ástandi í dag og gær. Geð-kortið er með flensu og er því eins og fólk með flensu. Hjúkrunar-hæfileikar eða öllu heldur skortur frúnnar koma vel í ljós þegar geðið verður veikt. Mæginin skelltu sér á Mr Mc sem B-Kort fílar í botn. Það er eins gott að Bootcamp-arnir sendi okkur planið því að okkar mati þá eru aðeins tveir möguleikar í boði. Nr 1 að bíða þangað til fituprósentan nær 40% (eftir nokkur ár) og koma aftur heim í cargo. Nr 2 að taka upp hin andlegu vopn sem okkur voru gefin og massa það í ræktinni, mæta í extreme-ið og líta á skutlurnar sem kenna okkur þar sem harðstjóra sem ekki gefa afslátt..... naumast eru það nú fyrirmælin!
Kort liðið sem ekki er þekkt fyrir að gefast upp, nema þegar við græðum á því, hefur ákveðið að velja síðari valkostinn. Með einum fyrirvara þó--- Geð-kortið mun aldrei meðan hann er í hjónabandi, sem í hans tilviki er kaþólskt og því til eilífðar, klæðast hvítum þröngum selfossbol. Hulda, þú getur því gefið einhverjum öðrum bolinn!

Sep 20, 2006

Kuldi-simanúmer

Áfram heldur það!
Veðrið hérna er frekar fáránlegt, miklar sveiflur og eitthvað rugl. Í gær fór B-kortið í úlpu og frúin var í anoraknum góða ásamt hönskum á leiðinni í leikskólann. Í dag er svo sól og blíða. Það þýðir víst ekkert að vera skipuleggja sig eftir veðrinu hérna. Við erum þó ansi spennt að sjá hversu kalt raunverulega verður hérna þegar verst lætur. Samkvæmt innfæddum þá er aðal kulda tíminn í janúar febrúar, það verður spennandi.
Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur og Frúin fór á fund í gær sem var skemmtilegur og það voru fullt af góðum konum sem tóku vel á móti henni. Sem að okkar mati segir eitthvað. Annað merkilegt er að í ágúst þegar við vorum að versla like MF í IKEA. Þá hittum við ungt amerískt par sem var nýkomið frá eins árs dvöl á Íslandi. Það var ansi gaman að tala við þau og á endanum skiptumst við á símanúmerum. En þar sem Kort hjónin eru ekki þekkt fyrir það að vera cable-istar þá voru við ekkert að angra liðið meira. Nema þá að fyrir nokkrum dögum þá hringdu þau í okkur.... sem að okkar mati var ansi cool og á eftir að vera gaman að sjá hvernig fer.
Já, svo eru headsettið með mic á leiðinni í pósti og þá ætti að vera hægt að plugga skypið. Þetta er alveg merkileg það er hægt að kaupa allt í gegnum netið. Mar gæti alveg sleppt því að fara útúr húsi og bara versla og átt öll sín samskipti á netinu. En NEi það ætlum við ekki að gera!
já og fyrir þá sem ekki getað lesið eldri færslur þá er heimasíminn hjá okkur 612-332-1347 og við fögnum öllum símtölum og þá sérstaklega frá flottu liði eins og læknum og læknafrúm. Nauðsynlegt er þó að frúin sé með púlsmælinn á sér þegar hún hringir, viljum ekki vera eyða tímanum að óþörfu.

Sep 19, 2006

Bla bla

Mánudagar eru góðir dagar hjá Kort family. Prins - kortið fer þá á leikskólann, geðið lærir meira og frúin fer á bókasafni og vinnur. Hjónin enda vinnudaginn á indoor extreme tíma í ræktinni sem að þeirra mati er brill. Erum eiginlega að komast að þeirri skoðun að þessi tími skori hátt á Bootcamp skala eða eins og einn Kort meðlimurinn sagði " Þetta er skynsamlegt Bootcamp". Eini stressvaldurinn á þessum annars ágætis degi er hélv. lásinn í ræktinni. Vandamálið er ekki hvort hægt sé að opna lásinn heldur tíminn sem fer í það. Æfingin skapar meistarann á vel við þarna.
Eitt skéri menningarmunssjokk rann á fjörur okkar um daginn. Þannig er að á highway-unum hérna eru svona stór skilti sem eru með uppl. t.d. ef það verður árekstur og seinkunn á umferð og þannig. Þessi skilti eru líka til þess að koma fram uppl. Í tengslum við það þegar börn eru brottnumin hérna í borginni. Við lásum um þetta áður en við fórum í skriflega bílprófið og vorum svolítið hissa, okkur þótti mjög spes að það væri til sérstök úrræði eða neyðaráætlanir til að bregðast við svona dæmum. Í dag eru að verða 2 mánuðir síðan við komum og því miður þá höfum við séð svona tilkynningar nokkru sinnum. Þetta er heavy óhugnalegt að okkar mati og segir svolítið um samfélagið sem við búum í. Við erum þó ágætilega varin þar sem hlaupafélaginn kom í lúgunni í dag.
Annað fyrir þá VINI okkar sem hafið reynt að hringja í okkur. Við erum vanalega heima til rétt fyrir 12 og svo eftir 18:30 á okkar tíma. Mismunurinn er 5 tímar. Hlökkum til að heyra í ykkur.

Sep 16, 2006

Sprautulið

Ekki nóg með það að yngra kortið hafi meitt sig í vörinni þá þurfti litli gæjinn að þola sprautuferðir hjá doksa í vikunni. Málið er að ekki þýðir að vera með einhverja sprautu- eða mótefna skoðanir í þessu landi. Til þess að komast að í leikskólanum þá þurftu við að fylla út fullt af pappírum og skila inn heilsufarsupplýsingum um Bear. Gæjinn þurfti því að fara í læknisskoðun og fá sprautur. Amma pönk var búin að sprauta okkur öll í sumar sem hluta af undirbúningi fyrir Safari, nei, fyrirgefið USA ferðina. En B-Kort þurfti samt að fá 4 auka sprautur í lærið. Ég meina þeir sprautuðu gæjann fyrir hlaupabólu, pælið í því!! Allavegna B- er núna eins og kassavanur og vel sprautaður kettlingur.

Day time tv

Það er gott að hafa cable-tv. Sérstaklega þegar frúin er veik, sem er fáranlegt. Vissi ekki að umgangspestir og annan viðbjóð væri að finna hérna í US and A. Það er þó gott að geta horft á Law&Order marathon þegar mar er syg.
B-kortið fór í leikskólann kl 12:30 og var sóttur rétt fyrir 22. Pæliði í því! Parents night out var s.s. í kvöld og því tók Geð-hjúkkan sig til og hjúkraði sjúklingnum með því að veita stuðning og nærveru. Ásamt áhugaverðum dæmisögum úr geðlyfjafræði. Kortin skelltu sér á Grandmas restaurant og svo í bío á myndina um gaurinn sem meikaði það í amerískum fótbolta.
Kvöldið var cool og allir voru cool. B- Kort var eins og önd þegar við sóttum hann. Gæjinn lenti í árekstri á rennibrautinni og sprengdi vör sem varð 5 föld við það.
Fyrir utan kvef, viðbjóð, bólgna vör og flugnabit þá erum við hress. Við getum þó alltaf þakkað fyrir að ekki sé verið að nota okkur í lyfjapróf. Eins og eitt dæmið úr geðlyfjafræðinni þar sem fötluð börn á einhver stofnun/spítala voru sýkt með lifrabólgu b eða c sem hluti af einhveri tilraun. Siðferðislegu rökin fyrir því voru að á endanum hefðu þau hvort sem er smitast sjálf af öðrum sjúklingum af spítalanum. Sumir eru einfaldlega bara fífl.

Sep 15, 2006

“Í útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi “

Loksins komið að því að húsbóndinn á heimilinu tjái sig eða karlkynið réttar sagt.
Tók þátt í merkilegu fyrirbæri um daginn sem kallast loaves and fishes, eins og frúin minntist á. Hafði lýst yfir áhuga á því í kirkju sl. sunnudag að taka þátt í svona starfi og var snarlega pluggaður í allskyns hluti. Kirkjan er stöppuð af liberal kaþólikkum (yes, there is such a thing) með traustar rætur í The cilvil rights movement hér vestra, svona lið sem er með stór skilti á lóðinni hjá sér sem stendur á “Support our troops, bring them home”!. Fór svo á barinn eftir að hafa púlað í þröngu eldhúsi í 2 klst. Var þar góð stemming. Fjölsk. boðið á tree farm í north MN og alles.
Annars er gaman í skólanum, hörkupúl en sanngjarnt og áhugavert. Einn mest spennandi kúrsinn er án efa Peacemaking and spirituality: A journey toward healing and strength, Þar get ég fengið eina auka einingu fyrir að fara í sólarhrings silent retreat (Pacem in Terris retreat center sem er staðsett í St. Josephs í MN) og skrifa svo 2 bls. um reynslu mína. Eins og ég sagði er snilld að vera í gradskóla.
Annað atriði er að námsmatið hér liggur ekkert í hefðbundnum prófum. Heldur verkefnum, ritgerðum, hópvinnu, heimaprófum og þátttöku í tímum. Meikar meira sens en námsmatið sem ég á að venjast enda sanngjarnara í alla staði og skilar án efa betur upplýstum nemendum.

Ég heiti hér með að gefa Bauninni virðingu ef hann hefur upp á höfundi fyrirsagnarinnar að ofan hjálparlaust.

Sep 13, 2006

Hlaupafélaginn

Þegar mar er í Róm þá á mar víst að hegða sér eins og rómverji segir einhverstaðar. Í ljósi þess keypti Kort frúin sér hlaupafélaga á ebay til til þess að notast við í US and A. Það kemur þó ekkert í staðinn fyrir gamla hlaupavininn.......Samkvæmt leiðbeiningum þá er þetta algjört möst ef mar vill vera að hlaupa eitthvað hérna. (Systa þú mátt nota hann þegar þú kemur í heimsókn-- en láttu þér ekki detta í huga að ég kaupi svona græju fyrir þig!). Þó svo umræddur maze brúsi hafi bæst við innbú Kort fjölskyldunar er ekki planið að koma sér upp vopnabúri hérna í Bushlandi. Þó svo lásaboginn á ebay hafi verið mjög freistandi. Hver myndi ráðast á unga móður með barnakerru og lásaboga?
Sem hluta af varnarferlinu fór Frúin í boxtíma í flotta gyminu sem var ansi áhugavert og á endanum gaman. Þetta er þó án contakts box, engir hanskar eða púðar sem hefði verið cool. En flottar æfingar engu að síður sem munu án efa skila sér í betri samhæfingu hjá Kortinu.
Geð-Kortið skellti sér í sjálfboðavinnu, með kaþólikunum, við að gefa heimilislausum og fátækum mat. Sjálfboðavinna er rosa sterk hérna og algengt að fólk stundið það af krafti þegar það hættir að vinna. Sniðugt fyrirbæri að okkar mati og eitthvað sem við komum til með að gera oftar.

Sep 12, 2006

Mánudagur

Til að byrja með: Páll, frúin kann víst að keyra, eða svo segja yfirvöld hérna í minnesotafylki því kella náði verklega bílprófinu í morgun og ekki nóg með að ná heldur sýndi gellan einstaka hæfileika í að leggja milli tveggja fána (hefði verið gaman að sjá systu gera það sama). Gott að vera búin með þetta stuff sem fylgir bílprófinu því þá fáum við loks almennileg ID sem tekið er mark á.
Annars skelltu hjónin sér í ræktina í dag. Fórum í tíma sem kallast extreme out/indoor eða eins og geð-kortið kallar þá bootcamp með samúð- Það var algjör snilld að fá að taka vel á því eftir smá hlé. Það má segja margt um amerikana og allt það en Vá- hvað þeir kunna að gera vel við háskólanema. Íþróttahúsið er fáránlega stórt og þvílíkt mikið í boði. Við fáum til að mynda eigin skáp út semesterið sem er algjör snilld. Það er þó einn galli á þessu öllu. Á skápunum er lás sem er svona ekta lás eins og mar sér í high school high myndunum. Með svona talnaröð, ekki eitthvað sem mar er vanur að nota. Málið með þessa lása er að það þarf þolinmæði og nákvæmni. Geð-Kortið á svo sem ekki í neinum vandræðum enda andlegur og rólegur með einsdæmum. Sömu sögu er þó ekki að segja um frú Kort en þolinmæði er ekki að finna í genamengi hennar og það sem verra er hún minnkar með árunum. Gellan eyddi um 30 mínútum seinasta föstudag að eiga við hélv. lásinn. Í dag voru það aðeins 10 mín sem fóru í lásafokk. Eina í stöðunni er að taka Pollyönnu á andsk. lásinn og þakka fyrir þetta verkefni sem mun leiða af sér aukna þolinmæði eða andlegt niðurbrot inní búningsklefa flotta íþróttahúsins.
Í dag er 9-11 og því margt sem fylgir því bæði í fréttum og útvarpi. Samkvæmt Bush þá eru múslimar lamdir ef þeir missa úr messu. Shit hvað við eru ánægð með að vera í kaþólskum söfnuði sem eftir okkar bestu vitund leggur ekki vana sinn í að lemja meðlimi sína. Það er svo gaman að búa í vel upplýstu samfélagi--

Sep 10, 2006

Frelsi

Netið komið í lag sem er alveg brilljant, þá þurfum við ekki að tala saman og getum bara gleymt okkur í óþarfa sörfi og bókalestri.
Það er stundum gott að missa eitthvað tímabundið eða eins og hátturinn sá veit ekki hvað átt hefur fyrir en misst hefur. Í dag eru við heavy þakklát fyrir að vera með góða tenginu við umheiminn. Hin tímabundna afnettenging gerði það þó að verkum að andlega tenging varð meira því -- í neyð þá fer sá efaði að trúa en sá trúaði að efast.... hehehehhe ekki það að við séum eitthvað efuð hérna megin-- við erum þó allavegna ekki efnuð..ahhahahahh
Á meðan netfokkið átti sér stað varð mikið úr verki hjá Kort liðinu. Geð-kortið sótti tíma -skilaði verkefni og las eins og mo fo. Yngra kortið hélt áfram að mæta í leikskólann eins og hetja. Gæjinn fékk forláta ferða-DVD spilara frá Aratúnssettinu, með faglegum ráðleggingum frá Dvd dilernum honum Palla, sem virkar svona andskoti vel. Mar vill bara leggja af stað í langferðalag á Mini-vaninum nú þegar við erum bæði með mini-kæli og ferða-DVD. Ég meina þarf eitthvað meira!
Frúin tók skriflegt bílpróf hérna í Minneasota og náði því með stæl. Ég hef lært það af reynslunni að það borgar sig að lesa undir próf. Það var ekki hægt að svindla á þessu eins og fyrir 12 árum þegar frúin tók seinast bóklegt bílpróf. Nú þarf kella bara að ná verklega bílprófinu á mánudaginn. Í öllu bílprófsdæminu rifjast upp að ein góðvinur minn féll á verklega prófinu fyrir mörgum árum síðan. Gaurinn keyrði víst yfir á rauðu í prófinu. Á endanum náði hann prófinu en aksturhæfileikar hans hafa alltaf verið í miklu lágmarki og þá sérstaklega eftir að af honum rann.
B-kort hefur verið að kvartar sárt undan því að eiga ekki bróður. Það væri svo sem mögulega hægt að redda því en málið er ekki svo einfalt því gæjinn vill eldri bróður. Gaurinn kaupir það ekki alveg að Jósi a.k.a Draumurinn sé eldri bróðir hans. Reykjavík we have a problem??
p.s. Ágústa Baunin tók áskoruninni og er byrjaður að blogga. Við linkum á hann þangað til Heimalands öryggið hefur samband.

Sep 7, 2006

Vandræði

Internetið er í fokki heima hjá okkur-- Við erum þar afleiðandi öll í messi og hræðilegum fráhvörfum-- þetta á víst að lagast allt á mánudag eða 9-11 shit.... Það er gaman að þið skuluð nenna að fylgjast með okkur-- we will be back-- eða ef ekki þá hefur eitthvað svakalegt gerst!!!!

Sep 5, 2006

Helgin

Áttum öll viðburðarríka helgi, Kort fjölskyldan, leigjandinn, Michael Scofield (verkfræðingurinn sem á flótta sínum heiðraði okkur með nærveru sinni) og samfangi hans Ole. Framkvæmt var eftirfarandi af öllum eða hluta hópsins: Curren´s diner, MOA (Mall of amerika), chill, skokk, kveðjustund, andasæringar, andleg reynsla 2X2, When Harry met Sally, Kaþólskmessa (rauðvíns sull+ 1 sakrament), chill, state fair, chill- kveðjustund.

Fair state hátíðin var flott og áhugaverð matarhátíð- hættuför leigjandans og geð-kortsins stóð þar uppúr -- skoðið og hlustið vel á geðöskrin.....gæjinn með legið er ekkert að grínast með hjúkkuópin.


Allt tekur enda-- endir á góðri helgi var þegar gestirnir góðu voru kvaddir með tárum á leið sinni til Íslands. Kort familyan þakkar premier gestunum vel fyrir seinustu 2 vikur. Þið voruð flott, takk fyrir félagsskapinn, andlegar reynslur, stuffið sem þið gleymduð og við höfum eignað okkur og dýrindis máltíðirnar sem þið stóðuð að, sjáumst svo í desember þegar allt er orðið gott.
Með þessum gestum er búið að setja ákveðinn standard eða reglur sem við ætlumst til að verðandi gestir standi undir:
nr.1 Góðir við Kortin
nr.2 Þrifalegir
nr.3 Góðir og virkir kokkar
nr.4 Góðar og rúmar þvagblöðrur
nr.5 Andlega heilbrigðir
nr.6 Ótrúlega skemmtilegir
nr.7 Ratvísir
nr.8 Nytsamleg tölvukunnátta
Við áskiljum okkur rétt til að bæta við reglum þegar við viljum.
Næsti gestur sem staðfest hefur komu sína er Draumurinn a.k.a húsdýrið eða trúlausi minnihlutahópsgaurinn. Gaurinn er væntanlegur 7 október……. Við bíðum spennt----

p.s. myndaalbúmin eru komin. Skoðið hægra megin á síðunni undir Myndir

Sep 1, 2006

Parents night out

Hrein snilld, verð ég að segja!!
Í dag var kynningarfundur á leikskólanum hans B-kort eða svona 0rientations eins og kaninn kallar það. Geð-kort er orðin ansi orientataður eftir að vera búin að fara á fjögur slík dæmi í tengslum við námið. Þetta var heavy sniðugt og gott að vita af því að B er í góðum höndum. Mesta snilldin er að á sirka 3 mánaðafresti er haldið parents night out kvöld í leikskólanum frá kl 18 til 22. Þetta er hugsað sem pössun fyrir foreldra, til þess að liðið geti farið í bíó, út að borða, að versla eða sofið. Þetta er auðvitað hrein snilld að okkar mati. Við borgum 20 dollara fyrir þjónustuna og B- kort fær pizzu, popp, vídeó gláp og náttfatapartý á leikskólanum. Föstudagurinn 15 sept er því kvöldið sem við Kort hjónin getum ákveðið að fara út að borða, versla, bíó eða bara hvað sem er á milli 18-22.
Í dag var farið í mall of amerika með leigjandann og hin sjúklinginn sem kom í gær. MOA er fáranlega stórt en ansi flott þó við skelltum okkur til að mynda í eina rússíbanaferð þar sem Geð-kortið sannaði það enn og aftur með öskrum (skrækjum) sínum að hann væri hjúkkudrussla a.k.a gaurinn með legið.
Annað merkilegt er að í þessu molli er hægt að fara í vatnsnudd sem er mjög þægilegt- gott að vita af því, mar kemur til með að leggja leið sína aftur þangað með næstu leigjendur.
Myndasíðan er á leiðinni-- ætti að koma um helgina. Ef þið ætlið að hringja, hringið þá hærra því við heyrum ekki alltaf í símanum---------- Palli er búin með mínúturnar þannig að þið ættuð auðveldlega að ná í gegn. Nema þá að Ingibjörg B. sé að hringja, hún er alltaf að hringja og væla í okkur!!! nenni þið að segja henni að hætta og kannski bara treysta XXXX.

Aug 30, 2006

The Stalker

Áttum góðan og afslappaðan dag. Til að fagna góðu gengi afvötunarferlisins var farið með sjúklinginn í sólbaðsferð að lake Calhoun. Málið er að gellan er ekki bara með netfíkn heldur elskar hún sólböð og meiri sólböð. Það kemur sem mjög vel því mar annað hvort skellir tölvu í fangið á henni eða hendir henni út og þá er hún sátt. Dagsplanið var sem sagt ferð að vatninu þar sem einhver skyldi ná sér í lit á meðan frú-Kort hlypi spotta. Eftir að búið var að koma gellunni vel fyrir á ströndinni við þetta prýðisvatn sem lake Calhoun er. Var lagt af stað í hlaup sem gekk ansi vel, þrátt fyrir smá útídúra. Þar sem við erum í fylki 10.000 vatna þá er nóg af þannig kvikindum í kringum okkur. Endirinn á hlaupatúrnum var að frúinn hljóp í kringum tvö vötn sem liggja þarna upp við hvort annað eða rúma 10 km + útidúra (villtist smá af leið). Allavegna þegar ég kem til baka eftir um 70-80 mín. Sé ég að leigjandinn liggur ennþá á ströndinni og einhver fáklæddur gaur stendur yfir henni. Þar sem hún er þekkti fyrir góða mannasiði og mikil frambjóðendagen (Talar við alla og er alltaf ógeðlega nice). Kom það svo sem ekki á óvart að gellan væri á spjalli við innfædda. Þegar ég kem nær byrjar gæjinn að tala við mig um allt og ekkert. Réttast er þó að gæjinn talaði og ég kinkaði kolli því þetta var einhver motormouth dauðans sem Hullan hafði hitt þarna. 10-15 mínútur liðu og gaurinn stoppaði ekki. Við rétt sluppum frá þegar síminn hringdi og ég labbaði pent í burtu og Gellan kvaddi gæjann. Það kom svo í ljós að gæjinn var búin að standa yfir henni þar sem hún lá á bikininu í yfir klukkutíma og massa látlaust. Sagan verður súrari þar sem dúddinn var í ógeðlegri ljósbrúnni mini-sundskýlu. First hand greining á gæjanum útfrá fjölgreindarkenningu Gardners var sú að samskipta- og rýmisgreindir væru í miklu lágmarki.
Að öðru B-kort fór á náttfötunum í leikskólann. Nei, það er ekki útaf leti sem barnið fór í náttfötunum heldur vegna þess að í dag var náttfatadagur á leikskólanum. Við erum mjög ánægð með leikskólann og B er að fíla þetta, hann er farinn að skilja meira og meira. Hann bættir við sig orðum í gær t.d. öskraði hann mommy, mommy. Frekar spúkí að heyra í honum sérstaklega þar sem gæjinn er ekki með hreim. Hljómar svona original eitthvað. Í gær átti eitt barnið afmæli og þá var boðið uppá kökur og hvert barn fékk poka fullan af nammi. Svolítið öðruvísi en við erum vön en B var glaður og þá erum við glöð.
Páll Dvd regionið reddaðist- var með vitlausan kóða.

Enn og aftur þá erum við geðveikt hress og glöð- hægra megin á síðunni sjást fallegar breytingar eins og skemmtilegir linkar á töff lið sem við þekkjum. Ágústa, það er í lagi að lesa bloggið hjá vinum okkar, en láttu þér ekki detta í huga að fara kommenta eitthvað rugl þar. Gæti verið rekið til okkar.
Á morgun eigum við von á enn öðrum sjúklingnum í heimsókn í einhverja daga. Nóg að gera hjá Korturunum þessa vikuna. úps verð að þjóta Palli er að hringja,

Aug 28, 2006

Kirkjuferð-Jesús og hitt liðið

The Kort family tók daginn snemma og skellti sér í messu, Kaþólska messu rétt hjá heimkynnum okkar á 8 stræti. Góð kona, fyrrum nunna, sem við hittum um daginn benti okkur á þennan söfnuð. Geð-Kortið hafði skoðað uppl. um Kaþólska söfnuði sem tengdir eru háskólanum. Þar kom fram að söfnuðirnir væru misíhaldsamir t.d. bjóða sumir samkynhneigða velkomna. Við mátum afvötnunarástandið á leigjandanum á þann veg að best væri að hún svæfi áfram, enda var hún vel verkastillt alla helgina. Eins voru við sammála því að ekki væri ráðlagt að koma með villitrúarmanneskju í Kaþólska messu. Kirkjan var góð! B- Kort stóð sig eins og hetja, beið spenntur eftir að Jesús, sem að öllu jöfnu býr í hjartanu, mæti á svæðið. Það var vel tekið á móti okkur. Þessi söfnuður virkar flottur og er greinilega ekki íhaldsamur því það var klæðskiptingur sem tók mikinn þátt í þjónustunni þarna. Nema þá að liðið sé geðveikt meðvirkt og engin segi neitt, heheheh. Það hefði því líklegast ekki verið kveikt í villutrúar-leigjandanum ef hann hefði fylgt með.
Eftir góða stund á sunnudagsmorgni var eldaður Al-Geð-Kort breakfast sem heppnaðist svo vel að sjúklingurinn lenti á trúnaðarspjalli við Kortin og grét úr sér lungun af þakklæti. Eftir á að hyggja hefði messa verið góð viðbót við afvötnunina.
Þessi færsla átti að vera lengri en ef ekki væri fyrir Pál S. sem hringir eins og brjálæðingur til okkar eftir að honum áskotnaðist 120 fríar mín hjá Ogvodafone. Palli eru vinur okkar! Þið hin sem eruð að reyna að hringja í okkur og náið ekki inn-- ekki gefast upp- it works if u work it-- Skammturinn hans Páls er á þrotum, eins erum við óvön símanum og áttum okkur þar afleiðandi oft ekki á að tækið sé að bjalla....................
P.s. fyrir allt heilbrigðisstarfsfólkið sem les síðuna og hefur faglegan áhuga á afvötnunaraferlinu þá er hægt að fylgjast með dagbók sjúklingsins á www.hulster.blogspot.com -- Hafið hugfast að konan er spes en við elskum hana öll þrátt fyrir það og óhemju tíð þvaglát

Aug 26, 2006

Lífsháski

Lentum í svaka dæmi í gær þegar við komum heim í gær. Ég frú Kort ákvað að fara út og viðra leigjandan, hluti af internets afvötnunni. Allavegna á leiðinni hjem varð himininn svo fallega dökkblár og Missisippi áin leit einstaklega vel út, á nokkrum mínútum varð allt svo dekkra og dekkra, þetta var heavy flott. Þegar við komum heim þá heyrðum við það að Tornedo warning væri í gangi og fólki í minnieapolis væri ráðlagt að halda sér innandyra og frá gluggum. Leigjandinn gjörsamlega missti það, held að netleysið sem átti sér stað á sama tíma hafi haft meira með það að gera. Hr. Kort þurfti að nýta alla sína kunnáttu úr geðinu við það að yfirbuga gelluna. Verkið tókst- og það verður ekki minnst á það meir. Geymt en ekki gleymt.
Við fengum LAXInn eftir stormveðrið mikla, hann var geðveikt góður þó svo kl hefði verið 3:00 um nótt.
Björn Kort flotti kall er farinn að bæta við orðaforðan sinn, No og yes eru þar á meðal í dag sagði hann svo við Frúna, Ma ég er pirate. Gaurinn er snillingur.

Annað mál, ekki það að við mundum eitthvað fara að gera uppá milli fólks sem við þekkjum. Við erum þó heavy ánægð að stór vinur og æskuvinur okkar hann Páll a.k.a the dealer er búin að skrá okkur sem fría vini í útlöndum...... sem þýðir að hann getur hringt frítt 120 mín á mánúði til okkar. Vei vei við erum ánægð með þessa viturlegu ákvörðun Páll og co. Gott að vita af vinum sínum sem gera svona.
úps verð að fara Páll er að hringja ----

Aug 23, 2006

Gjafir- hreinar/óhreinar

Það greinilega borgaði sig að tala um Lín og fjárhagsstöðu Kort fjölskyldunnar. Við fengum gefin Lax frá Íslandi sem leigjandinn kom með. Við erum himinlifandi og þakklát fyrir gripinn. Svona viljum við hafa þetta-- Hlutirnir verða þó aldrei eins og mar vill hafa þá. Því leigjandinn sem hefur verið ansi afhuga seinustu daga, sökum sterkrar heimþrá og söknuðar svo ekki sé minnst á MSN og net niðurtröppun. Ákvað á flugi sínu yfir hafið að laxinn væri sinn. Hvernig sú hugmynd komst í kollinn á henni er áhugavert sérstaklega þar sem gellan borðar ekki lax. Allavegna Laxinn góði bíður ennþá inní ísskáp og nú höfum við Kort fjölskyldan fengið grænt ljós á að fá að smakka á gaurnum. Við verðum þó að bíða þangað til annaðkvöld um 00:00 leytið. Já við erum ekki alveg að fatta tímasetninguna en höldum þó að jetþreyta og tímamismunur spili þar inní.
Fyrir utan smá Lax árekstra og andvökunóttum útaf snökti og masi leigjandans þá höfum við það öll rosalega gott. Það er alltaf að bætast á gestalistann eða fólk er öllu heldur að staðfesta komu sína á The Kort Inn- Family hotel-- þar sem kærleikur og umburðarlyndi eru kjörorðin. Amma Magga a.k.a amma Punk mun heiðra okkur með nærveru sinni í desember. Við fögnum því.
p.s. Myndasíðan er í vinnslu -- Hún er á ábyrgð leigjandans.

Aug 21, 2006

Skemmtiferð

Það er alltaf gaman þegar allt er gott.... og sem betur fer þá er allt gott hjá the Kort family í dag. Áttum góða helgi með nýja leigjandanum henni Huldu a.k.a msn supersnakker. Fórum í zoo og á Red Lobster þar sem við fengum dýrindismáltíð ásamt móðurlegri og góðri nærveru frá þjónustukonunni. Eitt sem við fílum rosa vel hérna í bushlandi er hin ótrúlega þjónustulund sem þjónustufólk sýnir þegar mar á í viðskiptum við það. Alveg hreint magnaður skítur... manni líður eins og mar hafi eitthvað að segja eða mar skipti máli. Næstu dagar fara í msn og internet afeitrun á gestinn en við áætlum að það taki um 10 daga svona eins og hefðbundin afeitrun. Við erum alltaf þakklát fyrir að fá að hjálpa en það er hornsteininn í lífi okkar Kort hjóna. B-Kort er ennþá á leikskólanum og hann er svalur. Drengurinn heimtar þó að fá veiðistöng og trommusett. Chao

Aug 18, 2006

Þakklæti

Kort family er þakklát í dag. Ójá við erum jákvæð og þakklát... Byrjuðum daginn á því að þakka fyrir hvert annað. Trítluðum svo öll hönd í hönd inní eldhús og fengum okkur þakklætis morgunmat, vei vei. Héldum svo útí daginn brosandi með þakklæti á vör. Já, það eru margar ástæður fyrir því að við erum þakklát í dag. Ekki pláss til að nefna þær allar hér en læt nokkrar fylgja með. Númer eitt við fengum lánsáætlun frá Lín í dag og þar er gert ráð fyrir því að Kort fjölskyldan lifi á 2100 dollurum á mánuði (sem er áhugavert þar sem leigan er 1200+650 í dagvistunargjöld), vei vei. Nr tvö Kort fjölskyldan þarf að borga 3000 dollar á önn í heilsutryggingar, vei vei. Þakklæti. Nr þrjú Hulda er að koma á laugardaginn vei vei....

p.s. Páll, hoppaðu uppí rxxxxxxxx á þér og seldu bílinn okkar þannig að Frú Kort þurfi ekki að fara betla.

Aug 17, 2006

Símaskipti

Kort liðið skellti sér í Kmart í gær og fjárfesti í glæsilegum þráðlausum 25 dollara síma. Að vísu lítur út fyrir að við séum ekki fyrstu eigendurnir. Þar sem búið er að setja eitthvað lið inní símaskrá símans. Við bíðum bara eftir því að Mohamaid og Shabi hringja. Erum þó hrædd um að Heimalands security liðið eigi ekki eftir að trúa okkur. Allavegna við stígum inní óttann og förum alla leið með þetta, síminn hefur verið tengdur og það verður ekki aftur snúið. Símanúmerið er 612-332-1347. Nú er bara að skella sér í næstu bensínstöð og kaupa símakort og smella á þráðinn til okkar. Það er hægt að hringja alla dag í þennan síma. Munið bara að það er 5 tíma munur og við erum eftir á (þýðir samt ekki að við séum eftir á). Nú ef þið viljið ekki hringja í okkur þá getið þið bara étið skít-- okkur er hvort eð er alveg sama, við hefðum hvort eð er ekki svarað ykkur, það er nefnilega númerabirtir á nýja tækinu.

Aug 14, 2006

Stemmning


Gítarsnilli
Björn ætlar að þróa með sér tónlistarhæfileika-- já, hann blessaður verður að þróa þá því settið hefur ekki snefil af þessum hæfileikum.

Þrátt fyrir allt þá er allt gott!! Það er rífandi stemning hérna á 2815-8th. St. South í Minneapolis. Kort family er í góðum fíling og þá er gaman. B kort byrjar á leikskólanum sínum á morgun og við erum heavy spennt. Gæjinn er sjálfur mjög sáttur með þetta og vill helst byrja í dag. Við fórum um helgina í IKEA svona til þess að leggja lokahönd á heimilið. Ikea búðin er fáránlega stór og matartéríana tekur líklegast um 30% búðarinnar. Þetta er svolítið cool búð því þar er Smaland þar sem hægt er að skrá inn krakka í 1 klst og þar geta þau leikið sér í einhverjum kúlum (svona eins og í Teppalandi in the old days). Björnin sá þetta og vildi ólmur fá að fara. Við ákváðum að leyfa honum eftir að vera búin að taka staðinn vel út. Þetta er svona lokað svæði og starfmenn á svæðinu. Allavegna við skráðum barnið inn og tilfinningin var eins við værum að skrá hann í herinn. Björn skemmti sér vel og lék sér eins og hann ætti lífið að leysa. Á meðan settið í kvíðakasti dauðans keypti draslið sem þurfti úr Ikea. Eftir á að hyggja er þetta ekki svo vitlaus þjónusta. Við erum búin að húsgagna íbúðina að mestu leyti. Við munum setja myndir af öllum herlegheitunum en þar sem ég kann ekki að gera myndasafn þá verður það að bíða þangað til Hullerinn sleppur úr yfirheyrslum um helgina.
Já og annað --maður kemur í manns stað-- en elsti bróðir Kortarans eignaðist enn eina stelpuna í seinustu viku og við óskum öllum innilega til lukku með gelluna. Það er þó eitt sem við ekki alveg skiljum og það er afhverju pían var ekki skírð í höfuðið á okkur- Gillbjörg hljómar töff

Aug 13, 2006

Paranoja

Það lítur út fyrir það að Ameríka sé að ná að læsa klónum yfir Kort fjölskylduna. Kort kellingin getur ekki hætt að kaupa hluti. Hlutirnir eru þó samkvæmt öllu auglýsingum og innihaldslýsingu algjört möst að eiga og í raun ótrúlegt að mar hafi komist af án þeirra hingað til. Kort karlinn þjáist af post traumatic moving syndrome en uppruna þeirra er hægt að rekja til, breytinga á lífsvenjum eins og flutningum, of miklu 24 glápi og skort eða vöntun öllu heldur á bootcampi. Sjúkdómseinkenni eru óstjórnlegur ótti við yfirvöld og stofnanir, eins og Heimalands security. Einkennin koma missterkt fram hjá einstaklingum. Yngra Korti öskrar á Mcdonalds og aftur McDonalds-- þess á milli segir hann NO, NO. Drengurinn er snillingur. Lausnin á öllu veseninu er líklegast að hanga þarna inni og vona að sendiferðarbíllinn sem lagt er hinumegin við götuna fari að fara eða þá að hringja bara í Báerinn... og fá botn í málið.....

Aug 11, 2006

Montessori gaurinn

Það er ótrúleg hvað hlutirnir ganga vel þessa dagana hjá the Kort family. Í dag heimsóttum við leikskóla sem er rétt hjá eða í göngufæri. Leikskólinn heitir Mini apple (hægt að klikka á nafn til að skoða). Þetta er einkarekin montessori leikskóli sem þýðir að hann er ekki svo slæmur. Okkur leist mjög vel á leikskólann og B. fílaði hann vel. Að vísu græti hann einn strák í einhverjum deilum um kúst en að öðruleyti gekk þetta glimrandi vel. Til að byrja með verður gæjinn með vist frá 12:30 til 3:30 alla daga vikunnar. Svo er hægt að bæta við daycare og þá á hann pláss til 18. Það er s.s hægt að fá pláss fyrir krakka frá fyrir 8:30 til kl 18 sem er heavy mikið. Þar sem þetta er einkarekin leikskóli þá kostar þetta skilding en eftir að hafa velt þessu vel fyrir okkur þá ákváðum við að vera ekki að spara á þessu sviði. B. kann eitt orð í ensku sem er No... og notar hann það óspart á alla. Það á því eftir að vera gaman að fylgjast með honum ná tökum á enskunni. Ekki nóg með það að hann fari að læra ensku heldur er kennd franska í leikskólanum þannig að það verður nóg að gera hjá B- international. Allavegna við erum cool hérna í Ameríku---

Aug 9, 2006

Bíllinn góði



Mar þarf víst farartæki í draumalandinu. Hér er hann- Dodge Caravan sport, flottur!!!!

Enga flóttamenn!

Jæja, við fengum í gær staðfest nokkur atriði sem fylgja leigunni hérna. Hlutirnir eru ekki alveg eins og mar er vanur eða einsog mar vil hafa þá!! Samkvæmt leigusamningnum okkar þá megum við fá gesti til okkar en í smá letrinu segir að: Ef fjöldi gistinótta fer yfir 2 vikur á fyrstu 6 mán. þarf að borga 45 dollara á nótt. Eftir 6 mán fáum við aðrar 2 fríar vikur sem gilda í 6 mán. Vá við áttum ekki alveg von á þessu. Við ræddum málin við leigusalann okkar sem er mjög nice kona og hún sagði að þessi díll væri frekar góður. Því samkvæmt lögum hérna í fylkinu þá er litið svo á að ef þú gistir 3 nætur eða lengur þá ertu séður sem leigjandi ekki gestur. Þessi lög voru víst sett útaf Sómölskum flóttamönnum sem komu hingað í tonnum fyrir 10 árum síðan. Framboð af húsnæði var víst ekki mikið þannig að liði var að troða sér á hvern fm í hverji íbúð.
Við höfðum svo sem ekki hugsað okkur að flytja inn neitt lið nema þá kannski fillipseysku húshjálpina okkar hann Jósa a.k.a The dream.
Allavegna í ljósi þessara upplýsinga (já við erum búin að skrifa undir samning og það gildir og við munum vera í þessari íbúð fram á næsta sumar) þá stóðum við frammi fyrir því stórskemmtilega verkefni að velja hverjir af væntalegum gestum okkar myndu borga og hverjir ekki.. Eftir að hafa skoðað vel alla þá aðila sem til greina komu. Þá ákváðum við útfrá uppl. um kyn, aldur, fyrri störf, andlegheit, fjárhag og öðrum mikilvægum breytum. Að veita eina litaða manninum í hópnum og einu einhleypu gellunni í hópnum afslátt sem nemur 1 viku á kjaft. Valið er ekki komið til útaf vorkunsemi okkar við minnihlutahópa eða eitthvað þannig. Heldur vegna þess að þetta fólk (sem að vísu tilheyra bæði minnihlutahópum, tilviljun!) ætlar að vera ógeðslega lengi eða í 2 vikur hjá okkur. Til alla hinna sem vilja heimsækja okkur, þið eruð velkomin en á meðan við búum hér þá þurfið þið að borga 45 dollara á nótt...... já við viljum enga border linea, sama hvað þeir vilja borga.
Við stefnum á það að finna okkur stærri íbúð eða hús næsta sumar þar sem gestir þurfa ekki að borga fyrir sig.
Svo er auðvitað að bíða eftir næsta gestahappdrætti sem er eftir jól. ví ví ví get ekki beðið ég er svo spennt!!!

Aug 7, 2006

Menningarsjokk


Hæ, Kortfjölskyldan skellti sér í dýragarðinn í gær. (sjá flottu mynd af aðalkortinu). Þetta var flottur garður með allskonar tækjum og stuffi. B-Kort skemmti sér mjög vel og heimtaði að fá að fara sjálfur einn í tækin. Gæjinn var svo spenntur og hátt uppi að þegar hann kom heim þá ældi hann á hitt Kortið. Frúin skellti sér á stóran speakerfund í gær og það var áhugavert en eftir fundinn fór ég með fjórum gellum, sem sumar hverjar hafa mikla og langa reynslu á semi-kaffihús. Það var skemmtilegt og fróðlegt, svona útfrá mannfræði- og félagsfræðilegu sjónarhorni. Hef það á tilfinningunni að ég gæti þróað með mér annað menningarsjokk en ég fékk eitt þannig ´96 þegar ég fór til Indlands... hum... eða þó ég er þó eldri og vitari núna- allavegna eldri.
Hápunktur dagsins er þó að heyra hljóminn í nýju Portable uppþvottavélinni sem Kort fjölskyldan fjárfesti í. Við ákváðum að skíra hann Björgvin.

Aug 5, 2006

Rapport

Jæja, þá erum við búin að vera hérna í bushlandi í 1 og 1/2 viku. Það er ótrúlegt hvað er hægt að gera á þeim tíma. Ótrúlegt hvað er hægt að eyða miklu tíma og pening í búðir. Við erum búin að kaupa okkur nýjan bíl Dodge Caravan sport árg. 2002. Þetta er svona 7 manna mini van.. en ekki hallærislegur bíl- svona frekar stór og cool. Íbúðina fengum við í vikunni og er hún hin prýðilegasta. Staðsetningin er brill. Í göngufæri við háskólann og rétt fyrir utan er leik, körfu- og fótboltaboltavöllur. Við erum hér um bil búin að kaupa allt það sem okkur vantaði í búið og því er þetta orðið ansi huggó. Ég er þó ennþá að bíða eftir nýju Sacco kaffivélinni sem ég pantaði online. Spennandi að sjá hvernig það kemur út. Svo erum við búin að vera keyra um svæðið hérna til þess að fara í nýjar búðir og til þess að átta okkur á staðnum sem er ívið stærri og fjölmennari en við eigum að venjast. Hitinn hérna hefur verið ansi mikil en sem betur fer er ac okkar gott og kröftugt. Gísli er strax byrjaður að læra því hann þarf að taka bílprófið hér og svo þarf hann að taka einhver hjúkrunarleyfispróf sem eru víst eitthvað heavy.... en við sjáum til með það. Við Kort jr verðum því áfram í einhverju chilli en við eigum pantaðan skoðunartíma í leikskóla á fimmtudaginn. Þetta er einhver dýr einkaleikskóli og við vonum að þeir geti tekið á móti kortaranum. Annars eru leikskólar hér ekki flottir, minna mann meira á róló. Allavegna við söknum ykkar allra nema sumra........ já og við erum komin með gsm síma og númerin í þeim eru...... Mr Kort 612- 968- 5953 og Frú Kort 612-968-5956. Það er best að hringja um helgar og munið að við erum 5 tímum á eftir---- ekki vekja okkur :)
kveðja í bili, over and out --------------

Jul 20, 2006

prufa

Ok, betra seint en aldrei. Þetta blogg átti að vera löngu komið í gang en sökum anna þá er ekkert búið að gerast á þessari síðu. Allavegna ástæðan fyrir þessari bloggtilraun er sú að the Kort family fór á flakk og býr núna í minneapolis, USA. Hugmyndin er því sú að hér geti vinir og vandamenn fylgst með ævintýrum okkar. Með vinum og vandamönnum þá er átt við allt geðheilbrigt fólk, við viljum ekki að neinir border liners séu að ibba gogg hér. Við munum massa þessa síðu á næstu dögum- vikum með hjálp góðra bloggara :)