Jan 30, 2010

Basic stuff

Rútínan er komin aftur hér at the Kort Mansion. Allir byrjaðir í skólanum og nú er bara að lifa af kuldann. Janúar er liðinn þannig að reynsla segir okkur að það sé rétt um 1 1/2 mánuður mest 2 eftir af kulda. Annars hefur Janúar verið ansi mildur svona á Minnesota kvarða, búið að vera svona um -10 celsíus sem telst milt.

Það er búið að vera nóg að gera eins og alltaf seinasta mánuðinn. Björn Kort tók þátt í sínu fyrsta skákmóti á dögunum eitthvað state mót hérna í fylkinu. Kom gæinn þar ansi sterkur inn, vann 3 af 5 og náði 6-8 sæti sem er ansi góður árangur fyrir nýliða. Það var vægast sagt áhugavert að fylgja barninu á skákmótið en það tók heilan dag og liðið þar var ekki að djóka með hlutina. Tveir stórmeistarar voru á svæðinu til að aðstoða börnin, börnin með sér þjálfara og guð veit. Korthjón voru sammála því að aldrei fyrr hafi þau séð svo stóran hóp af nördum samankominn. En drengurinn fílaði þetta í botn og vill endilega fara aftur á svona mót. Drengirnir eru líka farnir að æfa körfubolta og fíla það vel.
Bjölli á skákmótinu

Um daginn skelltum við okkur á sýningu með Elmo og félagum úr Sesame street. Gússý er mikil Elmo fan og fílað gellan showið mjög vel. Að öðru leyti er stúlkan ansi hress, talar alltaf meira og meira bæði á ensku og íslensku. Einnig fílar hún mjög vel að eiga fjóra foreldra sem snúast í kringum hana.
Gússý á vetrarhátíð í leikskólanum

Bo fór back to the old country um miðjan Janúar og er tappinn væntanlegur 6 febrúar. Það er því búið að vera svolítið ójafnvægi í heimilishaldinu, tvær geðhjúkkur vs. einn kennari, hjón vs. einstaklingur, tvö leg vs. einn kall (að vísu með leg) við lifum þetta af en það verður gaman þegar sá gamli kemur aftur.

Kallarnir í góðu sprelli

Framundan eru skemmtilegir tímar, á mánudaginn kemur Gunna flugfreyja í viku heimsókn, svo kemur Bo, afmælið hans Bjölla, stelpurnar stefna á NY ferð í byrjun Mars, svo fara Geðfrúin og The dude til Íslands í tvær vikur (26 mars til 12 april) í fermingu hjá Árný frænku, það á eftir að vera gaman. Einnig er planið að læra meira og meira. En það er víst málið með þessu öllu ekki satt.