Jun 26, 2008

Andríki-annríki

Tíminn líður ansi hratt hérna at the old country. Erum að sigla inní 1 1/2 mánaðarveru hérna og enn er allt OK, ótrúlegt dæmi. Það er búið að vera nóg að gera hjá öllum Kortmeðlimum. Geði kann vel við síg í nýja djobbinu í Bushlandi, nóg af andlega veiku fólki þar sem þarf hjálp, við erum ánægð með kappann.

Góðu fréttirnar eru þó þær að G-Kort kemur til Íslands 18 júlí nk. og verður hér til 3 ágúst.
Restin af Kortfamilíunni hefur haft í nógu að snúast síðan Gilli fór, fyrir utan vinnu og annað hefðbundið stuff, þá er búið að fara í tvær sumarbústaðaferðir með góðu fólki, útskriftarveislur hjá kláru liði, víkingahátíð x2 sem var bara cool sérstaklega fyrir B-Kort, Heiðimerkurgrill, og góð matarboð.

Stefnan er svo að fara vestur 18 júlí og dvelja þar í góða viku og fara svo ennþá vestar eða til Aðalvíkur með Mosfellsbæjarliðinu. Spennandi verður að sjá hvernig við lifum af bæði síma og netleysi í einhverja daga. Í versta falli verða málin rædd.

Annars fjárfestu Kortarar í Smart síma frá Tal um daginn, sem virkar þannig að hægt er að hringja í okkur til USA á sama price og ef hringt er í annan heimasíma á Íslandi.. Þokkalega góður díll þar. Númerið er 4960978


Sætasta Kortið í sveitinni
B-Kort að slást við alvöru víking á víkingahátíðinni

Jun 7, 2008

Kvennapower

Fyrsta vika í aðskilnaði er að klárast og Kortarar halda áfram ótrauðir, við hljótum að lifa þetta af enda hamingjusöm með eindæmum. Búin að vera annasöm vika fyrir alla. Geði að aðlagast nýja jobinu og frúin að öðlast innsýn í líf einstæðra foreldra, tökum hattinn af fyrir þeim.

Annars var Geði ekki lengi einn í Ameríku, þessa helgina er Arnór í heimsókn og í næstu viku er von á Þóri crazy a.k.a vinnumanninum úr Mosó Írisar guðmóðurs manni. Það er svona brokeback mountain fílingur þarna hjá öllum köppunum in the states.

Í dag var hinsvegar ansi góð stemning á Íslandi í kvennahlaupinu góða þar sem Geðfrúin, ásamt familíu og vinum skemmti sér vel. Mikilvægt að vera í góðum félagskap þar, sérstaklega stóð uppúr að doktorsfrúin, bráðum the doktor sá sér fært að mæta, því miður náðust bara myndir af börnunum þar en við munum þetta. Við þökkum kærlega fyrir gott og blautt hlaup.

Hin fjögur fræknu í góðum fíling eftir hlaupið