Aug 31, 2007

Fæðingarorlofslok

Já, Adam var ekki lengi í paradís. Fæðingarorlof Kortfamilíunnar er brátt á enda. Skólinn byrjar á fullu á þriðjudaginn og þá þýðir ekkert rugl. Annars sjá Korthjón fram á rólega haustönn svona miða við það sem á undan er gengið. Geðið verður í verknámi tvo daga í viku og af og til í tímum á campus. Frúin getur því mætt í tíma á meðan Geði og Ágústa lilla chilla heima. Björn Kort verður í nýja pre-kindergarden skólanum sínum og þar á dúddi pláss frá 6:30 am til 6:30 pm. Við höfum þó ekki hugsað okkur að fullnýta plássið þar, væri gaman að sjá drenginn af og til. Ágústa á svo pantað pláss í sama leikskóla í janúar 2008. Veturinn leggst vel í Kortara. Það verður nóg að gera námið er spennandi og svo eru góðir gestir væntanlegir. Næsti gestur amma pönk er væntanleg 12 sept nk.
Komandi helgi er laborday weekend hérna í US and A. laborday er á mánudagi og því frí. Á dagskrá er chill og aftur chill, matarboð á laugardaginn og state fair á mánudag í góðum félagsskap.
Annars eru Kortarar í skýjunum yfir nýju litlu dömunni sem María og Baddi prodúseruðu. Sendum hamingjuóskir og mjólkurstrauma þangað.

Aug 22, 2007

Maður er manns gaman

Góðir gestir eru farnir. Seinustu þrjár vikur hafa verið ansi gestkvæmar hjá Korturum, sú fyrsta sem kom og fór var engin önnur en frú Íris Björg. Það var svo sem vel við hæfi að hún væri sú fyrsta til að hitta Ágústu Kort þar sem Kortarar með hjálp æðri máttar hafa valið Írisi sem guðmóður Kortstúlkunar. Við höfum fulla trú á að Íris eigi ekki eftir að klúðra því hlutverki sem guðforeldrar hafa, að bera ábyrgð á andlegu og trúarlegu uppeldi barnsins.
Kortarar þakka Írisi fyrir heimsóknina, það var einstaklega gaman. Þó svo heyrst hafi að Þórir sökum gríðarlegar söknuðar hefði verið hálfur maður á meðan.

Guðmóðirin og Ágústa Kort í góðum andlegum fíling


Næsti hópur sem fór var Hafnarfjarðargengið eins og það leggur sig ( já, engir Garðbæingar lengur þar sem the Costanza´s hjónin eru flutt á Vellina). Minnsta familía á Íslandi lifði sem sagt af Cabin feverinn. Sú ferð var bara góð, gott chill með strönd, kanóum, veiðiferðum, kæjökum, ilmolíum og góðum móral. Stemmingin á þessum cabin stað var mjög svo hippaleg og þægileg. Minnti Kortfrúna helst á góðan Kristjaníufíling, þar sem fólk sat úti við og spilaði á gítar eða önnur hljóðfæri. Mjög gaman. Næsta ferð the Costanza crewsins er áætluð jólin 2008 til Florida.


Kortarar þakka Hafnarfjarðargenginu a.k.a the Costanza crewið mínus Kortfamilía fyrir vel heppnað tveggja vikna frí þar sem við gátum öll tíu búið saman án þess að einhver yrði lamin. Góður árangur þar á ferð.

The Costanza crewið mínus Björn Senior, við cabininn góða

Nú er Kortfamilían ein í kotinu en það verður ekki lengi þar sem haustdagskráin er vel bókuð af góðum gestum. Sumir að vísu, nefnum engin nöfn, hafa ekki en séð ástæðu til þess að heimsækja nöfnur sínar hérna í kanaríki en við erum vongóð um að þar verði breyting á.

Aug 11, 2007

Sumarfrí

Sumarfrí/fæðingarorlof (að vísu bara hálft með kveðju frá fæðingarstyrksbatteríinu, Thanks for all the fucking fish) Kortfamilíunar er hafið. Formlega hafið vei vei. Á Kort mansioninu hefur verið gestkvæmt og góðmennt. Nú eru senior hjónin á Völlunum a.k.a. the Costanza's í heimsókn hjá Korturum. Seinustu dagar hafa því farið í Macys eyðslu, chill og góðan mat. Á morgun er svo planið að keyra norður í cabin hérna í Minnesota þar sem stór familían (nota bene minnsta familían á Íslandi, 10 einstaklingar með öllu) mun eyða vikutíma saman. Áhugavert hvernig cabin fever fer í liðið, án TV, internets og annars sukks. Kemur í ljós eftir viku! Biðjum að heilsa þangað til...

Aug 3, 2007

Stóri bróðir

Björn og Ágústa í góðum fíling
Kortfeðgar að baða Kortdömuna

Aug 1, 2007

Andlega gestkvæmt

Við erum með góða gesti hér at the Kort mansion. Íris Björg a.k.a guðmóðir Ágústu Korts og Ásthildur a.k.a guðmóðir Björns Korts og Birgir mávur + börn hafa dvalið hér síðan á laugardag í góðum fíling. Guðmæðurnar hafa að sjálfsögðu verið uppteknar við að kenna Kortbörnunum góða kaþólskasiði, enda eru þær kellur ábyrgar fyrir andlegu uppeldi barnanna. Á milli bæna og bíblíulesturs hafa guðmæðurnar og þeirra fylgifólk einnig dýrkað mammon. Við fyrirgefum þeim það, ekki við öðru að búast þegar fólk er statt í mekka materialismans hérna í Bushlandi og það í sjálfri verslunarborginni sem Minneapolis er.
Íris hefur verið tilnefnd af Kortmeðlimum sem efnilegasti shopper ársins, ekki slæmur titil þar.
Fyrir utan bænir og shopperí þá eru allir hressir, Ágústa Kort er hress og stendur sig vel í nýjum heimi, farin að þyngjast vel, enda gerir barnið ekkert annað en að sofa og drekka. Gott líf þar.
Kortarar þakka vel fyrir allar flottu sængurgjafirnar, þær munu vafalaust koma að góðum notum.
Nýjar myndir eru svo væntanlegar. Over and out.