Jan 26, 2009

"Worse things happen at sea, you know..."

Seinustu mánuði höfum við hjónin staðið okkur að því að láta þetta komment nægja þegar fólk spyr um ástandi back at the old (hopefully new) country



Stórkostlega vanmetin setning í crisis intervention bransanum

Jan 18, 2009

Góður fílingur

Ný og góð vika er að hefjast hérna í landi hina glöðu og frjálsu, þessi vika fer niður í sögubækurnar það er alveg á hreinu, nú fara hlutirnir að gerast. Kortarar ásamt ógeðslega mörgum öðrum bíða spennt eftir þriðjudeginum, þegar Obama og co taka málin í sínar hendur. Það getur ekki klikkað.

Vorönn háskólans byrjar líka formlega í þessari viku og þá fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru. Reynslan hefur sýnt okkur það að besta er að hafa sem mesta að gera á vorönnum til að aftra því að heilinn frjósi. Þessi vorönn er því þéttskipuð kúrsum, rannsóknarvinnu og internshipi. Internshipið er hluti af náminu og felst í því að frúin sér um inngangsnámskeið í tölfræði hérna við skólann, gellan er skráð fyrir námskeiðinu sem instructor og sér því um kennsluna og allt hitt stuffið, sem þýðir cool reynsla og hærri laun.

Annars var köldustu viku vetrarins að ljúka en kuldinn fór niður í -31 til -35 celsíus. Svalt það. Kortarar fagna því að sjálfsögðu að þessi vika sé liðin, þó von sé á nokkrum kuldaskeiðum í viðbót. Vonum að það fari að hlýna eftir 6-8 vikur, fram að því verður bara unnið og lært eins og mar eigi lífið að leysa.

Jan 12, 2009

Tíu-Zhen-Tien-Ti-DECEM-Dix---Ár

Já, Hvorki meira né minna, í dag eru tíu ár síðan Geði lagði frakkanum, ákvað að sýna samborgurum sínum virðingu og leitast við það að hjálpa þeim sem það vilja. Tappinn sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Víst er að hlutirnir væru örlítið öðruvísi ef Gillinn væri enn í frakkanum, Kortfamilían væri til að mynda ekki til.

Á þessum áratug hefur margt gott átt sér stað með ákvörðun tappans. Kortarar og vinir óska Geða innilega til lukku með daginn, loksins fylllir hann í tuginn, þó svo hann hafa alltaf talað þannig. Palli úr Garðabænum fagnar líka í dag tólf árum og það kætir alla líka... þar hefur eitt rými fyrir austan verið sparað ásamt svo mörgu öðru...
Haldið áfram dúddar, 2013 verður haldið uppá sameiginleg þrjátíu ár..