Dec 31, 2008

2008 Áramótaannáll Kort Fjölskyldunnar

Nú þegar við setjumst niður að skrifa þetta ágrip hér í sólskininu í Flórída er víst að þetta var athyglisvert ár fyrir Kort fjölskylduna sem og aðra Íslendinga.

Síðasta vorönn ætlaði ekki að enda. Frosthörkurnar hér voru fáranlegar, þannig að geði ávann sér mikla virðingu hermannana sem hann var að gera klaufalegar tilraunir til að hjálpa við það að leggja í eins klukkutíma hjólreiða túr í veðrinu. Viðurkenningar „nod“ frá mönnum sem sem tóku tvo túra í Nam segir allt sem segja þarf. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig til að sanna karlmennskuna þegar maður er kall hjúkka.

Aujarinn var formlega tekinn inní doktorsnámið á vormisserinu og tók í kjölfarið á því einhliða ákvörðun um að sinna ekki heimiliverkum eftir það „enda sæmir slíkt ekki doktors kandídat“ með orðum námsmannsins.

Vallarsettið kom með hækkandi sól og góðu gengi í lok apríl. Gáfu fátæku námsmönnunum mat og flíkur, þakkir fyrir það. Guðmóðirinn a.k.a Britney kíkti svo í stutt stopp og skellti sér í einn góðan 10 km Lake Calhoun hring.
Því næst var komið af útskriftinni hans Gilla, þar fengum við einstaklega góða gesti þegar Baunin, frú og JR komu og samfögnuðu auk ömmu pönk. Kallinn varð því formlega orðinn sérfræðingur. Sem kom fáum á óvart enda maðurinn alltaf talað sem slíkur, óháð málefninu. „Nú er akademían loksins búinn að viðurkenna það sem ég vissi alltaf" var haft eftir honum, enda hógvær með eindæmum. Þess má til gamansgeta að gilli var EKKI nakinn undir útskriftarkirtlinum þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Ekki minna tilstand var í kringum útskrift Bjöllarans úr pre-kindergarten, og hanga nú prófskírteini beggja uppá gesta baðherbergi Kortaranna. Geði hefur unnið síðan 1sta júní á CUHCC ,og orðið sér útum tilskillin prof og réttindi til að skrifa út lyf, greina geðsjúkdóma og veita einstaklings og hóp þerapíu í Minnesotafylki.

Um vorið var kíkt á klakann. Auja og krakkarnir urðu svo eftir, meðan Geði geðaðist í Ameríku. Sumarið var því býsna undarlegt fyrir þessa samheldnu fjölskyldu. Nóg var að gera á Íslandi að sjá aðra og sýna sig. Reyndar gerðist eðaldrengurinn BK heldur drýldinn um stund og Auja fór á Flexeril vegna þrálátra krampa í kjálka eftir tvær vikur heima. Á meðan tók geði móti Arnóri a.k.a Samskiptakónginum og svo Þóri a.ka. the old guy or "Óðalseigandinn" útí í Minnesota við góðan orðstír. Sérlega reyndist óðals eigandinn vinsæll og heyrist enn hvar sem hann fór „where is Thor“? Enda ekki á hverjum degi sem Séð og Heyrt stjarna kemur til fylkis hinna 10 000 vatna.

Kortfamilían naut þess vel að vera back at the old country, nóg var um glæsileg matarboð, þar sem íslenskur matur var í fyrirrúmi. Má reikna með að Kortarar hafi 2-3 rollur á samviskunni eftir það sumar. Kortarar sameinuðust again í lok júlí þegar hluti crewsins skellti sér í hið víðfræga Vesturgötuhlaup fyrir vestan. Þar var gaman, eyddum við tveimur góðum vikum fyrir vestan annarsvegar í Bolungarvík með stórlandeigandanum úr Garðabæ, pungnum honum Pálli og Co og svo hinsvegar hinum óðalsbónandum úr Mosó Þóri og co á einum af landareignum þeirra, á Hornströndum. What happens in Hornstrandir stays in Hornstrandir.

Í ágústlok sameinuðuðust svo Kortarar aftur í Minneapolis, vinna og skóli tók aftur við. Í septemberlok “Pre-krepp“ fengum við gesti eins og Kristínu Geð-hjúkku og Axis II Allý í heimsókn. Geðhjúkkurnar og frúin skelltu sér á Sigur rósar tónleika. Skemmtilegt.

Svo fór allt í fokk... Frúin skellti sér í 10 mílur í Minneapolis meditronehlaupinu, gaman. Svo fór allt í meira fokk, Gilli sveiflaðist smá og vildi fara niður í Landsbanka, banka fólksins og „hálsbrjóta einhvern“. Um svipað leyti kíkti Unnur námsráðgjafi, ektakonan hans Palla úr Garðabænum á okkur, ekki veitti okkur af hennar ráðum og peppi. Eins skemmdi hálfa lambið ekki fyrir.

Haustönnin einkenndist þó mest af mismiklum veikindum hjá Kortmeðlimum, misharkalegar ælupestir komu þar mest við sögu. 6 nóvember fyllti Geði uppí þrjá tugina, Korthjón fögnuðu þeim áfanga með þvi að bíða í 5 tíma á ER, í boði Geðfrúarinnar, já gæinn er ekkert að djóka með það að vera heilbrigðisstarfsmaður. Allt fór þó vel að lokum og frúin óðum að jafna sig.

Í lok nóvember eða thanksgiving var San Franscisco borg sótt heim, það var gaman, Alcatraz jailið stóð þar helst uppúr ásamt því að hitta Miles og familíu.
Haustönn 2008 er lokið hjá Korturum, BK þarf ekki að eltast við kúrvuna og telst þvi vera í góðum málum í skólanum sínum, hefur gæinn meðal annars vakið eftirtekt í skóladagheimilinu fyrir góðan húmor, hvaðan sem hann kemur. Seinustu dagar 2008 hafa verið heitir og þægilegir hérna í Florida, stendur þó mest uppúr að Kortarar eru með fjölskyldu sinni, eða hluta hennar.

Árið 2009, á eftir að vera spennandi. Hvað verður er óljóst. Næstu tveir, þrír mánuðir fara í það að lifa af kuldan í freezy Minnesota. Um miðjan febrúar er svo von á Mary Poppins frá Akureyri til að hugsa um Gússý lillu. Geði verður í vinnu til 1 júní, hvað verður eftir það er óráðið. Allt er opið, Kortarar eru eins og áður til í allt nema karókí og fyllerí.
Hvað sem öllu líður þá senda Kortarar, vinum og fjölskyldu þakkir fyrir árið 2008 og ósk um gleðilegt nýtt 2009 ár. Þið eruð öll OK og vi elsker jeres aller....

Kortarar í góðum fíling í San Francisco, með Miles

Dec 22, 2008

Florida chilling

Kortfamilían chillar nú hérna í Florida ásamt Vallarsettinu og hafnfirðingunum hressu. Erum búin að vera hérna síðan á föstudag og þetta lofar góðu. Erum í svaka flottu húsi með sér sundlaug og fjórum baðherbergjum. Þjáumst af valkvíða þegar kemur að salernisnotkun, já lífið er ekki einfalt.

Í gær skelltu Geð-frúin og endalausa kærustuparið sér til Jacksonville til að taka þátt í hinu árlega Jacksonville Bank 1/2 marathoni, það var ansi mikið fjör. Eitthvað misreiknuðum við vegalengdirnar en Jacksonville er í þriggja tíma fjarlægð. Því var vaknað kl 3 um nóttina og hleðsla a la Ásthildur a.k.a EAS girl, sett í gang. Á meðan þessari 284 km keyrslu stóð (one way), sem var styrkt af EAS, var gúffað í sig, allskonar orkudrasli og öðru til að gíra sig upp fyrir átökin og eins til að vinna á móti svefnleysinu og jet laginu góða. Anyhow, allir hlupu og kláruðu sem var bara gaman. Þó svo hleðslan hafi farið misvel í suma (sjá mynd neðar).

Sunnudagurinn fór því í 3 tíma(hleðslu)keyrslu+21 km hlaup (character)+3 tíma heim(recovering)keyrslu+15 min bunker = sirka 9 tímar með öllu. Eftir á að hyggja þá reiknuðum við aldrei með keyrslunni hjem. Erum alltaf í núinu. Hlaupið var þó keyrslunnar virði.... character

Planið næstu daga er að chilla meira, spila tennis, halda jól, fara í bíó, fara í Disneygarða, chilla í sundlaug, sumir í sólbað, lesa (ekki skólabækur) og chilla og sofa og sofa og hlaupa... já lúxuslíf hérna hjá okkur í Florida. B-Kort sprangar um komando og ber að ofan því eins og hann segir sjálfur þá er svo heitt hérna að auka föt eru algjör óþarfi. Flottu frænkurnar dekra við litlu Ágústu Kort og fílar daman það vel. Allir eru góðir við Geða lilla sem hefur ekki tekið frí í milljón ár og er því nýliðinn í hópnum. Að öðru leyti er þetta snilld, söknum þó Draumsins góða sem hefur alltaf verið með Korturum um jól... sendum jólakveðjur til jólastráksins okkar.


Að loknu hlaupi, síþreyta frúin og Birgir Mávur í spandexinu, sem myndi slá í gegn í San Francisco
Frúin að loknu hlaupi með hleðsluna góðu, keppnispokarnir voru þokkalega vatns (ælu)heldir (character).

Dec 17, 2008

semesters-lok

Loksins er hélvítisönnin búin! Frúin er svo þreytt að hún íhugar sterklega að breyta um starfsvetttvang og sækja um í póstinum, þvílík hvað það starf er sniðugt, hreyfing, útivera og ábyrgð allt milli 9 til 5. Já, mar veit aldrei. Anyhow planið var að vinna áfram að pre- dissertation verkefninu þessa vikuna en nei, kraftarnir eru búnir. Það verður því ekki meir lærdómur fyrir en á næsta ári.

Helgin var samt góð, Kortarar skelltu sér í jólabakstur á laugardag og svo var það jólaball á sunnudeginum hjá íslendingafélaginu hérna í Minnesota. Góð stemning þar. Gilli geð komst því miður ekki á ballið því kalli tók uppá því að byrja að æla nóttina áður.
Þessi haustönn fer niður í sögubækurnar sem æluönnin mikla. Því samkvæmt okkar útreikningum hafa seinustu 6 helgar farið í ælupestir eða annan eins skít hérna hjá Korturum. Í staðinn fyrir að taka þetta öll út á sama tíma þá dreifum við þessu yfir helgarnar, ótrúlegt alveg hreint. Heilbrigði heilbrigðisstarfsmaðurinn vill meina að Ágústa Kort sé sökudólgurinn að öllum þessum umgangspestum sem hingað rata, þar sem hún nær sér í þetta á leikskólanum. Litla Gússý.

Annars bíðum við bara geðveikislega spennt eftir því að yfirgefa Minnesota og chilla í Florida næstu tvær vikurnar, með Vallarsettinu og hinum hafnfirðingunum... en minnsta familía á Íslandi ætlar enn og aftur að endurtaka leikinn frá ágúst 2007 og skella sér í frí sammen. Sorgartíðindin eru þó þau að la Dream verður fjarri góðu gammi því einhver verður að vera back at the old country að berjast við erlendu lánin. Honum verður sárt saknað.

Vonandi náum við að hlaða batteríin vel í hitanum í Florida, annars er ekki von á góðu fyrir okkur hérna í frezzy Minnesota, þar sem mælirinn sýndi -22 C í gærmorgun.

Dec 11, 2008

Foreldrahæfni

Korthjónin hafa ákveðið að segja sig úr hinni árlegu parents of the year keppninni sem er alltaf í gangi hérna í USA, ástæðan er ekki sú að við óttumst tap, hroðalegt tap eða eitthvað þannig, nei nei. Við notum cultural differences spjaldið hér.

Málið er að við höfum tekið eftir því hjá öðrum foreldrum hérna í kanalandi að það er eins og það sé ákveðin offjárfesting í blessuðum börnunum hér. Þessi barna offjárfesting hefur mikil áhrif á allt sem snertir börnin, skóla og leikskóla sérstakleg. Þannig er til að mynda mikið lagt í það að barnið sé einstaklega gáfað, sé því byrjað að lesa um 3 ára, og allt það. Sem dæmi þá hefur Ágústa litla verið að fylga eigin lesson plani á leikskólanum síðan hún var 6 mánaða og núna er verið að reyna kenna gellunni stafi, nota bene stúlkan er 17 mánaða.

Foreldrakeppnin snýst þó ekki bara um getu barnanna. Heldur hversu mikið foreldrarnir geta tekið þátt í allskonar sjálfboðastarfi og öðru á vegum skólana og svo er auðvitað mikilvægt í þessu öllu saman að lúkka vel. Dæmi um það er að eftir hvert afmæli þá er sent út þakkarkort (sem er bara fallegt), þar sem afmælisgestinum er þakkað fyrir komuna og gjöfina og svo fylgir mynd af afmælisbarninu með fokking gjöfina.... við erum að tala um kannski 20-30 afmælisgesti, gjafirnar eru opnaðar eftir á hér.

Það sem fékk þó Kortfamilíuna til þess að hætta keppni þetta árið er að skólinn biður reglulega um fjölskyldumyndir sem notaðar eru í föndur og annað. Þar sem við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í fjölskyldumyndum seinustu árin, er ekki mikið í boði. Því sendum við hina árlegu fjölskyldumynd sem tekin var af okkur í Chicago seinustu jól. Eitthvað hefur myndin ekki þótt falla innan þess sem kallast family photo í skólanum hans B. því myndin fékk ekki birtingu. Nú hanga því verkefni allra nemenda, nema B. Korts, með fjölskyldumyndum á veggjum Lake Harriet skólans.

Við teljum myndina góða og lýsandi fyrir Kortfamilíuna en líklegast hafa faðmlög Geða og Draumsins ekki fallið í góðan farveg... og svo gæti vel verið að B-Kort hafi toppað það með því að segja að gæinn í miðjunni gangi undir nafninu the Dream.


Kortfamilían

Dec 4, 2008

post thanksgiving

Kortfamilían kom aftur til Minneapolis aðfaranótt mánudags, smá munur að koma frá sunny kaliforníu og hingað til minnesota. Veturinn er kominn og mælirinn sýnir - í celsíus, já já við erum vön þessu erum nú að hefja þriðja veturinn okkar hérna í frezzy minnesota, ótrúlegt hvað tíminn líður. Ef þetta drepur okkur ekki þá styrkir það bara.

Það eru rétt 15 dagar í jólafríið, here we come Florida. Allir rosa spenntir, B-Kort þá sérstaklega því gæinn ætlar að vera í stuttermafötum (eins og hann kallar það) allan tímann þar syðra. Korthjón ætla að njóta þess að vera í fríi, engin verkefni, engin skóli, engin vinna.. bara frí. Ljúfar stundir.

Annars gengur vel hjá öllum, Gússý útskrifaðist um daginn (kaninn er rosa mikið fyrir útskriftir, liðið er alltaf að útskrifast úr einhverju). Gellan er sem sagt ekki lengur á ungbarnadeildinni, er núna komin í toddler room sem er með börnum frá 16 mán til 24 mán. Að okkar mati eru bestu fréttirnar að leikskólagjöldin lækka um 50 dollara á viku við þennan flutning, já við borgum dýrustu leikskólagjöld í heimi... og í dag þegar krónan er fokked þá hljómar þetta ansi illa, t.d. í nóv fóru um 1700 dollarar í leikskóla og skóladagvistunargjöld. Leikskólagjöldin hennar Gússý eru hærri en full skólagjöld við háskólann, sem er auðvitað bara fáránlegt. Anyhow, þjónusta á leikskólanum er til fyrirmyndar og það erum við ánægð með ;)

Aðrar góðar fréttir eru þær að kella fékk nafnið sitt birt í virtu statistics education tímariti um daginn ásamt leiðbeinanda sínum, að vísu ekki grein en birting engu að síður, einhverstaðar verður maður víst að byrja.

B-Kort í stuttermafötum og Miles á thanksgiving í San Francisco.