Nýtt ár enn og aftur, Við
bjóðum árið 2014 velkomið.
Árið
2013 var hið ágætasta ár fyrir the Kort family, og það verður áhugavert að sjá
hvað 2014 færir okkur.
Eftirfarandi
er það sem helst stendur uppúr á árinu hjá okkur greint eftir þemum en ekki
tímaröð þó:
Nám og
störf:
Kortahjónin
kláruðu doktorana sína 2012 en Gilli ákvað að bæta við sig réttindum í
barnageði og þurfti því að setjast aftur á skólabekk, að vísu ekki í fullt nám
en bættist samt ofan á 100% vinnu, já akkúrat þannig er það í ameríku, vinnan
göfgar manninn og allt það shit. Hann kláraði kvekendið um jólin og mun því
ekki læra neitt meira, aldrei aftur; þartil næst...‘‘no more school for you‘‘
Björn
Kort kláraði 4 bekk og byrjaði í 5 bekk. The Dude sem hefur mikinn áhuga á
samfélagsfræði heldur því fram að the public school kenni börnum ekki neitt, og
að öll hans vitneskja sé tilkominn frá sjónvarpi eða internetinu en drengurinn
hefur m.a. óbilandi áhuga á documentaries um kalda stríðið og samsæris-kenninga
Youtube myndböndum ýmiskonar. Gússí kláraði kindergarten og er því komin í 1
bekk, gellan er loksins farin að sjá gróðan í því að kunn að lesa. Hún ætlar
sér að vera horserider, singer eða lögga þegar hún verður fullorðin. Hellarinn
hélt áfram í leikskólanum og fílar það bara vel, eitthvað var kvartað yfir því
að drengurinn væri ekki að fylgja fyrirmælum nógu vel. Meðan hann sefur og er
glaður þá erum við ánægð með hann J.
Uppáhaldsorðin hans eru ‚‘‘mine‘‘og ‚‘‘cars‘‘ and any combinations
thereof.
Korthjónin héldu áfram að kenna við University of Minnesota þetta árið. Teymið
hans Gilla fékk svaka stóran styrk þannig að nóg var/er að gera hjá honum.
Eftir mikla umhugsun þá réð Auja sig í vinnu hjá háskólanum á Akureyri sem
kennsluráðgjafi í fjarkennslu, það eru því von á miklum breytingum hjá
Kortfamilíunni árið 2014.
Fjölskyldan
og ferðalög:
Í
janúar var farið í hina árlegu New York kvennaferð og svo skellti Gilli geð sér
í fimm daga ferð to the Boundary
Waters. Þar skellti kappinn sér m.a. í finnska saunu með vinum sínum í 20 stiga
frosti og bar eldivið um skóga Minnesota af svo milum móð að hann öðlaðist viðurnefnið
´´The psychotic horse‘‘ frá innfæddum. Kortarar voru mest heima við þangað til í
júlí þegar BK skellti sér til Íslands og svo þaðan á first class með afa Bjössa
til Rotterdam til að hitta Brit og Co. Rotterdamborg tók vel á móti the dude,
watertaxi, og Euromastið stóðu þar uppúr. Eftir að Bjölli kom aftur til the US
and A, byrjaði hið semi-annual road trip Kortfamilíunar. Í þetta sinn var
ákveðið að keyra East cost, fyrst var keyrt til DC með stoppi í Pittsburgh og
Akron, Ohio til að skoða hús Dr. Bob. Nokkuð öflug reynsla að sitja í eldhúsinu
hennar Anne (such were the times) og ímynda sér samræðurnar sem hafa átt sér
stað þar og eru endurteknar á hverjum degi í eldhúsum útum öll Bandaríkin. Á
leiðinni til DC ´´kíktum´´ við í skemmtilegt kaffi til West Virginia til
Álfgeirs og Önnu. Við dvöldum nokkra daga í DC þar sem þrammaðir voru helstu
túristastaðirnir. Kortarar skoðuðu Capitolið og dáðust að hugsjónunum sem Ameríka
var byggð á, ‚‘‘E pluribus Unum‘‘ og allt það, Björn Kort benti nú á að
eitthvað hefði klikkað á að framkvæma sumar þeirra og áttu foreldrarnir erfitt
með að þræta fyrir það. Einnig hittum við Okan og Jihoon gamla samnemendur Auju
úr doktorsnáminu. Eftir DC var brunað til New Jersey til vina okkar Jimmy og
Amy þar sem við dvöldum í nokkra daga í sérlega góðu yfirlæti. Næst var planið
að líta yfir til NY með aðsetur hjá Jimmy og Amy í NJ, en vegna einstakrar
gestrisni Möggu, Egils, Péturs (og Marðar) gistum við á Manhattan líka. Það
gengi er einstaklega skemmtilegt og ákváðu Kortarar að eltihrella þau næstu ár
þar til öll gleði er kreist úr þeim. Í NY hittum við enn fleiri vini, Beggu
Gísla og Sigga, Snorra og Lydiu, og Torfa Frans og Bryndísi. NY var klárlega
hápunktur ferðarinnar. Kortarar eru endanlega sannfærðir eftir ferð sína að
persónuleg sambönd og tengingar eru einu auðæfin sem vert er að safna í þessum
falska heimi: Kortarar eru vellauðug fjölskylda. Á leiðinni heim stoppuðum við
og átum donuts í Stepping Stones, heimili Bill W til margra ára. Fyrir okkur í
leynifjelaginu var þetta eins og að koma heim.
Gilli
skellti sér á hjúkkuráðstefnu á Íslandi í september í viku með Kristínu, í
þetta sinn var hann ekki jetlagaður í rugli, á meðan Stína stuð samkjaftaði
ekki í 5 daga, Gilla til sérstakrar ánægju og yndisauka. Auja fór svo heim til
Íslands útaf nýju vinnunni í október, and´´kicked ass and took names.´´
Í byrjun desember,ágerðust veikindi ömmu
Möggu hratt og fór svo að hún kvaddi þennan heim 7 des sl. Gilli var þá á
leiðinni heim og kvaddi mömmu sína í fallegri kaþólskri messu í gamalli kirkju í Boston. Nokkrum dögum
seinna fór restin af Kortfamilíunni (–Helgi Kort) til Íslands til að kveðja
ömmu Pönk. Hún lifir í minningunni sem einstök amma, sem alltaf var til í
tuskið, og var góð fyrirmynd Korturum í að rækta samskipti og tengsl og
þjónusta guð og menn. Í kringum 400 manns kvöddu Ömmu Möggu í fallegri athöfn í
Árbæjarkirkju sem bar lífi hennar falleg vitni:
Lífsins kynngi kallar
Kolbítarnir rísa
upp úr öskustó
Opnast gáttir allar,
óskastjörnur lýsa
leið um lönd og
sjó.
Suma skortir verjur og
vopn að hæfi,
þótt veganestið
móðurhjartað gæfi.
Hverf ég frá þér, móðir
mín,
en mildin þín
fylgir mér alla ævi.
(Ö. Arnarson)
Tónleikar
og aðrir viðburði:
Sáum
Book of Mormon. Fórum á Sigur Rós og Mumford and son tónleika, sem voru báðir
geðveikir. Skelltum okkur á NBA, NFL og college football leiki. Kortfrúin fór á
sinn fyrsta NFL leik og unnu Víkingarnir þann leik, surprise, surprise. Fögnuðum
St. Patricks day með sambýlinu og góðu prestshjónunum úr Kópavogi (sem by the way er sárt
saknað) og vorum með í Murder
mystery leik á vegum íslendingafélagsins, good times.
Gestir
á árinu:
Það
var ekki eins mikið um gestagang þetta árið hjá Kortfamilíunni því Brit og co
fluttu til Rotterdam þannig að stelpurnar komu ekki þetta sumarið. Fyrsti gestur þetta árið kom ekki fyrr en í maí
þegar Páll mætti í stutta en afkastamikla vinnuferð, takk fyrir það Páll
(kaffivélin er samt ennþá biluð Palli). Svo í júlí fengum við góða gesti frá
New Yorkborg þau Möggu Vaff, Mörð, Maríu og Egill. Næstu gestir þar á eftir
voru svo Vallarhjónin, Daði Gilla brósi og Hilmar frændi Gilla litu við í
nóvember til að keyra nýja/gamla bílinn hans Daða til Maine. Lovísa og Jósi
eyddu svo jólunum með okkur í góðum fíling fyrir utan heiftarlega magapest sem
herjaði á Ewing mansionið. Maður
er manns gaman og eins og alltaf þá var rosa gaman að hafa gesti. Kortarar munu
í nýjum heimkynnum sínum halda í þá hefð að hafa opið og örlátt heimili og láta
gestum sínum líða eins vel og andlegt ástand þeirra býður uppá hverju sinni :)
Annað
merkilegt sem átti sér stað á árinu
- Lifðum af einstaklega snjómikinn
vetur
- Tókum þátt í kosningum og héldum
kosningavöku
- Unnum og unnum at the U
- Auja, Begga og Kris tóku þátt í íslenskum
göngu/hlaupahóp frá janúar til júní.
- Auja kenndi einn kúrs við community college, go Greendale
- Tókum þátt í því að halda fyrsta kvennahlaup ÍSÍ í Minneapolis.
- Börnin æfðu ballet, soccer, og
sund
- Skoðuðum Amish byggð í South Minnesota
- Auja byrjaði í Crossfit eftir að Gilli
byrjaði í Crossfit. Hvernig veistu hvort einhver er í Crossfit…
- Héldum fourth of July partí
- Hjónin fengu sér Phd tattoo
- Einhver (ir) horfðu áfram á NFL,
og töluðu og lásu um the NFL, go Vikes!
- Fengum flott atvinnutilboð
- Hjóluðum geðveikt mikið þetta árið
- Gússí og Helgi héldu þvílíka
afmælisveislu þar sem töframaðurinn Bo Franz hélt uppi stuði
- Auja kenndi seinustu önnina sína
og sagði upp hjá the U of M
- Gilli fékk iphone 5C
- Keyptum okkur næstum því þýskan
fjárhund, takk Begga
- Héldum Halloweenpartí
- Vorum í flottustu Halloweenbúninum
ever
- Auja og Kris kláruðu hálft maraþon
- Tókum þátt í black friday shopping
í fimmta sinn
- Einhver var “rekin” úr ballet
- Vorum með aðventulestur
- Skelltum okkur á skíð og bretti,
börnin í fyrsta sinn en fullorðnu eftir sirka 13 ára hlé
- Fengum allskonar umgangspestir og annan
eins viðbjóð en lifðum það af
- Keyptum fullt af drasli
- Bökuðum geðveikt margar smákökur,
konfekt, marengs og tvisvar sinnum lagköku ala Addi
- Lifðum af fyrstu vinnandi árið
okkar, húrra húrra
- Margt annað skemmtilegt átti sér
stað sem við annaðhvort gleymdum að taka myndir af eða pósta á facebook,
það átti sér samt stað þrátt fyrir að það gangi gegn öllum
eðlisfræðilögmálum
Árið
2014 kemur hvort sem við viljum það eða ekki. Í byrjun jan er planið að
korthjón skelli sér í skíðaferð up north til Duluth, sjáum hvort það gangi upp.
Víst
er að það verður ár breytinga fyrir Kortara. Fyrirhugaðir eru flutningar á
miðju ári til Akureyrar City, þar sem planið er að setjast að í einhvern tíma.
2014 verður því seinasti Minnesotaveturinn hjá okkur, um að gera að nýta hann
vel. Auja fer til Íslands í sex vikur um miðjan janúar til að vinna á meðan
verða Gilli og Kortbörn í góðum fíling með sambýlinu. Áætlað er að frúin taki tvær vinnutarnir
á vorönn fyrir norðan áður en við flytjum í sumar. Áður en við kveðjum
Minnesota, er von á góðum gestum til okkar: Tommarinn er væntanlegur í Maí. Páll,
Unnur og co koma í júní til að hjálpa okkur að pakka og raða í gáminn, (já,
Palli treystir okkur ekki til þess). Baddi, María og co munu líka kíkja við á
svipuðum tíma. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í kvennahlaupi ÍSÍ, börnin
munu klára skólaárið, og við munum chilla niðrá vatni og hafa gaman með góðum
vinum okkar hérna í fylki 10.000 vatna
Kort familian et al.
óskar fjölskyldu og vinum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir hin gömlu með von
um að hitta eða heyra í ykkur flestum á nýju ári
Sayanora bitches!
![]() |
Kort familían að heilsa uppá Obama |
Flotti kagginn hennar Gússí |
![]() |
Amma Pönk með Bjölla og Gússí |
![]() |
"And thats how I roll" The dude |
![]() |
Halloween 2013 |
![]() |
New York ferð |
![]() |
Hversdagsleg mynd af hjónunum, enn og
aftur stendur Gilli uppí hárinu á feðraveldinu
|