Mar 21, 2007

Mikilvægi upprunans

Hluti af ferlinu að flytja til útlanda með fjölskyldu er að hlúa vel að móðurmálinu, eða eins og einhver kallaði það the mothertongue. Kort hjónin hafa passað að láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að ala B-Kort upp við góð og verðmæt íslensk gildi. Á dögunum eignaðist drengurinn forláta myndasögu bók um víkinga á ensku. Fannst okkur tilvalið að drengurinn fengi þessa bók til að minna á upprunann. Eins gæti hann farið með bókina í leikskólann til að sýna vinum sínum. Ekki skemmdi heldur fyrir að einn víkingurinn í bókinni sem siglir til Íslands til að nema land heitir Björn. Það er ekki að spyrja að því, B-Kort fílar bókina mjög vel og heimtar að hún sé lesin á hverju kveldi. Víkingar vekja áhuga gaursins og þá sérstaklega bardagar og dráp þeirra á munkum. Kort hjónin eru að vonum rosa ánægð með nýfundinn áhuga drengsins á uppruna sínum en kostnaðurinn er mikill. B-Kort, kaþólikkin, er komin á þá skoðun að bænir og annað andlegt hjal borgi sig ekki þar sem setningar eins og the monks are more used to praying than fighting and thus were killed by the vikings hafa sín áhrif. Drengurinn hefur því lagt til að bænahald verði lagt niður á Kort heimilinu og skylmingar teknar upp í staðinn.

8 comments:

Anonymous said...

Eru þið á leið til Íslands 23. mars?
amman

Fláráður said...

ROTFL
tár og allt

Unknown said...

Þar verð ég að vera B-kortinu hjartanlega sammála!

Anonymous said...

Drengurinn er ekkert smá universal tengdur !!! Hann skilur þetta!!
Það er ekki fyrr en síðar sem SAMviska og félagshyggja byrja að þróast og þá fer þetta allt í tóma vitleysu.

En gaman að gráta af hlátri af og til :)

Anonymous said...

Drengurinn er sá langflottasti! Þið eruð yndisleg - ein spurning - getum við gleymt bumbumyndum eða er en hægt að lifa í voninni?

Ally said...

Já skrítið þetta með ofbeldið, nú þegar Björn Kort ólst upp með andlitslausa dúkku og allt það sem á að fegra barnshugann.
Ekki það að það sé nokkuð að því að skylmast annað slagið, jafnvel í staðinn fyrir að biðja. Já því ekki?

Anonymous said...

við skiljum þetta - enda aldrei verið beðnar bænir á þessu heiðna heimili.
erum þó í fermingarundirbúningi fyrir hitt barnið - mr. T skal sko ekki láta sér detta í hug að hann fái sömu þjónustu - verður frekar boðið í bardagabúðir þegar þar að kemur

Anonymous said...

Ég hefði getað sagt honum B-kort þetta fyrir löngu.

Sjálf myndi ég þó velja gamaldags koddaslag fram yfir svona skylmingar.

Megi guð halda áfram að blessa ykkur góða fjölskylda.