Mar 24, 2007

Vorstemmning

Þetta er ótrúlegt, það er hreint með ólíkindum hvað veðrið er fljótt að breytast hérna í Minneapolis. Vorið er komið, liðið er komið í stuttbuxur, Björn Kort er kominn með lit í andlitið og róðraliðið háskólans hefur hafið æfingar að nýju. Við Kortarar fögnum vorinu og í tilefni dagsins þá skellti familían sér í góðan hjólreiðatúr um borgina. Það var 17 stiga hiti á celsíus í kvöld eftir að myrkur skall á. Það er eins og borgin og íbúar hennar hafi allir vaknað í dag, garðurinn fyrir utan húsið okkar var fullur af krökkum og körfubolta-liði og það mátti sjá fólk úti í góðum fíling. Kortfamilían fílar svona stemmingu, nú eru rétt um 5-6 vikur eftir af þessu misseri og því ástæða til að hlakka til. Eins og tíðkast í góðu framhaldsnámi þá eru ekki hefðbundin lokapróf heldur aðeins verkefni og önnur skil. Við sjáum því framá að álagið, þá sérstaklega hjá Geð-Kortinu eigi eftir að minnka til muna í sumar. Það verður hægt að nýta góða veðrið í hjólreiða-og göngutúra. Eins eigum við von á trúlausu guðmóðurinni, ömmu pönk og framsóknardraginu í heimsókn eftir rúmlega 3 vikur eða svo. Í gær kvöddum við góðan fjölskylduvin Kortaranna, Ástgeir a.k.a the night guy. Dúddi flutti aftur heim til the old country. Flutningar milli heimsálfa geta verið erfiðir og því ákváðum við, sem hluta af aðlögunarferlinu, að halda gæjanum í einangrun inni hjá okkur í 24 tíma meðan sólin skein fyrir utan. Já, geðið er ekkert grín, orðinn hokinn af reynslu eftir klíniska námið á CUHCC (Community University Health Care Center) og þaulvanur að kljást við og fyrirbyggja PTSD (áfallastreituröskun). Við vonum að ferðin heim hafi gengið vel. Annars er stórdagur í dag í lífi Kortfamilíunar, fyrir utan veðrið og annað, Jósi, a.k.a le dream fagnar 3 tugum í dag.... þar sem hann er auðvitað minnihlutagaur með meiru, meðal annars örvhentur og fyrrum Votti. Þá heldur maðurinn ekki uppá afmæli (sem er kannski ekki svo slæmt þegar aldurinn færist yfir). Allavegna: Kortarar senda hamingjuóskir til vores lille ven.

4 comments:

Anonymous said...

mr B vilt þú líka fá þér sjóræningjatattú eins og ég?

Anonymous said...

Vorið er líka komið "in the old country"; menn byrjaðir að mæta í peysulausir til vinnu að frjósa úr kulda...

Anonymous said...

Nákvæmlega Arnór, menn eru léttir í lund og klæðnaði og allir að kvefast :)

"En það er a.m.k. lítið um morð hérna"

Anonymous said...

Já það er rétt, lítið um morð en nóg af hori hérna megin á hnettinum, gaman af því, má til með að óska Jósa til lukku með áfangann,
rokk on.

kveðja eva