Mar 8, 2007

Ótrúlegt



Ójá, The Kort family á von á stelpu. Já hérna. Þessu áttum við ekki von á. B-Kort sem hefur talað um barnið sem strák allann tímann var ekki sáttur. Hann er þó allur að koma til sérstaklega eftir að hann fékk settið til að lofa sér öðru barni sem verður þá strákur. Korti-hjónin eru svaka spennt fyrir nýju dömunni. Það er ekki séns að við getum klúðra þessu. Það er nefnilega stundum sagt að það þurfi heilt þorp eða samfélag til að ala upp góðan einstakling og þar erum við í góðum málum, Stína fína sér um hárið (þegar það verður problem), frk. B og Jósi sjá um að innleiða hjá píunni ekta dömutakta (ef hún vil), Geð-Kortið sér um að gellan verði ekki perónuleikaröskuð eða andlega veik. Við hin reynum að gera okkar besta í því að sjá til þess að pían verði töff og glöð, gott að hafa það hugfast hér að litla daman mun fæðast í the US and A sem þýðir að hún gæti orðið forseti Bandaríkjanna. Við erum því ekki bara að fæða eitthvað venjulegt stúlkubarn heldur erum við að fæða litla VON.
p.s. um eitt erum við þó öll sammála VIÐ VILJUM EKKERT BLEIKT DRASL takk fyrir.......

10 comments:

Anonymous said...

Til hamingju góða fólk, ekkert smá spennandi að fá að kynnast nýju fólki. Hlakka mikið til.
Engar bleikar gjafir? Það á væntanlega líka við um myndefni... ég gef henni þá bara Goodfellas og Godfather og geri hana að wiseguy, svona eins og B er sjóræningi. ,,You talkin´ to me?"

Anonymous said...

Þetta verður yndislegt! Til lukku með þetta kæra fjölskylda :)

kv. Ásthildur og kærastinn og afkvæmi

Anonymous said...

omg.. en spennandi, til hamingju með dömuna:)

hlakka til að hafa hendur í hári hennar.. það verða allavega engar gardínur á henni eins og mömmuni forðum daga...:)

kv. stina fína:)

Anonymous said...

til hamingju - við hlökkum til að hitta hana og lofum að vera góð við hana
ég mun koma mér upp bleikum kjólum sem hún getur verið í þegar hún er hjá mér
Munið að mitt líf er tilraun í að ala upp unisex einstakling - og hvernig tókst það nú???

Anonymous said...

Til hamingju með stúlkubarnið.

Það er eingöngu heiður að fá að koma að uppeldinu (mun brosa hringinn í nokkur ár eftir þessa hlutverkaskipan).

dömuleg kveðja frá frk. B.

Unknown said...

Til hamingju með litlu vonina, hún á eftir að verða frábær forseti :)

Anonymous said...

Þetta verður svöl gella!!

Til hamingju :)

Anders said...

så må i jo bare få lyserødt og meget af det.....

Barbara Hafey. said...

Til hamingju með litlu væntanlegu prinsessuna!
Vertu viss um að fá mjög svo fallega bleikt kort frá mér þegar pæjan mætir á svæðið!
Þú kíkir svo með hana í stólinn þegar 1. tönnin kemur upp ;)
Ekkert að treysta á þessa Bandaríkjamenn þegar kemur að tönnunum! Þeir smíða bara brú yfir allt saman og volá.. colgate!

Anonymous said...

til hamingju krakkar.
kv. snorri