Eftir stífann mánuð við verkefnaskil, hópvinnu og öðru námstengdu stefnir loks í smá rólegheit hjá Geðinu. Bara vinna, flutningar, gestir, barneignir og tveir sumarkúrsar það sem eftir lifir sumars. Já, reynslan úr geðinu um hvernig á að takast við massíft álag er greinilega að skila sér. Hjúkki er svalur og algjörlega sveiflulaus, eins og honum einum er von. Tappinn mætti á fyrstu formlegu hjúkrunarvaktina hérna í Ameríku í dag, þar á undan var dúddi búin að vera í verklegu námi og kynningarnámskeiðum á nýja vinnustaðnum. Spítalinn heitir North Memorial og deildin kallast mental health crisis intervention unit. Greinilegt er að mikið vinnuálag seinust vikur hefur haft einhver áhrif á Kortið því seint í gærkveldi fattaði tappinn að hjúkkubúninginn vantaði, hér þurfa starfsmenn að redda sínu eigin dressi. Gæinn mætti því eins og óbreyttur í vinnuna í dag, restin af Kortfamilínunni vonar að engin miskilningur verði sökum þess og að G-Kort komist heill úr vinnunni. Nú vantar kallinum bara faglegan hjúkkubúning og þá er hann geim í allt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Jahérna hér! Þar kom ástæðan fyrir öllum þessum vinnufatabúðum í henni Ameríku! Ég sem stóð í þeirri meiningu að þetta væri hugsað fyrir fólk með fetish... say no more!
Hei! Það er hægt að fá ógeðslega hot hjúkkubúninga á ebay!!!
P.s. Ég VEIT að þetta er Gísli á myndinni hér að framan!!
mér finnst Gísli töff, þó hann sé hjúkka !
Það er ekki hægt að vera annað en töff þegar þú ert hjúkka. Óneitanlega smart að vinna við að bjarga mannslífum.
Gangi ykkur vel góða fjölskylda.
Bergþóra
Post a Comment