Jun 15, 2007

Lúxuslíf

Á næstu dögum mun Kortfamilían flytja í töluvert stærra húsnæði. Kortarar eru þvílíkt spenntir fyrir nýju heimkynnum, það á bara eftir að vera þægilegt að búa í stóru og þægilegu húsnæði,
á þremur hæðum, með þremur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, borðstofu, stofu, fjölskylduherbergi, þvottaherbergi, tveimur baðherbergjum, garði, verönd og bílskúr.
Ójá þvílíkur lúxus fyrir fátæka námsmenn í landi tækifæranna. Kortarar eru þakklátir fyrir húsnæðið en seinustu daga hefur þó smá kvíðahnútur verið að myndast í mallakútum hjónanna, þegar talið berst að heimilisverkum og öðru eins sem fylgir öllum heimilum. Þar sem guðsgjafir Korthjóna liggja ekki í húsmæðrahæfni eða almennum þrifum. Og í ljósi þess að framundan er annasamur tími hjá Korturum, barneignir, áframhaldandi nám og heimsóknir þá sjá Kortin ekki framá að geta sinnt heimilisverkum eins og þau myndu vilja. Í stað þess að örvænta og leggjast í volæði hafa Kortarar ákveðið að ráða til sín einstakling sem tilbúin er í verkið fyrir smá aur. Þar sem Kortarar eru miklir jafnréttissinnar og í stöðugri baráttu við rífa niður staðlaðar kynjaðar steríómyndir, ákváðum við að ráða karlmann í verkið.
Hægt er að skoða ferilskrána hans og verklýsingu á þessari síðu, athugið þó ekki við hæfi barna eða viðkvæmra.

8 comments:

Anonymous said...

ég hélt að það stæði til að ráða mig í þetta djobb - ég mun meira að segja sinna því full klædd eða því sem næst

Anonymous said...

Vá allt er nú til í henni Ameríku!

En gæinn fær prik fyrir frumlegheit!

Fláráður said...

Gaman að sjá jafnrétishugsjónina 'in action'

Anonymous said...

þið ættuð að fá ykkur eina sænska aupair svo að Gísli fái eitthvað fyrir sinn snúð.
Kveðja frá stórfjölskyldu Rósu og Guðna.
P.s. Haflína biður að heilsa Birni.

Ally said...

Ohh ég vona að Lydia fari ekki að fá hugmyndir

Anders said...

Hey tillykke Auja endelig en rigtig mand i huset !!! Han har også en større pik end Gisli kan jeg se, meget skulle nu ikke til !!!
Meeeennnn jeg tænker.....er det dig Gisli som er ved at komme ud af skabet ??? Jeg har altid synes det var lidt mærkeligt at du tager mig på røven når vi krammer efter møder...

Gisli said...

nice, anders, nice.

Og tu ert ad verda pabbi; scary shit!

Anonymous said...

" can´t stop making..... jokes...

brain... is.... freezing...