Jun 2, 2007

Old girls

Jæja, í dag er Kortfrúin formlega orðin fullorðin. Komin í tölu eldra fólks eða the old girls. Já, loksins farin að skríða í fertugsaldurinn. Ekki lengur bara gömul og andleg sál, heldur líka líkamlega orðin fullorðin. Nú er víst tími til kominn að hætta öllum fíflalátum og fara hegða sér eins og þeir sem komist hafa yfir 30 ára múrinn. Það var akkúrat fyrir 30 árum um kveldmatarleytið á íslenskum tíma sem Kortfrúin skellti sér í heiminn. vei vei. Í tilefni dagsins þá ætlar frúin að eyða deginum með hinum síungu Korturum og hugleiða lífshlaupið, því ekki getur hún víst hlaupið eins og hún er á sig komin í dag. Þetta er ekki tími til að örvænta, enda hefur Kortínan ákveðið að taka eldri kellur sér til fyrirmyndar þegar kemur að aldursviðhorfum.

Já og Kortarar senda Kortvininum góða Ástgeiri a.k.a the night guy innilegar afmæliskveðjur. Til lukku með 30 árin gamli!!

21 comments:

Anonymous said...

Gaman að hafa afrekað það á 30 árum sléttum að vera nefndur í bloggfærslu sem ber heitið "Old girls"
Með kærleikinn að vopni og umburðarlyndið sem skjöld þakka ég engu að síður fyrir mig og óska þér þess sama, jafnvel örlítið meir.
Þú ert kona góð, þó oft á tíðum eins og gestur hvað varðar nútímann, áhorfandi þegar "góðan rétt skal gjöra" og gott sjómannsefni þegar íslenskri tungu er dýpt í salta tunnu.
En mér þykir vænt um þig eins og þú ert. Að þú rekir ættir þínar til Hallgerðar Langbrók þarf engan að undra. Taktu svuntuna af kallinum, drífðu hann út úr eldhúsinu og eigiði góða dag.

Anonymous said...

Til lukku með ammælið.

Þú þarft ekki að sækja vatnið yfir lækinn! Ég get kennt þér á það hvernig maður á að haga sér þegar maður er 30+.

Ef þú vilt taka þetta upp á næsta level þá getur G kennt þér hvernig á að haga sér þegar maður er 40+

Ally said...

Til hamingju með afmælið held ég....... óskar maður til hamingju með svona?
Ég er utan að landi, ég veit það ekki. Það er ekki fokið í flest skjól og nú er um að gera að vera jákvæð og halda bara áfram gamla mín. ALLTAF AÐ HALDA ÁFRAM!

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið mín kæra.

Þú hefur þá náð mér, og við þá loksins jafnaldrar.

Ég man þá tíð þegar ég var alltaf töluvert eldri en þú. Já þá þótti þér tilefni til að ráðast að sálarlífi mínu og kalla mig stöðugt gömlu. Þú reyndar varst ekki eins brött man ég þegar við fengum launaseðlana okkar frá borginni og þú gerðir þér grein fyrir að ég fékk hærri laun (fyrir sömu vinnu). Það hefur einmitt verið mín lukka undanfarin ár að stofnanir reknar af sveitarfélögum og ríki bera virðingu fyrir eldra fólki.

Ég þreytist ekki á því að rifja upp viðbrögð þín við ólíkum launataxta okkar sumarið sem við framkvæmdum tímamóta rannsókn á högum unglinga.

En núna erum við loks báðar 30 ára. Má því líka segja að við séum jafningjar í dag. Til hamingju með það.

Anonymous said...

Elsku besta litla systir mín - innilegar hamingjuóskir með afmælisdaginn dúllan mín!
Megirðu eiga yndislegan dag með strákunum þínum í tilefni dagsins!
1000 kossar & knús.
Þín stóra systir

Anonymous said...

Já, það er nefnilega það, orðin 30 ára tilhamingju með daginn, mikið er gott að vera áfram twenty something ...

Ég var næstum því búinn að plúsa við 2 daga, en þetta kemur með andlegu heilbrygði ;).
Vona að þú og þínir fáið að njóta dagsinns. Baráttu kveðja frá Sweden

Anders said...

Og jeg som troede du for længst var blevet 30, der kan man bare se ;-)
Luve fra Köben.

Anonymous said...

Til hamingju gamla

Kv:

Anonymous said...

Hjartanlega til hamingju með daginn! Nú getum við farið að tala við þig eins og fullorðinn einstakling. Það verður léttir. Reyndu svo bara að vera þolinmóð við Gísla litla. Hann veit bara ekki betur.

Anonymous said...

Til hammara með ammarann!
Kristín Þóra

Unknown said...

Til lukku der alte.

Anonymous said...

til lukku með afmælið kæra mágkona - vona að Geð kortið hafi haldið vel upp á daginn.

Anonymous said...

Nú getur maður bara kallað þig "kellingu" með góðri samvisku!

Kveðja frá Mávinum í Cape Town

Fláráður said...

Já, andskotinn hafi það, þú ert svona ung þrátt fyrir þroskaða framkomuna. Velkomin á fertugsaldurinn!

B said...

Innilegar hamingjuóskir með áfangann. Loksins veistu hvað það er gaman að vera þrítug.

Kveðjur til ykkar allra frá B. og litlu A.

Anonymous said...

Til hammó!

Anonymous said...

Sælar mín kæra vinkona. Heldurðu að ég hafi ekki gleymt afmælinu þínu. Ég skýli mér á bak við veikindi barnanna:) Allavega, innilega til hamingju með árin 30. Bíð þér upp á afmælistertu þann 27. júlí í USA. Færð stóra bleika í tilefni þess að vera orðin 30 bráðum 2 barna móðir, þó ekki heimavinnandi, né í vesturbænum. En úr því má bæta.

Anonymous said...

Til lukku gamla, það er ekki svo slæmt að vera þrítug, þetta er svona svipað og með gott rauðvín verður bara betra með aldrinum. hhahahhíhhí. fyndin...

Barbara Hafey. said...

Til hamingju með daginn um daginn ;)

Anonymous said...

Til Hamingju með afmælið um daginn bestu kveðjur vestur um haf Kveðja Binni

Anonymous said...

Innilega til hamingju með afmælið Gamla mín.
Þú ert alltaf aðeins á undan til að ryðja brautina. Ég get þá líka leitað til þín á næsta ári.

Fyrstu mánuðina á þessu ári fékk ég hnút í magann og fór í panik þegar ég mundi ekki hvort ég var að verða 30 ára eða 29 ára í sumar. Nú orðið man ég að ég er pæja í eitt ár í viðbót, þvílíkur léttir.
Ástandið verður þó líklega eitthvað verra næsta vor en þá hringi ég bara í þig... ef þú verður ekki of upptekin við að hughreysta Gísla ;)