Í dag er dagurinn sem læknavísindin spá því að litla Kort eigi að koma í heiminn. Það verður gaman að sjá hvort það gangi eftir. Það væri nú ansi gaman sérstaklega þar sem Guðbergur Emil Írisar og Þóris oldy sonur á þriggja ára afmæli í dag.
Björn Kort trúir því að barnið muni koma með keisara og að hún sé með bleikt hár og rauð augu, mikil spenningur þar á bæ.
Korthjón eru þó farin að trúa því að úthald sé eitthvað sem Kortbörn hafi tekið bókstaflega, sérstaklega þegar kemur að því að yfirgefa móðurkvið. Gleðifréttirnar komu þó í dag þegar frúin fór í mæðraskoðun og ljósan spurði hvernig henni litist á gangsetningu í næstu viku eða í kringum 41 viku, vei vei við tökum því fegins hendi. Biðin styttist því hjá Korturum. Ef stúlkan verður ekki komin næsta mánudag þá verður pantaður tími í þeirri viku þar sem náð verður í krakkann. Og já Kortarar taka ekki mark á setningum eins og "þau koma þegar þau vilja".
5 comments:
Hvað er málið með litlu Aðalheiði Kort? Voða ætlar hún að verða sniðug og skemmtileg eins og nafna hennar á Íslandi.
Hmm.... runs in the family!
Say no more!
Áfram Kort-stúlka - áfram Kort-stúlka!!! Koma svo!
ég sendi þér alla hríðarstraumana mína þar sem ég er búin að nota þá...:)
kv. stína
Auja mín - ertu alveg viss um að þú sért ólétt?? Getur verið að þú sért að ruglast eitthvað??
Það er nú aldrei að vita nema stúlkan mæti fyrir rest. Allaveg hlakkar okkur mikið til að fá ungu dömuna í heiminn, hana Írisi Kort:) Ég hringi í kvöld.
kv.. Íris
Post a Comment