Jul 24, 2007

Kortarinn

Nýji Kortari
Stoltur stóri brósi


Stúlka Gísladóttir er fædd. Hress og greinilega vel í stakk búinn ad takast á við þennan “fagra en falska heim” eins og Mikales höfuðsmaður orðaði forðum. Móðirin er einnig í góðu stuði, miðað við það sem á undan er gengið. Stóribróðir og faðir ad sjálfsögðu sáttir, og fegnir ad vera hvorki með leg né leggöng.

Fæðingin gekk hratt og vel, fyrstu hríðar um 14:30 og búið 16:41. Rembingur stóð í 16 mín. Vont en gott, ekkert verkjastillandi. 16 merkur (3994 gr), lengd 53.3 cm og höfuð 36.2 cm. Kortarar þakka góða og sterka hríðarstrauma

21 comments:

Anonymous said...

Mikið er hún falleg og lík stóra bróður. Hjartanleg til hamingju öll. Gott að vita hvað þetta gekk vel og öllum heilsast vel.
amman

Anonymous said...

Það er nú meira hvað herra Kortarar eiga fallegar, sterkar og duglegar konur! Innilega til hamingju kæra fjölskylda.

Ally said...

Til hamingju alle sammen!
Auðvitað rann krakkinn út eins og doktorinn hafði spáð fyrir um.
Hlakka til að sjá fleiri myndir:)

Anonymous said...

Vá hvað hún er flott. Innilega til hamingju enn og aftur. Myndin fer upp á vegg hjá okkur.

Anonymous said...

Kæra sívaxandi fjölskylda!

Innilegar hamingjuóskir með prinsessuna - og vá hvað ég er sammála ömmu Pönk! Hún er þvílíkt líka Bjöllaranum!
Hann er bara flottastur þar sem hann heldur á litlu systir! - Hann verður frábær stóri bróðir!
Hlakka til að sjá ykkur nk. laugardag!!!!

Anonymous said...

Til hAAmingju öll. Þetta er yndislegt.

Anonymous said...

Til hamingju!

B-Kort á sérstakar þakkir skyldar fyrir sitt brautryðjendastarf.

Anonymous said...

En fín og myndarleg stelpa. Okkar bestu hamingjuóskir til ykkar allra. Við vorum fegin að heyra að allt gekk vel. Björn virðist mjög stoltur og ábyrgur á myndinni með litlu systur í fanginu.
Gangi ykkur ve.l
Maggý og fjölskylda

Anonymous said...

Til hamingju með skvísuna. Yndislega falleg og lík Birni.. með mömmuvarir ;)
Gísladóttir.. Hulda passar við það, Hulda Gísladóttir

kv. Hulda Gísladóttir

Anonymous said...

ó hvað hún er falleg:) ekkert smá lík stóra bróðir, innilega til hamingju með frk, kort:) og bara að þið vitið að konur í ljónsmerkinu eru BESTAR...:)

kv, stína,hrólfur og co..

Anonymous said...

Elsku besti Björn frændi & co.

Til hamingju með litlu systur!

Okkur hlakkar alveg ofsalega mikið til að hitta ykkur systkinin á laugardaginn. Okkur systrunum hlakkar líka svo mikið til að fá að knúsa ykkur!

Anonymous said...

Mikið er hún falleg! Til hamingju.

Anonymous said...

Innilega til lukku með litlu prinsessuna.
Kv. Binni Fjell

Anonymous said...

Hæ elsku fólk, rosalega er skvísan flott, soldið lík stóra bróður, er það ekki? Og vá hvað Björn er orðinn stór og mannalegur, tekur sig vel út með litlu systur :) Gaman að heyra hvað fæðingin gekk vel, það gefur mér von þar sem ég er bæði með leggöng og leg sem er að bresta. Pant fá svona fæðingu!!!
xxx Maria

Anonymous said...

til lukku með kerlinguna hún er flottust. Keppniseintak svo ekki sé meira sagt. Þau taka sig vel út á myndinni systkinin.
Bestu kveðjur úr Breiðavík.

B said...

Velkomin í heiminn litla fallega Kort-stúlka. Innilega til hamingju Kort-fjölskylda.

kveðja Bergþóra

Anonymous said...

Hún er æðislega flott, og þau systkin saman. Hlakka mikið til að hitta hana og ykkur kæra fjölskylda.
kv, gunnar

Anonymous said...

Til lukku með skvísuna kæru kortarar, og til lukku með TA stöðuna frú Kort, hlakka til að sjá fleiri myndir.

Kveðja Eva og Co.

Anonymous said...

Hjartans hamingjuóskir!!
Hún er nottla bara glæsileg eins og við var að búast- toppeintak!

Anonymous said...

:):):):):):):)
Dásamlegt, til hamingju!!!!
Kveðja frá óléttu vesturbæingunum

Unknown said...

Til hamingju með þessa himnesku stelpu.
Loksins hefur þú Auja einhverja til að dúllast með, setja í bleikar tíkóspennur og klæða í prinsessukjól ;Þ

Hlakka til að sjá ykkur.