Kortfamilían er heldur betur ánægð í nýja húsinu. Seinasta vika hefur farið í það að koma sér fyrir ásamt því að taka meðal annars á móti þrifliði, málurum og cablegæanum. Þetta er allt að smella saman hérna. Kortfamilían er ennþá í skýjunum yfir nýju heimkynnum og hefur þegar bætt met sitt þegar kemur að tíðni eldaðs kveldmatar, þökk sé flottu og góðu eldhúsi. Fyrsta matarboðið í nýja kotinu var haldið á sunnudag þegar hluti þeirra sem hjálpuðu okkur við að flytja og makar komu í grill a la GeðKort. En Geði a.k.a Gilli grill var ekki lengi að kaupa sér eitt stykki gasgrill á nýju veröndina.
Annars er stór dagur á morgun hjá B-Kort. Coco sem er bangsi í leikskólanum kemur heim með Birni og mun hann dvelja hjá okkur í tvo daga. Einkar sniðugt framtak hjá leikskólanum í að kenna krökkunum ábyrgð og annað sniðugt stuff. Á föstudagsmorguninn er svo baby shower á vegum leikskólans fyrir Kortfrúna og þrjár aðrar óléttar mæður þaðan. Þetta á bara eftir að verða gaman.
Af Kortstúlkunni er allt gott að frétta, ljósmóðirin hreyfði belginn á mánudaginn var en stúlkan heldur samt kyrru fyrir. Eitt vitum við þó, og það er að gellan verður komin í allra seinasta lagi 30 júlí.
7 comments:
Gaman að finna The Kort family aftur á netinu.
Til hamingju með barnið og nýja heimilið!!
Bookmarkið ykkar fór með gamla lappanum sem dó úr ónefndum, þríþættum sjúkdómi í Nicaracua
Er í Indlandi að vinna með syninum, erum að gera nýja þætti um Bollywood heiminn ásamt því að flakka um indland
web.mac.com/hsverrisson/iWeb
Kv.
Heimir
Oj Auja. Er mögulega hægt að verða meiri Kani eftir að hafa farið í sitt eigið Baby shower?
Mér finnst eins og ég sjálf sé orðin American við þennan lestur - þetta er svo ammmerískt!
Nú finnst mér bara vanta að ruggustóllinn verði settur á svalirnar og Gilli Grill sveittur að grilla í hvíta "die Hard" hlýrabolnum!
P.s. hér er einn stór pakki af hríðarstraumum!!!
Ég er enn Íslendingur. Bara ef einhver var eitthvað að spá í því.
Takk fyrir að fá að vera "Kallinn",
mér finnst það mjög töff !!!
við sendum hríðar héðan -
kveðja ´Gússí og co á leið í frí
það styttist greinilega óðum í litlu kort-stelpuna! Hlakka til að fá að fylgjast með því ;) Sjálf fór ég nú í mitt eigið Baby-Shower í Florida (feb 2006) þegar ég var ófrísk af Thing-4. það var skemmtileg upplifum þó ekki vorum við margar mættar ;) En ég sé að það þarf að bjarga Allý enn og aftur frá sjálfri sér.. svo næst þegar Frú Allý verður ólétt, þá blæs ég í Baby-Shower handa gellunni!
Post a Comment