Jan 14, 2008

Undirbúningur

Lífið er ansi rólegt á Kort mansioninu þessa dagana. Seinasti gesturinn hún amma pönk farin og ekki von á öðrum gestum fyrir en hlýnar í veðri hér. Samkvæmt öllu þá fer að hlýna í mars. Skólinn byrjar formlega 22 jan og þá byrjar Ágústa Kort í vistun enda verður kella þá 6 mánaða. Algjör óþarfi að vera að hanga eitthvað heima á þeim aldri. Annars eru Korthjón farin að huga að skólavali fyrir B. Kort en kappinn fer í Kindergarten komandi haust. Velja verður skóla fyrir febrúarlok til þess að komast að. Í dag eru Kort Kaþólikkarnir að velta fyrir sér þessum tveimur skólum, Lake Harriet sem þykir góður public skóli og svo kaþólska einkaskólanum Carondelet. Sjáum til hvað verður. Planið fyrir 22 jan er að Kortmæðgur chilla og njóta lok fæðingarorlofsins. Geði vinnur hörðum höndum að plan B inu sínu og B. Kort einbeitir sér að því að læra stafina í leikskólanum. Alltaf eitthvað í gangi.
Já og Ágústa Kort fékk fyrstu tönnina um helgina, það var búið að sjást í 2 tönnslur síðan á þriðja mánuði en nú loks braust ein fram, til lukku með það.

6 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með tönnina Ágústa!
Enda er stúlkan farin að borða mat eins og herforingi, þá verður maður að hafa tennur.

Anonymous said...

Til lukku með tönnina Ágústa Kort! Frábær áfangi!
Sem guðmóðir þá treysti ég ykkur foreldrunum að vanda vel valið fyrir guðsoninn minn :)

Anonymous said...

Já til lukku með tönnina Ágústa, vissulega frábær áfangi, Kári litli er ekkert að flýta sér að fá tennur, bólar ekkert á þeim, en hann er hins vegar alltaf á hasunum, því nú er skemmtilegast að standa upp við allt og því fylgir að detta um koll..

kv eva og kári

Fláráður said...

Til hamingju með tönnina. Þorkell tók sig til og fékk sína fyrstu núna um jólin. Ég myndi tékka á kaþólska skólanum en jafnframt spurja um viðhorf til 'corporal punishment' og þannig hluta.

Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.

Anonymous said...

Til hamingju með tönnina elsku nafna. Ekki seinna vænna svo þu hafir eitthvað til að bíta frá þér með í skólanum. Þið verðið að vanda valið fyrir Björninn - góður kaþólskur skóli er málið þar sem samkynhneigð er bannfærð og refsingar eru í formi 50 maríubæna.