Amma pönk kom á fimmtudaginn sl. Kortarar eru svaka glaðir með það. Jósi lilli fór svo sólahringi seinna eða á föstudag. Kortarar voru svaka leiðir með það, sérstaklega B-Kort sem fannst svo gaman að horfa á alla stríðsþættina og allt hitt sem sýnt er á discovery og science station með Jósa sínum. Ekki skemmdi heldur til að Draumurinn var til í að slást við drenginn heilu og hálfu dagana. Við þökkum draumnum fyrir heimsóknina sem var einstaklega ánægjuleg að þessu sinni.
Amman var ekki lengi að skella sér í búðir og versla frá sér allt vit..... (not). En Korthjón eru þó búin að sjá til þess að kella fari ekki með tómar töskur heim, eitthvað spes við það að fara til Minneapolis og kaupa ekki neitt. Annars var amman ekki lengi að tékka statusinn á börnunum, B-Kort stóðst að þessu sinni skoðunina og telst því heilbrigður en litla Ágústan var greind með frostbit á kinn. Já, við erum ekkert að grínast með kuldann hérna í frezzy Minnesota. Málið var að fyrir nokkrum dögum ákváðu Korthjónin að skella sér í göngutúr í kringum Lake Calhoun. Hitastigið hérna getur sveiflast fáránlega milli daga og þennan dag var ansi kalt eða um -14 til -17 celsíus. Í þetta reddast fíling skelltu hjónin sér í göngutúrinn sem átti ekki að verða langur, eitthvað misreiknuðu við þó vegalengdina og frostið. Það varð bara kaldara og kaldara. Það endaði með því 1 og hállfum tíma seinna var Jósi ræstur út ásamt B til að sækja liðið. Ágústan sem nota bene var kappklædd var ekki alveg að fíla kuldann í þetta sinn. Sem betur fer fór ekki verr í það skiptið. Þó svo frostbit sé auðvitað ekki cool. Við erum þó í góðum höndum þar sem hjúkkurnar tvær á Kortmansioninu eru fagmenn og veita okkur hágæða nærveru og umhyggju ala hjúkrunarstyle.
3 comments:
Það er eins gott að amma pönk skuli koma til að athuga ástandið á börnunum reglulega - hvernig er það annar er ekki geði hjúkka? Lærði hann ekki á þetta þar???
Það er eins gott að amma pönk skuli koma til að athuga ástandið á börnunum reglulega - hvernig er það annar er ekki geði hjúkka? Lærði hann ekki á þetta þar???
Thank the lord for the punk-grandma! Hallelúja :)
Post a Comment