Mar 20, 2008

Spring break 2008

Langþráð vorfrí hófst seinasta föstudag, planið þetta árið hjá Korturum var að taka því rólega, læra og vinna upp það sem hægt væri. Ákváðum þó að skella okkur í smá trip up north hérna í Minnesotafylki. Upprunalega hugmyndin var að skella sér í bed & breakfast dæmi, komumst svo að því að hjón með tvö börn eru ekki markhópur b&b hérna. Er meira hugsað sem romantic getaway, og því börn ekki vel séð. Kortin neituðu þó að gefast upp fyrir þessu rómantíska rugli og að lokum fundum við okkar bed & breakfast sem var bara cool. Við fórum hingað til að hitta the crazy viking Steinarr. Já, Viking Inn er málið. Kortarar eyddu aðfaranótt mánudags í innbyggðu víkingaskipi sem staðsett var í gamalli kirkju. B. Kort fílaði þetta bara í botn, enda tjáði drengurinn okkur það að hann hefði í hyggju að dvelja þarna í 100 vikur. Kortarar voru ánægðir með að fá að finna fyrir víkingarótum sínum, sérstaklega kom maturinn á óvart en á Viking Inn er allt í víkingaanda og því ekkert verið að borða með hnífapörum þar.

Vikingur, til í slaginn
Björn Kort og Steinarr the crazy viking

2 comments:

Anonymous said...

Sannast máltækið "aldrei að gefast upp" that´s the right spirit! Enda erum við víkingar inn við beinið og mikið hefur þetta verið skemmtilegt ævintýri fyrir mr. B-Kort!!! Vonandi tókuð þið alveg hrikalega mikið af myndum til að sýna :)
Kveðja,
Ásthildur & co

Anonymous said...

Gleðilega páska elsku fjölskylda. Ég mæli síðan með gistingu hérhttp://www.fjorukrain.is/fjorukrain/is/ næst þegar þið verðið á ferðinni hér uppi á Íslandi.