Aug 16, 2008

Sérfræðingurinn-- das specialist

Gilli Kort a.k.a Geði, gaurinn með legið, hjúkki, hjúkkidrussli náði þeim stóráfanga sl. miðvikudag að standast sérfræðiprófin í Ameríku. Kanar eru einstaklega prófaglaðir og þá sérstaklega þegar kemur að því að veita fólki einhver starfsréttindi, sem er í sjálfu sér ekki svo galið, gott að vita til þess að liðið sem er annaðhvort að kenna, hjúkra eða lækna mann hafi staðist einhver stöðluð próf. Allavegna, þetta var próf sem kalli þurfti að taka til þess að geta starfað sem klíniskur sérfræðingur í geðhjúkrun í landi hina frjálsu. Gaurinn rúllaði prófinu upp sem þýðir að leyfið er í höfn og því getur hann ótrauður haldið áfram að hlúa að þeim andlega veiku í Minneapolisborg. Kortfamilían er ánægð með að þessum skólakafla Gísla Korts sé hér með formlega lokið.

Annars styttist óðfluga í það að Kortfamilían sameinist að nýju. Þá verður gaman. Annars ákvað Ágústa Kort að byrja að ganga here at the old country. Gellan er því orðin ansi töff á því.

5 comments:

Anders said...

Stort tillykke. Godt gået Gisli. Der er jo heldigvis nok af syge mennekser at tage sig af, så du bliver aldrig arbejdsløs.

Unknown said...

Flott Gísli!

Fláráður said...

Gildir prófið eitthvað á klakanum?

B said...

Til hamingju Gísli - þú ert mjög flottur hjúkrunarfræðingur.

Góð Ágústa!!!

Anonymous said...

Til lukku Gísli..

P.s Kára finnst Ágústa geðveikt sæt.

kv Eva og Kári