Jul 19, 2007

Gott gengi

Ameríkanar eru greinilega að fíla Kortarana þessa dagana. Um daginn fékk Kortfrúin boð um TA (Teachers assistance) stöðu í deildinni sinni á næstkomandi vorönn, svona stöður eru auðvitað þvílíkt góðar þar sem fríðindin sem þeim fylgja eru ansi góð plús auðvitað sú reynsla sem fæst með þeim. Geði var með svona stöðu á nýliðni vorönn og kom það sér vægast sagt ansi vel fyrir Kortarana. Frúin er því ansi lukkuleg. Geði fékk svo skólastyrk í gegnum hjúkrunardeildina fyrir næsta ár, er þar um góðan afslátt á skólagjöldum að ræða. Að auki fékk hjúkkan líka styrk til að fara á geðhjúkrunarráðstefnu sem haldin verður í Florida í október, vei vei. Það lítur því allt út fyrir að Kortfamilían muni skella sér í smá trip í sólina á haustmánuðum. Við segjum ekki nei við því.
Annars styttist óðum í gestabylgjuna frá the old country, Íris ríður þar á vaðið en hún er væntanleg föstudaginn 27. Daginn eftir kemur svo Hafnarfjarðarliðið, Ásthildur, kærasti +börn. Í byrjun ágúst er svo Vallargengið a.k.a Aratúnssettið væntanlegt. Kortarar eru mjög spenntir fyrir komandi gestunum.
p.s. fæðingarstuff er á hold þrátt fyrir aumkunarverðar tilraunir Kortfrúnar til að flýta þar fyrir. Síendurteknar stigaferðir, lavenderböð, góðar hugsanir, bænir, göngutúrar og nú seinast 18 km hjólaferð hafa ekkert gagn gert þar. Hlýjar hugsanir með sterkum hríðarstraumum óskast því, helst í gær..........

8 comments:

Anonymous said...

Ég spái því að sú litla komi á morgun - þ.e. 20.07.2007.

Go girl!

Anonymous said...

Úps dálítið fljót á mér!

Ég vildi einnig bæta við - sérstakar hamingjuóskir með the TA og Orlando-thing dæmið!

Það er greinilega gott að vera Kortari í USandA þessa dagana!

Adios

Anonymous said...

Innilega til hamingju með TA stöðuna - það efast enginn um þitt ágæti, nema þú - þetta er alveg frábært. En hvernig er þetta með fröken Kort, maður er bundinn við tölvuna allan daginn til að kíkja og sjá hvort eitthvað sé að gerast, við erum á leið í Kjósina á morgun þar sem er ekkert tölvusamband og því styð ég tillögu Ásthildar með 20.07.2007. Í von um gott gengi þegar sú stutta kemur í heiminn.
Kveðja úr Garðabænum
Unnur og co

Anonymous said...

Ertu búin að prófa að hoppa niður af stól?

Anonymous said...

Frábært og til lukku með þetta. Kaninn kann greinilega gott að meta ;). Ég gekk 3 vikur fram yfir og gleymi aldrei hve pabbinn skammaðist sín þegar ég fór út að hlaupa skömmu fyrir framkallaða fæðingu!
Ég fékk þetta fantaboð sjálf frá Keili í gær að kenna þar fyrir feitt fé. Ég þáði gott boð og verð á ,,Kanaslóðum" í haust!

Anonymous said...

Jæja, sú litla hefur það greinilega gott og er ekkert að flýta sér. Við fylgjumst spennt með og sendum hvatningarkveðjur til ungfrú Kort og auðvitað frú Kort og herranna tveggja.
Stórfjölskyldan á háaleitisbraut.

Anonymous said...

Til lukku med AT. Thu ert min fyrirmynd i einu og ollu.

Kvedja fra Essex.

Anonymous said...

Eg 'atti vid TA ekki AT.