Aug 11, 2007

Sumarfrí

Sumarfrí/fæðingarorlof (að vísu bara hálft með kveðju frá fæðingarstyrksbatteríinu, Thanks for all the fucking fish) Kortfamilíunar er hafið. Formlega hafið vei vei. Á Kort mansioninu hefur verið gestkvæmt og góðmennt. Nú eru senior hjónin á Völlunum a.k.a. the Costanza's í heimsókn hjá Korturum. Seinustu dagar hafa því farið í Macys eyðslu, chill og góðan mat. Á morgun er svo planið að keyra norður í cabin hérna í Minnesota þar sem stór familían (nota bene minnsta familían á Íslandi, 10 einstaklingar með öllu) mun eyða vikutíma saman. Áhugavert hvernig cabin fever fer í liðið, án TV, internets og annars sukks. Kemur í ljós eftir viku! Biðjum að heilsa þangað til...

6 comments:

Anonymous said...

góða skemmtun

Anonymous said...

Við óskum ykkur góðrar ferðar og skemmtunar. Hvernig er það með myndir af liltu prinsessunni, fær maður ekki mynd í skiptum fyrir gjöf? Hlakka til að sjá myndir af ferðalaginu. Kveðja úr Garðabænum.
p.s. ef ykkur vantar stóla þá eigum við þá, Palli missti sig aðeins í Aratúninu...

Unknown said...

Bið að heilsa fjöllunum

Anonymous said...

Ég þarf að ná á þig þegar þú kemur tilbaka frú Auðbjörg. Ég á við þig mikilvægt erindi sem varðar afbrotafræðilega þekkingu þína. Nánar tiltekið vantar mig uppl. um rán. Mér skilst að þú vitir ýmislegt um þann málaflokk. Um þessar mundir hef ég mestan áhuga á öllu sem tengist þýfi.

Góða skemmtun samt.

Svanur Danielsson said...

Til hamingju með littlu Kort,
Datt bara inn á síðuna hjá ykkur, langt síðan ég hef frétt eitthvað af ykkur en það er greinilega breiting á þvú héðanaf. Sjálfur er ég líka farinn af landi brott í nám í Hollandi.

Kveðja Svanur Dan

Anonymous said...

Til hamingju með ágústu litlu, mér sínist hún ætla að verða alveg eins og stóri bróðir sinn;) kveðja frá okkur.
Rósa, guðni, haflína, hákon og einar( ég hélt að upptalningunni ætlaði aldrei að ljúka;))