B-Kort er ekki ólíkur foreldrar sínum að því leyti að þegar hann fílar eitthvað, þá eru engin takmörk. Hófsemi er orð sem Kortarar munu seint ná að tileinka sér. Drengurinn hefur nú í einhvern tíma, komið vel yfir ár, haft sérstakt dálæti af sjóræningjum. Það byrjaði allt með
Kobba Kló úr Pétri Pan. Svo varð það sjálfur
Captain Jack Sparrow . Nú hefur það verið þannig í dágóðan tíma að þegar B- Kort er kynntur fyrir nýju fólki þá segist hann heita Jack Sparrow. Á nýja leikskólanum gengur hann undir því nafni bæði hjá starfsfólki og börnum. Gaurinn er ekkert að flippa með þetta Sparrow æði hann segist ekki geta beðið eftir því að verða fullorðinn, safnað skeggi og síðu hári. Um daginn bað hann um hárlengingu. Þegar hann verður fullorðinn þá ætlar hann að fara til Jack Sparrowslands, berjast og drekka rom eins og ekta sjóræningi. Hann hefur tilkynnt Kortsettinu þetta og talar með tilhlökkun, hann ætlar að taka Ágústu litlu systur með en foreldrarnir eiga að bíða í flugvélinni á meðan (dont ask). Á meðan hann bíður eftir að fullorðnast lætur hann sér nægja að reyna líkjast Captain Jack Sparrow í öllu, hermir eftir göngulagi og leikur hann drukkinn. Seinustu vikur hefur hann til að mynda ekki farið úr jakka einum sem svipar til jakka goðsins. Einnig gengur hann um með Sparrow hatt, við þetta sett er gæinn svo í bláum gúmmítúttum. Óháð því hvort hitastigið er 30 gráður eða ekki þá fer Björn Kort ekki úr dressinu. Hann er bara flottastur og trúr sínu.

Björn Kort i dressinu
Í næstu viku fer Kortfamilían til Florida, ætlunin er að skoða
Magic Kingdom en þar er eitthvað Pirates of the Caribbean dæmi. Það besta er að B-Kort hefur ekki hugmynd um hver ferðinni er heitið, það verður því bara gaman að fylgjast með tappanum.
P.S. dugnaður Kortara er þvílíkur, komið nýtt albúm
Ágústa Kort, flottar myndir þar.